Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 3
63 verði ekki aflöguð eða misskilin, ef ein- ungis sum atriði hennar eru tekin og öðrum sleppt, treysti jeg ritstjórn „ísa- foldar“ til að taka þessa grein mína í blað sitt. Kálfatjörn, 27.maí 1879. St. Thorarensen. Enn fremur hefir oss borizt svo lát- andi skýrsla um fráfall Steina á Valda- stöðum: Út af því, sem dr. Hjaltalín segir í Heilbrigðistíðindunum (Nr. 4 þ. á.) um dauða Steina sál. á Valdastöðum, þá vil jeg, sem var húsbóndihans ogyfirhon- um í banalegunni, skýra frá, hvernig gekk með lækningatilraunir við hann. Steini sál. fjekk fyrst ákaflega mik- inn verk í höfuðið aptan undir eyrað, sem hann átti áður vanda til. Var hon- um næsta morgun tekið blóð, síðan fór hann í fótabað, þar næst brúkaði hann chamillutebakstra; svo var homöopatha leitað, en hann vísaði til allopatha, og voru þá fengin meðul úr apóthekinu í Reykjavík eptirfyrirsögn einhvers hinna reglulegu lækna þar. Ekkert af þess- um tilraunum dugði hið allra minnsta. pá. voru fengnar nokkrar inntökur af homöopatha meðulum. Af þeim tók Steini að eins eina inntöku, og hætti svo við þau. Síðan fór hann ofan í ís- kalt vatn með höfuðið, móti allra ráðum, sem við voru, og hjelt höfðinu þar niðri í um hríð, þvoði einnig brjóstið úr ís- köldu vatninu. þá hlupu þegar í hann afarmikil brjóstþyngsli, og brúkaði hann þá eina inntöku af meðulum þeim, er allopathinn í Reykjavík hafði sent, og fyr eru nefnd, og svo engin framar, uns hann dó. En engri átt nær, að kenna nokkrum lækni um það, hvort heldur homöopathiskum eða allopathiskum, því að Steini sál. hafði enga þolinmæði til að brúka nein meðul nema eina inntöku í svip. En það sem sýndist gjöra verst, var vatnsbaðið á höfuðið. þetta vitnajeg eptir beztu samvizku. Halakoti á Vatnsleysuströnd, 5-júní 1879. Camnar Erlendsson. Að síðustu höfum vjer sannfrjett, að í Reykjavíkursókn, þar sem lungna- bólgan hefir að tiltölu orðið, ef til vill, mannskæðari, en annarsstaðar hjer syðra, hefir enginn þeirra, er úr henni hafa látizt (nema, ef til vill, einn mað- ur, sem fjekk veikina suður í Vogum) brúkað nokkur smáskammtameðul, en flestir notið eingöngulæknishjálpar hinna lærðu allopatha. þ>etta sanna meðal annars skrifleg vottorð undir eiðs tilboði frá nánustu náungum flestra hinna látnu, er hjúkruðu þeim í banalegunni. Hvorki í Reykjavíkursókn nje á Vatnsleysu- strönd verður því smáskammtameðulum nje smáskammtalæknum með nokkurri ástæðu kennt um, hversu sjúkdómur þessi hefir orðið mannskæður. Af þessu má sjá, hversu ummæli „Heilbrigðistíðindanna“ eru óáreiðanleg í þessu efni. Útlendar frjettir (19. apríl til 3. júní). Eptir banatilræðið við Rússakeisara 14. apríl ljet hann það boð út ganga, að 10—12 mestu borgir ríkisins skyldu haldnar undir hervaldi fyrst um sinn, svo og nágrennið við hverja borg, með- an yerið væri að ganga milli bols og höfuðs á samsærismönnum, og setti þar yfir helztu kappa sína úr Tyrkjastríð- inu, með alræðisvaldi: Gúrkó yfir Pjet- ursborg, Todtleben yfir Odessa o. s. frv. Síðan fór keisari og fólk hans suður á Krim í snatri, til sumarvistar. En af aðförum hinna segir fátt, því blöðunum er skipað að þegja; nema hvað öðru hvoru frjettist til rekstranna á leiðinni austur í Síbiríu, þetta 2—4 þús. bandingja í hóp. En byltingamenn láta sjer hvergi bregða, og halda áfram iðju sinni jafnt eptir sem áður: heyja líflátsdóma, birta þá, framkvæma þá síðan og lýsa víginu á hendur sjer þeg- ar í stað. Auglýsingaskjöl sínlímaþeir á bök lögreglumanna, ef þeir meina þeim að koma þeim fyrir á götuhom- um eða húsveggjum. Solowjeff, sá er keisaranum veitti banatilræði, kvaðst hafa gjört það af því að sinn hlutur hafi upp komið, er um það var varpað, hver vinna skyldi á keisaranum; kvað sig hafa átt vísan bana, hefði hann lagzt það undir höfuð. Núna síðustu vikurnar hafa orðið borgarbrunar tölu- verðir á Rússlandi, og byltingamönnum um kennt. Bolgarar kusu sjer höfðingja (fursta) 29. apríl. Fyrir þeirri tign varð Alex- ander nokkur, prinz af Battenberg, þýzkur, bróðurson Maríu keisaradrottn- ingar á Rússlandi, maður lrtið yfir tví- tugt. Hann hafði barizt með Rússum við Tyrki í fyrra og getið sjer góðan orðstír; var nú í foringjatölu í varðliði Vilhjálms keisara í Berlín. Hann nefnd- ist furstanafm Alexander hinn fyrsti. Valdimar Danakonungs sonvar og einn í kjöri, meðal fleiri. Friður gerður með Jakobi Afgan- istakonungi og Bretum 28. f. m. ]peir fá sneið af löndum hans, sumt til eign- ar, sumt til umráða og eptirlita, en heita honum í móti óbrigðulu fulltingi gegn ágangi erlendrji höfðingja og leggja honum rúml. 1 miljón kfóna á ári. En við Zúlú-Kaffa veitir þeim all- þungt enn, og sendu nú 30. f. m. nýjan liðsauka af stað heiman frá Englandi suður í Kapland í móti þeim, og skip- uðu þar til herstjórnar og landsstjórnar Wolseley hershöfðingja, þann er vann konung Ashantí-manna um árið, og tal- inn er mikill afreksmaður. Isaac Butt, foringi heimastjórnar- manna á írlandi, frægur þingskörungur, andaðist 5. f. m., hálfsjötugur. pau Jósep Austurrikis-keisari og drottning hans Elísabet hjeldu sitt silf- urbrúðkaup 24. apr., með stórmikilli við- höfn og fagnaðarbrag í Vínarborg, og miklum hollustu-atlotum af hendi allra: þeirra i3þjóða,er Austurríkiskeisaralúta. Komið að þinglausnum í Danmörku, með nokkru viðunanlegri málalokum fyr- ir stjórnina en gerzt hefir undanfarin ár. Nýlega (30/4) andaður þar A.W.Scheel lögfræðingur, áttræður, og (24/4) Carl Otto, læknir og rithöfundur nafnkennd- ur, nær hálfníræðu. Nýfrjett til ferða Nordenskjölds pró- fessors hins sænska, er ætlaði norðan um Asíu og austur í Beringssund í fyrra. Hann hafði orðið innifrosta með skip sittVega í miðjum septbr., erhann átti skamma leið eptir austur 1 sundið, fram undan höfða þeim, er nefnist Serdze Kamen. Ekkert orðið að meini að öðru leyti. Heldur hann' svo áfram ferðinni þegar um ísinn losnar í sumar, og hefir þá komizt alla leið norðan um álfuna fyrstur manna, eða með öðrum orðum: fundið landnoröurleiðina, og getið sjer þar með mikla frægð, eigi minni en Mac Clure, er hann fann útnorðurleið- ina (norðan um Ameríku) 1850. Ofriður í Suður-Ameríku, með þjóð- veldunum Bólivía og Perú annars vegar og Chile hins vegar, út úr landaþrætu. Etna nýfarin aðgjósa (28. f.m.), að mun, en eigi til stórskemmda enn. Fiskiafli frábær hjer á Sviði frá því um byrjun vorvertíðar, margopt þetta 50—80 (eða 90) í hlut í róðri, mest stút- ungur og þorskur; hlutir komnir fram úr 5 hundruðum. í syðri veiðistöðunum einnig góður afli. Póstskipið Phönix hafnaði sig hjer 5. þ. m. um miðjan dag, eptir 9 daga ferð frá Khöfn. Með því komu 3 ferða- menn enskir og 2 þýzkir, frú Guðrún Hjaltalín, yngisstúlka Helga Olafsdóttir, ekkjufrú Valgerður f>orsteinsdóttir, Arn- björn Olafsson vitavörður, Bjöm Jóns- son, alþingismaður Strandamanna, W. Fischer kaupmaður og sonur hans Fr. Fischer, stud. theol. Jón /þórarinsson, kand. H. E. Lefolii, G. Thordal verzl- unarmaður, lyfjafræðingur danskur (til Akureyrar), og steinsmiður til aðstoðar við dómkirkjubygginguna. Strandferðaskipið Díana kom hingað 1. þ. m., eptir 17 dagaferð frá Khöfn umhverfis landið, með ýmsa ferðamenn að norðan og vestan. Enskt skemmtiskip, „Mastiff“, gufu- skip, hið sama og hingað kom í fyrra, kom hingað frá Skotlandi 7. þ. m. með hertogann af Hamilton og 3 stórmenni önnurfrá Englandi, ásamt þjónustufólki þeirra. Höfðingjar þessir riðu til Geysis í gær, og ætla svo hjeðan á skipi sínunorður á Akureyri; og ferð- ast síðan eitthvað þar nyrðra. Hertog- inn hefir leigt skipið til tveggja mán- aða; ætlar einnig til Norvegs. Coghill lirossakaupmaður kom og með skipi þessu, og fer með því til Ak- ureyrar til hrossakaupa nyrðra. Er von á skipi þangað eptir þeim bráðlega frá Slimon, og aðra ferð kemur það hing- að til Rvíkur snemma í júlímán.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.