Ísafold - 25.04.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.04.1879, Blaðsíða 2
46 fundið, hversu útgjörðin, sjer í lagi þorskanetin, eru útdráttarsöm — enda flyzt hingað á ári hverju af hampi, fær- um netagarni, köðlum og önglum rúmt 120000 króna virði, sem mestallt skipt- ist niður á sjávarplássin — þó margur hver verði um vertíðina að lána hvert kornhár, sem látið er út á sjómanna grautinn, og þó sjávarbóndinn sje marg- búinn að fá heim sanninn um, að 2 fisk- virði um vikuna fyrir hvern sjómann borga hvergi nærri þann kostnað, sem sjómannahaldinu fylgir, sízt í fiskileysis eða gæftaleysis árum, — þá heldur hann allt tyrir það áfram uppteknum hætti, að spila i lukkuspili fiskiveiðanna. beina leið gegn um kaupstaðarskuldirnar á hreppinn, tekur nýtt lán til að höggva skarð í hið fyrra, og er í rauninni ekki annað en verkamaður kaupmannsins, en vel að merkja ólaunaður og ábyrgð- arhafandi verkamaður. Kýrgrasið er aptur á móti hjá mörgum hverjum þýft og grýtt, þótt ekki ætti að rjettu lagi þúfa að sjást í þjettbýlinu við sjávar- síðuna, þar sem nægilegur vinnukrapt- ur er á vorin í landlegum, bæðiafinn- ansveitar- og utansveitarmönnum. En í stað þess að þeir sjáist velta við þúfu eða hlaða garðspotta, má margsinnis sjá vel vinnandi karlmenn hópum saman ,,st)rðja bæjaveggina“ í sólskininu, með aðra höndina i vösunum og hina á tó- baksbauknum. jþað er einmitt einn af höfuð-an- mörkum sjómennskunnar, að hún gjör- ir fólk þungt til landvinnu, enda vita hásetar á vordag opt og tíðum ekki nær kallið kemur frá formanninum að róa. Verður þetta til þess, að það sveita- fólk, sem sízt skyldi, flykkist að þurra- búðum við sjó. f>etta var O. Stepháns- son búinn að fullreyna 1785. í I.ærd. 1. fjel. ritum VII, bls. 142, segir hann, að þeir, sem úr sveitum flytjast í sjáv- arplássin, sjeu jafnan „þeir ómennsku- fyllstu og þunglífuðustu. f>essir álíta iðjuleysi fyrir lukku, en erfiði fyrir straff og meina sig fá tekið himin höndum, komist þeir frá hinni mæðusömu land- vinnu til hægðar þeirrar, er við sjó megi hafa heilum vikum og mánuðum sam- an, þá annaðtveggja fiskilaust er, eða ógæftir falla, svo sjóinn þurfi ekki að sækja“. Og þó sjóplássin verði fjöl- mennari fyrir þessar orsakir, þá verða þau ekki bættari; sýnir það sig ljósast 1., á barnadauðanum, sem alla jafna er meiri í sjóplássum en til sveita (sbr. Hannes Finnson, um barnadauða á ís- landi, Lærd. 1. fjelagsrit, V. bls. 121), 2., á þeirri óskilvísi, sem helzt á sjer stað við sjóinn bæði með sveitaskil og við kaupmenn, 3., á sveitarþyngslum og útsvörum, sem nú eru hjá sumum bændum komin upp í hjer um bil 300 kr. J>ví var það skynsamlegt í Pínings- dómi (1490): að engum mœtti leyfast búffarseta (húsmennska) við' sjó, er minna trvikfje œtti af að lifa, en 3 hundruð d landvísu. Hefir svo verið til ætlazt, að i allir við sjó hefði nokkra grasnyt, því . ekki verður kvikfjenaður með öðru fram- • leiddur. Sami dómur var staðfestur af : Diðrik hirðstjóra af Bramsteð 1533, af Daða bónda Guðmundssyni 1558, aflög- mönnum og lögrjettu 1638. |>að er fyrst : seint á 17. öld (1679), að „búðarseta“, eða tóm húsmennska er leyfð, og hefir hvorki velmegunin við sjávarsíðuna nje landbúnaður grætt við það. í athuga- semdum sínum við Sveitabónda Skúla Magnússonar (Lærd. 1. fjelagsrit, bls. 65—112) sýnir Magnús Ketilsson glögg- lega fram á, að það fyrirrúm, sem sjáv- arútvegurinn, sjer í iagi hjá verzkminni, sje hafður í fram yfir landbúnaðinn, dragi aflið úr hinum innlendu viðskipt- um milli landsbúa. f>etta gefur að skilja. f>ví þegar því nær allur fiskur fer út úr landinu, og ekki að eins þorskurinn og ,,málsfiskurinn“, heldur einnig þyrskling- ur og ýsa er söltuð og lögð inn'til kaup- mannsins, hvað hefir þá sjávarbóndinn eptir að láta fyrir landvöru? matfiskur er varla eptir til heimilisforða; pening- ar ekki „heldur en gull“, því ekki fær sjávarbóndinn þá hjá kaupmanninum; og er þá svo komið, að sá er margur við sjó, sem aldrei blóðgar kind, en þau eðlilegu og nauðsynlegu viðskipti milli sveitabóndans og sjávarbóndans lenda við eitthvert lítilræði af smjöri, tólg, ull, vaðmálum, skinnum og sýru fyrir þorskhöfuð og hrognkelsi. Út- lenda verzlunin dregur með þessu móti allan mat út úr landinu. Sveitabónd- inn getur eklci, þótt vildi, komið varn- ingi sínum út fyrir fiskæti, og er þ'á ekki annað fyrir, en flytja allt, smjör, kjöt, tólg, ull, og kindur á.fæti til kaup- mannsins, sem einn skafar verðið d pessu eins og öð'ru með pví. verð'i, sem hann leggur á sína vöru, korn, kaffi, o. s. frv. Korn kemur með þessu móti í staðinn fyrir kjöt og fisk, kaffi í staðinn fyrir smjör og mjólk, líkamlegum þi'if'um manna og efnahag til niðurdreps. |>etta háttalag landsbúa blæddi stjórninni, og pað meffan kpnungur enn pá sjálfur átti verzlunina, svo í augu, að konungur, með úrskurði 8. apr. 1782 tjáir „rjettláta reiði sína fyrir þá sök, að alþýðan á Islandi svipti landið og selji í kaupstaðina nauðsynleg matvæli sín“, og skipar „yfirvöldum landsins og embættismönnum, ekki einungis að leiða almúganum hinar hættulegu afleið- ingar af slíkri óforsjálni fyrir sjónir, held- ur og með allri alvörugefni að sjá um að á þessu verði framvegis ráðin bót“. Og um sama leyti, sem verzlunin var gefin laus, heitir konungur í opnu brjefi 19. apr. 1786, § 3: „að sjá það með einkar velþóknun við innbúa Islands, ef þeir af fremsta megni með allri ástund- un og forsjálni noti bjargrœðis meðul pau, sem landið sjálft gefur kost á, og taki aptur upp lifnaðarháttu forfeðra peirra, þar útlendar matvörur þá muni verða þeim óþarfari, þeir sjálfir færir um að efl@. velgengi sjálfra sín, og hæf- ari til að njóta betra hlutskiptis og hag- sælda, að konungsins ósk og vilja“. það lítur svo út, sem landvættir hafi þá verið vakandi. Enda stóð Jón Ei- ríksson þá fyrir íslenzkum málefnum erlendis, Thodal var hjer stiptamtmað- ur og Skúli Magnússon landfógeti. J>essi konungsboð eru hvergi úr lögum numin, og aldrei myndi það skaða, að vekja t. d. athygli sýslunefnda og hrepps- nefnda á þessum, og þvilíkum lagaboð- um og stjórnarhugvekjum. það kynni þó að vera að einhver vaknaði við. það eru hinir upplýstari, einkum em- bættismennirnir. sem eins og Jón kon- ferenzráð að orði kemst (æfisaga bls. 45) „eiga að hjálpa landinu upp, ekki með stórgjöfum, heldur með uppvakn- ingu, að landið finni sína eigin lcrapta“. Um salífisksverkun. (Frá útvegsbændum suður með sjó). Orsakirnar til hinnar versnandi salt- fisksverkunar eru að ætlun vorri yfir höfuð ferns konar: 1. netafiskurinn, 2. innblástur ein- stakra manna, 3. hirðuleysi bænda, 4. ólag og ójöfnuður afhálfu kaupmanna. Eins og kunnugt er, hefir nú tvær síðastl. vertíðir svo að segja enginn fiskur hjer í sunnanverðum Faxaflóa aflazt öðru vísi en í net, sem til verzl- unar sje hafður, en það er með öllu ó- mögulegt að gjöra þann fisk vel útlít- andi sem deyr í netum, þó hann sje fluttur í land ómorkinn. Feitur fiskur, sem er tekinn dauður i netum, er farinn að morkna þegar í land er komið, þó ekkert sjáist á honum, þegar hann er tekinn inn í skipið, en þann fisk, sem moi'kinn er látinn í saltið, er ekki unnt að gjöra failegan í þurkinum, hvernig sem með hann er fario. Ráð við þessu eru engin önnur en þau, að salta dauða netafiskinn í annað lag, en þann, sem lifandi er innbyrtur, því hann er hægt að gjöra að góðri verzlunarvöru sje hann þá þegar skorinn á háls. J>enn- an lakari netafisk eiga menn síðan að verka í öðru lagi og selja með vægara verði, heldur en hinn eða færafiskinn, sem allir geta haft fallegan, ef þeir fjdgja þeim reglum, sem svo opt áður hafa verið gefnar viðvíkjandi fiskiverk- un bæði í almanökum þ>jóðvinafjel. og víðar. 2. fyrir nokkrum árum útbreiddist sá lærdómur úr Reykjavíkurbæ, sjálf- um höfuðstað landsins, að Vestfirðing- ar þurkuðu saltfisk sjaldan lengur en 4—6 daga, pressuðu hann mjög lítið á meðan á þurkuninni stæði, og [breiddu hann hvern daginn eptir annan, en að hann með þessari aðferð yrði hrár að innan gat hver maður skilið. J>ví var og við bætt, að fiskurinn ætti að vera fjarska mikið saltaður jafnvel 12 skeppur ætlað- ar í skpd. ]>essi kenning var, sem við mátti búast, ekki lengi að vinna hylli almennings, því menn sáu það fljótt,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.