Ísafold


Ísafold - 29.08.1878, Qupperneq 3

Ísafold - 29.08.1878, Qupperneq 3
ÍSAFOLD. 83 *7J8 ekki neitað, að staða rektors er vanda- söm, og það svo, að reynslan hefir sýnt, að hún hefir orðið mörgum of erfið, þótt verið hafi hinir nýtustu menn. þ>annig var það um þá 3 rektora, er næstir voru á undan Jóni þorkelssyni, og allir voru ágætismenn hver á sinn hátt, og þyngst varð staða þessi þeim, er var þeirra, frægastur; höfum vjer þó ekki heyrt þess getið, að þeir ættu neinn óvin, er notaði hvert tækifæri til að niðra þeim bæði í ræðu og ritum. Skólapiltar og allir þeir, sem við skól- ann eru riðnir, ættu því að gæta þess, að láta ekki villa svo sjónir fyrir sjer, að þeir líti með einstrengingsskap á það eitt, er þeim kynni að þykja mega öðruvísi fara í stjórn skólans. Sá rektor, sem nú er, vill komast hjá því að beita harðstjórn, og er ef til vill ekki laginn á hana. En ef honum verður þunglega gefið það að sök, þá er hætt við, að fara kunni líkt og fyrir froskunum í dæmisögunni, sem fengu þann konung, er varð þeim svo sárbeittur, að þeir óskuðu sjer hins fyrra, er þeir áður höfðu smáð. Ogþá tækist sorglega til, ef rógsmönnum tækist að rýra álit og virðing Jóns rektors í augum þjóðar- innar og flæma frá skólanum þann mann, sem er mjög virðingarverður og samvizkusamur embættismaður, og auk þess einn af hinum fáu og einn hinn helzti vísindamaður þessa lands á vor- um tímum, einn af þeim, sem meðal útlendra þjóða varðveita sóma vorn í vísindalegum efnum. En það er von- andi, að íslendingar kunni svo sóma sinn, að þeir láti elcki lengur þegjandi ofsækja og svívirða sína beztu menn, svo að þeir neyðist til að leita hjeðan á braut, og sjer í lagi þá menn, sem vjer erum sannfærðir um, að tekið yrði við opnum örmum annars staðar. L. Vjer höfum frjett, að veiðivjelinnií Elliðaánum hafi fyrir skemmstu verið svipt úr ánum af einstakra manna völd- um. þessir menn hafa sjálfsagt ekki vitað, að búið var áður að fyrirskipa málssókn af hálfu hins opinbera út úr tjeðum vjelum. En hvað sem þessu líður, þá er gott, að dómstólarnir kveði upp skilning sinn á hinum nýju laxa- lögum, sjer í lagi 5. gr. laganna, sem eingöngu lýtur að friðun unglaxins. Frá merkum manni á Nýja-íslandi hefir oss borizt grein í hendur, rituð í aprílmán. þ. á. Eptir grein þeirri er ástandið í nýlendunni allt annað en glæsilegt, bæði að því er snertir fje- lagslif og fjárhag. Meðal annars er þannig komizt að orði: ,,Á þessum ó- frelsis og lygatiðum, sem hjer og þar heyrast í nýlendu vorri". —í kringum nýárið hefir verið þar ískyggilegur bjargarskortur: 23 fjölskyldur álitnar af þingráðsfundi „svo að segja bjargar- lausar“, en 35, „er seint og snemma þyrftu styrk“. 11 eða 12 fjölskyldur voru 2. janúar teknar að borða jarðepli þau, er þurftu til útsæðis í vor. Af 63 búendum eiga 34 að eins 1 kú. Kálf- um var lógað jafnóðum og kýrnar báru, en kýrnar sjálfar, er agentarnir höfðu keypt handa vesturförum fyrir 35 doll- ara hverja, voru fullar af meinlætum og gerðu lítið gagn. Menn, sem voru 7 vikur við fiskiveiðar fyrir norðan ný- lenduna, fengu sumir varla í soðið, og komu skuldugir úr verinu, aðrir með 20—40 fiska, og mesti hlutamaðurinn með 100 hvítfiska, er hann gat selt fyrir 12l/3 cent hvern. Slíkt mundi á gamla íslandi þykja dauf vertíð. Ríkir höfðu jafnt fátækum setið að stjórnar- láninu, svo það var búið. í enda greinarinnar segir svo: „Hvað mundi hafa orðið (o: ef síra Páll jp orláksson hefði ekki útvegað styrk frá norskum) ? Fátæklingarnir hefðu orðið að drepa kúna sína, og hefðu lifað á henni um tíma, að því búnu solt- ið og líklega lagzt veikir í skyrbjúg og ef til vill dáið. Sagt er, að hjer hafi átt sjer stað í hitt eð fyrra skyrbjúgur og þar af leiðandi dauði hjá þeim, er hjer voru komnir — í þetta fremur kalda eyði-skógland — fyrir ónotalegt lítið og óhollt fæði“. ,, Og salffisksniáli.tF. — það er bæði umtals og velferðarmál fyrir oss Sunn- lendinga. pó vjer efumst ekki um að þeir, sem kosnir verða, eptir ályktun fiskverkunarfundarins 20. júlí, fyrir forgöngu og hvatamenn, til að bæta saltfisksverkunina, verði svo heppnir, að finna ráð og meðöl til að koma í veg fyrir hið mikla tjón, sem vofir yfir, að saltfiskurinn verði eigi þeginn sem verzlunarvara hjer eptir, eða að minnsta kosti falli enn þá meira í verði, þá viljum vjer þó í fáum orðum benda á það aðalatriði, sem oss virðist vera mest í varið, og miklu meira en prent- aðar reglur fyrir saltfisks verkun, sem víða eru nú orðnar að sjá og finna. það mun ekki vera því að kenna, að Sunnlendingar kunni ekki að verka saltfisk, að hann er ekki jafngóð vara frá þeim öllum ; það þarf ekki að segja þeim það tvisvar, sem þeir kunna einu-, sinni, ef viljann ekki vantar; en hitt er þeim og engum láandi, sem nokkuð hugsar um hag sinn, þó þeir vilji held- ur það, sem er óbeinlínis meira, en hitt, sem er beinlínis minna, eða með öðrum orðum: að fá jafnmikið fyrir 80 fiska fljótt og hroðalega verkaða, og fyrir 100 fiskajafnvæna og velverkaða. petta dæmi kemur daglega fram þeg- ar menn eru að leggja saltfisk inn til kaupmanna, og hver vill segja sig svo góðan, að hann glæpist eigi á þeirri verzlun, þó hann aldrei nema renni grun í, að slíkt geti leitt til eyðilegg- ingar á þessari vöru tegund, þar sem menn um næst undanfarin ár, og um lengri tíma hafa sjeð, að enginn verð- munur er gjörður á vörunni, heldur máske að þyngdin ráði meiru en gæð- in, þá er von að jafnvel vandaðir menn, auk heldur hinir segi: pað er ekki til neins að vera að hafa þessa sam- vizkusemi með vöruverkunina, hún gengur samt, og jeg fæ ekki meira fyrir hana en aðrir, þó jeg vandi hana betur. Og eptir voru áliti hafa þeir nokkuð rjett fyrir sjer, því vjer vitum eigi til að kaupmenn hjer á Suðurlandi gjöri nokkurn verulegan verðmun á vörum, eða að þeir hafi gefið nokkra hvöt til að menn vandi vöru sína, held- ur miklu fremur hið gagnstæða með öðrum eins dæmum og þeim, er vjer höfum bent á. pað mun þó vera hið eina og vissasta ráð, til að bæta salt- fisksverkunina — sem og alla vöruvönd- un — að kaupmenn fái útnefnda eið- svarna vörumatsmenn í hverjum kaup- stað, sem skipti vörunni eptir gæðum og að kaupmenn, hvort sem þeir eru fleiri eða færri á einum stað, bregðist ekki í því, að borga einum og sjerhverj- um sína vöru eptir maklegleik-um, með því verði, sem þeir hafa áður ákveðið, hvort sem i hlut á ríkur eða fátækur, skuldugur eða skuldlaus, mikil vara eða lítil. Vjer höfum heyrt nokkra kaupmenn bera það fyrir, að þessu verði ekki komið við, á meðan þeir eigi svo miklar skuldir útistandandi og ekki fyr en allri lánsverzlun verði hætt. Jafnvel þó oss þyki þessi við- bára lítilsvirði, og hún varla geti verið uppástungu vorri til hindrunar, þá vilj- um vjer meina, að lánsverzlun við fasta- kaupmenn hjer á landi geti ekki hætt að svo komnu, meðan hin- mikla pen- ingaþröng er í landinu og ekki verð- ur á einhvern hátt úr henni bætt — en sú peningaþröng er að nokkru leyti skakkri verzlunaraðferð að kenna, nefnilega því, að íslenzka varan er keypt of háu verði, svo kaupmenn eiga opt fullörðugt með að seljahana aptur sjer ágóðalaust og verða því að leggja allan sinn verzlunarkostnað á útlendu vöruna, og þannig selja hana lángt of miklu verði. Af þessu leiðir, að ís- lenzka vöru geta þeir ekki keypt fyr- ir peninga, því þá er hagnaðurinn lítill eða enginn. Væri hvortveggja varan seld í lægra verði, mundu kaupmenn langtum fremur kaupa vörur vorarfyr- ir peninga, eða að minnsta kosti mundu þeir þá heldur „ganga út og inn“. Verzlun vorri er þannig varið, einkum þeirra, er hlut eiga að saltfisksmálinu, að vjer leggjum alla vora vöru inn í einum mánuði á sumrin, já og sumir á einum degi, en erum að taka út allan árshringinn, stundum af því að nýjar þarfir heimta það, stundum af því að kaupmenn hafa synjað þess, þegar inn var lagt, stundum af því, að þeir hafa eigi haft þá nauðsynlegu vöru til, þegar vjer höfum beiðzt henn- ar. Af þessu kemur það, að menn

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.