Ísafold - 05.06.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.06.1879, Blaðsíða 2
68 leiðis eiga sumir þessara sjóða gömul skuldabrjef, sem ekki gjaldast af í vöxtu nema 3 og 31/2°/0. þessum skuldabrjef- um ætti, samkv. auglýsingu landshöfð- ingja frá 18. mai 1876 (Stj.tíð. 1876, B, bls. 55), að koma í skuldabrjef upp á 4%. Aðrir sjóðir, sem jeg til veit, án þess jeg þekki skýra reikninga fyrir þeim, eru þessir: 1. Samskotasjóður Jóns Eiríkssonar handa prestum á íslandi. Reikningur- inn fyrir þessum sjóði mun vera hald- inn i Kaupmannahöfn, og sjest af Stj.- tiðindum 1878, B, bls. 142, að vöxtum af honum hefir 1878 verið úthlutað prest- um nyrðra með alls: 536 kr., sem svar- ar þvi, að innstæðan nú sje orðin 13,400 kr. Sjóður þessi er þannig undir kom- inn, að Jón konferenzráð Eiriksson og Tidemann biskup í Norvegi komu sam- skotum á gang, fyrst i Norvegi og síð- ar i Danmörku; var Jóni Eirikssyni sent mest af gjöfunum, en Finni biskupi nokkuð. Jón Eiríksson gaf skýrslu um gjafirnar í tímaritinu danska Minerva 1786, bls. 497—504 („en stor og goð Handting i Danmark og Norge i vore Tider“). J>eir Magnús Stephensen í Eptirmælum 18. aldar, (bls. 552) og Dr. Pjetur í kirkjusögu sinni (bls. 316) skilja skýrsluna svo, sem gjafafjeð hafi þá numið 4586 rd. eða 9172 kr. Vöxtun- um hefir hingað til verið úthlutað með- al presta í hinu forna Hólastipti ein- göngu, en, þegar þess er gætt, að sum- ar gjafimar (t. d. allt, sem gafst úr Sjá- landsstipti) voru sendar Finni biskupi í Skálholti, virðast raunar fátæk brauð, hvar á íslandi sem er, vera jafnt að þessu fje komin. /þennan sjóð virðist mjer eðlilegra væri að flytja hingað inn undir stjóm landshöfðingja og biskups. Auk Hólamötunnar til brauða í Skagafirði, ogþeirra 637 kr. 50 a., sem lengi voru goldnar úr ríkissjóði til fá- tækustu brauða, samkv. konungs úrsk. 12. maí 1752, á að vera til 2. Kollektusjóður handa Hólabisk- upsstóli og skóla, sem safnað var í öll- um kaupstöðum í Danmörku og Nor- vegi, eptir kgsúrsk. 18. marz 1757. M. Stephensen heldur (í Eptirm. i8.aldar, bls. 546), að það hafi verið leifar af þessum sjóði, sem 1783 voru afhentar biskupi Balle, og þá numu 1800 kr., en uxu hjá honum, og voru í árslok 1806 orðnar 3890 kr. í skýrslu sinni um sjóði opinberra stofnana (1802 og 1807) kallar Balle þennan sjóð : de islandske Penge. Mun þetta vera sami sjóðurinn, sem kansellíið í brjefi til Balles 16. sept. 1797 skipar honum að safna, þangaðtil vextirnir sjeu orðnir 200 krónur (sbr. P. Pjetursson, Hist. eccl., bls. 315, athgr.). Um sjóð þennan veitjeg ekkert frekar nema það, að stiptamtmaður, biskupar og amtmenn á íslandi ráðlögðu kanselli- inu 1797 að verja honum til lærdóms- framfara í landinu (Eptirm. i8.aldar,bls. 546), leyfi mjer því, að leiða athygli landshöfðingja og sjer i lagi biskups, sem áður er sjóðnum kunnugur, að hon- um, svo það verði ljóst, hvar hann er niður kominn, hvort honum hefir verið steypt saman við samskotasjóð Jóns Ei- ríkssonar eða einhvern annan sjóð, eða hvað honum líður, því ekki getur hann verið fólginn í neinni af þeim upphæð- um, sem finnast í fjárlaganna 13. gr., A. b., þar hann er sjerstök gjöf til Guðs pakka. 3. Gjöf Hansens konferenzráðs, sam- þykkt með kgsúrsk. 7. apríl 1802. Hún nemur 12000 kr., og eru vextimir ætl- aðir til „verðlauna fyrir nytsöm fyrir- tæki“, o. s. frv. á Færeyjum, Finnmörk, íslandi og Grænlandi. Vöxtunum, 480 kr. á ári hveiju, á hið kgl. danska bú- stjórnarfjel. að úthluta. Sje þeim ekki varið til verðlauna, þá eiga þær að ganga til skóla eða presta á íslandi, sem litl- ar tekjur hafa. J>essi sjóður er, eins og menn sjá, ekki eign íslands, nema að tiltölu. Um hann ættu þeir landshöfð- ingi og biskup að ná einhverju sam- komulagi við bústjórnarfjelagið danska, því ekki er mjer kunnugt um, að ísland hingað til hafi notið góðs af honum. Framvegis væri fróðlegt og jafnvel nauðsynlegt, að fá opinberlega skýrsl- ur um: 4. Bókasöfn landsins, þeirra fjárhag og ástand, svo sem stiptsbókasafnið, bókasafn vesturamtsins, norðuramtsins og Barðastrandarsýslu. Sömuleiðis um 5. Flateyjar framfara stofnun. 6. Djáknapeningana frá Möðruvallakl. 7. Sjóð uppgjafarpresta í Hólastipti. 8. Sjóð uppgjafarpr. í Skálholtsstipti. 9. Eyjafjallasjóðinn frá 1822. 10. Fiskimannasjóðinn. 11. Styrktarsjóð Neshrepps. 12. Gróustaðasjóðinn. 13. Fjarðarhornssjóðinn. (Gjöf Eiríks Olafssonar í Strandasýslu ?) 14. Gjöf Ólafs stiptamtmanns til Vind- hælishrepps (jarðirnar: Mársstaði, eptir nýja matinu i^hundr., Hof með Kötlu- stöðum 30 h., Marðargnúp 35 h. og Gilá 10 h., allar með 20 kúgildum. Sýslum. og prófastur í Húnavatnssýslu ráðstafa þessum sjóði, og munu því færastir um að gjöra skilagrein fyrir honum. (Sbr. „Norðanfara“ 18. ár, 13—14). 15. Hafnsögumannasjóð Reykjavíkur. 16. Hafnsögumannasjóð Hafnarfjarðar. 17. Sæluhússjóðinn í Fóelluvötnum. (Stofn. af Jóni sál. hreppstj.áElliðavatni). 18. Sæluhússjóðinn á Kolviðarhól. Fyr- ir honum hafa áður verið birtar skilagr. 19. Fje það, sem tukthúsið gamla átti að eiga í sjóði, þegar það var lagt niður. 20. Sjóð, sem til á að vera i Eyjafirði frá því einhvern tima á 18. öld, og ætl- aður var til að koma þar upp klæða- verksmiðju. Og loks 21. Thorsteinsons gjafastofnun. sem lengi hafði smíðabúð í Kaup- mannahöfn á horninu á Kronprinds- ens- og Kaupmakaragötu, dugleg- ur maður i sinni stjett, en mjög ein- kennilegur. 3. Brynjólfur, dómkirkjuprestur í Rvik, seinnaíHolti undir Eyjafjöllum, síð- ast á Útskálum, faðir síra Sigurðar á sama stað. 4. Ámi, einn af nefndarmönnum í jarða- verðleggingarnefndinni 1800, átti þrjár dætur og einn son. Ættfræðin er nauðsynlegur fróð- leikur, sem stendur í sambandi við sagnafræðina, og má þvi ekki leggj- ast niður; en til þess að þeirri fræði verði áfram haldið, er brýn nauðsyn til að þeir menn sjeu styrktir, sem af lyst og löngun hafa gefið sig alla við þeirri iðn; er einn þvílíkur maður nú hjer á Suðurnesjum. Jeg læt hjer fylgja ættlið einn, til fróðleiks, frá Sigurði lögmanni Jónssyni með æfiágripi hans, sem að því leyti má merkilegt þykja, að jeg hefi ritað það eptir lausu blaði, sem einhvers stað- ar hefir verið vel geymt, frá því það var lesið upp við jarðarför hans 1677. Sigurður Lögmaður J ó n s s o n var fæddur 1618 á Einarsnesi, af for- eldrum Jóni Sigurðssyni eldra, sýslu- manni í Mýrasýslu, og Ragnheiði Hann- esdóttur. Lærði fyrst skólalærdóm hjá síra Jóni Böðvarssyni, prófasti á Reyk- holti, og síðan í Skálholtsskóla, hvaðan hann dimitteraðist. Var síðan 5 ár skrifari og þjenari Gísla biskups Odds- sonar í Skálholti. Ár 1641 varð hann sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Árið 1645 giptist hann Kristínu Jónsdóttur frá Hítardal, og átti með henni 5 börn, hvar af eitt deyði ungt. 1648 varð hann sýslumaður eptir föður sinn í þverár- þingi fyrir vestan Hvítá, og nokkur ár þar eptir í öllu þverárþingi, fyrir sunn- an og vestan Hvítá, til 1663, þá hann varð lögmaður sunnan og austan eptir Árna Oddsson. J>jenti því embættií 14 ár; deyði 1677, 4. marz, á sunnudagsmorg- un fyrir sólaruppkomu á Hvítárvöll- um, hvar hann bjó; á 59. aldursári, hjónabands 32, lögmanns 14. — Lá 8 daga. J>eirra bein hvíla að kórbaki að Borgarkirkju á Mýrum. Börn: Jón eldri á Reynistað, drukknaði 1678. Ragnheiður, sem giptist Sigurði lög- manni Björnssyni. Guðmundur á Álptanesi á Mýrum, tengdafaðir Magnúsar amtm. Gísla- sonar og Jón yngri SigurÓ'sson, bjó á Einarsnesi, varð sýslumaður í Mýrasýslu 1676, og einnig í Borgarfjarðarsýslu 1678, og aðstoðaði sonur hans föður sinn með þessa sýslu, unz hann sleppti henni við hann og hún var honum veitt 1704. Jón hjelt Mýrasýslu til dauðadags 1718, og varð þá systursonur hans, Sigurður yngri Sigurðsson, sýslumað- ur eptir hann, -j* 1730. Kona Jóns var Ragnheiður, dóttir Torfa prófasts á Gaulverjabæ, systir |>óru, konu Einars prófasts á Görðum. þeirra sonur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.