Ísafold - 13.05.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.05.1879, Blaðsíða 4
5G orðið mannskaðar á sjó, og er verið að safna gjöfum í Danmörku handa eklcj- um og börnum hinna drukknuðu. — Á þessari síðastliðnu vertið hafa hlutir orðið fremur lágir við Faxa- flóa; munu hæstir hlutir vera um 300 af netaþorski; á Suðurnesjum og í Höfnum hefir aptur aflazt vel; hafa sumir þar fengið yfir iooo til hlut- ar. — fessa dagana er nokkur afli hjer á Sviði af þorski, stútungi og ýsu. — Nýdánir eru í Reykjavik Einar Jafetsson, verzlunarstjóri við Thomsens verzlun, og He\gi Jónsson snikkari.—Á Álptanesi er ognýdáinn Björn Bjarnar- son, bóndi á Breiðabólstöðum. Hitt og þetta. I siðastliðnum marzmánuði tók lögreglustjórn Kaupmannahafnar sig til, að rannsaka verzlunarvog- irnar og maalikeröld hj á verzlunarmönnum, og möng- urum á Friðriksbergi (forstað Kaupmannahafnar að vestanverðu), og fundust missmíði á vogum og mæli- keröldumhjá 52 verzlunarmönnum. Afþeim slapp helmingurinn (26) með, að leggjasjer til nýjarvog- ir, og láta gjöra að þeim gömlu, en 26 voru sekt- aðir um 2—100 kr. hver. Svona er það haft, þar sem nokkurt eptirlit er af hálfu umboðsstjórnarinn- ar. íslenzku lögin um vog og mæli eru tilsk, 18. júni 1784, og 1. des. 1865. — í „Norðanfara11 12, 13 og 14 er aðsend grein eptir einhvern „Kára“ (með Björn á baki?); sem hefir þá tvo höfuðlærdóma inni að halda: 1., að það sje „ljótt“ að hrósa ráðsmennsku annara á fá- tækragjöfum meira en biskupsins, og 2., að verzl- nn Consúl Smiths sje einhver hin „gegnasta11 i Rvik. Xil þess þessi kenning geti útbreiðzt sem víðast um landið, væri óskaráð, að koma aðsendum grein- um sama efnis inn i „Skuld“, „Norðling11 og „Andvara11. Fátæklingunum mun vera það á við 20°/o af gjöfunum. — „Fjóðólfur1 segir í 11. tölubl., að Dr. Jón porkelsson sje sá fyrsti íslendingur, sem verið hafi fjelagi hins danska visindafjelags. Finnur Magnússon var fjelagi þess, og Konráð háskóla- kennari Gislason hefir verið það i margt ár. Merkur kaupandi blaðsins hefir beðið oss, að taka i það eptirmæli þau, er hjer fara á eptir, og vildum vjer ekki synja honum um það. t 0 (1 d u r K r i s t ó f e r s s 0 n frá Stóra-Fjalli. Nú ert þú horfinn hjeðan kæri Oddur og hvílir vært á unnar svölum beð, en ó það sár, er bana- risti -broddur, er byrðing þínum hvolfdi stormviðreð. Söknuður býr nú sár í vina hjörtum, því sannarlega barst þú dyggð og hrós, oglífþitt áfram leið með geisla björtum líkt og vordags blíðu sólarljós. Nú ert þú sæll í sóla- dýrum -heimi og svifinn yfir lífsins ólgusjó, nú ert þú liðinn lífs úr öfugstreymi og lifir sæll í himins dýrðar ró, nú brotn’ eifleiri boðarlífs að stöfnum, þú bergir nú ei framar dauðans skál, því lentur ert þú ljóss- í sælu -höfnum, og ljóssins faðir geymir þína sál. En þið, sem syrgið soninn elskulega, sóma og dyggðum búin merkishjón, ykkar lini sorg og sáran trega sjálfur Guð á dýrðar- hæstum -trón, hann leiði ykkur lífs um æginn kalda, lukku með og gleði hverja stimd, og þegar síðast fellur feigðar alda, hann flytji ykkur Ijóss á dýrðar grund. jfónas Guðmundsson frá Olvaldsstöðum. Auglýsingar. Kaupendur ogútsölumenn blaðsins Skuldar, sunnan- og vestanlands, mega borga andvirði blaðsins til amtsskrifara Páls Jóhannessonar í Reykjavík. Hjá mjer undirskrifuðum fæst alls konar gull- og silfursmíði, bæði innlent og útlent, mjög vandað og svo ódýrt, sem unnt er að fá. þeir, sem kaupa fyrir 10 kr. eða meira, fá 6%. Rvík, 12/5 1879. Ólafur Sveinsson, gullsmiður. „FLENSBORG AVIS“, sem kemur út frá byrjun aprílm. þ. á., er hið syðsta blað, sem út er gefið á dönsku, og tekur þess vegna á móti öllum útlendum frjettum ogkemurþeim mjög jijótt út. það kemur út hvern rúmhelgan dag svo snemma, að það verður sent samdægurs af stað. Með því verður kaupendum þess einnig sent „Nordslesvigsk Sendagsblad11, er út er gefið af Chr. F. Monrad og A. C. C. Holdt, sem viðaukablað án sjerstakrar borgunar. J>ar eð það frá i.jan. hefur fengið nýja samvinnumenn, stendurþað bæði betur að vígi með, að fullnægja þörfum Suðurjóta, og segja nýjustu frjettir miklu greinilegar. Jafnframt því, er öll blöð ættu að stuðla til, setur „Fl. Av.“ sjer fyrir mark og mið, að reyna til að vernda og viðhalda hinu danska þjóðerni á Suður-Jótlandi. Jafnframt og vjer snúum oss til vina vorra í Danmörku með áskorun til að gjörastkaupendur aðblaðivoru, minnumst vjer þess, að það hefur ýmsar þrautir við að stríða, þar eð nálægustu hjeruð eru hin syðstu, sem dönsk tunga er töl- uð í, og þó mjög blönduð útlendum orðum. „Flensborg Avis“ kostar 2 kr. 67 aura fjórðungur árs. Póstgjald er með reiknað. Skrifa má sig fyrir blaðinu á öll- um pósthúsum Danmerkur. Ritstjórn „Flensborg Avis’s“. * * * Vjer leyfum oss, að mæla sem bezt með þessu fyrirtæki. Ritstj. Næstl. haust vantaði mig af fjalli brúnskjótt mertryppi tveggja vetra, með marki: blaðstýft fr. h., heilrifað v. Hver sem kynni að hafa orðið þess var, bið jeg að gjöra mjer aðvart þar um. Kvennabrekku í Miðdölura, 9. apríl 1879. jóhannes forleifsson. I haust er leið, var mjer afhent úr rekstri gimbrarlamb, með marki: sneitt a. h., sneiðrifað a. v.; en þar eð rekstrar- maðurinn, sem afhentimjerlambið, ekki gat sagt mjer frá hverjum lambið var sent, njejeggetað spurt uppi frá hverj- um það er, þágetur eigandinn (sem að líkindum á heima í Rangárvallas.) vitj- að andvirðisins til mín, að frá dregnum kostnaði fyrir þessa auglýsing. pórustöðum á Vatnsleysuströnd, 10. marz 1879. Eyólfur Jónsson. Jeg undirskrifaður finn mjer skylt, að votta opinberlega þakklæti mitt þeim mönnum, sem í mínum bágbornu heilsu- leysis kringumstæðum, hafa orðið til, að ijetta mjer öfluga hjálparhönd, með því að gangast fyrir samskotum í Reykja- vík til meðalakaupa við sjúkdómi mín- um og dóttur minnar, þar eð gefins með- alastyrkur er úr lögum numinn, og með því, að leiðbeina mjer, hvemig meðulin yrðu meðhöndluð með sem beztumnot- um. Til þessa nefni jeg fyrst og fremst hinn góðfræga höfðingja Dr. Jón Hjalta- lín í Reykjavík, sem ekki einungis hvatti til samskota þessara og skrifaði sig fyrir nokkru tillagi, heldur og með sjerstakri alúð og samvizkusemi, sem honum mun vera mjög eiginleg, lagði sig til á sem beztan hátt, að láta meðulunum fylgja nákvæma ráðlegging um brúkun þeirra, án þess að taka nokkurt endurgjald fyrir. —Hinn annar, sem jeg nefni hjer til, er presturinn á Staðarhrauni,síra Jónas Guð- mundsson, sem sjálfur samdi samskota- brjefið, og skriíaði sig undir það einn- ig með nokkru tillagi frá sjer. — Báð- um þessum valinkunnu höfðingjum, •— sem og mínum ástúðlega vini og vel- unnara Bjarna Dagssyni í Reykjavík, er ávallt hefur reynzt mjer með sóma, og nú seinast haft mikið ómak fyrir því, að taka að sjer samskotabrjefið, fram- visað því, annast um samskotin og flutn- ing á meðulunum hingað vestur, án nokk- urs endurgjalds, — og þar næst hinum öðrum eðallunduðu mannvinum þar syðra, sem tóku svo vel undir áskorun brjefs- ins, að samskotin urðu nærfellt 36 krón- ur, votta jeg hjer með mitt alúðarfyllsta þakklæti, um leið og jeg læt þess get- ið, að þótt jeg hjer ekki greini þá alla með nafni, þáerjegþess fullvissari um, að nÖfnumþeirra ekkiverði gleymt hjá honum, sem ekkert gott verk lætur ó- launað. Fróðá, 25. marz 1879. Sigurður Sigurðsson. Ritstjóri: Grímui’ Thomsen, doctor pliil. Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.