Ísafold - 29.03.1879, Side 1

Ísafold - 29.03.1879, Side 1
VI 9. Til þess að landsbúar geti gjört sjer vel ljóst, hver munur er bæði á afrakstr- inum af beinlínis og óbeinlínis sköttum (tollunum), þar sem þeim síðari verður komið við, og á fyrirhöfninni fyrir að ná hvorum tveggja inn, skulum vjer stuttlega sýna fram á þetta. Hinir gömlu skattar, manntalsbók- argjöldin (fjárlaganna 2. gr„ 1—5), sem sje tekjur af ljenssýslum, lögþingisskrif- aralaun, tekjur af umboðssýslugjöldum, konungstíundir, lögmanns og lögrjettu- manna laun numu 1876, auk Kr launa til sýslumanna, alls . . 17097 þ>ó villtur sje sá, sem geta skal, má þó komast nokkuð nærri um þau áhrif, sem hinir nýju skatt- ar munu hafa á fjárhag landsins. þeir munu í hæsta lagi ná þess- um upphæðum : Tekjuskattur af eign, Kr. hjer um bil . . . . IOOOO Tekjusk. af atvinnu . 7000 Húsaskattur .... 1500 Ábúðarskattur . . . 47000 Samtals 65500 Hjer við kunna að bæt- ast telcjur þær, sem sýslu- menn og bæjarfógetar hing- að til hafa haft af ljensjörð- um, umboðslaunum og auka- tekjum, að frá dregnum öll- um kostnaði við innheimtu hinna nýju skatta (virðing- argjörðir, laun til yfirskatta- nefnda, o. s. fr.) í hæsta lagi, — segjum...............4500 Samtals 70000 Ganga frá laun sýslu- manna, eptir lögum 14. des. 1877, að minnsta kosti 46000 Verða þá eptir, ef öll kurl koma til grafar, handa landssjóði....................24000 þetta er allt og sumt, og ætti þá landið að græða við hið nýja fyrirkomulag...................6903 En til þess að ná þessari upphæð, sem er hin hæsta, erhugsazt getur, út- heimtast skýrslur, hundruðum saman, frá einstökum mönnum, hreppstjórum, hreppsnefndum, skattanefndum og yfir- skattanefndum, miklar skriptir af hálfu sýslumanna, hreppaskilaþing, manntals- þing, o. s. frv., sem of langt yrði upp að telja, auk fyrirhafnarinnar að koma landaurum í krónur. f>eir tollar, sem vjer höfum, numu 1876: Reykjavík. laugardaginn 29. marzmán. 1. lestagjaldið . . 37,292 kr. 2. gjald af vínföng- um og tóbaki til samans, að frá dregnum 2% í innheimtulaun 95,635 — . —-----132,927 kr. eða meir en fjórföldu við hina nýju beinlínis skatta, alla til samans, að frá dregnum launum sýslumanna. Og hver er nú fyrirhöfnin ? Að vera við, eða hafa áreiðanlegan mann til staðar, þegar skip koma, taka á móti toll- eða vöruskrán- u.m, reikna út tollinn og taka á móti beinhörðum krónum; ekki þarf hjer að veita alls konar landaurum viðtöku, sem aptur þarf að koma í peninga, eins og á sjer stað um ábúðarskattinn. J>ó er stór munur á þessum tveim tollum. Gjald af vínföngum og tóbaki kemur vel á vonda, á munaðarvöruna, en lestagjaldið kemur óhaganlega niður á alla þunga- og nauðsynjavöru, á korn, kol, salt, við, járn o. s. frv., og gjörir hana landsbúum þeim mun dýrari. Tök- um t. d. salt, sem hjer á landi er nauð- synjavara, sem mikið er brúkað af að tiltölu. Er það ekki óþolandi tollur á salti 4 kr. af hverri stórlest, hverjum 17 tunnum salts, með öðrum orðum, 17. hver tunna, eða hjer um bil 6% og enda meira af innkaupsverði ? Varla flytur 30 stórlestaskip meiri farm af salti, en hjer um bil 400 tunnur. Reiknum nú í hæsta lagi innkaupsverð þeirra 1200 kr. (3 kr. fyrir tunnuna). Lestagjaldið af jafnstóru skipi er 120 kr., eða 10 af hundraði af innkaupsverði farmsins. f>essa 1 o af hundraði — og meira til — borgar kaupandi, útvegsbóndinn og fjárbóndinn. Líkt á sjer stað með stein- kolafarma. Lestagjaldið er ekki annað en aðflutningsgjald á saltinu og kolun- um, sem kaupandi, vjer íslendingar, borgum. þ>á er það einnig óbærilegur tollur á timbri, og óhafandi tollur á korni, á matnum, sem vjer eigum að borða, og sem vjer borgum fulldýrt hvort eð er. En þó kastar tólfunum, þegar skip koma hingað eingöngu með segl- festu, t. d. frá Spáni, til þess að sækja fisk, eða hesta- og fjárkaupaskip frá Englandi. þ>á leggst lestagjaldið ein- göngu á útfluttu vöruna. Með öðrum orðum, vjer fáum þeim mun minna fyr- ir vöruna, sem lestagjaldið hvílir á henni einni. Væri þá ekki tilvinnandi, að af- nema lestagjaldið, og leggja heldur lág- an toll á kaffi, kaffirót og sikur, segjum 5 aura á hvertkaffi- og kaffirótarpund, 1879. og 2 aura á hvert pund af sikri og sír- ópi? Af kaffi og kaffirótmun óhætt að fullyrða, að hingað til lands flytjast að meðaltali á ári hveiju hjer um bil 500,000 pund, eða hjer um bil 7 pund handa hverju mannsbarni í landinu. Fimm aura tollur af kaffi og kaffirót mun því gefa af sjer á ári . 25,000 kr. og tveggja aura tollur af sikri og sírópi (hjer um bil 600,000 pund á ári hverju) 12,000 — samtals 37,000 — Nú var lestagjaldið 1876 37,292 kr., og lítur því svo út í fljótu bragði, sem land- ið við umskiptin mundi missa 292 kr. á ári, sem raunar ekki má neitt heita þótt svo væri. En því er öðruvísi var- ið. Landið græðir öllu fremur: 1., bein- linis pá upphœð, sem svarar lestagjald- inu af póstgufuskipunum, og sem stjórn- inni póknast að láta koma til afdráttar í tillaginu úr ríkissjóði. þetta gjald nam 1876 5392 kr., árið 1877 9074 kr„ og fer sjálfsagt vaxandi, eptir því sem lestarúm gufuskipanna eykst með tím- anum. Mun því óhætt að reikna, að landssjóði með þessu móti bætist að minnsta kosti hjer um bil 10,000 kr. á ári hverju. 2., græðir landið óbeinlínis allt það, sem þunga varan fellur í verði, þegar lestagjaldið, sem á henni hvílir sjer í lagi, er af numið. þ>að er við þvf að búast að kaffi- og sikurpundið verði nokkrum aurum dýrara. En er óhugsandi, að maður gæti dregið þetta tvennt við sig, að tiltölu við verðhækk- unina, enda erverðhækkun hjerálandi ekki ávallt og ekki sjer í lagi bundin viðtollana? Nógu dýrt hefir kaffi vér-- ið seinni árin, þó enginn tollur hafi ver- ið á því. þótt kaffi sje nú talið með nauðsynjavörum, þá munum vjer svo langt, að menn, t. d. þurrabúðarfólk við sjó, sem helzt þarf hressingarinnar við, fyrir4oárum sfðan komst af með fjórða partinn af kaffi og sikri við það, sem nú við gengst, og var þó engu lakara, hvorki að heilsu, fjöri nje efnahag. Að því er snertir káffirótina, þá ætti hún það í rauninni skilið, eptir eðli sínu, að á hana væri lagður svo hár tollur, að enginn vildi framar kaupa hana, því hún er sönn ólyfjan, þó aldrei nema „fjallkonan fríð“ hlæi við manni á um- búðunum. Gæti menn orðið á eitt sáttir um þetta, þá lægi næst, að skoða huga sinn um, hvernig síðar meir mættilækka bein- línis skattana, sem fþyngja mest þeim gjaldstofni, sem helzt þarf að hlífa hjer á landi, sem sje landbúnaðinum. Vjer

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.