Ísafold - 10.06.1879, Page 1

Ísafold - 10.06.1879, Page 1
VIÐAUKABLAÐ VIÐ ISAFOLD 10/8 1879. Gripasýning í Skagafirði. t Hinn 29. f. mán. var, eptir ákvörð- un sýslunefndarinnar í Skagafjarðar- sýslu, almenn gripasýning haldin við Reynistaðarrjett. f>ess er að geta, að næstu daga áður var kraparigning af norðri og snjófall mikið víða í sýslunni, svo vegir versnuðu mjög, var því sýn- ingin ekki sótt langt að, nema af ein- stöku mönnum, en þenna dag var veð- ur hið bezta, og fjölmenntu menn úr næstu sveitum svo, að við sýninguna voru um 200 manns. Sýningin fram fór á eggsljettum grashólma austanvert við Sæmundará, suður og yfir frá bæn- um á Reynistað. Var þar búizt við eptir því sem föng voru á. Sýslufull- mektugur G. E. Briem hafði tekizt það á hendur. Sýningarstaðurinn var afgirt svæði, 50 álnir í hvert horn, með stóru tjaldi í miðju, þar nálægt var ræðustóll og nokkuð frá veitingatjald, borð og bekkir o. fl. Við ræðustólinn var reist há stöng og á henni fálkamerkið í blá- um dúk, en kring um hátíðarsvæðið voru reistar aðrar merkisstengur með bláum veifum með rauðum og hvítum röndum. Nálægt hátíðartjaldinu stóð 15 álna stöng er dregin voru upp á merki Dana, Norð- manna og Svía. Söngflokkur var við- staddur og stýrði þar söngnum herra organisti Árni Eiríksson frá Sölvanesi. Áður en sýningin var sett, var skot- ið 3 byssuskotum; hópuðust menn þá saman á svæðinu vestur frá tjaldbúðinni og var þá sungið: „Eldgamla ísafold11, o.s. frv. Síðan stje G. E. Briem í ræðu- stólinn, bað menn velkomna, skýrði frá undirbúningi sýningarinnar m. m. og opnaði sýninguna. Var þá sungið: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“ o. s. frv. því næst byrjaði sýningin, og var þá fyrst sýnt sauðfje, þar næst naut- peningur og stóðhross, og síðan dauðir munir, bæði smíðisgripir, hannyrðir, iðn- aðarvörur og matvæli. Dómendur voru kvaddir af sýslunefndinni: Sveinn bóndi á Sölvanesi, Björn bóndi á Hofstöðum og Jón bóndi á Veðramóti, og tóku þeir sjer til aðstoðar ýmsa af þeim, er við- staddir voru, bæði konur og karla. Að sýningunni lokinni skýrði Jón bóndi á Veðramóti frá, hvernig sýning- in hefði fram farið og verðlaun fallið, er var á þessa leið : A. Fyrir sauðfjenað: Nr. 1. Sigurður Arason á Kjartans- Kr stöðum fyrir hrút............ 8 1. Jón Jónssón á Veðramóti fyrir hrút............................. 8 Nr. Kr. 1. Sami maður fyrir á.............8 2. Sami maður fyrir á.............6 2. Gunnl. Briem á Reynistað fyrir á 6 2. Jón Pjeturss. á Holtsmúla — - 6 3. JónJónsson á Veðramóti — - 4 4. Sami maður...............— - 2 B. Fyrir nautpening: 1. Jón Bjarnason áLitlugröf fyrir kú 8 C. Fyrir hross: 1. G.Briem á Reynistað fyrir hryssu 10 1. Stefán Hafliðas. á Egilsholti fyrir graðfola........................8 2. G.Briem á Reynistað fyrir hryssu 8 2. Ari Aras. á Flugum. fyrir graðfola 6 D. Fyrir smíðisgripi: 1. Sigurður Pjetursson á Hofstöðum fyrir tólgarvjel ....... 10 E. Fyrir hannyrðir: 1. Kristín Claessen á Grafarósi fyrir flostösku, herðakraga og vormel- dúk.................... 4 í. Frederikke Briem á Reynistað fyrir kirtil, pils og bródering . 4 2. G.Briem á Reynistað fyrir vaðmál 2 F. Fyrir matvæli: 1. Ólafur Sigurðsson á Ási fyrir mysuost...........................2 J>ar að auki fjekk kvennaskólinn á Hjaltastöðum hrós fyrir ágæta skatter- ing, og frú Helga þorvaldsdóttir á Flugu- mýri fyrir afbragðs gott smjör. 5>á var haldin kappreið á bakkan- um vestanvert við Sæmundará, í Reyni- nesi hinu forna, var brúnn hestur, er f>or- valdur Arason á Flugumýri átti og sjálf- ur reið, fljótastur á stökki. En hvorki hann nje aðrir gæðingar vpru svo fast- ir á góðgangi, að þeir yrðu reyndir á skeiði. Glímur voru þá haldnar, og glímdu fyrst unglingspiltar, og var Hall- grímur litli Thorlacius glímnastur af þeim, en af fulltíðamönnum var frækn- astur Sigm. Jóhannsson á Hrísabakka. J>á stje Jón Jónsson ritari alþingis- maður Skagfirðinga í ræðustólinn. Hvatti hann menn til gripasýninga framvegis, og sagði sýningunni slitið. Fóru menn þá að fá sjer kaffi og aðra hressingu. Síðan skemmtu menn sjer með söng, dansi og ræðum. Eiríkur bóndi Eiríks- son á Skatastöðum minntist á sögu Skagfirðinga. G. E. Briem þakkaði landritara Jóni Jónssyni komu hans hingað, og áhuga hans á velferðarmál- um landsmanna og framförum Skag-; firðinga. þ>á hjelt landritarinn aptur ræðu, og þakkaði traust það, er kjós- endur hans hefðu til hans, og óskaði Hegranesþingi viðgangs og framfara. Talaði þá Ólafur í Ási og þakkaði þeim, er staðið hefðu fyrir sýningunni, sjer í lagi G. E. Briem. jþvi næst talaði G. E. Briem til kvenna og óskaði íslenzk- um konum meðal annars betri húsa- kynna, svo þær gætu betur sýnt sina góðu hæfilegleika, og skoraði á skag- firzka bændur að hafa það hugfast að bæta þau smámsaman. Talaði þá land- titari Jón Jónsson til ungra stúlkna og um kvennaskólann i Skagafirði, einnig um fjör hinna yngri manna, og sjer í lagi um hinn lipra söng,, er fram hafði farið um daginn, og óskaði hinum skag- firzku ungmennum blómlegrar framtíð- ar. J>ví næst talaði Magnús bóndi Jóns- son á Fjalli, fyrir íslandi, og var undir þá ræðu, eins og hinar ræðurnar, tekið með gleðiópi og húrra hrópum. Loks- ins þakkaði G.E.Briem öllum fyrir kom- una, og minntist þess, hversu heiðarlega þessi samkoma hefði fram farið, og lykt- aði nú svo, að menn bæru þess engan vott, þó ölföng hefðu verið á boðstólum á sýningarstaðnum, og óskaði hann að menn gættu þannig hófsins framvegis við viðlíka tækifæri. Að endingu var dansað og spilað á hljóðfæri stundarkorn og skildu menn síðan hinir ánægðustu. Var þá komið undir miðnætti. G. Hjeraðsfnndur Skagfirðinga til undirbúnings undir alþingi. Ár 1879, 28. mai, var að Víðimýri eptir áskorun alþingismanna settur hjer- aðsfundur til að ræða um alþingismál. Fundarstjóri var kosinn Jón alþingis- maður Jónsson, skrifari Jón Jónsson frá Mælifelli. Á fundinum var tekið til umræðu: 1. Stjómarbótamálið. Fundurinn var á því, að konungskosningar til al- þingis yrðu alveg afnumdar; en hon- um virtist það óljóst, hvort nauðsyn- legt væri að sinni að halda alþingi á hverju ári og kjósa þingmenn að eins til 3 ára. 2. Fjármál landsins. Fundurinn á- leit, að fyrst um sinn ættu að eins þeir fjaflvegir að endurbætast, sem póstleið liggur um, og að halda ætti þessum fjallvegum áfram um byggðirnar, ann- aðhvort á kostnað landsins eingöngu eða með tillagi úr landssjóði, sem því svaraði, er áður hefir verið varið til fjallveganna eingöngu. J>að var sam- ! huga álit fundarins, að hin mesta nauð- syn væri á því, að tillag úr landssjóði til gufuskipsferða yrði bundið meðal annars við það skilyrði, að viðkomandi

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.