Ísafold - 06.05.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.05.1879, Blaðsíða 1
í S A F 0 L D. VI 13. Landbunaðarlögin. Lesendur „ísafoldar“ búast sjálfsagt ekki við, að eins yíirgripsmikið mál, eins og fumvörp meira hluta og minni hluta nefndarinnar, sem skipuð var með konungs úrskurði 4. nóv. 1870 til þess, að semja ný landbúnaðarlög, verði eins ýt- arlega rætt í blaðagrein, eins og skyldi. Til þess þyrfti öllu fremur heila bók, ekki styttri, en bæði frumvörpin með ástæðum samanlögð. En það vill svo vel til, að sú stefna, sem jeg tek í mál- inu, leyíir að vera fáorður. Fyrsta spurningin, sem maðurverð- ur að leggja fyrir sjálfan sig, er þessi: er þörfin til að fá ný landbúnaðarlög svo bráð, að nauðsynlega verði nú þeg- ar, að taka það sem býðst, með þeim breytingum, sem löggjafarvaldið kann að gjöra ? Vjer höfum í hjer um bil 600 ár unað við Jónsbók; ákvarðanir hennar áttu bæði í sjálfu sjer vel við hagi vora á þeim tíma, er hún var lög- tekin, og lítið hefir síðar breytzt í land- búnaði vorum, nema það eitt, sem leitt hefir af sjer nýjar og sjerstakar laga- setningar, svo sem tilsk. 15. apríl og 13. maí 1776, 22. júlí 1791, 17. og 24. apríl j833 og 20. júní 1849, opin bijef: 22. des. 1797, 19. sept. 1806, 2. apríl 1853 og 22. marz 1855, og af nýrri lögum : vegabótalögin, lög um þorskanetalagn- ir, um skipaströnd, laxveiðar og sam- þykktarlögin 14. des. 1877. — Beri nú ekki brýna nauðsyn til, að afstýra þeg- ar einhverri grómtekinni óreglu, eða hlynna sjerstaklega að einhverjum at- vinnuvegi, ellegar hafi þau nýju lög, sem bjóðast, ekki einhverjar mikilvægar rjettarbætur inni að halda, þá er varúð- arvert, að hrapa að nýjum lagasetning- um. Lög ætti hvort eð er aldrei að gefa, nema þar, sem rjettarmeðvitundin heimt- ar þau. þ>á er varla við því að búast, að alþing á 6 vikna tíma, auk margra annara starfa, geti gengið svo vel frá þessu máli, sem skyldi, nema því að eins, að áður væri vandlega búið að bræða það út um landið í blöðunum og á hjeraðsfundum, og sjer í lagi að hreppsnefndum, sýslunefndum og amts- ráðum væri gefinn kostur á, að láta álit sitt í ljósi um þau. Sumir kaflar frum- varpanna, t. d. X. kap. hjá meiri hl., XV. kap. hjá minni hl. (um afrjettir, fjallskil o.fl.) heyra beinlinis undir verk- svið hreppa- og sýslunefnda (tilskip. 4. maí 1872, 17. og 39. gr.), og eiga þær því heimting á, að íhuga þenna kafla, áður en hann er tekinn inn í lögin, enda Reykjavík, þriðjudaginn 6. maímán. hefir meiri hl. fundið tilþessa (sbr. 108. gr. hjá meiri hl.), og þó sjálfsagt ekk- ert sje því til fyrirstöðu, að ákvarðanir um þetta og því um líkt sje á rjettum tíma lögteknar, tjeðum nefndum til leið- beiningar, þá er það ekkert efamál, að fyrst verður að leita álits þeirra um það, sjerílagi þegar um nýmæli eraðræða, eins og hjer á sjer stað (sbr. ástæður meira hl. við 106. gr., bls. 73). f>á ætti, að ætlun minni, allt sem veiðiskap á sjó snertir, að ganga fyrst samþykktarveg- inn (sbr. lög 14. des. 1877), áður en það er tekið inn i þessi lög, því vel gseti svo farið, að sýslunefndir og hjeraðs- fundir væri á sumum stöðum ekki frum- vörpunum samhuga. Líkt stendur á með margar aðrar ákvarðanir í frumv., sjer í lagi IV. kap. hjá meiri hl., VI. kap. hjá minni hl., t. d. um fundarhöld í landi manns (33. gr. hjá meiri hl., 66. gr. hjá minni hl.), um húsaskjól fyrir vegfarend- ur (32. gr. hjá meiri hl., 67. gr. hjá minni hl.), um aff æja hrossum i landi manns (34. gr. hjá meiri hl., 72. gr. hjá minni hl.), um bygginganefndir (hjá meiri hl. 91.—98. og 104.—105. gr.). Allt þetta og því um líkt ætti fyrst að koma til álita hreppsnefnda, sýslunefnda og amts- ráða. Sumt í mannlegu lífi, er þess eðlis, að það gengur valdboði næst, að lögbjóða það ófyrirsynju. Engu er til spillt, þó maður kynni sjer skoðanir al- mennings á þvílíku gegn um hans rjettu svaramenn, sveitastjörnirnar, áður en það er lögskorðað. þ>aó er og aðgætandi, að nefndin, altjend minni hl., hóf störf sín, áður en tilsk. 4. maí 1872 var lög- tekin, og hefir því, ef til vill, ekki áv- allt haft sjálfsforræði sveitafjelaganna nægilega fyrir augum; en hvergi gætir þessa sjálfsforræðis eðlilegar en í land- búnaði og yfir höfuð öllu því, sem at- vinnu manna snertir. Aptur eru sumír kaflar frumvarp- anna svo almenns eðlis, að þeir gætu farið beina leið til löggjafarvaldsins, svo sem eru I.—Il.kap. hjá hvorumtveggja, VI. kap. hjá meiri hl., VII. kap. hjá minni hl., VII. kap. hjá meiri hl., IX. hjá minni hl., XII. kap. hjá meiri hl., XI. hjá minni hl., VIII. kap. hjá meiri hl., XIII., XIV. og XVI. hjá minni hl. Finnst að ætl- un minni sumt gott hjá hvorumtveggja í þessum köflum, en þá aptur sumt, sem margt má um segja. J>að er nú t. d., svo jeg byrji á upphafinu, 1. gr. hjá báðum. Meiri hl. segir : peir, sem ekki eru þegnar Danakon- ungs, mega ekki eiga fasteignir á ís- 1879. landi, — — nema þeir öðlist heimild til þess í sjerstökum lögum. En í 2. gr. (meiri hl.) segir: Nú fiytur einhver, sem fasteign á á íslandi, burt úr ríkinu, þá skal hann -------hafa fargað slíkri eign. Eptir þessu er þá rjetturinn til að eignast fasteign hjer á landi bundinn við þegnskylduna undir Danakonung og bólfestuna i rikinu, en ekki við ból- festuna á íslandi. En á hveiju stendur íslandi það, hvort sá, sem fasteignina á, býr í Danmörku (í ríkinu), eða í öðrum löndum, ef hann ekki býr hjer og notar eign sína hjer? Lesi maður ástæður meiri hlutans fyrir þessari gr. (bls. 45), er auðsjeð, að það hefir vakað fyrir honum, að bólfestan hjer á landi væri það eina rjetta skilyrði fyrir því, að mega eiga hjer fasteign, en þá hef- ir allt í einu einhver beigur, líkast til af innfæddra-rjettinum,hverft honum sjónir. J>á er minni hl. betur samhljóða sjálfum sjer. Honum farast svo orð í 1. gr.: Enginn má hjer eptir eignast nokkra fasteign á íslandi, — er eigi hefir fasta bólfestu í landinu sjálfu. Og sje hann eigi pegn Danakonungs, skal hann ennýremur hafa fengið leyfitil pess með sjerstökum lögum. Sje þessi grein borin saman við 3. gr., þá er hugsun minnihl. þessi: eng- inn, ekki einu sinni innfæddur íslend- ingur, má eigahjerfasteign, nemahann hafi hjer bólfestu. J>etta kemur ekki í bága við innfæddra-rjettinn, því ekki geta aðrir þegnar Danakonungs ætlazt til, að hafa meiri rjettindi hjer á landi, en landsins börn. Hitt er annað mál, hvort það er hyggilegt nú þegar að reisa þess konar skorður við þvi, að útlendir menn eignist hjer fasteign. Hefði reynsl- an sýnt, að útlendingar eða aðrir, sem ekki eru hjer búsettir, hafi sótzt svo eptir, að verja hjer peningum sínum í fasteignir, að landsbúar komist ekki að kaupum, þá væri rjett að reisa skorð- urnar; en sje hitt sannara, að enginn sæki hingað, nema stöku kaupmenn og námamenn, þá er viturlegra, að svo stöddu, að leggja ekki þvílíkt bann við, nema þá álíkt því skilyrði, sem Bretar kalla long lease (löng bygging). Er henni svo varið, að jeg byggi eign mína gegn vissu eptirgjaldi, eða sel hana fyr- ir til tekna upphæð í einu lagi um 99 ára tímabil; má leiguliði eða kaupandi byggja þar hús og smiðjur, og hvað, sem heiti hefir, sem aptur ganga fullri sölu og erfðum manna á meðal, en að 99 árum liðnum á jeg, eða mínir erf-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.