Ísafold - 21.03.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.03.1879, Blaðsíða 1
ISAFOLD VI 7. Reykjavík, föstudaginn 21. marzmán. 1879. pað lítur svo út, sem áhugi lands- búa á verzlunarmálefnum, sje á ný far- inn að aukast; að minnsta kosti berast oss á seinni tíð ritgjörðir um þetta efni úrýmsum áttum. Rúmsins vegna leyf- um vjer oss, að steyparitgjörðumþess- um saman í eina grein, og biðjum höf- undana velvirðingar bæði á því, og á hinu, að vjer sleppum úr þeim ýmsu, sem eingöngu sveigir að „pjóðólfi". Nokkrum árum eptir það, að ein- okunarverdunin hjer á landi var upp- hafin (1786—87), tóku landsmenn sig við Öxará 1795, eins og kunnugt er, saman um, að biðja konung um rýmra verzlunarfrelsi, og bentu undir eins á þær misfellur, sem á hinni nýju „fríhöndl- an" voru. petta var sú svo kallaða al- menna bccnarskrd íslands, sem Magnús Stephensen samdi, og svo gott sem allir embættismenn landsins rituðu nöfn sín undir, að undanskildum Olafi stipt- amtmanni. I umkvörtunum þessum tóku þátt báðir amtmennirnir Wibe og Stefán pórarinsson, lögmenn, sýslumenn, pró- fastar, o. s. frv., enda voru embættis- mennjlandsins þá jafnan/remstir í flokki. þegar um eitthvað var að ræða, sem til landsheilla horfði. Bænarskrá þessi var prentuð, og eru höfuðumkvartanir henn- ar þær sömu, að einni undanskildri (að aðrar þjóðir, en Danir einir, sjeu úti- lokaðir frá viðskiptum við ísland), sem enn koma fram, og enn eiga við, sem sje: 1. Kaupmenn setja einir verðlag á alla aura bæði innlenda og útlenda. 2. peir gjöra samtök sín á meðal um verðlagið, og drepa með því alla verzl- unarkeppni niður. 3. peir flytja misjafnar vörur, sjerílagi slæmt timbur. 4. peir vega og mæla ekki eins og lög- boðið er (sbr. tilsk. 18. júní 1784), heimta yfirvigt á fiski, binda malar- steina um háls vcrzlunarvogumim (til þess að hneyksla ekki smælingjana?). ö.peir byrgja ekki verzlanir sínar nægi- lega upp með nauðsynjar. 6. prátt fyrir það, sem lögboðið er 1 þessu efni, sjer í lagi rentukammer- brjef 6. maí 1793, — sem leggur fyr- ir kaupmenn, að sanna á ári hverju fyrir sýslumönnum, að þeir flytji svo nægilega peninga til landsins, að bónd- inn geti fengið þá peninga, sem hann þarfíöll opinber gjöld—-flytja kaup- menn peninga tít úr landinu, en litla sem enga inn, troð~a par á móti alls- konar krami og óparfa upp á lands- bi'ta. „Ó vesælu peningalausu kaup- menn!" kallar Magnus gamli upp (bls. 15). 7. Hrávaran ein er útflutt, þvi kaupmenn vilja hvorki taka smáband nje dugg- araband með því verði, að það borgi sig fyrir landsbúa að vinna ullina, — og loks, en verst af öllu: 8. Höfuðkaupmennirnir búa erlendis, og draga verzlunararðinn út úr landinu, sjer sjálfum til munaðar og öðru landi til gagns. Bænarskrá þessi vakti, eins og menn muna, fullkominn storm sjer í lagi með- al kaupmanna, og urðu þeir, sem þá voru mestir mennirnir og flestar verzl- anir höfðu hjer, Plum, Henkel og sjer í lagi G. A. Kyhn til þess að svara ís- lendingum í heilli bók upp á 344 bls. (Nedvœrgc i mod dcn i Island regjerendc Ovrighed, Kh. 1797). Kenndi hann þeim um margt ófagurt, þar á meðal hlut- drægni og ósanngirni. Sama gjörir „pjóðólfur". Kyhn bregður landsbúum um dugnaðarleysi, að þeir ekki komi sjálfir verzlunum á Iegg, verði skipa- eigendur og keppi við danska kaup- menn; sama gjörir „pjóðólfur", nema hvað hann einnig hælist um, að hha innlendu verzlunarfjelögsjeu, sum hver, undir lok liðin. pó mun það sannast að segja, að auk hrossakaupa og fjár- kaupa Skota og gufuskipaferðanna, sem gjöra íslendingum kost á að byrjasjálfir færandi (activ) verzlun, eru hin innlendu kaupfjelög sú eina verulega breyting til hins betra, sem orðið hefir á verzlun vorri siðan 1795. Bæði hafa fjelögþessi neytt aðra kaupmenn til að bæta verð- lag á vörum, og þá hefir, að minnsta kosti nokkuð, af afrakstri fjelagaverzl- ananna lent hjá landsbúum, sem sje af- rakstur hlutabrjefanna. Munu með þessu móti fleiri þúsundir króna hafa orðið eptir í landinu af Gránufjelagsverzlun- inni einni. Enda er oss til efs, að Norð- lendingar og Austfirðingar hefði getað gefið annað eins stórfje til nauðstaddra hjer syðra, hefði verzlunin hjá þeim iiingu síður en aðrar þjóðir, höfum vjer íslendingar, að tiltölu, átt fram úr skar- andi merkismenn að gáfum, lærdómi og fróðleik, og í miklu áliti, bæði innan- lands og utan. pó þeirra sje að vísu getið í annálum, árbókum og ritgjörð- um, þá er hætt við, að nöfn þeirra fyrn- ist með tímanum, nema minning þeirra sje við og við á lopt haldið. Einn af þeim, sem telja má meðal hinna mestu og jafnframt lærðustu höfðingja þessa lands var sýslumaðurinn í Rangárþingi Gísli Magnússon. Hann var fæddur á Munkaþverárklaustri 1621. Foreldrar hans voru Magnús lög- maður norðan og vestan Bjarnarson og Guðríður Gísladóttir lögmanns pórðar- sonar. Magnús lögmaður var auðugast- ur maður hjer á landi á sinni tíð. Atti hann XVCC (tólfræð) og CXVC betur í föstu, en XICC, LVIIC og LII álnir í lausu, landsskuldir LXXXC kúgildi LXXC X álnir. * Hann var höfðingi ') Jlestir r.uðmenn nrostir honum sunuanlands hafa mikill; deyði 1652. Gísli var 11 ára gamall sendur í Skálholtsskóla, dvaldi þar þrjá vetur; fór þaðan í Hólaskóla, var þar aðra þrjá og útskrifaðist þaðan. Átján vetra gamall sigldi hann til Kaup- mannahafnar háskóla, og lagði sig þar helzt eptir málfræði. I.ærifaðir hans var hinn nafnfrægi Dr. Óli Worm, sem heita má að tæki ástfóstri við Gísla, því löngu eptir að Gísli var aptur kominn tilíslands, skrifuðust þeir á, eins og sjá má af hinum prentuðu brjefum Worms á latínu. Eptir tveggja ára dvöl erlend- is kom Gísli inn aptur, sat eins árs tíma um kyrt hjá foreldrum sínum, en sigldi þá aptur í þetta sinn til Hollands; var hann þar 4 ár á ýmsum stöðum, en dvaldi sjer í lagi við háskólann í Ley- den, lagði hann sig þar mestmegnis verið taldir: Brynjólfur sýslumaður pórðarson Thorlacius á Hlíðarenda (f 1762), porsteinn sýslu- maður Magnússon á Móeiðarhvoli (ý 1785), og Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson í Hjálmholti (-[- 1771). Eptir hinn síðast nefnda voru í fasteign 9cc, 63c og 100 álnir, i lausafje 14cc, 2c 64 álnir. Landsskuldir 65c,29álntr, kúgildi 186'/^, kirkna- kúgildi 51. eptir náttúrufræði. Frá Hollandi fór hann til Englands, var þar um tíma; þaðan fór hann til Kaupmannahafnar og því næst til íslands aptur. Sat hann um kyrt í 3 ár hjá foreldrum sínum á Munkaþverá. Árið 1649 kvongaðist hann, átti hann prúði dóttur porleifs sýslumanns á Hlíðarenda Magnússonar prúða og Gróu Gísladóttur Árnasonar á Hlíðarenda Gíslasonar. Flutti Gísli sig fyrst austur að Skriðuklaustri í Fljóts- dal, var hann þá sýslumaður í Múla- sýslu nokkur ár. Meðan Gísli var í föð- urhúsum ritaði hann (á Munkaþverá 16. sept. 1647) Kristjáni konungi IV á lat- ínu uppástungur sínar til að koma ís- landi upp (consignatio instituti seu ra- tioncs eorum, quæ in patria mea Islandia efficere statui, ad quæ conficienda Sere- nissimæ Regiœ majestatis operam humil- lime oblatam velim), og nokkru síðar bækling, einnig á latínu, líks efnis (res et scopus hactenus pro patria Islandia suscepti ncgotii); finnast bæði þessi handrit í handritasafni Árna Magnús; sonar, Nr. 192, í fjögra blaða broti. I ritum þessum biður Gisli konung ásjár í fle tum þeim efnum, ssm mönnum síð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.