Ísafold - 29.08.1878, Page 4

Ísafold - 29.08.1878, Page 4
84 ÍSAFOLD. geta ekki ætíð verið skuldlausir, en opt er það, að menn eru skuldlausir, þegar þeir eru búnir að leggja inn, en það er ekki 31. des. En þessar skuldir sýnast oss ekki sjerlega voða- legar fyrir kaupmenn, heldur trygging fyrir áframhaldandi verzlun; en að lána á lán ofan sýnist oss öllu ísjárverðara og jafnvel óþarfi fyrir kaupmenn, án þess að innheimta á því geþ þó veru- lega staðið vöruvönduninni fyrir þrifum; er það meining vor, að þeirri lánsverzl- un geti þeir hætt, en ekki hinni: að eiga ekkert útistandandi á Nýári. Annað atriði væri líka efalaust vöruvöndun vorri til framfara, það er að sýning væri höfð á vöru og öðru fieiru og verðlaunum heitið, ekki ein- ungis fyrir eitt einasta afbragð af hverri tegund, heldur einnig haft tillit til fjölda og mikilleiks hlutarins; og þetta atriði virðist oss liggja í verka- hring Búnaðarfjelagsins í Suðuramtinu. X. I — Með enska gufuskipinu „Cumbrae“, er kom hing'að 26. þ. m., fijettist að Gullbringu- og Kjósarsýsla væri veitt cand. jur. Kristjáni Jónssyni. Frá flestum pörtum landsins frjett- ist, að bæði grasvöxtur og heyskapur hafi gefizt betur en áhorfðist í vor. Má víst fullyrða, að hvorttveggja hefir við- ast verið í betra meðallagi, og sum- staðar, sjer í lagi norðanlands, með bezta móti. Reykjanessvitinn. — Oss er sagt, að vitabyggingin muni ekki verða búin fyr en i nóvembermánuði. í alþýðuskólanum í Flensborg voru á síðastliðnum vetri í fyrsta bekk skól- ans undir 20 börn, sem nutu tilsagnar um 5 mánuði í þeim greinum, sem nú skulu taldar: bóklestri, kristindómi, skript og rjettritun, reikningi, dönsku. Mörg börn í þessum bekk nutu fri- kennslu. þar að auki veitti kennari skólans, cand. þ>. Egilsson, nokkrum unglingum tilsögn í dönsku, ensku, sögu og landafræði, latínu og fleiru. Eiríkur formaöur. í Grindavik, í Selvog’ undir Dröngum Og annars staðar víða hef jeg róið þó á söltu hafi löðri löngum Legið, skröltir enn þá gamla hróið. Við mig hefir alda grá og glettin Gnauðað haust og vor með ýmsu móti, Svo ef kann að þykja karlinn grettinn, Kemur það af ygldu sjáarróti. Dymmraddaður, stúlkur, er eg orðinn Af, að kalla gegnum rokið hvassa; þegar skellur brim á þóptuborðin, þá má kannske læra’ að fara’ í bassa. Nú er hvergi jeg með nýtum talinn Nísta verkir þrekað hold og lúið. Fyrrum drengur einn, þó væri valinn, Varla myndi á karlinn hafa snúið. Sagt er, að mjer þyki sopinn góður, Satt er það, og skal ei brestinn verja; þyrstir hvern, sem þungan sækir róður, Og þungt er gömlum landssynninga’ að beija. Burtfararpróf af prestaskólanum tóku dagana 17.—24. þ. m.: 1. Jóhann Lúther Sveinbjarnarson hlaut 1. aðaleinkunn 43 stig. 2. Grímur Jónsson hlaut 2. aðaleinkunn 39 stig. 3. Olafur Ólafsson hlaut 2. aðaleinkunn 37 stig. 4. þorsteinn Benediktsson hlaut 2. aðal- einkunn 35 stig. 5. þorleifur Jónsson hlaut 2. aðalein- kunn 33 stig. Spurningar í skriflega prófinu voru: TrúarfræSi. Hvaða gildi hafa krapta- verkin, sem sönnun fyrir guðdómleg- leika kristindómsins og í hverju sam- bandi standa þau við kristilega opin- berun ? SiSafrœði. 1 hveiju er sannarlegt frelsi fólgið samkvæmt kristindóm. og hvers þarf einkum að gæta til að geta öðl- ast það og haldið því? Bibliuþýðing: Ephes. 4, 11.—16. incl. Rœðutexti: Fil. 2, 1.—5. Hitt og þetta. Hreinskilni. Sagnaskrifarinn sænski Geijer segir svo frá, að Karl XIV. Jóhann Svíakonungur hafi sagt sjer, að hann fleirum sinnum hafi látið Napóleon I. Frakkakeisara vita, að frá þeim degi hann væri orðinn konungsefni Svia, væri hann ekki lengur frakkneskur herforingi. Segist Geijer þá hafa látið konung á sjer heyra, að sig furðaði á, hve bermæltur hann hefði verið. — „Haldið þjer“, svaraði konungur, „að maður komizt nokkra leið í stjórnarmálefnum án hreinskilni ? “ — pað er eitthvert hið mesta mein vorra tíma, að svo fáir geta haldið þeim kjarki og því sálar- þreki, sem þarf til að hugsa frjálslega og breyta eins og menn hugsa. Andlegt og siðferðislegt frelsi hins einstaka er hneppt f fjötur af því, sem þeir ætla, að sje vilji almennings. pegar svo er komið og ófrelsið er orðið almennt, þá er allt lagt að jöfnu, þá er enginn munur gjörður á rjettum og röngum hugsunum, enginn munur á framsýnum og flasfengn- um, á yfirboðnum og undirgefnum. Allt sligast þá niður af hinum sama þunga og blaktar og hring- snýst fyrir hinum sama vindi. J>á er ekki lengur nokkur mannamunur; hinir seinustu leiða þá hina fyrstu; því að hinir seinustu þrýsta á hina og reka á eptir þeim, en eru sjálfir keyrðir áfram af hinni ytri harðstjórn, sem þeir þjóna með ákafa og í blindni. G u i z o t. — þegar Xenokles kom til Abdera, þótti honum stinga í stúf, hve lítil menntun þar var og litlar framfarir bæði í andlegum og líkamlegum efnum í samanburði við aðrar borgir, sem hann hafði heim- sótt. Hann gat þessa við einn Abderu-búa. pessi svaraði; ,.þú veröur þó að játa, að hjer eru meiri V málaferli en i nokkurri annari borgávorum dögum.“ — „Satt er það, kvað hinn við;“ en sama segir Anacharsis um Scýtha, þá ómenntuðustu þjóð í beimi- Póstskipið Phönix hafnaði sig' hjer i dag kl. 4. Með því komu assessor L. Sveinbjörnson, myndasmiður Sigfús Eymundsson, fröken R. Sivertsen frá Utskálum o. fl. — Bæjarfógetaembættið í Reykjavík veitt Theódór Jónassen sýslumanni i Mýra- og Borgarfjarðars. Jón Sveinsson settur adjunct við hinn lærða skóla. — Friðurinn er ekki trygg- ur; því að Austurríkismenn mæta hinni mestu mótspyrnu af Bosníumönnum. Konungur vor, drottning hans og J>yri dóttir þeirra eru á Englandi. Uppskera ágæt í Danmörku, svo að liklegt er að korn lækki í verði. Við kosningar til parlamentsins á Englandi leit 21. þ. m. helzt út fyrir að yngisstúlka ein Elin Taylor yrði þingmaður í Southwark í London, og er það áður óheyrt í sögu mannkynsins. Auglýsingar. í alþýðu skólanum í Flensborg verður á næst komandi vetri veitt til- sögn í því, sem almennt er kennt í barnaskólum. þar að auki verður, ef nógu margir óska, veitt tilsögn í ís- lenzku og rjettritun, reikningi, dönsku, ensku, sögu og landafræði, allt fyrir sanngjarna borgun. Húsnæði og kost- ur verður útvegað þeim sem ganga á skólann. f>eir, sem vilja láta börn eða unglinga í skóíann, geta snúið sjer til undirskrifaðs. Görðum, 23. ágúst 1878. pórarinn Böðvarsson, oddviti slcólanefndarinnar. Á skrifstofu biskupsins fæst ís- lenzka biblían í sterku skinnbandi fyrir 4 kr. Fátæklingar geta fengið fáeinar fyrir helming verðs. Hinn 21. þ. m. árdegis, fundust nokkrar krónur í peningum innvafðar í pappir í verzlunarbúð Knudtzons stór- kaupmanns hjer í Reykjavík. Sá sem getur sannað upphæð þessara peninga og að þeir hafi þar glatazt, má vitja þeirra hjá undirskrifuðum faktor mót fundarlaunum og borgun fyrir þessa auglýsingu. Reykjavík, 22. ágúst 1878. . N. Zímsen. Tvenn vatnsstígvjel nýleg með viðfestri leðurpjötlu, er á var ritað „Jón Sveinsson Passagere til Seyðis- fjord“ hurfu mjer undirskrifuðum í júnímán. í sumar á ferð með „Díönu“ frá Reykjavík til Seyðisfjarðar. Sá, eða þeir af farþegjum, sem kynnu að hafa orðið varir við nefnd stígvjel í plöggum sínum, eru beðnir sem allra fyrst, að gjöra mjer vísbendingu um það. fón Sveinss. á Seyðisfirði í Norðurmúlas. Tapazt hefir af skötulóð korkdufl með nálægt 30 faðma laungu tófæri merkt ÁRNI M., og er finnandi beð- inn að halda því til skila mót sann- gjörnum fundarlaunum. Sjóbúð á Akranesi, 23. ágúst 1878. Arni Magnússon. Ritstjóri: Grimur ThomserL, doctor phil. Prentsmiðja „ísaíoldar“. — Sigm. Gnðmundason.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.