Ísafold - 24.01.1879, Side 3

Ísafold - 24.01.1879, Side 3
11 ir sóknarpresta og söfnuði, er: hvort húslestrum sje haldíð uppi um vetrar- tímann á hverjum bæ í sókninni (sbr. tilsk. 3. júní 1746). Og jeg get með sanni sagt, að, þar sem jeg hefi farið, hefir þessu nálega alstaðar verið játað og einnig hjer suður með sjó, og það á sjálfri vertíðinni, þó fjölda margir sjó- menn sjeu þar þá samankomnir, og hefi jeg enga ástæðu til að rengja vitn- isburð presta og sóknarmanna í þessu efni. Hvernig þessu es varið í öðrum sjóplássum, t. d. undir jökli, er mjer ekki fullljóst. Sje það svo, að einhver prófastur eða prestur lesi ekki húslest- ur á kvöldum, þá má jeg fultyrða, að slíkt er hrein undantekning, eins og jeg líka get fullvissað höfundinn um, að það er gjört í mínu húsi. Að öðru leyti talar höfundurinn svo vel og alvarlega um þetta mál, sem ætti að vera áhugamál að minnsta kosti allra andlegrarstjettarmanna hjer á landi, að mjer kemur ekki ti! hugar að taka illa upp fyrir honum það sem hann segir um tónið við hjónavígslu. því hann má vita, að mjer muni þykja miklu meira varið í það, að prestar iðki húslestra á heimilum sínum, en það, hvort þeir tóni eða lesi bænina við hjónavígslur. P. Pjctursson. Herra ritstjóri. Jeg skal nú gleðja yður með nokkr- um línum um góffa ráðsmennsku á gjöf- um til þurfandi Sunnlendinga. Kristj- áni bónda Matthíass. á Hliði í yðar hrepp voru sendar gjafir úr Eyjafirði til útbýt- ingar í Alptanesshrepp, í ávfsun upp á Gudmann kaupm. Hvað gjörði Kristj- án? Hann seldi ávísunina consúl Smith í Revkjavfk, ekki fyrir vörur með upp- skrúfuðu söluverði, heldur fyrir peninga. Sendi svo peningana til Kaupmannhafn- ar, og ljet kaupa þar rúg, fjekk hvern sekk, á 200 pd„ fyrir 15 kr. 25 a. flutt- an til Hafnarfjarðar með gufuskipinu að öllum kostnaði meðreiknuðum; sekk- ina seldi hann afsláttarlaust, og fjekk þá borgaða í lcaffi, á 80 aura pundið. Hjer var ekki fimmti til fjórði partur gjafanna látinn renna í sjóð kaupmanna, heldur kom allt til skila til þeirra, sem gjafirnar voru ætlaðar. J>essari ráðs- mennsku bið jeg yður að halda á lopt, öðrum til eptirdæmis, og til að gleðja gefendurna, sem sjá, að þessar gjafir hafa þó komið að tilætluðum notum, og til þeirra, sem þær voru ætlaðar.-------- Yðar Fátœklingur. Til ísafoldar. í grein þeirri, sem stóð í upphafi hins síðasta blaðs Isafoldar um embættis- mennina og afrek þeirra, hefir láðzt eptir að geta eins embættismanns, sem auk margra annara starfa í þarfir þjóðfjelags- ins, hefir talsvert leyst af hendi í rit- smíðum. Sá maður er Halldór Kr. Frið- riksson. Hann hefir ritað Rjettritunar- reglur, Málmyndalýsingar í íslenzku, dönsku og þýzku, Landaskipunarfræði, o. fl. Munur væri, ef allir skólakennar- arnir hefðu gjört eins að sínu leyti. — | Einnig finnst mjer, að geta hefði mátt viðbætisins við kirkjusögu Finns biskups eptir Pjetur biskup, Mannkjmssögu Páls Melsteðs, ýmislegra málfræðisrita Jóns rektors þorkelssonar, Dýrafræði og Steinafræði B. Gröndals, er hann hefir báðar ritað á þeim stutta tíma síðan hann varð kennari, o. fl. Jeg treysti því, að línur þessar verði teknar í ísafold, af því að mjer virðist hún vilja gefa hverjum sitt. Samúel. 11. þ. m. veitti landshöfðinginn að- stoðarpresti síra Jensi Pálssyni í Arnar- bæli 'þingvallaprestakall í Árnessýslu. Úr brjefi úr Breiðdal, dags. 28. nóv. f. á.-----Dæmafá ótíð og óstill- ingar, síðan frá 15. sept. síðastliðinn og til októbermánaðarloka. í skaðaveðr- inu mikla, er kom 16 sept. fennti fje yfir báðar Múlasýslur og enda hesta á stöku stöðum. Vantar marga síðan fjölda fjár. Um sama leyti og brá til ótíðarinnar, kom upp illkynjuð lungna- bólga og kvefsótt, og hafa margir dá- ið úr henni 'víðsvegar, og eru enn að deyja. þ>ar á meðal er eitthvað fyrir viku síðan andaður úr þeirri veiki einn af vorum merkustu mönnum, próf. síra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað. Úr brjefi af Austfjörðum. Haustið hefir verið mjög illviðrasamt og vetur- inn er nú seztur í garð hjá okkur Aust- firðingum. Kvef- og taksótt geysar um allan Austfirðingafjórðung og fjöldi manns hefir farizt úr sýki þeirri í haust, einkum í Hjeraði og í Austur-Skapta- fellssýslu. Síðast í f. m. frjetti jeg, að dánir væru 11 manns f Nesjum og 6 í I.óni á hausthöndlunartímanum. Einn af þeim var Jón Jónsson bóndi á Hólum í Nesjum, (bróðir síra Brynjólfs í Vest- mannaeyjum og þeirra systkina). Hann var búhöldur góður og vel greindur maður, enda var hann mestur virðinga- maður allra Hornfirðinga næst eptir Stefán gamla í Árnanesi. pað er alkunnugt af Landnámu, að Papey tekur nafn af Pöpunum gömlu, er komnir voru hingað—að menn hjeldu —vestan um haf, þó síra Sigurður sál. Gunnarsson geti hennar eigi f ritgjörð sinni um örnefni í Austfirðingafjórðungi. Hjer sjást enn í dag menjar eptir hina gömlu írsku munka. — Austan til á eyj- unni er hóll, sem nefndur er „írski hóll“, þar áttu Papar gömlu að hafa sett upp skip sitt og haft aðsetur. Austan undir hólnum mótar fyrir tópt, sem nú er öll grasi vaxin og mjög sokkin í jörð og jafnleg. Á breidd er tóptin utanveggja hjer um bil 20 fet, og á lengd 30 fet eða meir, því lengdin er óglögg. Niður undan tóptinni og rjett hjá henni, er dálítil hæð, að mestu kringlótt, c. 30 fet að þvermáli, með laut í miðju, og eigi ólíkt því að vera fornt mannvirki. Jeg hef ætlað að grafa bæði í tóptina og hæðina niður undan, en það hefir farizt fyrir til þessa. Efþetta eru forn- menjar, þá eru þær sjálfsagt elztar allra fornmenja hjer á landi-------. — í nokkrum exempl. af siðasta blaði ísafoldar á bls. 8 í miðdálkinum er mis- prentað, að Jón þorkelsson hafi útskrif- azt úr skóla 1 7 7 6, í stað þess að það á að vera 1716. Auglýsingar. f>ví sem eptir var f mínum hönd- um af gjöfum Snorra alþingismanns Pálssonar og annara Siglufirðinga til nauðstaddra í Bessastaðahreppi, hef eg varið þannig: afhent fátækrastjóra Erlendi Erlends- syni, til sjóklæða og fatakaupa handa nokkrum húsmönnum, sem ekki gátu komizt á sjóinn sökum pr. a_ nektar........................40 „„ frumbýlingi, fátækum, sem ný- lega hefir misst kú, einn sekk rúgs, 200 pund................15 25 samtals 55 25 og votta eg svo gefendunum innileg- asta þakklæti fyrir hjartagæzku þeirra. Bessastöðum, 14. jan. 1879. Gr. Thomsen. Undirskrifaður óskar að fá sem fyrst keypt nokkur blöð af V. árgangi ísafoldar (1878), nefnilega 1., 5., 7., og 10. tölublað. Einnig eru útsölumenn þeir, er ekki kynni hafa getað selt öll þau exemplör, er þeim hafa verið send af nefndum árgangi, beðnir að senda mjer hið fyrsta mögulegt er, þau tölu- blöð hinna óseldu exemplara, sem að ofan eru nefnd, og hin síðar við hent. ugt tækifæri. Reykjavik, 9. jan. 1879. Páll Jóhannesson. í þingvallahreppi voru siðastliðið haust seldar þessar óskilakindur: 1. hvítur sauður, veturgamall, mark: 2 bitar apt. hægra, heilr., gagnb. vinstra. 2. geldingslamb, mark: stýft hægra, tví- stýft aptan vinstra. 3. hvítur sauður, veturg.. mark : tvíst. a„ biti fr. hægra, stúfr., gagnbit. v.; hornam.: tvíst. fr, h„ tvö stig a. v.; brennimark óglöggt. 4. hvít ær, veturg., mark: sýlt h„ sneitt a. v.; brennim.: á h. horni K. E. þ>. á vinstra horni Stad. Rjettir eigendur mega vitja andvirðis kinda þessara til mín, til næstkomandi maímánaðarloka. Stiflisdal, 6. des. 1878. Gisli Danielsson. Jeir, seui vilja koma auglýsing- um í Isafold, geta sent þær annað- livort Signiundi prentara Gruftmunds- syni, Páli amtsskrifara Jóliannessyni, efta eand. tlieol. Magnúsi Andrjessyni, og tekur hinn síftastnefndi einnig móti greinum í hlaftið. f egar aug- lýsingar eru sendar, á horgunin aft fyigja- Nærsveitamenn eru beðnir að vitja „ísafoldar“ á Apótekinu, þegar þeir eiga leið um.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.