Ísafold - 25.04.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.04.1879, Blaðsíða 1
ISAFiLO VI 12. Reykjavík, föstudaginn 25. aprílmán. 1879. Hinn 2i. þ. m. komu hjer: hið frakkneska herskip „Dupleix," skip- stjóri Ch. Caillet; hið danska herskip „rngólfur", skipstj. Mourier; og 22. þ. m. brynskipið „LÍQtine", skipstj. de Marguerie. Með „Ingólfr' bárust oss eptir fylgjandi Útlendar frjettir. Khöfn, 2. apr. 1879. Nú er vctrarveðráttan loks á enda, rjett í mánaðamótin. Frost á hverjum degi allan f. m. hjer um bil, og fjúk allopt. 80 frostdagar hjer í Höfn í vet- ur, en 52 er kallað meðaltal. I morg- un var 40 hiti hjer; 120 í Hamborg. Svartadauða-kræðslan er nú horfin að mestu. peim hafði missýnzt. er hjeldu sóttina vera komna norður í Pjetursborg, og um miðjan f. m. var herfjötrinum hleypt af sóttarsvæðinu syðra, í Astrakan; var þá liðið töluvert á annan mánuð svo, að hún hafði eng- an til bana dregið. Sje það satt, sem Rússar segja, að húh hafi eigi banað nema 500 manns, af 118,000, er sóttar- svæðið byggðu, hefir hún verið miklu óskæðari en orð var á gjört í vetur; hræðslan hefir margfaldað hana í aug- um manna. þ>ess er þó getið. að henn- ar hafi orðið vart aptur rjett nýlega á einum manni í Vetljanka, þorpi því, er hún kom fyrst upp í i haust, en það látið fylgja, að manninum hafi batnað skjótt aptur. Nágrannaríkin hafa linað á sóttvörnunum, en ekkert þeirra Ijett þeim algjörlega. Jeg gat þess síðast, að víða hefði orðið tjón af vatnavöxtum í leysingun- um um mánaðamótin febr. og marz. Skömmu síðar urðu svo mikil brögð að því á Ungverjalandi, að jafnað er til mestu stórslysa, sem sögur fara af, svo sem landskjálftans í Lissabon 1755 eða jarðeldsins úr Vesúvíus árið 79. Svo sem kunnugt er, er svo láglent á Ung- verjalandi, einkum austan Dunár, að víða hefir orðið að hlaða flóðgarða með- fram henni og þverám þeim, er í hana falla, til að verja landið vatnagangi. Mesta þveráin austan í Duná er Teis. Fyrir sunnan hana er láglendið einna mest, en frjóvsamt vel, og hefir þar lengi verið byggð mikil, stór þorp og bæir, og mestur þeirra Szegedin, bæjar- búar nær 75000. Snemma í f. m. hljóp sá vöxtur í Teis, að sýnn háski var að. Var þá tekið til að bæta flóðgarðana og hækka, en áin óx óðum, svo að verkamenn höfðu nauðulega undan. Að kvöldi hins 12. fór áin loksins að minnka dálitið ; þóttust menn þá hólpn- ir og gengu öruggir til svefns. En lít- illi stundu eptir háttatfma hvessti á norðan og gjörði rok. Öldurnar riðu á garðinn flatan og úrðu honum sterkari. — Morguninn eptir stóð eigi steinn yfir steini í Szegedin, að kalla mátti: ein 300 hús uppi hangandi, af 9600. En því fær enginn með orðum lýst, hvílík skelfingarnótt þessi nótt hefir verið aumingja fólkinu, sem hljóp nakið upp úr rúmunum út í flóðið, í beljandi haf- rót af straumi og stórviðri, og í kolniða- myrkri, karlar ogkonur, börn og gam- almenni, freistandi að bjarga sjer á borðflekum, í trjám o. s. frv. Margir höfðu til taks skip og báta að bjarga sjer og öðrum, og varð manntjónið minna en líkindi voru til; þó skipti það þús- undum, að sagt er. Stórgjafir hafa safn- azt hvaðanæfa að bæta úr bráðustu neyðinni. Keisarinn kvað hafa strengt þess heit, er hann sá vegsummerkin, svo hroðaieg sem þau voru, að bærinn skyldi rísa úr rústum aptur veglegri en áður. Ekki hefir enn orðið af friðargjörð með Bretum og Jakobi konungi í Af- ganistan. Er svo sagt, að hann hafi nú mikinn viðbúnað af nýju. Af ófriðnum við Zúlú-Kaffa er ekk- ert nýtt að frjetta. Liðsauki Breta er nýkominn suður þangað, og er þá að líkindum skammt að bíða skjótra um- skipta. Svo er sagt, að Bretar eigi von á ófriði úr einni átt enn: af konunginum í Birma á Austur-Indlandi. Viktoría drottning er á skemmti- ferð suður á ítalíu. Hún hjelt 23.f. m. brúðkaup þriðja sonar síns, hertogans af Connaught, tilvonandi jarls á írlandi, og Margrjetar, dóttur Friðriks Karls Prússaprinz, með stórmikilli viðhöfn, í Windsor. Hin nýja stjórn á Frakklandi hefir komið fram sínum vilja, að firra þá Broglie og ráðanauta hans lögsókn, en þung ámæli á hendur þeim ljet þingið fylgja líkninni, enda eru þeir taldir sannir að sök um mjög ískyggilegt ráðabrugg (landráð). Passanante, sá er Italíukonungi veitti banatilræði í haust, var dæmdur frá lífi í f. m., en hefirnú þegið lífgjöf af konungi. Morðsögunum frá Rússlandi fjölgar jafnt og þjett. Fyrir skömmu var skotið á Drentelen hershöfðingja eptir- mann Menzenoffs, þess er myrtur varí fyrra, sem yfirlögreglustjóra rikisins, á almannafæri í Pjetursborg; en hann sakaði eigi, og morðinginn komst heill undan. Háskólastjórnin hjer hefir nú loks staðfest með sjer þá ráðagerð. að hafa alls enga útlenda menn í boði sínu á afmælishátiðinni, hvorki Norðmenn eða Svía nje aðrar þjóðir. Jpó á að gjöra allmarga Norðmenn og Svia að heið- ursdoktorum, og bjóða þeim að koma á hátíðina til þess að taka við kosn- ingarbrjefinu. Ríkisþingið er nú sem óðast að ræða fjárlögin. Sama stappið og f\rr ; vinstri flokkarnir báðir á einu bandi í fiestum ágreiningsatriðum. Síra Frimodt, sóknarprestur við Jóhannesarkirkju hjer í Höfn, orðlagð- ur kennimaður, andaðist 21. fyrra mán., rúmlega fimmtugur. Nýdáinn er líka hjer I.junge nokkur, sá er var í fjelagi við Dr. Hjaltalín landlækni um að koma á fót vatnslækningastofnuninni í Klampenborg 1844, og fyrrum var nafnkenndur blaðamaður. Enn fremur andaðist hjer 18. f. m. íslendingurinn Ásbjörn Jakobsen gull- smiður, bróðir Sveinbjarnar Jakobsens kaupmanns. Hann hefir alið hjer mest- allan aldur sinn, og þótt jafnan sæmd- armaður. Fyrra mánudagsmorgun 14. þ. m., var Rússakeisara veitt banatilræði í Pjetursborg. Hann var á gangi fyrir utan höll sína; riðu þá að honum 3 skot, hvert eptir annað. Keisara sak- aði ekki, en skyttan náðist og situr í varðhaldi. „Hvað stoðar", segir Olavius í ferða- bók sinni, bls. 214, „að brýna not jarð- arræktarinnar á íslandi fyrir mönnum, þar allir, sem vetlingi geta valdið, fljúga að sjónum, til að gína yfir fiskiprísun- um, og látajörðina á meðan gæta sjálfr- ar sín, þangað til loksins afleiðingarn- ar láta þá kenna á heimsku sinni í kúg- andi örbirgð". Á sama máli var Ólaf- ur Stephánsson. I ritgjörð sinni um ja/nvægl bjargrœðisveganna tekur hann það margsinnis fram, að apturför lands- ins sje mestmegnis af því sprottin, að sjávaraflinn hafi um fleiri aldir verið hafður í fyrirrúmi fyrir landbúnaðinum. En — það kemur fyrir ekki. pó sjáv- arbóndinn hafi reynsluna fyrir sjer um það, hversu „svipul er sjávargjöf", þó hann í hvers árs reikningum sinum geti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.