Ísafold - 30.01.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.01.1879, Blaðsíða 3
15 latínuslcólunum steypt saman og þeir fluttir til Reykjavíkur o. s. frv. En þó þessi framtakssemi í sölu stólsgóssanna auðgaði einstaka menn, efast jeg um að hún hafi verið happasæl fyrir landið, og því að eins er framtakssemi embætt- ismanna lofsverð, að hún sje til að efla almennings heill. Hver önnur merki sjást nú upp á verklega framtakssemi hinna fyrri embættismanna ? Hjálpuðu þeir til að koma hjer upp bjargræðis- vegum til lands eða sjávar ? Komu þeir betra skipulagi á sveita- og fátækra- stjórn ? þ>að sem í þessu tilliti hefir verið gjört, er allt verk seinni tíma, eins og líka alþingi, prestaskóli, lækna- skóli, læknafjölgun, spítalar, barnaskól- ar, vegabætur, o. s. frv. Að margir hinir fyrri embættismenn voru mestu búhöldar, því getur enginn neitað, en þessa sjást nú litlar menjar, og vjer eigum enn marga ágæta búmenn, bæði meðal presta og veraldlegra embættis- manna. Fæstir embættismenn í kaup- stöðum, að minnsta kosti í Reykjavík, hafa færi á að sýna búskapardugnað. Höfundurinn játar, að margir af hin- um fyrri embættismönnum hafi verið hjcraðsríkir. fetta er nú f sjálfu sjer ekki vítavert, þegar þeir með stjórn- semi og ráðdeild hafa verið hjeraðs- mönnum til fyrirmyndar; en því miður hafa margir hjeraðsríkir höfðingjar sýnt bændum ójöfnuð og yfirgang og svælt undir sig eigur þeirra. þ>ví reglubundn- ara sem hvert fjelag er, því minna ber á, að menn sjeu hjeraðsríkir í hinni lakari merkingu orðsins, og því minna færi gefst þeim á að beita gjörræði og ofstopa, og er þetta framför en ekki apturför. þ>að er mjer ofvaxið að dæma um andlega starfsemi fyrri og núverandi embættismanna, eða vega rit þeirra hvert á móti öðru, og því sleppi jeg því. Jeg skal fúslega játa, að fáir Is- lendingar hafa fyrr og síðar starfað eins lengi og með eins óþreytandi elju að uppfræðingu landa sinna eins og Magnús Stephensen, enda hafa dóm- endurnir í yfirrjettinum haft betra tóm og næði til ritstarfa en flestir aðrir em- bættismenn; en nú hafa þeir fengið miklu meira að gjöra en áður, þar sem dómar fjölga með vaxandi fólksfjölda í landinu, og þeir auk embættis síns hafa ýmisleg umboðsleg störf á hendi. Höfundurinn hefir sjálfur talið upp svo mörg rit núlifandi embættismanna, að jeg ætla, að það sje nóg til að sýna, að þá vantar að minnsta kosti ekki vilja til að gagnast löndum sínum. Ver- ið getur, að sumir embættismenn kunni að geta afkastað meiru í þessa stefnu, en þeir hafagjört, ogóskajeg, að þeir, án þess að vanrækja embætti sin, legðu fram til þess alla krapta sína, eins og jeg ekki heldur efast um, að „ísafold11 muni geta glætt áhuga þeirra á þessu, ekki einungis með því að unna þeim sannmælis, heldur og með þeirri sátta- og sammálastefnu, sem upphaf greinar- innar benti á. þ>að er verðskuldað lof, sem „ísa- fold“ setur upp á „konur vorar og dæt- ur“; en jeg verð þó að gjöra þá at- hugasemd, að „þær hafa ekki lagt und- irstöðuna undir presta-eklcnasjóðnum11, því að hann var stofnaður með gjöfum og frjálsum samskotum einstakra manna, en þær byggðu vel ofan á undirstöð- una, með „bazar11 og „tombólu11, sem þær gengust fyrir, að haldin var hjer í Reykjavík sumarið 1869. P. Pjetursson. * * * * An þess að vilja þræða grein bisk- upsins, sem yrði of langt mál, skal þess getið, að það hefir í þessu blaði hvergi verið tekið fram, sem „hneysa11 fyrir biskupinn eða aðra embættismenn, að embættin standa skör lægra, síðan lands- höfðingjadæmið var stofnað. fað var sagt bíátt áfram, eins og oss þótti vera. Sje biskupinn fyrir sitt leyti ánægður með það vald, sem hann hefir, þá sýnir það, að hann hefir lítið erft af ráðríki fyrri biskupa. Biskupsdæmið var fyrr meir hin einasta innlenda máttarstoð landsbúa gegn yfirgangi útlendrar og innlendrar valdsstjórnar. þ>arf ekki að vitna til Árna biskups gegn Loðni lepp; það þarf ekki að fara lengra en til Finns og Hannesar biskupa. f>ótt nú lands- höfðingjadæmið væri „stofnað eptir ósk þingsins og þjóðarinnar11, þá er erindis- brjef landshöfðingjans, eins og dagsetn- ingin (22. febr. 1875) sýnir, ekki frem- ur af þingsins völdum en t. d. ráðherra- brjefið 10. jan. 1878 (Stjórnartíð. 1878, B bls. 46), sem kennir, að biskup má ekki svo mikið, sem gefa presti ferðaleyfi, nje setja prest til að þjóna prestakalli, nema þegar nágrannaprestur er feng- inn til að þjóna lausu brauði til bráða- byrgða, o. s. frv. — Allt það fyrirkomu- lag, sem stofnun landshöfðingjadæmis- ins fylgdi, var um garð gengið á undan fyrsta löggjafarþingi, og það má mikið vera, ef þessi umsteypa hefir ekki far- ið fram með vitund biskups, ef ekki samþykki hans; þingogþjóð hafa aldr- ei óskað, að vald biskupa vorra væri rýrt. Sama er að segja um flutninginn til Reykjavíkur og samsteypuna á Suð- ur- og Vesturamtinu; hún mun hafa verið stofnuð með vitund og samþykki hins núverandi amtmanns, en án vitund- ar eðavilja alpingis. (Sbr. Alþ.tíð. 1873, II, bls. 216—217). Lítt skiljanlegt er oss það, hvernig biskupinn fer að leggja framtakssemi embættismanna vorra tíma í því verk- lega aðjöfnu við atorku 18. aldar-mann- anna og framan af þessari, og hvernig hann fer að spyrja, hvort þeir síðari hafi „hjálpað til að koma hjer upp bjarg- ræðisvegum til lands eða sjávar11. þ>að lítur svo út, sem biskupinn sje 18. öld- inni ókunnugur; biðjum vjer hann því, að sýna það lítillæti, að lesa æfisögu- brot Skúla Magnússonar og Jóns þ>or- kelssonar, sem fyrir skemmstu hafa staðið í þessu blaði. Má þar glöggva sig á, hver fyrstur kom hjer upp þil- skipa-fiskiveiðum, hver fyrstur kom hjer á saltfisksverkun, hver fyrstur kom hjer á betri tóvinnu og spunarokkunum, (sem konumar munu altjend virða við hann), hver fyrstur kom á æðarvarpi hjer syðra, hver fyrstur kom hjer upp landlæknis- og hjeraðslæknadæmum, hver fyrstur kom því á, að yfirsetukonur voru sett- ar og yfirsetukvennafræði kennd, hver fyrstur kom hjer á handkvörnum og vatnsmylnum, hver fyrstur ljet sjer hug- arhaldið, að bæta uppfræðslu barna, og hver fyrstur gafhjer stórfj'e til stofnun- ar barnaskóla, o. fl., o. fl., sem of langt yrði upp að telja, og sem geymt skal verða, þangað til oss lánast, ef svo mætti verða, að láta þettablað færa lesendum sínum æfiminning Olafs stiptamtmanns. En þó aldrei væri annað, og þó þeirra stórkostlegu framfaratilrauna á 18. öld- inni sje hvergi getið, sem biskupinn svo hyggilega þegir um, af því þeirra eru nú engar sýnilegar menjar (verksmiðj- urnar, saltsuðan, kornyrkjutilraunirnar, innflutningur hreindýra, brennisteins- námið, o. fl.),—þá vegur sigur fyrri em- bættismannanna á einokunarverzluninni einn sjer, og það, að maturta- og jarð- eplarækt, sem síðan hefir viðhaldizt, þá komst á, meira, en allt, sem eptir þá síðari liggur. Biskupinn telur barna- skóla og vegabætur með framkvæmd- um embættismanna nú á dögum. „Nú greipt þú á kýlinu “, sagði Eysteinn. Hverjir voru það á síðasta þingi, sem heldur andæfðu á móti því, að fje væri veitt aflandssjóði til sumra barnaskóla? Lesi herra biskupinn umræðurnar í efri deild alþingis (Alþ.tíð. 1877 I, bls. 201 —212), og mun hann finna, að bændur og landshöfðingi voru með því, en em- bættismenn á móti. Sama er að segja um styrk af landsfje til kvennaskóla. Sömu embættismenn voru þar einnig öndverðir. Og nú vegabæturnar. Sú fyrsta uppástunga um að veita fje til þeirra af landssjóði kom frá fjárlaga- nefnd neðri deildar alþingis 1875 (Alþ. tíð. 1875, II, bls. 65) og vegabótalögin eru eptir bónda. Sama er að segja um strandsiglingarnar. Ekki erþað heldur rjett, að telja alþingi, hið löggefandi al- þingi, með afreksverkum embættismanna, nema að því leyti, að landshöfðinginn á þar góðan hlut að máli. En það væri oflöng saga, aðsegja hana hjer. Hvað prestaskólann snertir, þá stendur svo á, að vjer erum því eins kunnugir eins og biskupinn, hverjum það mest og bezt er að þakka, að hann komst á. En sá maður er, því miður, ekki meðal vor. Enginn ætlast til þess, að embætt- ismenn í Reykjavík sjeu búhöldar, en hitt er annað mál, hvort landinu og em- bættismönnunum sjálfum er það til bóta, að þeir eru þar svo margir samankomnir í eina bendu. Betur myndi mörg jörðin, sem nú er niðurnídd, vera setin, ef em- bættismaður væri þangað kominn, og, þó hann hjeraðsríkur væri, myndi ná- grennið fremur njóta þess en gjalda, bæði í andlegan og líkamlegan máta. Embættismenn fyrri tíma voru fremur íslendingar, þessir fremur Reykvíkingar; á þeim fyrri var sveita- en jafnframt höfðingjabragur, á þessum er kaupstað- arsnið, og þó þeir sjeu ekki hjeraðs- ríkir, þá vitum vjer ekki hvort fjelagið í Reykjavik er þar fyrir „reglubundn- ara“ nú, en um aldamótin. Satt er það, að aldamótin hafa stólsgóssin á sinni samvizku, en á hvorri öldinni var það nú aptur, að landlæknissetrið var flutt frá Nesi og biskupssetrið frá Laugar- nesi? Ætli að sá búhnykkur hafi ekki orðið landinu á við nokkrar stólsjarðir? í bókmenntum getum vjer heldur ekki betur sjeð, en þeir fyrri beri af þeim síðari, sjer í lagi í ollu því, setn til nytsemda horfir. Leggjum prjedik- anir þeirra Árna biskups og Dr. Pjet- urs, ásamt öðrum guðsorðabókum hins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.