Ísafold


Ísafold - 19.02.1879, Qupperneq 1

Ísafold - 19.02.1879, Qupperneq 1
VI 5. | 'fjÖF" Engin auglýsing Tcrður tekin í „tsafold44, nema nieð leyfi ritst.jóra, eða annarslivors þeirra cand. tlieol. ílagnúsar Andrjessonar eða Púls amts- skrifara Jóliannessonar. f>ví verður ekki neitað, að skyn- bragð og áhugi á opinberum málefn- um er mjög skammt komið allvíða út um landið. Öll alþýða manna, og jafn- vel betri bændur, fást mest um það, hvað þing og stjórn, þingmenn og em- bættismenn sjeu landinu dýrir, allt sje sótt i vasa bænda, en ekkert gjört til að verja þennan vasa, eða fylla hann; skattarnir og tollarnir sjeu óbærilegir, en engar sjeu framfarirnar, engar um- bætur á bjargræðis- og atvinnuvegun- um. þ>að litið þingið gjöri, sje að auka tekjur embættismanna, og nú batni ekki, þegar einnig eigi að fara að punga út i prestapyngjuna, sem allir þekki. j>eg- ar svo er búið að ræða þetta efni, sjer og öðrum til leiðinda, er gripið til þess óyndisúrræðis að rífa sig burt hjeðan, og fara út i bláinn til Vesturheims; „agentunum“ er trúað, þegar þeir eru að gylla Gimla, það eru menn, sem segja satt, og vilja þeim vel, það eru ekki þingmenn og embættismenn, sem ekki hugsa um annað, en fita sjálfa sig á sveita bændanna; nei, „agentarn- ir“ þeir brjóta sig í mola fyrir almúg- ann út á íslandi, þeir takast langferðir á hendur bæði á sjó og á landi til þess að frelsa bændur undan ánauðinni hjerna, þeir stinga krónunum í lófa kvenna og barna, en hafa þær ekki út úr fátæklingnum, „þeir græða ekki á oss mennirnir þeir“ (þó þeir hafi nú allan ferðakostnað endurgoldinn af stjórn- inni í Kanada, og svo og svo marga dollara fyrir hvert íslenzkt höfuð, sem þeir koma með, ungt og gamalt). þ>að er ekki minnzt á það, að al- þing veitir talsvert fje á ári hverju til jarðabóta, að landssjóður með vægum lánum styður hvert gott fyrirtæki, að alþing er óspart á fje til vegabóta og sjóferða umhverfis landið, þó þær síð- ari sjeu ekki enn þá komnar í það rjetta horf—„fyrr er bati en albati“—; að þingið með þessu sýnir, að þvi er hug- arhaldið, að koma betri og greiðari samgöngum á milli landsbúa, það er ekkert talað um þá umbót, sem, fyrir fylgi þings og stjórnar, er komin á póstgöngurnar, það er ekkert talað um vitabygginguna, sem mun gjöra flutn- ing milli landa á vetrardag óhultari og Reykjavik, miðvikudaginn 19. febrúarmán. kostnaðarminni, með því sjóábyrgðar- gjaldið um þann tíma árs verður væg- ara. þ>að er ekki talað um betra fyrir- komulag á sköttunum, sem munu reyn- ast almenningi bæði greiðari og vægari en gömlu skattarnir, og — því er loksins enginn gaumur gefinn, að landið á þeim stutta tima, sem það hefir búið við stjórnfrelsi, hefir reynzt ekki að eins sjálfstætt að efnahag, heldur hefir lagt fyrir stórfje, sem með timan- um aptur mun renna inn í æðar lands- ins, og þá hvað helzt fjölmennustu stjettarinnar, bændanna. í stað þess er þingið litið öfugu auga, embættismennirnir öfundaðir, og — farið til Vesturheims. Hvað tekur svo við þar? Alls konar örðugleikar og andstreymi, fyrst á ferðinni vestur, sökum misjafnrar aðbúðar, og ókunnug- leika, þegar vestur er komið, á öllum kringumstæðum, málinu, vinnunni, o. s. frv. Búskapurinn er byrjaður með skuldum við stjórnina (stjórnarlánin gömlu!) ónýtum kúm, 20 fiska hlut á Winnipeg vatninu yfir vertíðina, og því næst, þegar allar jötur eru tómar, bítast hestarnir, þá byrjar agg og þræt- ur, og þeir sem fyrir fáum árum þótt- ust hafa gripið himin höndum með því að komast hjeðan, hljóða nú og hrópa sem hæst þeir geta, svo illyrðin hvers við annan og hvers um annan geti heyrzt heim á gamla ísland. Oss hafa með hverri póstskipsferð verið sendir bögglar af brjefum og blöðum, sem mestmegnis hafa deilur og þras inni að halda, helzt milli gæðinganna. Hver höndin er þar upp á móti annari. Vjer getum ekki verið að sinna slíku og því- líku; þessir íslendingar, sem vestur eru farnir, hafa hvort eð er hugsunar- og orsakalítið rifið sig úr voru fjelagi; liggi þeir, eins og þeir hafa um sig búið, eða komi þeir aptur. Nær væri mönnum þvi, að biðlunda við á gamla íslandi, sjá hvort margt lagast ekki smásaman með tímanum, hvort sumt af því sæði, sem alþing að minnsta kosti í góðri meiningu hefir niðursáð, ekki ber ávöxt, einmitt fyrir bændastjettina, og vera ekki þollausir og þreklausir, þó eitthvað sje að; það er alstaðar. Fyrirhafnarminna er þó að búa við þröngan kost, og jafnvel þó maður eigi að lenda í þrætum og ófriði hjerálandi, heldur en sækja sult- inn, aggið og óánægjunatil Vesturheims. þ>ví næst er það karlmannlegra að reyna heldur til að vinna eitthvað fyrir fóstur- jörð sína, heldur en strjúka strax úr 1879. vistinni, ef hún þykir ekki með öllu fullkomin. Og loksins er það heiðar- legra, drengilegra og betra til afspurn- ar, að vinna heldur því fjelagi, sem maður er borinn og bamfæddur í, held- ur en slíta það fjelag, og ætla sjer að mynda nýtt, innan um stóra og íjölmenna þjóð, sem ekki verður lengi að soga í sig þennan þjóðernisdropa, sem hjeðan kemur. þ>ví það lýsir mestum hroka og mestri fávizku hjá Vesturheimsför- um, að þeir hugsa til að geta haldið þjóðerni sinu innanum hinavoldugu og fjölmennu vestmenn. f>ar mun íslend- inga í öðrum og þriðja kynþætti ekki gæta eins mikið, eins og hinna rauðu Indíana og annara villumanna. Enginn smáskamtur verður að fám árum liðn- um eins út þynntur, eins og þessir fáu íslenzku dropar í Ameríkuhafinu. Póstskipin. Herra ritstjóri! gjörið svo vel, að Ijá eptirfylgjandi línum rúm í hinu heiðr- aða blaði yðar. J>á er þingið í fyrra sumar hafði Qallað um póstskipamálið, þótti víst mörgum, að því velferðarmáli þjóðarinn- ar væri stefnt í heillavænlegra horf, en verið hafði áður, þótt reyndar mikið skorti til, að ferðaáætlun þingsins væri ákjósanleg. Næsta óheppilegt var það, að þingið skyldi semja tvær ferðaáætl- anir fyrir gufuskipin, — aðra til vara. fað dróg úr málinu og virtist að benda til þess, að þinginu sjálfu ofbyði sínar eigin kröfur, — það mundi nú stjórnin nota sjer! og varla var við því að bú- ast, að hún mundi láta ginnast af gulli því, er þingið að lyktum lofaði að víkja henni, ef hún ljeti að óskum þess. Nei, hún er of gömul í hettunni til þess. Já það var nú lfka óheppnis (bernsku?-) bragð af þinginu, að ætla sjer að ginna stjórnina á agni, og varla til annars en að sýna það enn frekar, að þingið áleit kröfur sínar ósanngjarnar. — En hvað um það: fáum mun þó hafa til hugar komið, að stjórnin hefði að engu til- lögur þingsins f þessu máli, og vjer hjer eystra, „fjellum alveg í stafi“, þá er oss seint og um síðir í sumar veittist sú náð, að sjá ferðaáætlun póstskipanna; því stjórnin fylgdi hvorugri áætlun þings- ins. J>ingið hafði þó stungið upp á því að póstskipið kæmi tvisvar við á Djúpa- vogi. — Stjórnin lætur strandferðaskipið fara 1 hring heilan um landið, 2 hálf- hringa sunnan um land og 4 hálfhringa

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.