Ísafold


Ísafold - 13.05.1879, Qupperneq 1

Ísafold - 13.05.1879, Qupperneq 1
VI 14. 1879. í S A F 0 L D. Háttvirti herra ritstjóri! í>ó mjer líki vel greinin í „ísafold“ i2.des. f. á., að því leyti hún lýsir vel- vilja yðar til mín, og gefur mjer um leið þarflegar áminningar, verð jegsamt að biðja yður að leyfa mjer að gjöra við hana fáeinar athugasemdir. þ>að er þá fyrst, að mjer finnst það ekki nákvæmlega orðað, þar sem sagt er, að ágreiningurinn okkar á millium skilninginn á kaupmannalögunum sje sjer í lagi um það, „hverja þýðingeigi að leggja í orðið „hjerlendur11, því hvorki hefi jeg haft nje látið í ljósi nolckurn efa um að þetta orð ætti að merkja hið sama og „íslenzkura, þó mjer þættihið síðarnefnda orð eiga betur við af öðr- um ástæðum; en ágreiningurinn er um það, hvort orðið „hjerlendur11 í i. gr. frumvarpsins, eigi að eins við kaupfje- lögin (eins og þjer haldið fram), eða það eigi einnig að ná til þeirra „kaup- manna, sem búsettir eru á íslandi“ (eins og jeg hefi skilið það). Jeg hefi áður tekið fram allt það, sem minn skilning- ur á greininni er byggður á, og skal því ekki frekar þrátta um það, hvor okkar hafi hjer rjettara fyrir sjer. En nú er ekki hjer með búið, því jeg get heldur ekki verið yður samdóma um, „að kaupfjelögin verði að heita íslenzk, hvar sem kaupstjóri er búsettur, á með- an meiri hluti hlutabrjefanna eríhönd- um íslendinga, því að bólfesta fjelag- annaverði eigiákveðin með öðru móti“. ’það mun þó lengi hafa verið almenn regla, að heimili fjelaga — hvort held- ur það eru kaupfjelög eða önnur fjelög — sje ákveðið eptir því, hvar stjórn þeirra hefir búsetu, enda virðist þessi regla að vera bæði hin eðlilegasta og áreiðanlegasta. þar sem það enn frem- ur er sagt, að búsetunni fylgi rjettindi til strandsiglinga, er þetta heldur ekki sem rjettast, því bæði eptir hinni ís- lemku og dönsku löggjöf eru þessi rjett- indi eingöngu bundin við pjóðcrnið, en alls eigi við það, hvar eigandinn er bú- settur í ríkinu. það er í dag 25 ár síðan ísland fj ekk frjálsa verzlun, og þó er enn verið að tala um einokun og nýlendukjör íslendinga f verzlunarefn- um. En þó verzlunin sjeenn ekkikom- in í það horf, sem vera ætti, er hvorki stjórninni nje lögunum um það að kenna, heldur er það undir landsmönnum sjálf- um komið, og er satt bezt að segja, að þjer hafið ekki látið yðar eptir liggja að brýna það fyrir þeim. En úr þessu verður ekki bætt með þvf að innleiða nýja einokun, eins og að vissu leyti yrði Reykjavík, priðjudaginn 13. maimán. gjört, ef þeir menn, sem reka fasta verzlun á Islandi, og greiða af henni sömu skatta og skyldur eins og aðrir, yrði látnir sæta lakari kjörum en aðrir verzlunarmenn, og jafnvel sviptir at- vinnuvegi, sem þeir hingað til hafa haft, einungis fyrir þá sök, að þeir eru ekki búsettir í landinu, enda efastjeg mikið um, að landið með því móti hæni að sjer nokkurn nýtan mann, heldur mun miklu hættara við að það með því móti kunni að missa marga nytsama borgara. Hvort þeir Ólafur stiptamtmaður og Magnús konferenzráð, mundu hafa mælt fram með slíkri uppástungu1 2, þori jeg ekki að segja með vissu, þó mjer þyki það ekki liklegt, en mjer er óhætt að fullyrða, að Grímur sál. amtmaður hefði ekki lagt til með þvílíkum ójöfnuði. En hvað sem nú þessu líður, þá held jeg öllum megi vera orðið það ljóst afþví, sem fram er komið í þessu máli, að frumvarp það, sem hjer er um- talsefni, var svoleiffis úr garffi gjört, að það átti ekki að ná staðfestingu, enda er jeg sannfærður um, að hefðuð þjer sjálfur fjallað um það, hefði það orðið með öðru móti, en auðvitað er, að hver einstakur þingmaður getur ekki haft ábyrgð á því, hvernig hvert sjer- stakt lagaboð er samið, og lendir það þá á stjórninni, ef hún samþykkir þau lagaboð, sem annaðhvort eru skaðleg, ranglát, eða svo illa samin, að þau verða ekki skilin, að jeg ekki tali um, þegar þau koma í bága við sjálfa stjórnar- skrána, eins og átti sjer stað um kláða- lögin, og kom mjer það sannarlega ó- vart, þegar jeg sá, að þjer höfðuð mis- virt það við stjórnina að þeim var hafn- að. Jeg get einnig sagt það með sanni, að margir hafa álasað stjórninni fyrir að hún hafi samþykkt þau lagaboð, sem mikil missmfði hafa á verið, en enginn svo jeg viti, að Garða-prófastinum und- anteknum, fyrir það, að nokkru laga- boði hafi verið hafnað án nægra or- saka. Jeg er yður þakklátur fyrir það, að þjer viljið gjöra mig að meðhjálpara á alþingi, því jeg veit, að það er gjört í góðu skyni, en jeg er hræddur um að þjer hafið ekki gjört yður það ljóst, hvernig staða mín yrði þar. Eptir stjórnarskránni 34. gr. 1. staflið, (sbr. við 2. staflið að niðurlagi) getur enginn annar en landshöfðingi3 samiff við þingið, ') Sbr. íslands almennu bænarskrá 1795, bls. 25. Kylin „Nödværge- bls. 183—188. Ritstj. 2) Eða annar maður „í forföllum landshöfðingja11. R i t s t j. og er þetta sjálfsagt öldungis samkvæmt sjálfri stjórnarskipaninni (konstitutionelt), en þar sem svo er mælt fyrir í sömu grein, „að stjórnin geti veitt öðrum manni umboð til að vera á þingi við hlið lands- höfðingja, ogláta þvíítje skýrslurþær, sem virðast hauðsynlegar“, þá er ákvörð- un þessimjög einstaklegs eðlis, og sem stendur, að kalla má, dauður bókstafur, þar sem hún lýtur að því, að, einkum þegar fram líða stundir, kunni að koma fyrir svo sjerstakleg málefni, að það þurfi að láta mann, sem hefir sjerlega kunnáttu í einhverri list eða íþrótt, t. a. m. í smíðvjelafræði, tilbúningi áfrjetta- fleygi, eða öðrum sjaldgæfum mannvirkj- um, vera til staðar á þinginu, til þess að leiðbeina því í skilningi á þessum eða því um líkum vandamálum, en jeg er enginn slikur listamaður, eins og þjer vitið, enda hafa slík mál ekki hingað til komið fyrir þingið. En ef það, „að leiðbeina þinginu fyrirframk, er svo að skilja, að það eigi að lesa „Lektiur11 með þingmönnum á morgnana, áður en þeir fara upp í salinn, þá sýnist mjer næst að landshöfðingjaritarinn takist þann starfa á hendur, þó jeg reyndar haldi, að það sje hreinn óþarfi og að flestir af þingmönnum sjeu upp úr því vaxnir. Að öðru leyti er jeg yður öld- ungis samdóma um, að ekki mundi hafa af því veitt, þó landshöfðingi hefði í lögunum fengið heimild til að nota að- stoðarmann eins og áður var, því þó landshöfðinginn, sem nú er, þurfi máske ekki þeirrar aðstoðar með, þá er ekki sagt að slíkur maður fáist aptur, þegar hans missir við, en, eins og áður er á vikið, þótti slílct fyrirkomulag ekki leng- ur við eiga, eptir að þingið hafði fengið löggjafarvald. Kaupmannahöfn, 15. apr. 1879. Yðar skuldbundinn vin Oddg. Stephcnscn. * * * þ>etta málefni hefir nú verið svo ýtarlega rætt í „ísafold“ á marga vegu, að það væri málalenging, að fara um það fleiri orðum að svo stöddu. IJað mun gefast færi á því síðar. Höf., sem eflaust vill fósturjörðu sinni vel, getur ekki að því gjört, að hann er sjálfur búsettur í ríkinu, en ekki 1 land- inu, og hlýtur það að hafa nokkur á- hrif á skoðanir hans. En þar fyrir má hann, eptir stöðu sinni, manna sízt gleyma því, að eptir stöðulögunum 2. jan. 1871, 3. gr., er íslenzka verzlanin

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.