Ísafold - 30.01.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.01.1879, Blaðsíða 1
ÍSAFOLD VI 4. Reykjavík, fimmtudaginn 30. janúarmán. 1879. Hvernig á að minnka verzlunarskuldirnar ? (Niðurl.). En — hvernig á pá að minnka ka.iipsfaðarskuldirnar? Nokkr- ar verða þær að minnsta kosti fyrst um sinn. i. Jpað á að minnka kaupstaðar- skuldirnar með því að bœta verzlunina og gjöra hana hagkvœmari landsbúum. J>að er þó í sjálfu sjer ljóst, að ef jeg kem með tiltekna vöru til manns, til að skipta henni fyrir aðra vöru tiltekna, þá skulda jeg honum því minna, því hærra sem hann metur mína vöru og- því lægra sem hann metur sína. Hjer er að ræða um hlutfallið á milli afrakst- ursins af búskapnum (Productioner) og eyðslu (consumtioner). Eptir skuldaá- standinu, sem nú er, ætti eyðslan að vera miklu meiri en afraksturinn, og landið ætti ekki að geta staðizt með sama háttalagi. En jeg get ekki ver- ið á þessu; jeg verð þvert á móti að álíta að landið geti staðizt með sömu eyðslu, ef verzlunin er eins hagkvæm og hún d að vera og hæglega getur verið. En nú fæ jeg annað svar: verzl- unin getur ekki verið betri en þetta, því faktorinn á að hafa svo mikið og þjónar hans svo mikið, að þeir geti gjört hvað sem þeim detttur í hug, og þeir eiga að skila húsbóndanum svo mörg- um þúsundum, sem honum hugkvæmist að fá, og þetta getur ekki orðið nema verzlunin sje eins og hún er. Látum nú þetta vera svo, látum kaupmanna- stjettina hafa einkarjett til að hafa allar sínar þarfir, hvað sem líður hag og þörfum þeirra, sem hún )ifir á. En er það víst, að hún hafi verulega meira með okurverzlun? Bóndinn fær að fjórða parti, þriðjungi, jeg vil ekki segja helm- ingi lakari viðskipti en hann gæti feng- ið. Ef hann er landbóndi, þá neyðist hann til að láta fje í kaupstað til að minnka skuldina. Ekki leggur hann inn ull eða tólg af þeim kindum árið eptir. Jpvert á móti, hann á færri kind- ur, getur ekki aflað heys og þarfekki hey. Með öðrum orðum: afraksturinn minnkar og sá eðlilegi hagur, sem kaupmaðurinn hefði af honum, minnkar líka. Sama er að segja um sjávarbónd- ann: útvegurinn takmarkast og verður ílakara standi, arðurinn og hagur kaup- mannsins af honum minnkar. Vjer höfum slitið oss út á því, að sannfæra nokkra verzlandi menn um, að þessi okurverzlun með skuldum, sem hver- vetna fylgja henni, er í rauninni enginn hagur, að það er ekki jafn farsælt að hafa ioo kr. hag á ioo kr. eins og að hafa ioo kr. hag af þásund krónum, þegar þúsund krónurnar erU stöðugt í veltu, en þær hundrað liggja óávaxtað- ar í skuldum og óútgengnum eða óút- gengilegum vörubyrgðum. En það kemur fyrir ekki. Ein af þeim mörgu skaðlegu af- leiðingum af okurverzluninni fyrir kaup- mennina sjálfa og fyrir land og lýð er sú, að verzlunarstjettin verður fyrir hana miklu fjölmennari og ágóðinn af verzluninni skiptist miklu meira en vera þarf. J>að er svo ginnandi að fá tvo peninga fyrir einn. Við hlið þess eig- inlega kaupmanns setjast nokkrir smærri. Hann hjálpar þeim stundum um vörur, hjálpar þeim til að eyða með sjer verzl- unarágóðanum, eða taka töluverðan part af honum frá sjer. Getur nokkur efað það, að það væri miklu affarabetra bæði fyrir verzlunina og landið, að margir af þeim, sem nú eiga við verzl- un, verðu fje sínu og vinnu til að leiða fram (producera) og efla með því verzl- unina í stað þess að skerða ágóðann af henni ? Hvað mundi, þar sem svo er á- statt, sá kaupmaður gjöra, sem vildi vera sannur kaupmaður, en ekki okrari, sem vildi lifa heiðarlegu lífi, sjer og öðrum tíl gagns, eins og góðir kaup- menn gjöra annarsstaðar? Hann mundi verzla svo, að prangararnir yrðu að hætta og stunda aðra atvinnu. Hjer skapa kaupmenn vorir prangara, sem aptur byrgja upp aðra enn þá minni okrara. En hefir þá kaupmaðurinn veruleg- an hag af pranginu? Skuldirnar fylgja því eins og skugginn líkamanum, það er sannað alstaðar og á öllum tímum. Jpað mun nálgast eina miljón króna, ef það er ekki meira, sem kaupmenn telja sig eiga hjá landsbúum. En eru þeir nú í rauninni ríkari fyrir þessa eign ? Tölustafir þessir eru dauðir og arðlaus- ir, áratug eptir áratug. Enginn útlend- ur peningamaður vill láta þá fá peninga fyrir tölustafi þessa. pegar kaupmaður- inn verður gjaldþrota, eða verzlunin er seld, eru þeir seldir fyrir lítið eða svo gott sem ekkert verð. Hjer heima gjöra tölustafir þessir illt. Kaupmaður- inn telur þá sína peninga og vill fá þá, bóndinn vefengirþá ogleitar allra und- anbragða. Ber það þá eigi svo sjaldan við, að okursyndin hegnir okraranum, þegar sú skuld, sem að meira eða minna leyti er ranglega til komin, er orðin svo mikil, að skuldunauturinn er orðinn herrann: hann neyðir lánardrottinn sinn til að taka þær vörur upp í skuldina, sem eru verzlun hans til niðurdreps. Er það víst, að kaupmenn væru í raun- inni vansælli, þó meira eða minna af þessum tölustöfum væri strykað út ? Vjer höfum einu sinni átt tal um það við kaupmenn, að gefa upp meira eða minna af skuldum og gjöra verzlunina smámsaman skuldlausa. Sá þeirra, sem vitrastur var, fjellst alveg á það. Hitt er vist, að samfara þeirri betri verzlun, sem er nauðsynleg til að útrýma skuld- unum, verður það að vera, að slá stryki yfir meira eða minna af þeim eldri skuldum, sem eru til komnar af okur- verzluninni. Að sleppa nokkru af þeim skuldum, er eins óumflýjanlegt og það er rjettvíst og sanngjarnt. Jú, til þess að skuldirnar minnki og þverri þarf verzlunin að vera betri, og hún getur verið miklu betri,. og kaupmaðurinn eins vel og betur í hald- inn. Hann má þá ekki hafa það eitt hugfast, hvernig hann geti náð sem mestu hjá viðskiptamönnum sínum, heldur hitt, hvernig hann geti verzlað sjálfum sjer og þeim sem mest í hag. Sumir kaupmenn hafa nú 2 og 3 verzl- anir í sama hjeraðinu, og hafa þannig með þreföldum kostnaði litlu eða engu meiri viðskipti en hafa mætti á einum stað með helmingi eða þriðjungi minni kostnaði. Jpeir þurfa ekki og eiga ekki að láta skip, sem koma með vörur, vera arðlaus mánuðum saman. Jpeir þurfa ekki og eiga ekki að kaupa háu verði vörur, sem eru afhrak, verzlun þeirra til tjóns og þeim til gremju, sem rang- lega eru látnir borga tjón þetta. Enginn skyldi halda, að það væri ætlun vor, að landsbúar þurfi ekkert að gjöra í þessu máli. Jú, þeir þurfa að hætta að hugsa um, hvernig þeir geti sem mest svikið kaupmann sinn með óvönduðum vörum, hvernig þeir geti narrað út úr honum sem mest lán, í þeirri von, að þurfa ekki að borga, og hvernig þeir geti sem bezt skotizt und- an því. J>eir þurfa þvert á móti að hugsa mest um, hvernig þeir geti eign- azt sem mesta vöru og útgengilegasta. En nú komum vjer með þann alvarlega spádóm: þetta verður ekki meðan verzl- unin batnar ekki. Meðan bóndinn þyk- ist hafa ástæðu til að segja: „pað er nógu gott upp í það, sem hann hefir haft af mjer", og: „jeg fæ ekkert fyrir það hvort sem er", þá vantar hann þær hvatir sem duga. Jpað má hræða mann- inn svo hann óttist það illa, en engin þvingun gefur honum þann krapt, sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.