Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 1
ÍSAFOLO VI 16. Reykjavik, þriðjudaginn 10. júnímán. 1879. Rí uáðherra fslands hefir í brjefi, dags. io. des. 1878 (Stj.tíð. 1879, B. bls. 51 —54) tilkynnt landshöfðingja, að álykt- un alþingis um undirbúning undir að leggja niður amtmanna-embættin „ekki sje þess umkomin, að verða tekin til greina". Ástæður ráðherrans eru sjer í lagi og í stuttu máli þessar: 1. að sameining umboðsvaldsins á ein- um stað (centralisering) sje „óheppi- leg i viðlendu landi með svo ófull- komnum samgöngum, sem eru á ís- landi". 2. að, „þegar eitthvað óvenjulegt kem- ur fyrir, t. d. ef náttúruviðburðir, landfarsótt, hungur og harðrjetti og annað því um likt að ber, sje áríð- andi, að til sje einhver æðri em- bættismaður, sem geti skipt sjer af slíku, án þess að bíða eptir skipun til þess frá landsh.", og að eptirlit með embættisrekstri sýslumanna mundi verða enn þá meiri vandkvæð- um bundið, en nú, þegar það ein- göngu cetti að koma frá Reykjavík. 3. að þá hlytu amtsráðin aptur að hverfa, og yrði þá að stofna eina yfirsveitastjórn yfir allt land. 4. að amtmaðurinn yfir suður- og vest- uramtinu sje annar liður stiptsyfir- valdanna, og sje því ótiltækilegt, bæði að fá landsh. þau störf amt- mannsins í hendur ásamt biskupi, og að fela þau biskupinum einum; sje það síðara „einkanlega óheppi- legt með tilliti til umráðanna yfir kirkjueignum". peir sem þekkja til þess, hvemig amtmanna-embættin eru frá fyrstu til orðin hjer á landi, vita, að þegar hirð- stjórar og höfuðsmenn á ofanverðri 17. öld hættu að hafa hjer aðsetur, og um leið tóku stiptamtsmannsnafnið, sem þd þótti veglegra, fengu þeir sjer fasta fullmektuga, sem með ábyrgð fyrir stipt- amtmanni og hans vegna gegndu störf- um hans. Höfuðsmennirnir höfðu hjer reyndar áður skrifara, fógeta eða full- mektuga, þegar þeir fóru sjálfir utan, en það var sjaldan nema um stundar- sakir, enda voru þessir menn ekki skip- aðir af konungi. Sá fyrsti stiptamt- maður landsins, sem aldrei kom hjer, Chr. Ulrich Gúldenlöwe (skipaður 1684), kom þvi til leiðar, að hjer var af kon- ungisettur einn amtmaður yfiralltland (Chr. Muller), en, sem þar fyrir ekki var annað en fullmektugur stiptamt- manns f umboðsstörfum, opinberum mál- um o. íi., skrifaðist á við hann einan um málefni landsins, og var honum í öllu háður. Giildenlöwe hafði auk hans annan fullmektugan, sömuleiðis skipað- an af konungi (Odd lögmann Sigurðs- son), en sem hafði annað verksvið, sem sje fskals-váld til að ákæra og afsetja rjettarins þjóna o. fl. (Arnesen, Isl. Rettergang, 522—523). J?ar á mótivar landfógetinn sjálfstæður undir kammer- collegio, þegar hann var ekki fullmekt- ugur landsforpaktaranna, eins og t. d. þeir Jens Jörgensen og Páll Beyer (1693—1716). Við þetta stóð frá 1684 til 1770, eða því nær hundrað ár, um alla tíð þeirra stiptamtmanna Gúlden- löwes, Rabens, Giildencrones, Ochsens, Rantzaus og Pröcks, sem allir dvöldu erlendis, og höfðu hjer amtmenn fyrir fullmektugan. En þegar Thodal varð hjer stiptamtmaður og flutti hingað sjálfur 17 70, voru tvö amtmanna-embætti stofhuð, sem sje suður- og vesturamtið, sem Thodal hjelt ásamt stiptamtmanns- embættinu, og norður- og austuramtið handa Ólafi Stephánssyni, sem verið hafði einn amtmaður áður yfir allt land frá 1752. Jpetta fyrirkomulag hjelzt til 1783, þegar Stefán Jpórarinsson varð amtmaður norðan og austan. J>á var vesturamtið, sömuleiðis Ólafs vegna, að- skilið frá suðuramtinu og veitt Ólafi, og sfðan f þvf nær 100 ár amt sjer, þangað til um sama leyti, sem lands- höfðingjadæmið var stofnað (1872). Fyrir öllum þessum breytingum munu í hvort sinn hafa verið eins gild rök, eins og þau, sem ráðherrabrjefið frá 10. des. f. á. tilfærir fyrir því, að halda amtmanna-embættunum við líði. En saga þeirra sýnir tvennt: að bæði hefir stundum mátt una við einn amt- mann yfir allt land, og að stundum hafa þrír ekki þótt of margir. |>ess kon- ar breytingar eru alloptast af persónu- legum rótum runnar, þó almenn rök sje leidd að nytsemi þess og hins fyrir- komulags. Enginn amtmaður hefði ver- ið skipaður hjer 1684, hefði Gúlden- löwe nennt að sitja bjer á landi; amt- mannsembættin hefði ekki orðið tvö 1770, hefði ekki þurft að sjá fyrir O- lafi Stephánssyni, ekki þrjú 1783, hefði ekki sami Ólafur verið ; og suður- og vesturamtinu he'fði ekki verið steypt saman í eitt 1872, hefði Hilmar Finsen ekki þóttst þurfa að vera "heiðum hærri" með sem flesta embættismenn undir sjer og handarjaðrinum í Reykjavík, og hefði hinn nýji landsh. ekki þóttst vaxinn upp úr því, að veita suðuramtinu jafnframt forstöðu. pá mundi stjórnarráðið ís- lenzka ekki eptir því, að „eptirlit með embættisrekstri sýslumanna myndi ekki batna við það að koma eingöngu úr Rvík". pað mældi þá ekki vegalengd- ina, og mat ekki samgöngurnar milli eystra Horns og Hornstranda; þvf hug- kvæmdist þá ekki, að „sameining um- boðsvaldsins á einum stað (centralisering) er óheppileg í víðlendu landi, með ó- fullkomnum samgöngum"; það fjekkst þá ekki um, „hversu áríðandi það er ef eitthvað óvenjulegt fyrirfellur f Lóni eða Aðalvfk, landfarsótt, hungur, harð- rjetti, (fjárkláði) o. fl., að til sje æðri embættismaður á staðnum eða f nánd við hann, sem ekki þarf að bíða eptir skipun frá landsh." pá var ekki hugs- að um annað en, að gjöra landshöfð- ingjadæmið sem veglegast. Stjórnar- ráðið virðist nú ekki muna eptir lands- höfðingjaritaranum, sem er ósporlatur maður og ætíð til taks, þegar mikið liggur við, og líka sem fæddur og í heiminn borinn til að eiga við öll óvenju- leg og ófyrirsjáanleg tilfelli. Hann varð þó til með landshöfðingjadæminu og samsteypu suður- og vesturamtsins. Áð- ur en fjárhagur landsins var aðskilinn frá fjárhag ríkisins, var horft f skild- inginn; þá var ekki embættum fjölgað, og laun ekki hækkuð að ófyrirsynju. Nú hefir sparnaðurinn ekki eins góð fyrirheit, og þó stjórnarráðið vilji ekki fækka embættum, mun ekkert því til fyrirstöðu af þess hálfu, að amtmenn- irnir yrðu fjórir, til þess að dreifa um- boðsvaldinu, eða decentralisera; enda bendir röksemdaleiðsla ráðherrans að því, að minna muni varla duga, efept- irlitið á ekki eingöngu að koma frá Rvík, bæði með sýslumönnum, viðburð- um náttúrunnar og sveitamálefnum. Jpar sem ráðherrabrjefið telur upp ýms mál, sem amtmenn nú geti leitt til lykta, þá er þetta, eins og sjá má á erindisbrjefi landsh. 22. febr, 1875, ofhermt, um allt nema leyfisbrjefin ein, en það munar minnstu, hvort þau fást öll eður að eins sum, eins og nú á sjer stað, hjá landsh. Skipstranda- og fjárkláðamál eru engan veginn á síðasta stigi á valdi amtmanna, og sama mun mega segja um heilbrigð- is-, fangelsis- og þjóðjarðamál, eflands- höfð. annars vill í þau skerast. Hon- um er sjálfsagt heimilt, ef honum svo líkar, að láta staðar nema við úrskurð amtmanns; en það er allt annað mál. pað er þvf næst örðugt að skilja, vegna hvers amtmennirnir nauðsynlega þurfa að vera formenn amtsráðanna Allt kemur þó að siðustu til kasta lands-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.