Ísafold - 25.04.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.04.1879, Blaðsíða 3
47 hversu mikið var unnið við það í vigt- inni og verkuninni, að leggja fiskinn inn hálfhráan, en nú hefir reynslan sýnt, að þessi verkunaraðferð er síður en ekki heppileg, því þegar farið er að geyma fiskinn til lengdar, slagar hann upp í húsunum, afþví hráinn gefur sig þá út úr honum. En hversu mikið að eigendur fiskjarins og þeir, sem verka fisk fyrir aðra, og taka borgun eptir vigt, vinni við þessa verkunaraðferð er hverjum manni auðskilið. þessa skað- iegu og enda sviksamlegu verkunarað- ferð ætti nú hver maður að leggja nið- ur, en taka upp aptur hina fornu, nefnil. að salta fiskinn mátulega, heldur vel en illa, því betra er að hann sje upphlaup- inn, en illa saltaður eða morkinn, þvo hann vel, pressa mikið og þurka hann vel í gegn, sem bezt má sjá á því, þeg- ar hneita kemur út á roðinu jafnt und- ir öllum uggum, sem annarsstaðar, þarf þá varla að efa að fiskurinn geymist óskemmdur langt fram á vetur. Hiti íjarska mikla söltun, sem menn almennt eru farnir að tíðka, gjörir það að verk- um, að hægra veitir að koma út hráum fiski; mikið saltaður fiskur fær á sig utan hvíta salthúð, ef hann er breiddur í góðu sólslcini hvern daginn eptir ann- an, en þessi hvíta húð er alls ekki ó- rækur vottur þess, að fiskurinn sje nægi- lega þurkaður og geti reynzt vel, og hefir það nú eitt méð fleiru á seinni ár- um blekkt margan móttökumann og kaupmann. 3. hirðuleysi bænda er fyrst og fremst í því folgið, að margir sjómenn og formenn skeyta alls ekkert um það, hvernig fiskurinn er meðhöndlaður á undan söltuninni. Margir þessara hirða ekki um að skera fiskinn á háls, þó ) hann sje lifandi innbyrtur, því síður / þegar hann kemur dauður inn í skipið; þegar bezt gengur, er rekinn hnífur í hálsinn á fiskinum eða öngli krækt þar í hann, en blóðið rennur fyrir það ekki úr honum, nema þvi að eins, að sárið snúi niður, þegar fiskurinn er lagður frá, en að þessu mun sjaldan vera gætt, og þó er það mjög áríðandi, að blóðið storkni ekld upp í fiskinum sjálfum. Hið annað, sem fáir sjómenn aðgæta, er að kasta ekki fiskinum óþyrmilega, nvorki í skipinu nje á landi, innan um kletta og steina; við þess háttar með- ferð merst fiskurinn, sjer í lagi sá, sem feitur er, og lítur hann svo út í þurk- uninni eins og sá fiskur, sem morknar í netum. Meðferð sveitamanna á fisk- inum undir söltunina er opt og tíðum óhafandi; þeir verka fáir fisk sinn sjálfir, og vita því ekki hversu miklum erfið- ieikum það veldur í verkuninni ef hann er illa meðhöndlaður áður en hann er saltaður, auk þess sem margir sveita- menn, er við sjó róa, ekki kunna að af- höfða nje fletja fisk, því síður að salta hann. það ætti því að vera gjört hverj- um útvegsbónda að skyldu, að sjá um aðgjörð og meðhöndlun á fiski sjómanna I jafnt og sínum eigin, og yfir höfuð ætti það aldrei að líðast, að fleiri en einn maður af hverju skipi salti fisk þann, er á skipið fæst. Við afhöfðunina slcyldi þess gætt, að láta vætubeinið fylgja bolnum, taka ekki fiskinn upp á þunnildinu, og rifa ekki af honum haus- inn, svo að krummaroðið lafi við kúluna, heldur skera það frá með hnífi, svo að hið fremsta af kúlunni fylgi hausnum. Við flatninguna er þess að gæta, að báð- ir kviðuggarnir fylgja dálkinum, og að taka dálkinn sundur svo aptarlega, að ekki blæði úr liðnum, einnig að hreinsa allt blóð vandlega úr hnakkakúlum, og taka burt allan sundmaga, og leggja svo fiskinn af sjer í helming, svo ekki fari óhreinindi i sárið, en kasta honum ekki frá sjer útflentum ýmist á roðið eða fiskinn, að þvo fiskinn úr sjó áður hann er saltaður, er og nauðsynlegt, og það ættu unglingar og óvaningar að geta gjört. En hvað stoðar hirðu- semi innlendrahjersyðra, meðaninntöku- mönnum, sem flestir eru við fiskiskemm- ur (Anlœg) kaupmanna og í Vogunum, líðst að demba fleiri þúsundum af fiski upp á fólksfáa þurrabúðarmenn, þessir gangast upp fyrir borgunni, sem þeim er lofuð, en hvernig sú verkun er af hendi leyst hjá allflestum, kærum vjer oss ekld um að lýsa. 4. af hálfu kaupmanna ei^ margt á- bótavant í sjálfri móttöku og meðferð fiskjarins hin síðastl. ár. a., fiskiskemm- urnar eru sumar hverjar óhœfiar til að geyma í velverkaðan saltfisk óskemmdan til lengdar, pó munu engin hús vera eins óforsvaranleg cins og Klapparholts- hús Knudtzons, að ógleymdum hjallin- um, sem notaður er, pegar húsið er fullt orðið. það virðist nægilegt fyrir Knudt- zons verzlanir, að hafa einungis einn móttökustað, á Hólmabúðum, þar eru vönduð og góð hús og þangað er eins hægt fyrir allflesta að flytja fiskinn eins og að Klapparholti, auk þess, sem út- skipun þaðan er að líkindum ekki eins kostnaðarsöm og frá hinum síðastnefnda stað. Klapparholts-skemman ætti því einungis að notast til saltgeymslu, en ekki til að taka á móti fiski. Móttöku- menn kaupmanna eru margir hverjir lítt þar til hæfir, svo og hús þau, er þeir leigja, enda eru þeir nú, að oss virðist, orðnir óþarflega margir, sjer í lagi í Vogunum. — þá er útskipunin og sú meðferð, sem fiskurinn þá verður fyrir, með öllu óhafandi, en það er kaup- mönnum að kenna eða þeim mönnum, er þeir senda með skipunum. (Niðurl. í næsta bl.). — þ>að vantar mikið á, að lög 15. Apríl 1854 hafi veitt landinu fullkomið verzlunarfrelsi, enda var tveim atriðum í bænarskrá alþingis 1845, sem lögin að mestu eru byggð á, enginn gaumur gefinn. þ>etta getur hafa verið þinginu sjálfu að kenna; því bæði 18490^1851 dró það, eins og þorvaldur sál. Sivert- sen rjettilega tókfram, nokkuð úr bæn- um sfnum (fyjóðf.tíð. 1851, bls. 257—58). þessi atriði voru : 7. Að lausakaupmönnum verði engin takmörk sett, hversu lengi þeir skuli mega liggja eða verzla á höfnum, og 8. Að verzlun í hjeruðum verði leyfð með þeim hætti, að amtmaður veiti hverjum búanda manni, sem beið- ist þess og má þykja til þess hæfi- legur, leyfisbrjef til verzlunar, þar sem þörf þykir, með því skilyrði, j að hann hafi ávallt nokkra nauð- synjavöru, svo gjaldi hann og 10’ rd. fyrir leyfisbrjefið. Að þvi er snertir hið fyrra atriðið, þá liggur enn í dag tvenns konar hapt á lausakaupskap, því bæði bannar3.gr. laga i5.apríl 1854 að hafa utanríkisslcip 30 smálesta og þaðan af minni til vöru- flutninga hafna á milli á íslandi og á milli íslands og hinna hluta rfkisins,— og lausakaupmönnum, að verzla við landsbúa, nema í 4 vikur, þó einungis á skipi á þann hátt, að verzlun þessi má ekki fara fram í landi, hvorki í byrgjum, húsum, tjöldum nje nokkru öðru skýli. Um 15 stórlesta, eða 30 smálesta-bannið játaði nefnd sú, sem Örsted setti til að íhuga málið 1853 (Bardenfleth, Garlieb, A.N. Hansen, Odd- geir Stephensen og H. A. Clausen) að það hefði lítið að þýða, því sjaldan muni skip af þvílíkri stærð fara til íslands, enda hefði þjóðfundurinn 1851 ekki fall- izt á það, en þó tók nefndin það inn í lagaboðið ,.af því það þykir samhljóða þeirri reglu, sem leidd var í lög í Dan- mörlcu með opnu brjefi 1. sept. 1819.“ í Danmörku var þetta gjört til þess, að hlynna að innlendum vöruflutningum og innlendri verzlun par; en sömu þýð- ing getur bannið ekki haft hjerálandi, heldur öllu fremur gagnstæða verkun, því, þegar fram líða stundir, gæti vel hugsazt, að hjer þætti hagkvæmt að taka t. d. norsk 30 smálesta skip og það- an af minni á leigu til vöruflutninga hafna á milli á íslandi, og væri því rjett að breyta tjeðri ákvörðun í 3.gr. verzl- unarlaganna, að því er hún snertir vöru- flutningana hafna á milli á íslandi, þó hún megi gjarnan, ef vill, halda sjer að því, er snertir ferðir miili íslands og Danmerkur. (Sbr. fyjóðf.tið. 1851, bls. 203), Um fjögra vikna takmarkið, sem lausakaupmönnum er sett, og bannið gegn því að verzla á landi, hefir marg sinnis, bæðiáalþingi 1845, 1849 °R 1851, og í sjálfri fimm manna nefnd Örsteds verið sýnt, hversu óeðlilegt og fjarstætt það er. Einn nefndarmanna, að líkind- um forstjóri hinnar islenzku stjórnar- deildar, Oddg. Stephensen, sýndi fram á, hversu „verzlun á smáskútum er örð- ug og óþægileg, einkum fyrir þá, er úr sveitum koma í kaupstað, og þó verzl-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.