Ísafold - 13.01.1879, Síða 1

Ísafold - 13.01.1879, Síða 1
f 0. VI 1. f>egar rennt er auganu yfir umlið- ið ár, þá hefir það fátt til síns ágætis. Veturinn 1878 var frá nýári bæðikald- ur og snjóasamur, hafísinn kom i seinna lagi, en staðnæmdist þess lengur, svo vorið, sem í fyrstu spáði góðu, varð á endanum þræsingasamt og gróðurlítið. þ>ó varð grasvöxtur víðast 1 meðallagi, nýttust töður vel nyrðra, en óþurkar gengu syðra, og urðu hey víðast hvar hrakin og ljett. Peningshöld voru í flestum hjeruðum landsins með betra móti, en miklir fjárskaðar urðu norðan og vestan með haustinu. Sjávarafli var afbragðs góður fyrir vestan, norðan og austan, góður í net í sumum veiðistöð- um við Faxaflóa, frá Garðsskaga inn að Brunnastöðum, en lítill innfjarðar. Verzlun var hvergi góð. Ull, fiskur og æðardúnn voru í lágu verði, korn og kaffi í háu, og árið endaði þrautirnar með stórkostlegum skipaströndum bæði nyrðra og syðra. Heilsufar manna á meðal var yfir höfuð gott, Af dánu merkisfólki skal helzt getið: frú Elinar Jónassen í Hjarðarholti, frú Sigríðar Stephensen, ekkju þeirra síra Tómasar sál. Sæmundssonar á Breiðabólstað og Olafs jústitsráðs Stephensens í Viðey, síra Símonar Bechs á þingvöllum, mad. Jóhönnu Gunnlaugsdóttur Briems, ekkju þeirra síra Gunnars heitins í Laufási og síra porsteins Pálssonar á Hálsi, Gísla skólakennara Magnússonar, o. fl. Helzt mun mega telja það með viðburðum, að viti kom upp á Réykjanesi og að Reykjavík, mánudaginn 13. janúarmán. fjárkláðinn varð yfirstiginn, ef það reyn- ist áreiðanlegt eptir á. í útlöndum horfði til stórstríðs milli Rússa og Breta, en skipaðist síðar, hvort sem sættir eru á lcomnar meir en „að kalla“. — Korn- uppskera var ágæt í Danmörku, en ekki lækkaði korn þar fyrir í verði á Islandi. Strandsiglingarnar umhverfis landið reyndust heldur illa, sjer í lagi í síðustu ferðinni. Urðu margir farþegar fyrir skaða við það, að „Díana“ kom ekki, eins og til stóð, á Skagaströnd. Og þó póststjórnin, sem vjer ekki ef- umst um, greiði mönnum skaðabætur fyrir halla þann, sem af því hlauzt, að svo miklu leyti, sem hann verður reikn- aður í krónum og aurum, þá er marg- ur bagi, sem ekki verður virtur til pen- inga-upphæðar, sjer í lagi sá, að útsjeð er um, að ferða-áætluninni sje fylgt, nema þegar skipherra likar. petta gjörir ferðirnar óáreiðanlegar og þar með kostnaðarsamar fyrir landssjóð og póststjórnina, því margúr fælist frá að nota skip, sem „fer sinna'ferða“, en ekki farþeganna, og þeirra, sem vörur senda með skipinu. J>að er víðar sandfok en á Meðal- landinu og Jótlandsskaga. I útsuður- horni Frakklands, heið'a landinu (De- pardement des Landes) frá Adour og að Lygrárósi skemrftdi allt að 1810 sand- fok landið svo, að það varð hartnær óbyggilegt. Sandurinn vann svo á, 1879. að sjá mátti hjerumbil þumlungs mun á hverjum þrem stundum. Hitinn og þurkurinn var óþolandi á sumrum, en á vetrum lá gljáin yfir öllu, nema hæstu sandöldunum, því vatnið náði ekki að síga gegnum sandhelluna, sem myndað- ist undir lausa sandinum. Napoleon I. skarst fyrstur í leikinn, og frá 1810 til vorra daga hefir Frakkastjórn stöðugt haldið áfram að vísa sandfokinu á bug, með því að gróðursetja sjávargreni og aðrar jurtategundir í sandinum, og stífla fokið með öðru móti. Oss er ókunnugt, hve miklu fje hefir verið varið til þessa, enda dettur sjálfsagt engum til hugar, að brúka hjer á landi sömu aðferð, eins og Frakkar brúka, því það væri, að líkindum, margra hluta vegna, lítt kljúf- andi að gjöra Meðallandið að skóglendi. Hitt vitum vjer, að búið er á 68 árum í Frakklandi að vinna frá sandfokinu yfir 100000 dagsláttur, sem allar eru nú skógi vaxnar og sem í tjöru og ann- ari viðarfeiti einni saman nú gefa af sjer .á ári hverju 15 miljónir franka (10 miljónir króna). Svona er nú farið að, þar sem nokkur þekking og nokk- ur sinna er á verulegum framförum. í bæklingnum, sem á var minnst í blaði þessu um daginn, stingur Feil- berg, sem hjer ferðaðist fyrir tveim árum síðan, (bls. 18), upp á því, að landssjóðurinn, sem er sá stærsti jarð- eigandi hjer á landi, tæki fyrir eina eða fleiri umboðsjarðir, til þess þar að reyna að koma sem beztum jarðabótum f>að er vafalaust, eins og á var drepið í síðasta blaði Isafoldar 1878, að Islendingar hafa, eins og flestar aðr- ar þjóðir, fyr meir haft sina eigin þjóð- dansa, að líkindum svipaða dönsum Norðmanna, Færeyinga og Hjaltlend- inga. Svo snemma sem á 13. öld, finn- um vjer í Sturlungu getið um „dans“, eða kvæða, sem dansað var eptir. „(þá hrökkti |>órðr (Andrjesson) hestinn undir sjer“, segir í Sturlungu 10. þætti 25. kapítula, „ok kvað dans þenna við raust: “ Mínar eru sorgirnar þungar sem blý. Sömuleiðis erþað dans, sem Ari, sonur Jóns biskups Árasonar, kvað á Möðrur felli við Martein biskup: „Svo er mjer gott og gleðisamt, því veldur þú, mig langar út í lundinn með þá jungfrú“. I handritasöfnum í Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi finnast söfn af „dans- leikum“, sem vert væri að prenta, þó hingað til hafi ekki af orðið, og utan- bókar kunna eflaust margir hjer á landi, karlar bæði og konur, gamla dansa og vikivaka kvæði, sem safna ætti og prenta, svo þessi vottur um fjelagslíf og gleði forfeðra vorra, deyi ekki alveg út úr endurminningunni. Allar norðurlanda- þjóðir dönsuðu á miðöldunum eptir kveð- skap og söng; Kjœmpemser Dana eru að mestu þessleiðis danskvæði, en dans- inn sjálfur, eins og hann var stíginn, er hvergi eptir svo vjer vitum, nema hjá Færeyingum og Norðmönnum. Hjá hinum síðari hefir bæði FIalling-áa.núxm og Spring-dansinn haldizt við, og eru dansar þessir enn þá á vorum dögum stignir í hverri brúðkaupsveizlu og á öðrum mannamótum, sjer í lagi upp til sveita í Noregi. Af Landstads Norske Folkeruiser másjá, að „litli tröllaslagur“, sem nefnd- ur varíísafold, síðasta blaði 1878, neð- anmáls, hefir, eptir bragarhættinum og stuðlatölunni að dæma, verið nokkurs konar Hallingdans. það sem vjer kunn- um af honum er þetta: Fer her í fótspor Flokkum Með stokkum Vjer brokkum. Undir grund Og yfir sund Eykjum Reykjum Vjer feykjum Vindur blindar Vog-sund Vökum Rökum Vjer tökum. Hrellir alla Hríð göll Hreppum Skreppum Vjer sleppum Gull er grams múta, Geymdu það Rúta! Látum slúta, Lengi lúta, — J>etta kváðu meyjarnar við Skjaldbreiðarskúta, Fimmtygi í flokki saman Frömdu þetta gaman. Aptur á móti er stóri tröllaslagur auðsjáanlega Springáans. Hefir hjer, eins og enn í Norvegi, verið ætlazt til að dansinn væri stiginn af tómum karl- mönnum, ogfótatakið sem harðast og tíð- ast, Afstóra tröllaslag kunnum vjer þetta:

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.