Ísafold - 13.01.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.01.1879, Blaðsíða 2
2 við. Á þessa uppástungu lízt oss vel, og væri fjenu, sem veitt er til jarða- bóta þá varið eptir tilgangi sínum, ef t. d. væri byrjað á einni verstu sand- foksjörðinni í Meðallandi, sem lands- sjóðurinn á, í staðinn fyrir að tvístra fjenu til lítilla gagnsmuna á margar hendur. Vonum vjer, að landsstjórnin ekki síður taki þessa tillögu til greina fyrir það, þó danskur maður, sem ferð- azt hefir meðfram á landsins kostnað, sje faðir að henni. Eitt meðal annars, sem sýnir, að verzlun vor er nýlenduverzlun, er það, að hjeðan fiytjast nær því eingöngu óunnir aurar (raa Produkter). Tólgin fer hjeðan óhreinsuð, lýsið óhreinsað, skinnin ósútuð; það er fiskurinn og æðardúnninn einn, sem nokkurri vinnu er upp á kostað hjer á landi, áður en hann er útfluttur. Hvað sjer í lagi snertir ullina, þá stöndum vjer íslend- ingar öllum þjóðum, stórum og smáum, sem ekki eru villumenn, á baki í því efni; það kveður svo rammt að, að bæði Hjaltlendingar og Færeyingar eru oss langt um fremri í því, að þeir flytja ekki einn óunninn lagð úr landinu, held- ur kaupa þeir enda ull hjeðan, vinna hana svo, og selja svo hina unnu ull. Frá Færeyjum eru útfluttir fleiri farm- ar af handprjónuðum duggarapeisum, sem, þó kátlegt sje, eru á útlendum mörkuðum einatt kallaðar „íslenzkar peisur“, eins og til þess að minna oss á í háði, að vjer mundum einnig geta unnið peisur úr vorri eigin ull, ef vild- um. Færeyinga-peisurnar kosta að jafn- aði 3 kr. hver, og fara í þær 3 merkur af ull, svo Færeyingar hafa með þessu móti tvöfalt upp úr ullinni við íslend- inga. það var sú tíðin, að hjer var unnið og hjeðan var flutt talsvert af prjónlesi, en hvort það kemur til afþví, að prjónlesið var miður vandað í sjálfu sjer, eða að kaupmenn, sem öllu ráða, þykist græða meir á ullinni sjálfri, prjónlesið hverfur óðum úr landaurum vorum. þá tók einn lausakaupmaður norðanlands einu sinni upp á því, að kaupa þel og borgaði það tvöföldu verði við óofanaftekna ull; þetta var þó framför, því við það var vinnan borg- uð að hálfu við vöruna, en þetta datt bráðum niður aptur, að sögn af því,' að landsbúar sjálfir vönduðu þelið miður en skyldi. Nú fyrir fáum árum hafa íslenzkar konur hjer syðra og norðan- lands komið sjer upp prjónavjelum, og er það hrósverð tilraun, þó oss sje ó- kunnugt um, hver afrakstur af því hefir orðið. þ>egar þess er gætt, hversu mikil ull er unnin í landinu til heimabrúkun- ar, bæði prjónuð og ofin, hversu marga vefara vjer höfum, og hversu dýr vefn- aðurinn er, þá má það furðu gegna, að enginn skuli hjer og hvar um landið verða til þess, að koma á betri vefstól- um, og enda vefnaðarsmiðjum, sem bæði myndu geta borið sig hjer syðra og norðanlands, ef stofnaðar væri með rjettri greind og hliðsjón af þörfum landsins. Vjer erum þess fullvissir, að hjer mætti þess utan bæðibúatil þykk klæði og gólfdúka, togvoðir og ýmis- legt annað til útflutnings, og sýna dæmi 18. aldarinnar, að þetta borgar sig bet- ur, en að senda ullina óunna til útlanda fyrir það verð, sem kaupmenn tiltaka. Heldri konum vorum, sem á seinni tímum hafa sýnt, að það er sinna í þeim, trúum vjer bezt til að koma þessu á gang, og virðist oss byrjunir ætti að vera sú, að t. d. tvær efnilegar stúlkur væri látnar ferðast til Svíþjóðar, Skot- lands og Hjaltlands, til að kynna sjer þar ullarvinnu og. vefnað, sjer í lagi á þykkari voðum, gólfdúkum o. s. frv. Göngum vjer að því vísu, að konur þessar sjálfsagt fengi opinberan styrk til ferðarinnar, og þeim er trúandi til að brúka styrkinn vel. þegar þær, að tveggja ára fresti, væri aptur komnar, er fyrst tími til að ræða, hvernig stofna ætti vefnaðarsmiðjur; því reynsla fyrri tímanna sýnir, að nauðsynlegt er, að byrja með greind og útsjón, svo allt detti ekki um sjálft sig aptur, eins og siður er til á voru landi. Jafnframt þyrfti nauðsynlega að koma hjer á þófaramylnum, því það er þó -háðung fyrir oss, að geta ekki fengið voðir, sem „vel fer á“, án þess að senda þær út til þófs og pressu. Sem lítið sýnishorn upp áþað, hvern- ig verzlun vorri er varið, skal þess get- ið, hvernig korn hefir verið keypt og saltfiskur seldur í Gullbringu- og Kjós- arsýslu árið sem leið. Sýslur þessar hafa, að með taldri Reykjavík, hjer um bil 6000 innbúa, og má reikna í minnsta lagi eina tunnu rúgs á mann, eða 6000 svo kallaðar tunnur á allt plássið. Tvö hundruð pund af rúgi hingað flutt með gufuskipi, nema að „öllum kostnað'i með reiknuðum“ hjer um bil 16 krónum, fyrir utan sekk; fyrir þetta verð hafa ýmsir menn, sem vjer þekkjum, í haust eð var keypt rúg beinlínis frá Danmörku. Hjá kaupmönnum vorum hafa 188 pund af rúgi að öllum jafnaði kostað 20 krónur í sumar sem leið, því þó einstaka sinn- um hafi verið seld rúgtunna fyrir 19 kr. gegn peningum út í hönd, þá er það undantekning, og getur ekki komið til greina. Nú gjöra 6000 tunnur, á 200 pund: 1,200,000 pund, sem ekki þyrftu að kosta, á 16 kr. sekkurinn, nema 96,000 kr., en í stað þess hafa sýslu- búar 1., borgað 6000 tunnur á 188 pd., eða 1,128,000 pund, með 120,000 kr.; og því næst 2., þær hjer um bil 383 tunnur á 188 pund, sem á tunnuþungann vant- Hríðgríðar hörð reið gjörðist Hlýtt þar, Er formenn tóku’ að róa; Hrönnum svo tönn að mönnum Háar og bláar Hvítblankaði hafsbrúna Gnísti nístings gullfax Ljósar og grænar Heið krúna Gangur var strangur og langur. Liljurnar vænar Landstúna Söng spöngin seims kring, í laufguðum skans Logndúna Sjálfar heimsálfur skjálfa, Báru sinn krans, Við liljum þeim er gróa. Drundu undir dvergalönd Sem brúður með glans, Kvikur són Drósar við glósar á ósi. Búnar í dans, Ljek um lón Sá dagur er mjer í minni Toppum dikandi Líkur þótti samtón Meður hörmung sinni, Blöðum blikandi Við simfón pá hestar sprungu Af harki þungu, Blómstrin ylmandi Lyktuðu lands. Og sönghörpu niðrum frón. Heitur sem þeim brynni Fagurt söng J>essi dans endar með eins konar Eldur í nösum inni. — Fuglaþröng dýrkveðnum mansöng, sem óprýðir En Eyvör sprakk í skinni. Lög löng. hann, og sem vjer því sleppum. Á Að líkindum vantar í báða. Ljett um kvistu frjóva Við urta stöng stundum mun svo hafa verið tilhagað, að þeir sem dansinn stigu, sungu fyrir, Aptur er bæði hugsunin, stuðla- Andföng Útjaplaði’ hún lóa Við spóa Munnmjóa. en aðrir, sem ekki tóku þátt í dansin- fallið og lagið blíðara í þeim dönsum, um, sungu stejið, og „stigu á“, eins og sem konur stigu með körlum, eins og t. d. í hjer segir: Liljudans. Kænlega við kjóa Kváðu gaukar móa. Hafið nú stef og stigiff á Við í lund, Meðan ek geng í dans, Lund fögrum eina stund, Sungu runnar, Kveð eg um Virgar Valintsson Sátum síð Bungu brunnar, Og vígfrækni hans. Sáðtíð, Bakaði vöngum sunna Stef: Dagurinn líður Sól rann um hlíð. Við sjóa. Nóttin kemur Hlje var Fagurt var í flóa Dimmir á jörð svo fríða,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.