Ísafold


Ísafold - 15.08.1878, Qupperneq 3

Ísafold - 15.08.1878, Qupperneq 3
FOLD. 79 brim i allri vikinni, nema a litlum bletti, er samsvaraði svo sem bátslengd, J>ar tók klettanef af. í 5 stundir vann öll skipshöfn P'yllu með dugnaði og röskleika að þvi, að flytja hjer í land góss það, er mjer var trúað fyrir, og heppnaðist að koma því öllu upp heilu og höldnu. Jeg gat því komizt aptur til Reykjavíkur 18 tímum eptir að jeg hafði farið þaðan. Kir kj a. í blaðinu ísafold 20/7 78 segir herra S. G. um orðið kirkju: .Jeg man ekki eptir, að jeg hafi sjeð orðið kirkju i sömu þýðingu og kristnii nokkurri bók, sem rituð var fyrir næstliðin aldamót, og varla heldur í því, sem ritað var á 2 til 4 fyrstu ára tugum þessarar aldar, nema hvað því bregður fyrir í þýðing- um úr þýzku og dönsku og þó sjaldan það jeg man“. Orðið kirkja annað- hvort i sömu merkingu, sem kristm eða kristinna manna samfjelag, eða i sömu merkingu, sem stjórnendur kirkjunnar eða kennilýður, í mótsetningu til lcik- dómsins eða leikra manna, finnst á geysi mörgum stöðum í íslenzkum bókum, eigi að eins í því, er þýtt er úr þýzku eða dönsku, heldur og því, er þýtt er úr latnesku eða er frumritað. Dæmi mætti til tína hundruðum saman, en rúmið leyfir hjer eigi að hafa þau mjög mörg, ætla jeg því að tilfæra fáein ept- ir tímaröð. 1. þrettánda öld: Kon- ungsskuggsjá 133,,*,: „ok allra helzt helguðum stjórnarmönnum ok þjónostu- mönnum heilagrar kirkju“. Anec- doton historiam Sverreri regis Norve- giæ illustrans. Havniæ 1815. 4^: Enn þetta er upphaf skilningar þessarrar, at Kristrok heilög kirkja fullgera einn líkam algervan, úskaddan, með öllum heilum limum. Kristr sjálfr er höfuð þessa líkams, kirkja er bolrinn. qo_,0 : Svá byrjar at varðveita réttlæti heilagra feðra í heilagri kirkju. io4.,0: at heilög kirkja skuli nokkurn óstyrk eðr niðrfall af hljóta, Kristinréttr Árna byskups, Hafniæ 1777. Ó28: þeir sem deyja í forboðum heilagra.r kirkju. 2o618: eru allir okrkarlar forboðaðir ok fráskildir heilagri kirkju. 2 204: svá segir lögbók heilagrar kirkju. Norges gamle Love, 222Sf>: öll kristi- lig þjóð ok allra heilagra manna sam- band ok heilög kírkja. Sjá enn fremur orðið kirkja í registri aptan við 1. b. Fornbrjefasafns. — Fjórtánda öld: Árnabyskupssaga íByskupasög- um 1, 773^: setjast á kirkjueignir móti heilagri kirkju ok lærðra manna skipan. 773ia: atþeirsnúi á heilagr- ar kirkju náðir. Laurentius saga í sama bindi, 8oo18: J.aurentius gékk dag- liga til studium at læra kirkjunnar lög. 82Ó26: þú kantvel kirkjunnar lög. 83ó29 : hann er hinnmesti klerkr okvelkunnanditil kirkjunnar laga. 837, : meira eigit þér at meta nauðsyn heilagrar kirkju. Guðmundarsaga Arngríms ábóta í 2. b. Byskupasagna, i29: Friðrikkeisara voru kirkjunnar náðir svo leiðar. 435: þá sneri hinn ú- mildi sínum herskildi upp á kirkj- unnar meinsemð. Thómas saga erki- byskups. Christiania 1869, 423: svo oft sem hann ferr til páfagarðs fyrir kirkj- unnar nytsemð. 65: svá at hann grimmist eigiupp á heilaga kirkju. 9U : sakir kirkjunnar okklerkdóms- ins ok almúgsins nytsemðar. Stjórn, Christiania 1862, 4420: okfyrirþví seg- ist kirkjan eðr kristnin að hafa upprás af Abel. — Fimmtánda öld: Kirkjusaga Finns Jónssonar 2, 387,, ár 1431): Nú afþvíat hann hefir geng- it til sættar við guð ok heilaga kirkju ok oss. 2, 584,9 (ár 1431): skriptir ok félát, sem brotunum til berr eftir guðs lögum ok heilagrar kirk- ju. 2, 238,5 (26/u 1450): skulu þeir vera bölvaðir ok í banni á heilagrar kirkju vegna af vorum helga föður páfánum í Róm ok öllum byskupum í Noregi og Danmörk. -— Sextánda öld: MargaritaTheologica, Kmh. 1558, K 21S: Eg trúi á helgan anda, og þar sé heilög kr istileg kirkja. K 2lg: Og eina heilaga kristiliga og postulliga k ir kju. Summaria yfirþað nýjatesta- mentið, Núpufelli 1589. Iij21 : Slík játn- ing líkar herranum Christo vel, og hann segir hold og blóð hafi þeim ekki þetta opinberað, heldr guð fyrir sinn helga anda, prísar þar fyrir slíka játning og segir, að hún sé einka grundvöllr, á hverjum hans kirkja sé uppbygð. — Seytjánda öld: Catechismus, Hól- um, 1610, Aaj: Heilagr andi verðr sendr og gefinn kristilegri kirkju. Aav20: Eg trúi, að sé heilög kristi- leg kirkja. Aav220: J>etta orð kir k- j a þýðir og merkir ekki hús eða bygg- ing, so sem var Jerúsalems musteri, eða aðrar kirkjur og byggingar af kalki og steinum, tré og torfi gjörðar, í hverj- um menn koma til samans að heyra guðsorð, heldr merkir þetta orð krist- inna manna söfnuð. — Átjánda öld: Vídalíns postilla, Hólum 1724, A2t : Hinni dýrkeyptu Jesu Christi brúði, kristilegri kirkju Guðs í Islandi, minni hjartkærri móður, óska eg friðar og heílla af sínum unnusta. .Sannleiki Guðhræðslunnar, Hólum 1769, 7t: Eg trúi á heilagan anda, og að sé ein heil- ög, almennileg, kristileg kirkja. — Nítjánda öld: Lærdómsbók í evan- geliskum, kristilegum trúarbrögðum. Kmh. 1815. XII, 2: Eg trúi á heilagan anda, og að sé ein heilög, almennileg, kristileg kirkja. XIII,: í hverri kristi- legri kirkju hann náðarsamlega fyrir- gefr mér og öllum trúuðum daglega allar syndir. Basthólms Höfuðlærdóm- ar, Viðey 1837, 385!o: Þa-ð stærsta og furðanlegasta af öllum þeim krapta- verkum, sem Kristr og hans postular hafa gjört, er óneitanlega stiftan ogút- breiðsla kristilegrar kirkju um allan heiminn. 403,5: Að skírnin sé afKristi tilsett til að verða meðlimr hans kirk- ju . . ., vitaallir, semlesiðhafa Krists síðustu skipun til sinna lærisveina. Myn- sters Hugleiðingar, Kmh, 1839, 45828: Kristin kirkja eðr söfnuðr Krists á jörðunni er félag þeirra manna, sem aðhyllast Krist. 459,4: Hversu dýrmæt var kirkjan í uppvexti sínum postul- um Krists? Svo sem jeg hefi áður sagt, hefði mátt tína til dæmi hundruðum saman til að sýna, að orðið kirkja er í ís- lenzkum bókum þráfaldlega haft til að tákna hið latneska orð ecclesia í hinni víðari merkingu þess, og að varlega er gjöranda að fullyrða um nokkurt ein- stakt orð, að það finnist eigi eða mjög sjaldan í íslenzkum bókum í þeirri eða þeirri merkingu. Til þess að geta full- yrt slíkt þarf gott minni og mikla lesn- ing. Jeg vona að þau dæmi, er til eru færð úr bókum frá 13. og 14. öld, sýni, að orðið kirkja í hinni víðari merk- ingu þess er eigi tekið eptir þýzku eða dönsku, heldur er það þýðing hins latn- eska orðs ecclesia. ]?ar í mót er orðið álíta (= ætla, hyggja, telja), er herra S. G. drepur eigi hendi við, myndað eptir hinu þýzka orði ansehen. þ>essa orðs þurfum vjer eigi, af þvi að vjer eigum mörg önnur betri orð í sömu merkingu. Eigi skil jeg, hvers vegna herra S. G. við hefir hið óhneigilega almúgaorð okkar (málið okkar = mál vort) í stað hins rjetta og tiguligra orðs vor, vort. Hve fagurt og gullaldarlegt sem al- þýðumálið kann að vera, þá nær það eigi langt til að tákna með því vísinda- legar hugmyndir. Verða því íræði- menn að nota bókmálið, einkum hið forna, það sem það nær, en mynda ný orð, þar sem orð vantar. 28/ -Q 11 ' Jón porkelsson. Straumbaðstofa. Begar maður sjer hversu Reykjavík í mörgu hefir farið fram á síðari árum, og hve miklu fje hefir verið varið, til að prýða t. d. stræti og torg bæjarins, þá er þó eitt, sem bæði innlenda og útlenda furðar á að þar vantar, og það er straumbaðstofa með bryggju út í sjóinn. Straumböð eru svo heilnæm, og að kalla nauðsyn- leg, að furðu gegnir að þau skuli ó- fáanleg í jafn glæsilegum bæ. Bærinn á skothús, — en ekkert baðhús; bær- inn á strítubraut (,,Keglebane“) en ekkert baffhús; bærinn á leikvöll fyrir knattleik (Cricket) en ekkert baðhiís; bærinn á bráðum ískjallara, en ekkert baðhús; bærinn á að endingu 4—5 veitingahús, en ekkert baðhús. Skyldi það vera hollara, að þvo sjer að innan í vínföngum, en að utan í sjó ? Drepsóttin í Aþenuborg. Eins og allir vita gekk voðaleg drepsótt í Aþenu- borg, meðan á peloponnesiska stríðinu stóð. Hún drap fólk hrönnum saman, og hlífði hvorki háum nje lágum. Með- al annara dó höfðinginn Perikles úr henni. Enginn læknir rjeði neitt við hana, fyr en scytneskur læknir, Toxeris að nafni, kom að. Hann skipaði að hella öllu víni og vínföngum^ sem til voru í Aþenuborg, út um stræti borg- arinnar, svo ekki væri einn dropi eptir hjá veitingamönnum. Vonum bráðar rjenaði drepsóttin. Halda sumir, að drepsóttin muni hafa rjenað með drykkjuskapnum. Kirkjulegt tímarit. Hjer á landi hefir kirkjulegt tíma- rit ekki verið útgefið að staðaldri. Hver sem vill vita um kirkjuleg mál, verður að snúa sjer með það til dag- blaðanna, og er það opt eigi viðkunn- anlegt, og hefir það án efa gjört sitt til þess, að svo lítið hefir verið hugsað og ritað um kirkjuleg málefni. Eins og eðlilegt er, er ekki einungis allur þorri leikmanna, heldur og flestir prest- ar' ókunnugir flestu, sem fram fer i kirkjunni erlendis og jafnvel sem við ber hjer á landi. Oss er brugðið um, að kirkjulífið hjá oss sje dauft, og er það eigi að orsakalausu, en það getur naumast lifnað almennt, nema það fái málfæri í kirkjulegu tímariti. Nauð- synin til að gefa út slíkt rit, fer þó einkum vaxandi nú, þegar svo margt það, er snertir kirkjuna, er í hreifingu. Vjer prestar í Kjalarnesþingi höf-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.