Ísafold - 19.02.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.02.1879, Blaðsíða 3
19 megum einskis í missa af því litla, er vjer höfum fengið. f>að er því vonandi, að gufuskips- afgreiðslan verði hið allra fyrsta skilin frá póstmeistaraembættinu, sem hún alls ekkert á skylt við. Reykjavík í jan. 1879. Yðar Böggull. Kaupmenn norðanlands afsegja nú allan tóskap, nema þeir bjóða að taka upp í skuldir „vel unna tvíbandssokka, sem vega 16—18 lóð fyrir 55—60 aura“. Sje bóndinn ekki svo heppinn að vera skuldugur í kaupstað, má hann sitja uppi auðum höndum allan veturinn með hyski sitt, þann tíma, sem afgangs er af skepnuhirðingu, hrosshársfljettun og fatavinnu upp á heimilisfólkið. þegar fjármaðurinn kemur heim á vöku frá fjenu, sem fyrrum var vanur að prjóna að gamni sínu sokk, meðan hann hlýddi á sögulestur eða rímnakveðskap, má hann nú sitja með hendurnar í vösun- um, eða fara í bólið. Kaupmenn norð- anlands bjóða enn fremur þeim, sem eiga því láni að fagna, að vera þeim skuldugir, að taka af þeim fje fram- gengið í vor kemur, en skrifa borgun- ina inn í reikning seljanda fyrir nýárið, án þess nokkurt verð á fjenu sje tiltek- ið; með öðrum orðum, bóndanum er lofað að fóðra fje kaupmannsins fyrir ekki neitt frá nýári og til eldaskildaga. — þ>etta láta Norðlingar bjóðasjer! — Kaupmenn syðra gefa sama verð fyrir saltfiskinn, hvort þeim er fluttur hann af seljanda klár og velverkaður upp í varningsskemmurnar — nema, satt er það, þeir reikna innleggjanda sumir i—2 kr. í flutningskaup á skippundið — eða þeir sækja hann sjálfir suður á Strönd, í Voga, Njarðvíkur, Leiru, Garð, Hafnir og Grindavík á þilskipum, skipa honum upp aptur í Keflavík, Hafnar- firði og Reykjavik, þurka hann á ný og sóla; sjer þó hver maður mun- inn á fyrirhöfninni fyrir hvorumtveggja fiskinum. — þetta láta Suilillendingar bjóða sjer! — Vjer höfum ekki heyrt, að neitt þvílíkt sje boðið Vestfirðing- um nje Austfirðingum. Sjáum öllu fremur, að austanlands hafa sumir kaup- menn síðan í haust selt rúg á 9 aura pundið, eða 200 pund á 18 kr. Skárra er það en 19—20 kr. fyrir „tunnuna“. — Á Eyrarbakka er korn að mestu leyti selt eptir vigt, á Siglufirði og Eyjafirði sömuleiðis. Hvergi helzt mæl- inginvið, nema í kaupstöðunum syðra, sem liggja hæstu yfirvöldunum næstir. í Norðanfara hefir Styrbjörn nokk- ur frætt landa sína um, að biskupinn sje ekki góður guðfræðingur. þótt dóm- urinn sje, eins og hæstarjettardómar forðum, kveðinn upp án þess að til- greina ástæður, þá mun hann þó hafa eina góða og gilda ástæðu við að styðj- ast, sem sje þá, að Styrbjörn hefir aldrei lesið neina guðsorðabók eptir biskupinn. Vjer eigum, eins og allir vita, þrjár postillur, sína með hverju móti, en all- ar mjög útbreiddar í landinu, allar vin- sælar og víða lesnar. Nú getur verið meiningamunur um það, hver postillan sje bezt, og fer það mjög eptir smekk manna og jafnvel lundarlagi, hver hon- um fellur bezt í geð. Sumum líkar betur að heyra Drottinn tala í reiðar- þrumunni, eins og hann talar fyrir munn Jóns meistara Vídalíns, aðrirvilja held- ur heyra rödd guðs í hæga blænum, eins og hann talar hjá Árna biskupi og Dr. Pjetri. þ>ótt hinn síðast nefndi að tímanum sje hinn síðasti, þó stend- ur hann í mörgu falli mitt á milli meist- ara Jóns og Árna Helgasonar. Árni talar þessara þriggja mest til skilnings- ins, Jón Vídalín mest til tilfinninganna, Pjetur biskup fer meðalveg, eða rjett- ara báða vegu, og þó að kenning hans að öllum jafnaði sje lygn og tær, þá heyrist þó á stundum í henni niður lögmálsins, eins og t. d. i ræðunni á annan í hvítasunnu, þar sem því er lýst, hvernig fari, „þegar sálin sje skilin við guð og hjartað frá honum horfið“. Sama ræða lýsir af bragðs vel því „hulda lífi“ í guði sem þvi miður er of mörg- um hulið. Enn fremur skulum vjer leiða athygli Styrbjarnar að ræðunni á 3. sunnudag eptir páska um skilnaðar- stundir ástvina í dauðanum, að ræðunni á sunnudaginn milli nýárs og þrettánda um þá rjettu vizku, ræðunni á sunnu- daginn í föstuinngang um sæluna, sem í því er fólgin, að vera guðs barn, ræð- unni á 4. sunnudag eptir trínit. um um- burðarlyndi o. fl., en sjer í lagi vildum vjer ráða Styrbyrni til að lesa ræðuna á trinitatishátíð um endurfæðinguna. J>ar segir meðal annars: „Eins og barn- ið ekki getur fæðzt án sárraverkja og harmkvæla móðurinnar, eins getur ekki heldur hinn nýi maður fæðzt án mikill- ar angistar og þjáninga hins gamla manns, áem hinn nýi sprettur af“. þetta er fagurt sannmæli. það mun Styrbjörn sanna á sínum tíma. Hann mun hafa heyrt, að Dr. Pjetur, eins og aðrir kenni- menn, hafi á stundum þýtt eða tekið kafla úr ræðum útlendra kennimanna, enda segir biskupinn frómlega í formál- anum fyrir postillu sinni, að svo sje, og má kannast við einstaka kafla úr ræðum Wallíns í ræðum biskupsins, t. d. í ræðunni á 16. sunnudag eptir trinit., en einnig finnast þýðingar úr Blair hjá Árna Helgasyni og hugsanir úr Lactan- tíus og Seneca hjá meistara Jóni t.d. reiði- prjedikunin á sunnudaginn eptir nýár. Oss er til efs, að nokkur sá góður kenni- maður hafi verið, sje, eða verði, sem ekki hendi gullkom, þar sem hann finn- ur þau, nema þeir einir, sem annaðhvort, eins og Árni biskup segir: „vita það með vissu, að það er allt bezt og ijettr ast, sem peim dettur í hug“, eða þá þeir, sem ekki vita einu sinni hvar gull- korn er að finna. Væri Styrbjörn gam- all og góður prestur, myndi hann hafa reynt, að það er örðugt að finna ávallt nýjar útleggingar af gömlum texta (difficile proprie communia dicere). En af því að hann mun vera í tölu hinna ungu klerka, sem oss er skrifað, að ekki lesi húslestur á heimilum sínum, þá er- um vjer svo djarfir, að ráða honum til að lesa postillu og hugvekjur Pjeturs biskups í heimahúsum, og fást minna um það, hvort allt í þeim er frumhugs- að, heldur en um hitt, hvort allt er þar vel hugsað, vandað bæði að efni og orðfæri og kristilegt. Meira að segja, sóknarmenn hans munu varla kæra hann þó honum yrði það á, að taka annað- hvort heilar ræður, eða kafla úr ræð- um Pjeturs biskups traustataki, þegar hann stígur i stólinn. Úr brjefi. að norðan, dags. 7. jan. 1879. — — „Við höfum hjer nyrðra haft allharða vetrartíð hátt á fjórða mán- uð, því veturinn mátti heita að byrjaði í miðjum september; þá keyrði niður mikinn snjó í flestum byggðum, hvað þá til fjalla. Mikið af heyi lenti undir fönn á engjum, og Qe fennti meira og minna á afrjettum, en fjallgöngur urðu óttalega erfiðar. Eptirhjerum bilviku illviðri kom þó bærilegur kafli, svo snjó- inn tók nokkuð, af því hann lá á þíðri jörð, svo margir náðu heyi sinu um mánaðamótin, eða i fyrra hlut októbers, og fjeð skreið úr fönn, það sem ekki hafði kafnað. Ur 20. október gekk aptur i áköfustu illviðri, er stóðu hvild- arlaust dag og nótt hjer um bil viku- tíma, voru þá stöðugt svo mikil dimm- viðri, að opt var með öllu óratandi milli bæja, og jafnvel milli fjárhúsanna á túninu. Keyrði þá niður ákaflega mik- inn bleytusnjó í flestum sveitum, sem allur fraus og varð að hjarni, þegar birta tók veðrið, svo víðast var gjörsamlega haglaust. Um miðjan nóvember og fyrst í desember þiðnaði lítið eitt og kom þá upp nokkur jörð þar sem snjórinn var minnstur. Síðan hefir allt til þessa dags gengið hæg veðrátta með óvanalega miklu frosti á þessum tíma vetrar, 10 —12° R. nótt og dag, jafnt og stöðugt. Nokkru fyrir jólin rak töluvert af haf- ís inn að landi og hjer inn á fjörðinn utantil, en meiri hluti íssins hefir þó hvarflað frá aptur í bráðina, en allur innri helmingur fjarðarins er fyrir löngu lagður þykkum lagís, og er hann þó venjulega seinn til að leggja, þegar ekki er meiri hafís, því hann er djúpur, kringum 60 faðma. í nótt minnkaði frostið allt í einu og í dag er þíðviðri og tveggja stiga hiti, það er mönnum nýtt á þessum köldu dögum“. —• — J>ann 19. júní 1878, andaðist að Hrauni í Grindavík dannebrogsmaðurinn Jón Jónsson, 91. árs, 3 mánuðum fátt i. Jón sál. Jónsson var fæddur að Járn- gerðarstöðum árið 1787, og var faðir hans Jón Jónsson bóndi; höfðu þeir föðurfrændur hans búið þar á Járngerð- arstöðum hver fram af öðrum meir en heila öld. Hann byrjaði búskap sinn við lítil efni árið 1820, en græddist fljótt fje, svo hann eignaðist Hraun í Grinda-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.