Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 4
64 Frami. Hinn 23. f. m. hefir konungur gjört prestaskólakennara sira Helga Hálfdánarson að riddara af dannebroge. Settur sýslumaður i Barðarstrandarsýslu 6. f. m. fyrst um sinn stúd. Ásmundur Sveinsson. HITT OG £ETTA. — Tveir bændur, Jón og Árni, áttu í landþrætu um mýrarskika, sem ekki var hálfs hundraðs virði. Báðir ætla að láta það fara í mál, og þjóta inn í R., sinn til hvers lagamannsins. Árni fer til P. og segir honum málavöxtu. P. segir: „Jeg er svo önnum kafinn, aðjeg get ekki tekið málið að mjer, en farðu til K., jeg skal hripa honum linu með þjer“. Árni tekur brjefið, og er þangað til að handleika það, að það opnast. Hann les: „Góði vin! Hjer eru komnir2 fuglar að aust- an, sem vilja láta reita af sjer fiðrið upp á lögleg- an hátt. Taktu brjefberann, jeg er búinn að taka hinn að mjer. J>inn i flýti P.“ Árni sýnir mótparti sinum brjefið, og sjá! þeir sættust um mýrina og fóru ekki i mál i það sinn. — Sá fyrsti íslendingur, sem, mjer vitanlega, var fjelagi vísindafjelagsins danska, var Jón konferenz- ráð Eiríksson. En — einhver kann þó að vera eldri. — Stjórnartíðindin 1879, B, bls. 63, færa þá fregn, að e i t r i ð góða, sem síra Jakob á Sauða- felli ljet senda hinu konunglega heilbrigðisráði til rannsóknar, reyndist „svo útþynnt“, að ómögulegt var að sjá hvað i því var. — Amtmaðurinn í Suður- og Vesturamtinu hefir fyrir Hof- og Staðsijetti Kaupmannahafnar unnið málið um skrifstofupeninga sina. J>að fer til hæsta- rjettar. — Póststjórnin danska afsegir að greiða skaða- bætur fyrir það, að „Diana“ í haust eð var ekki kom við á Skagaströnd, eins og til stóð. Segir hún að það sje fullsannað, að ísjárvert hafi verið, að hleypa þar inn, eins og veður var. Auglýsingar. Kvennaskólinn í Reykjavík. Ungar stúlkur, konfirmeraðar, og, um fram allt siðprúðar, geta fengið inntöku i skólann og tilsögn bæði til munns og handa næst- komandi vetur (frá i. okt. til 14. maí). í skólanum er kennt: íslenzka, danska, saga, landafrœði, reikningur, skript, teikn- ing, söngur, klœða- og Ijerepta-saumur, skattering, baldýring, hekling, útsaumur (Broderi), og í skammdeginu prjóna- skapur. Stúlkurnar, sem í skólann ganga, geta verið með tvennu móti, annaðhvort heimastúlkur eða bcejarstúlk- ur. Heimastúlkurnar hafa heimili, fæði, rúm, rúmföt o. s. frv. í skólahúsinu, og eiga að gjalda 1 krónu daglega fyrir allt það, sem þeim er lagt þar til, en kennsluna fáþær ókeypis. Hinar, sem heimili eiga úti í bænum, en ganga í skólann ákveðna tíma, borga 20 krón- ur fyrir kennsluna vetrarlangt, ef pcer taka pátt í öllum kennslugreinum. þær sem læra allar hannyrðir vetrarlangt, þijá tíma á dag, borga 15 kr. En ef þær taka eigi þátt nema í einstöku kennslu- greinum og um stuttan tíma (ekki allan veturinn), eiga þær að borga 10 aura fyrir hvem kennslutíma. Ef þær ganga í einstöku tíma allan veturinn borga þær fyrir þá tímakennslu þannig: fyrir 1 tíma um vikuna (allan veturinn) 3 kr. 2 — —------------—-------------4 kr. 3 — —------------—-------------5 kr. 4 — —------------—-------------6 kr. 5 — —------------—-------------7 kr. 6 — —------------—-------------8 kr. o. s. frv. Ef einhver bœjarstúlka fer úr skól- anum án gildra orsaka, áður en skóla- árið er á enda, verður hún samt að greiða fulla borgun (20 kr.), eins og hún hefði verið allan veturinn út. Stúlk- urnar verða að leggja sjer til efnið í þær hannyrðir, sem þær ætla að vinna í skólanum og eiga vinnu sína sjálfar, og bækur verða þær að útvega sjer, sem brúkaðar eru við kennsluna. Taki 2 eða fleiri systur þátt í kennsl- unni, verður kennslukaupið að tiltölu lægra. Borgun fyrir þær stúlkur, sem heimili eiga í skólanum, verður að greiða að minnsta kosti helminginn fyrir fram til húsráðanda. Heimastúlkur í skólanum eiga að læra öll innanhússtörf, og taka þátt í þeim til skiptis eptir ákveðinni reglu og jöfnuði. þeir sem vilja koma stúlk- um í skólann næsta vetur, eru beðnir að gefa það til kynna forstöðukonu skólans, undirskrifaðri þóru Melsteð í Reykjavík, ekki seinna en 15. ágústmán. næstkomandi. Reykjavik 3. dag júníraán. 1879. Forstöðunefnd kvennaskólans. Olufa Finsen. þórhildur Tómasdóttir. þórunn Jónassen. María Finsen. Ingileif Melsteð. Thora Melsteð. * * * Kvennaskólinn í Reykjavík hefir nú staðið 5 vetur og litlar sögur af hon- um gengið. þeir fáu, sem upphaflega ýfðust við hann, hafa síðan látið hann hlutlausan, og hinir mörgu, sem eigi voru honum mótfallnir, hafa lagt gott eitt til hans; sumir jafnvel gefið hon- um gjafir. Skólinn hefir þessi árin getað unnið sitt ætlunarverk í næði og með kyrrð, og nú, síðan betra húsrúm er fengið, er hann kominn í það horf, semífyrstu var til ætlazt. þegar þess einnig er gætt, að annar kvennaskóli er kominn á fót í Eyjafirði, þá er von- andi, að kv ennaskólamálið, þetta mikla velferðarmál þjóðarinnar, hafi fest þær rætur í brjóstum íslendinga, að það kulni ekki út af, heldur lifi og nái meiri og meiri þroska með tíman- um. fað er því fremur vonandi, sem alþingið og landsstjórnin hafa sýntskóla- málinu athygli og rjett því hjálparhönd. Kvennaskólinn (að minnsta kosti sá í Reykjavík) er að nokkru leyti orðinn | opinber stofnun, og stiptsyfirvöldunum er gefin árleg skýrsla um efnahag hans, tilhögun kennslunnar, o. s. frv. En þó þessu sje þannig varið, verður hitt þó allt af höfuðatriðið , að almenningur veiti kvennaskólanum athygli, og gleymi því eigi, að svo framarlega sem landið á að þrífast og taka nokkrum sönnum og verulegum framförum, þá er nú öll þörf á, þá er alveg nauðsynlegt, að leggja meiri rækt við hinar uppvaxandi stúlkur, en gjört hefir verið til þessa. Kvennfólkið þarf að fá meiri menntun —ogá, ef ástæður leyfa, heimting áþvf— heldur en það hefir fengið til þessa. En þegar um menntun erað tala, þá má ekki misskilja það orð. Kvenna- skólinn vill leitast við að veita hinum uppvaxandi stúlkum nauðsynlega og nytsama menntun, bæði til munns og handa, svo að þær geti á síðan, þegar þær verða húsmæður, eða í hverja stöðu sem þær komast, gegnt sinni köllun sómasamlega; skólinn vill vekja huga og opna hjörtu hinna ungu meyja fyrir því sem erfagurt og gott, í öllum greinum; venja þær á siðprýði, þrifnað, sparsemi og reglusemi. Og það er þetta síðasta orð, reglusemin, sem hinar uppvaxandi stúlkur þessa lands eru beðnar að festa i huga sín- um, og festa það vel. Reglusemi kon- unnar er heimilinu hollari en talsverð- ar tekjur. Oregla og óþrifnaður er landinu verra en eldur og ís. Skólinn ann skynsamlegu frelsi, en vill sporna móti óskynsömu sjálfræði, heimskulegri ljettúð og hjegómlegu tildri. Og til þess marks og miðs, sem skólinn hefir sett sjer, vill hann stefnameð fáum en föstum reglum, sem enginn skyn- samur maður, er til þekkir, mun kalla strangar, heldur sanngjarnar og nauð- synlegar, ekki sfzt hjer í Reykjavík. þeir sem vilja senda dætur sfnar hing- að í kvennaskólann, verða að vita fyrir vfst, að þær hafi bæði sálar og lfkams krapta til skólaverunnar; þeir verða að vera einráðnir í þvf, að láta þær nota tímann sem bezt, að koma þeim hing- að til að menntast, en ekki eingöngu, eða einkum, til að skemta sjer. J>að stoðar alls eigi, að senda þær stúlkur í skólann, sem aldrei hafa látið neitt á móti sjer, sem hafa það til, að fara úr skólanum á miðjum vetri, „af því þeim leiðist“, en af alls engri veru- legri ástæðu. Slíkt þrekleysi bakar foreldrum margfalt meiri kostnað en vera þarf, og eykur ekki álit stúlkn- anna í augum þeirra, sem þær þó jafn- vel helzt mundu vilja þóknast. Reykjavík, í júnf 1879. Páll Melsteð. Almanak liins íslenzka þ.jóðvina- fjelags fyrir árið 1880 er komið út, og kostar 35 aura. — Innihald: i. Viðbætir jvið árbók íslands 1877. 2. Árbók ís- lands 1878. 3. Guðrún og Bjarni, smá- saga eptir Carl Andersen. 4. Um tungl- ið (nýjar uppgötvanir). 5. Jarðstjarnan Mars. 6. Maturinn er mannsins megin (efnissamsetning ýmissa matvæla). 7.— 9. Landshagsskýrslna-töflur. 10. Póst- gjald. n. Helztu þjóðhöfðingjar, lönd þeirra og þegnar. Ritstjóri: Grimur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmandsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.