Ísafold - 15.08.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.08.1878, Blaðsíða 1
1878. í S A F 0 L 0. Y 20. Reykjavík, fimmtudaginn 15. ágústmán. ]pó að samgöngum landsins hafi á seinni árum farið töluvert fram, þá vantar þó mikið á, að þær enn þá fullnægi þörf- um vorum. Hvort sem litið er til op- inberra málefna eður viðskipta manna á milli, þá er enn þá langt í land til þess, að þau verði afgreidd svo fljótt, sem vera ber. Margt hjá oss kemst ekki í kring fyr en um seinan, og er þar seinum og strjálum samgöngum helzt um að kenna. En — þó að póstgöngur og aðrar samgöngur kunni með tímanum að geta lagazt nokkuð af vorum eigin rammleik, og þó vjer göngum að því vísu, að bæði þing og stjórn muni styðja að því eins og framast er unnt, þá er þó eptir einn viðtalsvegur manna á milli, sem er öðrum fljótari og greiðari, er vjer af eigin efnum aldrei verðum megnug- ir um að skapa hjer á landi, það er málþrá&urinn eða hraðfrjettaskriptin. 1 öðrum löndum eru einmitt þau málefni sem mest ríður á, og mest liggur á, undirbúin, og opt afgreidd á þennan hátt. Jeg gjöri í dag að morgni orð vestur áHornstrandir eða austurí Vopna- íjörð, og fæ svar í kveld; svara aptur á morgun, og annað kveld er jeg ásátt- ur við minn skiptavin; jeg er prestur á Stað í Aðalvík eða á Presthólum á Melrakkasljettu; það hefir farizt fyrir að jeg sækti um annað brauð með pósti í tæka tíð ; jeg hvísla að byskupi gegn- um málþráðinn, og bón mín fær áheyrn. Jeg er útlendur skipbrotsmaður um há- vetur á Meðallandi; jeg gjöri verzlun- arfulltrúa minnar þjóðar í Reykjavík viðvart í dag, og fæ ráð hans samdegis. Jeg er sýslumaður í ísafjarðar- eður Norður-þingeyjarsýslu, jeg þarf skjótra úrræða frá landshöfðingja eður amt- manni ; jeg spyr í dag, fæ svar á morg- un í síðasta iagi. þetta nægir til að sýna fram á, hvað málþráðurinn á undir sjer. í Danmörku var fyrir nokkrum ár- um stofnað norrænt málþráðarfjelag; þessi þráður ber hraðfrjettir milli Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar, Stórabret- lands o. s. frv., og auk annars gagns, er hann gjörir, er sjer í lagi það, að hann á hverjum degi skýrir frá veður- lagi ogáttum á hverjum stað fyrir sig. Eiga sjómenn og kaupmenn sem í för- um eru, hvar sem þeir koma að landi, kost á að frjetta, hvemig vindum hag- ar á þeim stað, sem þeir ætlá sjer til, og hefir það, þó ólíklegt þyki, orðið mörgum manni að liði. Skipstjóri ætl- ar í dag um miðjan morgun á stað frá Kaupmánnahöfn til Englands. Hrað- frjett segir: vestanrok við Englands strendur. Skipstjóri bíður. Næsta frjett er: Stormur á enda, austankaldi. Skip- stjóri fer og ferðin heppnast vel. Eins og kunnugt er, hafa menn víða stofn- að svo kallaðar veðrafræðisstofnanir (Meteorologisk institut). Sumar af þessum stofnunum, einkum stofnanin í Lundún- um, hafa stórfje til umráða, og hafa þær sjer í lagi stutt málþráðafjelögin. fessum stofnunum þykir mikið undir því komið, að vita hvernig veðrum hag- ar um allan norðurpart Európu, og hefir þess opt verið saknað, að ísland væri fyrir utan málþráðarumdæmin. Mundi það t. a. m. ekki koma sjer vel fyrir skipeigendur í Danmörku að vita á- vallt upp á víst hvort hafís er fyrir Norður- og Vesturlandi, og væri það ekki mikilsvert fyrir strandsiglingar vorar? Enda var það, eins og menn muna, einu sinni á orði, að reyna til að koma hjer á málþræði. En fyrir- tæki P. T. Shaffners þótti of dýrt og of umfangsmikið, og varð ekki af í það sinn. „Eik fellur ei í fyrsta höggi“, en þessi framför er í sjálfri sjer svo þörf og svo eðlileg, ekki að eins fyrir oss, heldur einnig fyrir öll Norðurlönd, fyrir sjóferðir í norðurhöfunum og fyrir vís- indalegar rannsóknir á veðrum og veðra- breytingum, að góð von er um að þessu verði framgengt með tímanum, og hví skyldi það vera ókleyft, ef Danmörk, Norvegur, Svíþjóð, og því næst Stóra- Bretland og Frakkland vildu styðja ís- land til þessa, sem vjer fyrir vort leyti vomnn þauvilji? En — ekki spiliir það til, að vjer íslendingar, og þá sjerilagi stjórn og þing, sýndu að þetta væri á- hugamál fyrir oss. Einn lítill vísir þvílíks áhuga væri það, ef landsstjórinn vildi undirbúa mál- ið á þann hátt, að afla sjer í tíma á- reiðanlegra bendinga um, hvar þráður- inn heppilegast væri fluttur að landi, og hvar haganlegast þaninn með strönd- um fram; hvernig stengunum, sem þráð- urinn er festur á, skyldi haga, svo storm- ar og illviðri, frost og snjófall síður spillti þeim, o. s. frv. J>að er auðsætt að annað eins fyrirtæki eins og þetta á langt í land, en þess lengur mun þess mega bíða, sem minna er um það hugs- að og sjer minna af því skipt.. — ,, ísafold “ hefir fengið brjef úr ýmsum áttum um fundi þá, sem haldnir hafa verið í hjeruðum undir for- ustu hlutaðeigandi prófasta, til að ræða sameiningar prestakalla, breytingar á kirkjustöðum, á tekjum presta og kirkna o. a. fl. Er það fróðlegt að sjá, með hversu — vjer hefðum nærri því sagt— suðrænu fjöri, svo norrænir menn eins og íslendingar, eru viðbúnir að bylta um því, sem nú lengi hefir staðið óhagg- að. Prestaköll eru sameinuð, sóknir að- greindar, kirkjur rifnar á einum stað, og endurreistar á öðrum, og ef allar þessar byltingar næðu fram að ganga, þá yrði umbrotin í andlegum málefnum landsins ekki ósvipuð þeim umbrotum, sem á stundum eiga sjer stað hjá oss af völdum náttúrunnar, eldgosum og vatnagangi. J>að er oss hvorki hægt nje heim- ilt að segja neitt um, hvernig brauða- matsnefndin, sem fyrir skemmstu hefir byrjað störf sín, muni líta á uppástung- ur fundanna. I.íkast til reynist hún ekki fullt eins fjörug og fundirnir. Jþví þó hún sjálfsagt finni sjer skylt að taka allt það tillit til hjeraðaviljans, sem sam- rýmst getur nauðsynlegri varfærni, þá er hin skylda jafn brýn, að stöðva held- ur rásina en örfa hana, og fara eklci fram á neitt það, sem uppástungumenn- irnir sjálfir kynni að yðrast eptir, þeg- ar þeir eru búnir að átta sig og sjá sig um hönd. Málið er vandasamt og yfir- gripsmikið og hjeraðafundirnir hafa, ef til vill, ekki alls staðar haft nægan um- hugsunartíma, sumstaðar má ske ekki heldur glöggvað sig nægilega á, hvað kleyft er þegar til framkvæmdanna kemur. Hefði maður óskasteininn og óskastundina, þá væri margt hægt, sem annars reynist örðugt. Eitt er oss óhætt að fullyrða, að þó meiri hluti nefndarmanna sjeu leik- menn, þá mun ekki verða mælt fram með neinum þeim breytingum, sem kynni að hafa óheppileg áhrif á trú- rækni og barnauppfræðingu. •— í 22. tölubl. „J>jóðólfs“ stendur með stóru letri yfirskriptin „S a 11 f i s k s- málið“. Og saltfisksmálið er mjög al- varlegt mál, svo alvarlegt að hagur Gullbringusýslubúa getur naumast orð- ið í blóma nema mál þetta komist í gott horf. Og saltfisksmálið í „f>jóðólfi“ er það, að skýrt er frá fundi, sem haldinn var í Reykjavík, að því sem er að skilja, til að koma betri verkun á saltfisk, en verið hefir. Er þar af hinum helzta kaupmanni á Suðurlandi skýrt svo frá, að fiskimenn við Faxaflóa missiáhveiju meðalári um 150,000 kr. fyrir illa verk- un á fiski, það er á 10 árum 1 miljón

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.