Ísafold - 30.01.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.01.1879, Blaðsíða 4
16 síðara, að jöfnu við postillu og önnur guðræknisrit meistara Jóns, og vonum vjer biskupi þyki sjer ekki misboðið með þessum mannjöfnuði, — hvað er þá eptir að leggja á borð við kirkju- sögu Dr. Finns, við ritgjörðir þeirra Hannesar biskups, Olafs Stephánssonar, Skúla fógeta, Magnúsar Ketilssonar og fl., við Atla Bjarnar Halldórssonar, o. s. frv., o. s. frv. ? Eða hvað segir bisk- upinn til þess, að sú bezta reikningsbók sem vjer eigum, er,_ að dómi þeirra, sem vit hafa á, eptir Ólaf stiptamtmann ? Hvað segir biskupinn til þess, að sú einasta bók nú á dögum, sem að sumu, en þó ekki öllu leyti, er á reki við ferða- sögur Eggerts, Bjarna og Olavii, er ekkieptir Islending, heldur eptirdansk- an mann (Kaliind) ? þ*egar biskupinn að endingu bendir á það, hversu em- bættismenn vorra tima sjeu önnum kafnir, og þar á meðal telur yfirdóm- endurna, þá er ekki annað þar við að gjöra, en — þegja. En — 19. öldin er ekki á enda. Embættismenn vorir hafa enn þá rúm 20 ár til þess, að keppa við hinafyrri. Nógur er tíminn tilað „gjöra afgreiðslu sumra mála einfaldari og óbrotnari“, og vinna margt landinu til gagns, einn- ig fyrir utan embættisstöðuna. Enginn hefir meiri veg af því, en embættis- mannastjettin sjálf. J>að er á biskupn- um að skilja, að honum líki betur upp- haf en síðari partur þeirrar greinar { blaði þessu, sem hann á við. Enginn vekur nje glæðir áhuga annara með tómu lofi nje tómu lasti, heldur með sannmælum, en þau eru í fyrstu beisk á bragðið. R æ ð a á 4. sunnudag eptir prenn- ingarhátíð 1878, flutt í dómkirkjunni í Reykjavík af Hallgrími Sveinssyni dóm- kirkjupresti, Reykjavík á forlag Kr. O. porgrímssonar 1878, hefir á bls. 9 þessi hjartnæmu orð inni að halda : — „En varla heyrum vjer svo tvo ntenn eða þrjá tala saman stundu lengur, að tal þeirra hneigist ekki að einhverjum útásetning- um um náungann, að einhverjum miðl- ungi góðgjarnlegum dómum eða get- gátum um hann, ef eigi að' hatursfullri lastmœlgi og rógi um hann“ ; og bls. 11: „Tilpessa ósœmilega athæfis er peim eigi hvaff sízt gjarnt, sem eru póttafullir af sjálfum sjer, pykjast flestum öffrum fremri og fullkomnari, og sjálfsagttelja sig langt hafna upp yflr pá, sem peir pannig niffra og níffa, lienda spott aff og rógbcra. fiaff cr eins og peir pykist verffa því meiri menn, pess meira, sem peir geta fundiff sjer til aff setja út á affra, á hversu misjöfnum og Ijettvæg- um rökum, sem paff er byggti1, og hefir höfundurinn ekki, svo menn viti, verið klagaður fyrir landshöfðingjanum. Hitt og þetta. Hljóðberi (Telephon). Vesturheimsmaður- inn, G^r aham Bell, kennari við háskólann í Boston, er nýbúinn að íinna upp vjel, sem ber hljóð- ið, málróm manns eins og hvert annað hljóð, um langa vegu að mestu óbreytt. Taki maður tvö horn, með himnu af skinni eða bókfelli útþöndu á botn- inn, og sameini þau með 3 til 4 faðma löngum járn- þræði, sem festur er í miðja himnuna á báðum hornbotnum, haldi svo annar maðurinn öðru horn- inu fyrir munn sjer, en hinn hinu fyrir eyra sjer, þá heyrir liinn síðari hvert orð, sem hinn fyrri tal- ar, þó lágt sje hvíslað. f>að sem á ríður er, að þráð- urinn milli hornanna sje hvorki of slakur nje of stríður, því hvergi má hann styðjast við á leiðinni, en sje hann oflangur, vill þyngd hans herða um of á himnunum, svo þær ná ekki að titra, en und- ir titringnum er hljóðið og hljóðburðurinn kominn. þ>essa frumhugsun hefir B e 11 framkvæmt svo í því verklega, að einn maður, í margra þingmannaleiða fjarlægð, getur heyrt hvað annar talar, og það svo, að hann ekki heyrir að eins orðaskil vel og glöggt, heldur einnig þekkir málróm þess sem talar, ef hann er honum annars málkunnugur. A Frakklandi hefir vjélin verið reynd milli Parísarborgar og St. Ger- main (7—8 mílur danskar) og hefir reynzt vel, þó svo, að nokkuð dregur úr hljóðinu á leiðinni. Menn hugsi sjer því, að með þessum tilfæringum getur einn maður norðanlands talað við annan syðra; og þessi svarað hinum fyrra ; þeir skipta að eins um á þáleið, að annar ber sína vjel fyrir eyrað, meðan hinn talar í sína, og svo hvor um sig. Enginn trúði þessu fyrir fáum árum, nú eru það orðin gömul og næstum gleymd sannindi. Svona gengur í veröld- inni: „að rengja fyrst, vona svo, verða hissa og gleyma, það er sú áhrifaleið, sem mannsins andi á- vallt ferM. — „Revue des deux mondes“. J>,j úðhiltíðarsamskot. Onefndur á Hvítárvöllum 50 a„ Páll á Grund við Reykhóla 4 kr., Sveinbjörn í Sandgerði og Eyjólfur í Gerðakoti 2 kr. hvor, Tómas í Gerða- koti 1 kr. 50 a., Gísli á Stafnnesi og Magnús á Klöpp 1 kr. hvor, Tómas i Nýlendu, Snorri í Miðkoti, Jón í Sand- gerði, porsteirm, Páll og Guðmundur 50 a. hver, fjórir aðrir 1 kr. 30 aura. Alls frá Suðurnesjum 11 kr. 80 a. Með því biblíufjelagið íslenzka heimtar að mjer skilagrein fyrir Biblí- unni, sem prentuð var hjer í Reykja- vík 1859 og Nýja Testamentinu, prent- uðu hjer líka 1851, eru það hjer með enn á ný vinsamleg tilmæli mín til allra hinna heiðruðu landa minna, sem hafa haft og hafa enn undir höndum til sölu frá mjer nefndar bækur, að þeir gjöri mjer skil fyrir andvirði hinna seldu exemplara af þeim, með pening- um, en sendi mjer sjerstakan eptir- stöðvalista yfir það, sem óselt er, fyrir Jónsmessu næstkomandi sumar. Reykjavík, 28. janúar 1879. Jón Arnason. Ritið „ASSESSORARNIR í ÖNGUM SÍNUM' verður með þessum pósti sent meðal annara : Eggerti factori Laxdal á Akur- eyri, porvaldi hjeraðslækni Jónssyni á Isafirði, Jóni ritstjóra Olafssyni á Eski- firði og Daníeli factor Thorlacius í Stykkishólmi, til útsölu. Fyrir utan Reykjavík kostar það 12 a. exemplarið. þ>ar eð mjög margir, bæði hjer í bænum og í nærsveitunum, skulda mjer fyrir meðul og hafa enn þá ekkiborg- þau, þótt jeg hafi sent sumum tvisvar og þrisvar reikning, þá neyðist jeg til að áminna menn um, að borga mjer annað hvort í peningum eða með inn- skript hjá einhverjum kaupmanni, innan útgöngu næsta mánaðar. J>eir, sem á þessu tímabili ekki hafa borgað mjer, fá ekkert út í reikning hjá mjer. Jeg vona, að jeg ekki þurfi að leita rjettar míns á annan hátt. Reykjavík 13. Janúar 1879 N. S. Kriiger lyfsali. ’ Um útsendingu blaðsins „Isa- foldar“, Qg sömuleiðis um borgun fyrir það, eru kaupendur þess, fyrst um sinn, beðnir að snúa sjer einungis til amtsskrifara Páls Jóhannessonar í Reykjavík. Hann tekur einnig á móti borgun fyrir „Framfara“ og veitirmót- töku auglýsingum í blaðið „Isafold“, i sameiningu með cand. theol. Magnúsi Andrjessyni og Sigmundi prentara Guð- mundssyni. Annar árgangur „Framfara“ fæst keyptur hjá amtsskrifara P á 1 i J ó- hannessyni, ef beðið er um hann í tíma. stærsta, fjölbreyttasta og ritgjörðaríkasta blað á íslandi, kemur út sem stendur á Eskifirði, en mun með prentsmiðju hennar verða flutt á Seyðisfjörð, áður en langt um líður. Nýir kaupendur geta skrifað sig fyrir blaðinu hjá póstmeistara O. Finsen og bókbindara Br. Oddssyni. Hver sá, sem útvegar blaðinu 7 nýja áskrifendur, fær í sölulaun áttunda exemplarið af „Skuld“, og þar að auki eitt exempl. af SÖNGVUBI OG KVÆDUIH eptir Jón Olafsson, 200 bls. í 8 bl. broti; kostar annars 2 kr. Allir nýir áskrifendur fá allt, sem út er komið af Niiimu ókeypis. Ritstjóri: G-rímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.