Ísafold


Ísafold - 24.01.1879, Qupperneq 2

Ísafold - 24.01.1879, Qupperneq 2
10 ekki neitt“, erþað ekki rangt svo framar- lega sem nokkuð er við bóndann eigandi? (Niðurlag síðar). — í 2. blaði „í>jóðólfs“, þ. á., stend- ur samtal milli tveggja manna, „H“ og „S“, og er undirskrifað „Nokkrir bænd- ur í Gullbringu- og Kjósarsýslu“. það er nú reyndar ekki hægt að skilja, hvernig nokkrir bændur fara að því, að tala saman sem tveir menn. þess er heldur engin þörf. Hitt er líklegra, að samtalið sje búið til af einum manni, en að honum hafi þótt það of mikið verk fyrir einn mann. — Jeg ætla nú ekki að reyna að leiða rök að því, hvað sýslunefndin í Gullbringu og Kjósarsýslu hafi gjört til gagns. Af vissum orsökum viljum vjer allir held- ur vera lausir við að leiða rök að því, hvað vjer höfum gjört til gagns, þó- vjer að hinu leytinu sjeum fúsir til að ímynda oss, að það sje ekki svo lítið. Hver veit nema „nokkrir bændur“ sjeu brenndir með þessu sama marki? Jeg ætla ekki heldur að reyna að skerða gleði þá, sem höf. hefir haft af findni þeirri, sem hann brúkar um einstaka menn. Jeg gæti vel vitað, að hann hefðigjört einhverjum ánægju með því, en—jeg efast um það. Jeg vil þar á móti segja sögu þess máls, sem sam- talið er einkum um, svo þeir, semrjett vilja dæma, geti dæmt sjálfir. þegar það mikla fiskileysi byrjaði i Álptaneshreppi 1875, sem er sjálf- sagt það mesta á þessari öld, ef ekki fleiri öldum, sá hreppsnefndin sjer ekki annað fært, til að verja hreppinn hall- æri, en að taka lán. Sneri hún sjer til sýslunefndarinnar, og bað um fylgi hennar til þess að hún gæti fengið lán, sem mætti endurborgast á fleiri árum, mig minnir að minnsta kosti 10 árum. Sýslunefndin tók þessu ekki með öllu fjarri. En málið gekk til amtsráðsins, og amtsráðið lagði mikla áherzlu á 5. lið í tilskipun um sveitastjórn, sem „nokkrir bændur“ virðast ekki þekkja. Niðurstaðan varð, að sýslunefndin tók lán, með því skilyrði, að hún lánaði Álptanes- og Strandarhreppum fjeð, og hefði rjett til að heimta það aptur, lík- lega þegar hallærinu væri af ljett. Náttúrlega þurfti málið að ganga til ráðherrans, því, eins og kunnugt er, hefir hann bannað landshöfðingja að verja landssjóðnum, sem þó er kallað- ur „viðlagasjóður“, til að verja lands- búa hungri og hallæri, nema ráðherr- ann leggi þar á samþykki sitt. Jæja, þegar liðið var á annað ár, þá fjekk Álptanesshreppur lán, ekki 10,000 kr., heldur 3000 kr. rúmar í korni, ekki til að borga á 10 árum, heldur til að borga á 2 árum, og það þó harðærið hjeldist við. Ekki mátti hreppsnefndin snerta kornið, nema hún lofaði að borga það á tveim árum, og var eigi annar kostur en að lofa því, með fram þess vegna, að kaupmenn höfðu tekið þann búhnykk, að vera matvöruiausir þann vetur. þess má geta, landsbúum um allt land til lofs, að gjafir þær, sem þeir höfðu sent, urðu Álptaneshrepps- búum hinn mesti styrkur, meðan á þessu stóð. Vorið 1877 lýsti hreppsnefndin í Álptaneshreppi því yfir á sýslufundi, að ,hún gæti eigi borgað lánið, nema hún fengi meira lán til lengri’ tíma. Ekki vildi sýslunefndin fallast á það. þar iá móti stakk einn sýslunefndar- maður upp á því, að það skyldi verða góður afli það vor, og fjellust flestir fundarmenn á það. þ»að vildi nú samt ekki verða. Um þetta leyti hjeldu margir að sýslumaðurinn hefði fengið áminning, sumir hjeldu, að það væri frá amtsráðinu. En hvað sem um það var, þá jafnaði hann nú láninu niður á alla hreppa sýslunnar. Nú kom haust- ið 1877 ; bar þá sýslunefndarmaðurinn úr Álptaneshreppi enn upp að fá 5000 kr. lán til að borga þá áföllnu skuld og fl. f>egar sýslunefndin heyrði, að 2000 kr. ættu að ganga til að borga þá áföllnu skuld, dró hún þær strax frá, en lagði til að hreppurinn fengi 3000 kr. lán. Landshöfðinginn lagði í brjefi 5. des. sama árs það til við ráð- herrann, að Álptaneshreppur eða sýsl- an fengi 3000 kr. lán þannig, að borg- aðir væru 4 af hundraði og lánið end- urgoldið á 10 árum. Hefðu nú þessar tillögur verið samþykktar, þá hefði málið fengið þann enda, sem allir hefðu unað við. En ráðgjafanum þóknaðist það ekki, heldur að leyfa landshöfðingj- anum að veita sýslunefndinni 3000 kr. í S ár., Málið hlaut því að koma inn í sýslunefnd og kom það í maí á síðast- liðnu vori. Ekki þótti sýslunefndinni þá tiltök að taka nýtt lán, þó hún gæti haft vissu fyrir því, að með því var hið fyrra- lán endurgoldið, að minnsta kosti hvað snertir Álptanesshrepp, heldur þótti það eitt ráðlegt, að fá borg- unar frestinn á láninu lengdan; hann var nú reyndar lengdur með því að taka lán að nýju. En — þetta eina, sem ráðlegt var að gjöra, það — gleymd- ist; það hefir enn ekki verið beðið um lengingu á gjaMfrestinum. Ráðgjafinn hafði með brjefi frá 5. nóv. 1877 lengt gjaldfrestinn um eitt ár, það er fram undir lok síðasta árs. þ>etta náðar ár var þá því nær útrunnið, þegar sýslu- nefndið kom saman í nóvember. Kom þá alls eigi til umræðu, hvort jafna skyldi láninu niður á hreppa sýslunnar, eins og „samtalið11 virðist benda til, því það var þegar gjört fyrir löngu svo sem áður er sagt, heldur hitt, hvort heimta skyldi lánið nú þegar af þeim hreppum, sem höfðu notið þess. Var það samþykt að því er snerti Strand- arhrepp, en fellt að því er snerti Álpta- neshrepp. það er ástæða til að kenna íbrjósti um „H“ fyrir það, hafi honum þótt atkvæða greiðslan svo „flókin11, að hann hafi átt bágt með að átta sig. Sýslumaður vor talaði þá eins ljóst og greinilega og honum er tamast. þannig er saga þessi rjett sögð. Dæmi svo hver sem vill, hveijum það er að kenna, að málið er komið í það horf sem það nú er í, hvort það er ráð- gjafinn, amtsráðið, sýslumaðurinn, eða sýslunefndin og — það sá gamli og nýi sýslunefndarmaður „H“ „S“. J>að er ljóst, að hreppsnefndin í Álptaneshreppi hefir aldrei farið þess á leit, að láni óví, sem hún fjekk, væri jafnað niður og sýslunefndarmaðurinn úr Álptanes- hreppi hefir aldrei fylgt því fram, sjálf- sagt hefir það ekki verið af því, að hann hafi samsinnt þá misheppnuðu findni eða mildu fásinnu „Nokkurra bænda11 að hreppurinn fyrir það missti þann rjett, að senda mann á sýslufund, heldur af þeirri skoðun, sem hann á- vallt hefir látið í ljósi, að eigi bæri að leggja nolckrum hreppi frá öðrum hrepp- um fyr en öll önnur bjargráð væru þrotin. þ>eir sem greiddu atkvæði móti því, að lánið væri nú þegar heimtað af Álptaneshreppi, munu hafa gjört það af þeirri ástæðu, að þeim hafi eigi þótt það gjörlegt, að heimta það með svo gott sem engum fyrirvara, meðan hag- ur hreppsins að öðru leyti er litlu eða engu betri, en þegar lánið var tekið. Að öðru leyti mun sýslumaðurinn og Ásbjörn geta gjört grein fyrir atkvæði sínu, eigi síður en „H“ og „S“. Sýsluncfndarmaður. í seinasta blaði ísafoldar stendur grein nm „húslestra11, sem höfundurinn heldur, að víða sjeu farnir að dofna hjer á landi, eða farnir að fara úr móð, eink- um við sjóinn og kringum kauptúnin, o. s. frv. Jeg er hinum heiðraða höfundi alveg samdóma um, að það er góður og gamall og fagur siður hjer á landi að lesa guðsorð á hverju kvöldi í heima- húsum, sem aldrei ætti að „fara úr móð11, hjá oss nje vjer að leggja niður, því þó slík „húsandakt11 sje ekki, fremur en aðrar ytri guðræknisiðkanir, órækur vottur um sannkristilegt hugarfar, er hún þó ágætt hjálparmeðal til að við- halda hinu kristilega trúarlífi og glæða það; og, eins og höfundurinn svo fag- urlega segir, helgar hún heimilislifið og eflir frið og sameiningu milli hús- bænda og hjúa, þar aðaukviljeg taka það sjerstaklega fram, að hún leggur góðan grundvöll hjá hinni upprennandi kynslóð, og getur sáð mörgu guðræki- legu frækorni í hin ungu hjörtun, sem með Guðs aðstoð kunna að bera góðan ávöxt á sinum tima og verða meðal til þess að reisa skorður við ókristilegum aldaranda. Um allt þetta er jeg sam- dóma hinum heiðraða höfundi. En jeg er vonbetri en hann um, að Drottinn muni gefa, að húsandaktin leggist ekki almennt niður hjá oss, þó hún því mið- ur kunni að vera vanrækt á stöku stað, einkum í kaupstöðum og nálægt þeim. Ein af þeim spurningum, sem biskup- inn á vísitazíuferðum sinum leggurfyr-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.