Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 2
62 höfð. (tilsk. 4. maí 1872, 54. 56.—58. gr. o. fl.), og má það mikið vera, ef ekki finnst í hverju umdæmi maður, sem stjórnað gæti umræðum amtsráðs- ins einu sinni eða tvisvar á ári, og haft forráð jafnaðarsjóðanna á hendi, efekki þykir með tímanum hentara, að gjöra úr þeim sýslusjóffi, — sýslumennirnir heimta hvort eð er jafnaðarsjóðsgjaldið saman, og fyrir sýslurnar er því bein- línis eða óbeinlínis varið. það er hvorki neitt vandaverk i sjálfu sjer, nje þarf að koma í bága við neinar stjórnar- reglur. Meining landshöfð., að amts- ráðin verði að hverfa með amtmönnun- um, hefir lítið við að styðjast, nema hrein og bein formspursmál, sem hægt er að laga í hendi sjer með góðum vilja. Ekkert er einfaldara, en að láta ráðið sjálft kjósa sjer formann; sje hann ekki nægilega lögfróður, þá er landsh. til taks, sem „grípur fram fyrir hend- urnar á ráðinu, ef það samþykkir ólög- legar ályktanir“, enda er engum manni með almennu bóndaviti vorkunn, að glöggva sig á þeim lagagreinum, sem hann þarf að þekkja til þess að hrapa ekki að ólögmætum ráðstöfunum. Ekki er það heldur neinn galdur, að vita hver útgjöld af jafnaðarsjóði eru lög- boðin, og til hvers jafnaðarsjóðimir eru ætlaðir. Onnur útgjöld eru komin und- ir frjálsri ályktun ráðanna, og þarf ekki að kenna þeim neitt í þvi efni. Með litlum breytingum á sveitarstjómarlög- unum má sigla fyrir þessi annes, því hvernig „landsstjórnin yrði útilokuð frá allri tilhlutun um afgreiðslu sveitamála“, ef amtmaður er ekki í amtsráðinu, fá- um vjer ekki skilið. Höfuðliðurinn í sveitastjórnunum verða sýslunefndirnar, — og þar hefir stjórnin sína svaramenn, sýslumennina, — sjer í lagi ef sýslu- sjóðir kæmi með tímanum í stað amts- jafnaðarsjóða. þau útgjöld, sem nú hvíla á amts-jafnaðarsjóðunum, virðast allt eins geta gengið í gegnum hendur sýslumanna, eins og amtmanna. Hvað er því til fyrirstöðu, að gjöld til heil- brigðismálefna, kennslu heyrnar- og málleysingja, sáttamálefna, endurgjöld á lánum, kostnaður við amtsráðið og því um líkt, sje að tiltölu greidd af sýslunum ? Allt þetta má laga með góð- um vilja. Amtsráðin geta vel ákveðið jafnaðarsjóðsgjald, þó sýslumenn bæði innheimti það og borgi það út. f>au á- kveða að eins að rjettri tiltölu, hvað hver sýsla leggur til og hvernig því, lögum samkvæmt, er varið beinlínis eða óbeinlínis fyrir sýslurnar sjálfar. En hvað á að segja um fjórðu á- stæðu ráðgjafans? eins og stiptsyfir- völdin fyrst og fremst sjeu ómissandi meðan landshöfðingjadæmið er til, og eins og biskupinn sje ekki einnsaman nægilegt stiptsyfirvald, ef nafnið þarf að haldast. Er biskupinn ekki einn síns liðs fær um að hafa á hendi þá undir- stjórn á kirkju- og kennslumálefnum, sem hann nú hefir í samfjelagi við amí- manninn í suður- og vesturamtinu ? Voru ekki biskupar landsins fyrrmeir einmitt stjórnendur kirkju- og skóla- mála, og er ekki landsh. við með sina yfirstjórn? Og hvernig getur ráðherr- ann sagt, að það sje „óheppilegf' að biskup hafi umráð með kirkjueignum ? það er, að vorri ætlun, það eina eðli- lega og heþþilega; ekki er að óttast að neinn biskup vanræki hag kirkju- eignanna, en haldi hann taum þeirra um skör fram, þá er landsh. á næstu grösum, til að skakka leikinn. Oss virðist fyrsta ástæða ráðherr- ans bezt, hin síðasta ljettvægust. Erá sjónarmiði landsins, frá almennu sjón- armiði, er annaðhvort að hafa fjóra amt- menn, búsetta sinn í hvoru umdæmi, eða engan. Tveir eru of fáir til að decentralisera, en of margir til prýðis. Landshöfðingjadæmið með ritaranum var, að alþingi fornspurðu, gjört land- inu svo dýrt, að stjórnin ætti ekki að meina þinginu að spara á annan bóg, þar sem þessu má við koma, án þess að veikja umboðsvaldið í neinu veru- legu. Landshöfdingjadæmið er i sjálfu sjer sú sameining umboðsvaldsins á ein- um stað, sem ekkert dreifist fyrir það, þó tveir amtmenn sjeu í landinu og annar þeirra þar á ofan búsettur í Rvík. En land og þing eiga ekki að gjalda þess, að stjórnin vill slengja saman og centralisera annað árið (1872), en dreifa og decentralisera hitt (1879). — Út af því, sem stendur í síðasta blaði „Heilbrigðistíðindanna-1, hefir oss verið send þessi skýrsla: í Heilbrigðistíðindum nr. 4, aprílm. 1879, er skorað á presta í Kjalarness- þingi um, að þeir hið allra bráðasta skýri frá, hve margir hafi dáið af lungnabólgu í sóknum þeirra síðan um nýár, á hvaða aldri, og hverjir þeirra hafi haft hina reglubundnu læknishjálp. í sama blaði tíðindanna er þess og getið (tvisvar), að herra landlæknirinn hafi 2. apríl fengið brjef frá mjer, og segi þar, að í Kálfa- tjarnarsókn einni hafi á 12 dögum dá- ið 9 menn úr sótt þessari. Aðalefni nefnds brjefs míns var það, að jeg óskaði þess, að herra landlækn- inum mætti þóknast að senda mjer hið fyrsta leiðbeining um þær tilraunir, er gjörandi væri til að verjast veiki þess- ari og til þess með húsmeðulum að veita hjálp hinum veiku þangað til náð yrði til læknis. Hef jeg, eins og herraland- læknirinn veit, jafnan síðan jeg kom hingað til prestakallsins haft þá reglu, þegar þar hefir gengið óvenjulegur manndauði, að skrifa honum það og leita hinna góðu ráða hans til þess að auglýsa þau síðan um sóknirnar. f þetta sinn brást hann mjer ekki, heldur en fyr, og gatjeg þegar, fám dögum ept- ir að jeg hafði skrifað honum, auglýst hið ágæta svar hans um fyrstu meðferð veikinnar og varnir við henni. Jeg hefði reyndar í þetta sinn getað skrifað við- komandi sýslulækni, en bæði vegna van- ans og traustsins, sem jeg jafnan hefi haft á dr. Hjaltalín, sem lækni, öllum öðrum fremur, þeim, er jeg þekki, og líka vegna þess, að um þessar mundir hittist sýslulæknirinn sjaldan heima, þar sem hann að kalla nótt og dag var hjá sjúklingum í suðurhreppunum, þá leit- aði jeg enn landlæknisins. þegar jeg skrifaði bijefið, voru á 12 dögum 9 dán- ir í öllu prestakallinu (Kálfatjarnar- og Njarðvíkur-sókn), þar af 8 í Kálfa- tjarnarsókn, sem reyndar er alls ekki „ heldur lítil “, heldur meðal stærstu kirkjusókna landsins, því innbúar henn- ar eru hátt á áttunda hundrað, þegar þar eru engir sjómenn, en um vetrar- vertíð, eins og nú, er taksóttin geysaði mest, að minnsta kosti 2000, að með töldum sjómönnum. Af þeim 9, er þá — til loka marzmánaðar-—voru dánir í sóknunum, voru 5 sjómenn úr öðrum sveitum, og finn jeg það skyldu mína, að geta þess, að' enginn þessara manna (9)fjekk, svojeg til viti, meðulfrá nokkr- um homöoþatha, enda var hinn alkunni homöopathi Lárus Pálsson þá fyrir löngu þrotinn að meðulum, og hafði látið ber- azt, að til einkis væri að leita sín með- an svo stæði, og svo mikið er víst, að enn í byrjun þessa mánaðar (maí) höfðu honum engin meðul bætzt. En, að því er jeg get næst komizt, 8. apríl kom hingað aðvífandi annar hömöopathi, og ber mjer að vísu ekki um það að dæma, hvert gagn hann hafi gjört, eða hvort veðráttubreyting, jafnframt hinum aug- lýstu ráðum landlæknisins, hafi átt hjer mestan þátt í, en þar sem 9 menn dóu í sóknummínum á 12 dögum til síðasta marz, ogþví næst þrír dagana 2.—5. apr. — þar á meðal Steini heitinn Halldórs- son frá Valdastöðum, sjóm. í Kálfatj.- sókn, en ekki „í Njarðvíkum“— þá dóu næstu 12 daga, til 17. apr., einungis 3 menn, allir í Kálfatjarnarsókn, ogmeð- al þeirra 1 gamalmenni (68 ára) ekki af lungnabólgu. Síðan, og til 30. apr., dóu 2, báðir í Kálfatj.sókn, og það sem af er maímánuði, er enginn dáinn í þeirri sókninni, en 3 í Njarðvíkursókn, að með töldu barni á 1. ári. Síðan 1. marz eru dánir alls í báð- um sóknum 21, þar af 9 sjómenn, allir, aðjeg held úr lungnab., og i2heimilis- fastir í Kálfatj.s. (8) og Njarðv.sókn (4). Af þessum síðast nefndu 12 munu 4 hafa dáið af öðrum kvillum. Úr lungiiabólgu munu því á þess- um tíma hafa dáið alls (9 sjómenn og 8 heimilisfastir í sóknunum) . 17 manns, og voru: 25—30 ára . . 3 31—40 ára . . 3 41—50 ára . . 5 51—60 ára . . 3 61—70 ára . . 3 = 17 þar af 16 karlkyns. Flestir láu veikir fyrri hluta aprílmán. og fram um hann miðjan. Hið síðasta mannslát í sókn- unum varð 24. þ. m. Nú veit jeg ekki til að neinn liggi í taksótt í sóknunum, en „týphus“-sóttin, sem jafnframt henni hefir verið að stinga sjer niður, er hjer enn (á 1 bæ). Um það, hverjir hinna dánu hafi haft „reglubundna læknishjálp“, getjeg sízt gefið nokkra áreiðanlega skýrslu. J>ó er mjer óhætt að segja, að allir í Njarðvíkursókninni, þar sem sýslulækn- irinn býr, hafi notið hennar, og sjálfsagt sumir í Kálfatjarnarsókn, ýmist hjá við- komandi lækni, eða hjá lækni í Reykja- vík. (Sjá Heilbrigðistíð. Nr. 4, bls. 32, um Steina heitinn). J>ar sem jeg veit, að Heilbrigðistíð. vantar rúm fyrir svo langa skýrslu, sem þessi er, þó hún sje ekki löng, en varla getur hins vegar hjá því farið, að hún

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.