Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.06.1879, Blaðsíða 2
V /á ip strandsiglingaskip yrði notað til útflutn- ings á hrossum og sauðfje. Áætlun Slimons í „ísafold“ virtist þvi fundar- mðnnum betri en fyrirkomulag það, sem hingað til hefir verið á gufuskips- ferðum. Tekið var fram, að farrúm handa farþegum af öðrumflokki þyrfti að vera meira í strandsiglingaskipinu en áður hefði verið. Fundurinn áleit, að átvinnuvegir landsins yrðu bezt studd- ir með því, að veita bændum lán úr viðlagasjóði landsins gegn tryggu veði, og óskaði, að falið yrði hinni innlendu stjóm á hendur að veita slík lán án samþykkis ráðgjafastjórnarinnar. það var álitið æskilegt, að leggja fje úr landssjóði til þess að styrkja sýslunefnd- ir í því að ráða búfræðinga, þannig að þeir yrðu launaðir að hálfu leyti úr landssjóði og að hálfu leyti úr sýslu- sjóði. Gegn 2 atkvæðum var samþykkt, að æskilegt væri að fá fje úr lands- sjóði til sýninga á gripum, jarðyrkju- verkfærum, iðnaðarvörum o. fl. 3. Ofdrykkjulög. Fundurinn var ekki á því að banna alla vínflutninga til landsins, þó fjórir menn greiddu at- kvæði með þessu; en í einu hljóði var samþykkt að leggja hegningu við of- drykkju og að takmarka vínsölu meðal annars með þvi, að banna kaupmönn- um alla staupasölu eða gjafir í búðum, og ættu þeir alls ekki að hafa leyfi til að selja eða gefa minna en 1 pott af vini i einu ; ennfremur var álitið að banna ætti allar vínveitingar í sveitum ogtak- marka sem mest tölu veitingahúsa í kaupstöðum. 4. Verzlunarmál. það var álit fundarins, að æskilegt væri, að verzlun- in yrði sem innlendust, svo að ágóðinn af henni lenti í landinu sjálfu. Hins vegar vildi fundurinn ekki eptir þvi, sem nú stendur á, banna útlendum mönnum að eiga hjer fastar verzlanir eða að verzla hjer lausakaupum. Með meira hluta atkvæða gegn 4 var sam- þykkt, að kaffiog sykuryrði látiðvera tolllaust að sinni. það var álitið æski- legt, að sveitaverzlanir kæmist upp, einkum ef þeim kynni að verða sam- ferða forðabúr fyrir sveitirnar, fátæk- um mönnum til hjálpar í hörðum vetrum. 5. Dómaskipun. Fundurinn áleit æskilegt að auka vald og verksvið sætta- nefnda þannig, að þær fengi dóms- eða úrskurðarvald í öllum minni háttar mál- um. Hann leiddi að sinni hjá sjer að ræða um kviðdóma. 6. Jarðamatið. Fundurinn áleit, að gjöra ætti í tíma ráðstöfun til að undir- búa jarðamat það, sem á að fara fram árið 1882; meðal annars með því, að fá sem bráðast ákveðin landamerki fyrir hveija jörð. 7. Fjárkláðinn. Fundurinn fól þing- mönnum að halda því fram af alefii að gerð verði kröptug gangskör að því, að hinum sunnlenzka fjárkláða, er nú apt- ur heyrist getið í Borgarfjarðarsýslu, verði með öllu út rýmt. Sjerstaklega vartekið fram, að nauðsynlegt væri að fá lagabreytingu um, að kláðasveitirn- ar greiddu að öllu leyti kostnaðinn við fjárverði. 8. Sveitarstjórn. Gegn 4 atkvæð- um var samþykkt, að halda eptirleiðis eins og hingað til hreppstjóraembættinu sjer, aðskildu frá oddvitastörfunum. — Fundurinn var á þvi, að nauðsynlegt væri, að hækka talsvert gjald það, er hreppstjórum ber fyrir úttektir og aðr- ar embættisgjörðir, og að hreppstjórum og hreppsnefndar-oddvitum verði lögð hæfileg laun úr landssjóði, alltað 100 kr. handa báðum í hverjum hrepp. 9. Landbúnaðarlög. Fundurinn var á því, að ónauðsynlegt væri að lög þessi kæmu út á næsta þingi; þar á móti var það álitið þarflegt, að endurskoða sem fyrst gömlu lögin um þúfnasljettun og aðrar jarðabætur og að gjöra ætti hverj- um búandi manni að skyldu, að endur- bæta býli sitt og að miða þessa skyldu bæði við dýrleika jarðarinnar og tölu hinna verkfæru karlmanna á henni. 10. Kirkjulög. Fundurinn áleit mál þetta ekki nægilega undir búið með frumvörpum kirkju- og brauðamats- nefndarinnar, og að nauðsynlegt væri, að málið kæmi til nýrra umræða á hjer- aðafundum, áður en þaðyrði á enda kljáð. Talað var um lög gegn flakki og verðgangi og um að stofna almennan fátækrasjóð fyrir sýslu hverja, en eng- in ályktun var gerð í þessum málum. 7 7 II _______________________________ •—..... -I ! F. A. LOVE’S j KARLMANNSFATAVERZLUN | hefir til reiðu mjög mikið af ýmiss konar tilbúnum karlmannsfatnaði. Enn fremur byrgðir af vænu og fallegu klæði, búkkskinni, duffeli, o. fl. j í klæðabúðinni er fatagjörðarmeistari, sem mælir stærð og vaxtarlag manna, og eru föt sniðin og saumuð \ ; eptir því á fám dögum. | ...—r— . .............— - ^ H Allir, sem vilja lesa skemmtilega sögu, ættu að kaupa nýprentaðann bækl- ing, sem heitir EÍNIR VINIR eptir porlák O. Johnson verzlunarmann. Hún fæst til kaups í ReykjaVík, hjá prentara Einari þórðarsyni, bókbindara Kristjáni O. þorgrímssyni, verzlunarmanni Sigurði Magússyni i Liverpoolsverzluninni og óðalsb. Bjama Bjamas., fyráEsjubergi. Einnig hjá flestum bókasölum. á landinu. Hún er 6 arkir á stærð og kostar 75 aura. þorlákur 0. Johnson. Herra timburmaður O. S. Endresen frá Mandal hefir beðið mig að auglýsa, að hann ætli að koma með stóran timb- urfarm og fara að líkindum á þessar hafnir: ísafjörð, Stykkishólm ogReykja- vík. Tekur hann vörur í borgun og selur með m j ö g lágu verði. Rvík, 6/e 1879. þorf. Jónathansson Með næstu septemberferð gufuskipsins Díönu sendi jegsníðarann (Til- skjærer) frá verzlun minni til neðannefndra staða, í því skyni að mæla vöxt þeirra, er vilja panta föt hjá mjer. Hann tekur með sjer sýnishorn af klæði, duffeli, o. fl. Samkvæmt ferðaáætlun skipsins verður hann að hitta: Á Eskifirði 30. ágúst hjá hr. Jóni Olafssyni. - Seyðisfirði 1 - Vopnafirði 1 - Húsavík 2 - Akureyri 4 - Sauðárkrók 4 - Skagastr. 4 - ísafirði 6 - Flateyri 6 - þingeyri 6 - Vatneyri 7 - Bíldudal 7 - Stykkish. Reykjavík, í júní 1879. sept. — — E. Thomsen. — P. Guðjohnsen. — þ>. Guðjohnsen. — L. Jensen. — K. Hallgrímssyni. — Hildebrandt. — Th. Thorsteinson. — T. Halldórssyni. — F. R. Wendel. — S. Bachmann. frú Bjamasen. hr. D. Thorlacius. F. A. Liive. Auglýsing þessi óskast prentuð i „Skuld“ og „Norðanfara“. Ritstjóri: Griraur Thomsen, doctor phil. — Prentsmiðja ísafoldar. — Sigra. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.