Ísafold - 25.06.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.06.1879, Blaðsíða 3
67 fræðandi í vísindalegu og verklegu til- liti, og að sínu leyti svipað Lærdóms- listafjelagsritunum gömlu. Hjer eru nægir kraptar, bæði innanlands og hjá löndum vorum erlendis (í Danmörku og á Mikla-Bretlandi) til þess að halda því- liku riti fram, og engin efi á að styrk- ur muni fást af landssjóði til þvílíks fyrir- tækis, ef þörf gjörist. Fjelagar ættu sjálfsagt að fá þetta rit, eins og aðrar bækur fjelagsins, gegn árstillagi sinu. Loks hefir deild fjelagsins hjer á landi byrjað á því að vekja áhuga lands- búa á stafrofi náttúruvísindanna, þeim svonefndu gagnfræðum (efnafræði, eðlis- fræði, o. s. frv.), sem einnig er nauðsyn- legt, þó aldrei væri í ráði að stofna gagnfræðaskóla. Hefir deildin ný skeð gefið út efnafrœði eptir Roscoe, sem virðist vera hentug og auðskilin. þessu fyrirtæki þyrfti einnig að halda fram, og sýnir nú reynslan, að það má eins vel takast hjer eins og í Kaupmanna- höfn. Margs mætti ennfremur geta, sem liggur tilgangi fjelagsins nærri, og sem heita má ótilhlýðilegt að ekki er þeg- ar komið í verk. þ>ar á meðal teljum vjer íslenzka þýðingu — stytta og breytta — á kirkjusögu Finns biskups, og á íslandslýsingu Kálunds, sem áð- ur hefir komið til orða í þessu blaði. Kirkjusaga Finns er hið eina saman- hangandi rit í íslandssögu, sem til er, og bók Kálunds hin eina lýsing á land- inu, sem nákvæm er og áreiðanleg. þessar tvær bækur þyrftu að vera í höndum almennings. Leyfum vjer oss að vekja athygli fjelagsmanna, og sjer í lagi stjórnar fjelagsins, að þessum bendingum, svo þær, ef þær eru á rökum byggðar, gæti sem fyrst borið ávöxt. p1 rú Guðrún Gísladóttir í Steinnesi hefir fyrir nokkru síðan gefið út ritkorn um íslenzkan faldbúning, með myndum eptir Sigurð heitinn málara Guðmunds- son. þ>að ber svo sjaldan við hjer á landi, að konur gefi út bækur, að, þó ekki væri annað, er ástæða til að benda á þennan bækling, sem er af góðum hug og góðum rótum runninn. pað getur varla hjá því farið, að hávaði kvenna hjer á landi vilji halda íslenzka búningnum f hefð. En bæklingurinn hefir, að sögn þeirra sem vit hafa á, margar góðar bendingar inni að halda, og uppdrættirnir eru vel lagaðir til að leiðbeina smekk kvenna í þesu efni. Sauðburður gekk stirt í vor, eins og von var, og víða hjer í Gullbringu- sýslu dóu lömb hrönnum saman, enda er hirðingin eptir því. f>að er ekki sjaldgæft, að ærnar eru látnar eiga sig, hvernig sem veður er, ekkert eptirlit haft með því, hvort lambið kemst á spenann og krókni ekki í fæðingunni. Hin einasta ljósmóðir lambsins er —! hrafninn. Smalinn er á sjó eða heima í baðstofu. Eins og þetta hirðuleysi er miskunnarlaust við blessaða skepnuna, sem er að gefa sína rentu, eins er það arðlítið fyrir aðra en—hrafhinn. Landssjóður hefir, að sögn, styrkt kalkbrennslu þeirraherra Egilsson- ar og Smiths, að minnsta kosti með lán- um, sjálfsagt til þess að hvetja þessa menn til atorku í góðu og nytsömu fyrirtæki. En hvernig er atorkan ? það er kalklaust í maí og framan af júní, þegar mest liggur á. þeir, sem byggja úr steini, verða að láta byggingarnar eiga sig, eða panta steinlim og kalk frá útlöndum. Sæmundur bóndi á Ell- iðavatni er þegar orðinn fyrir stórskaða af þessu kalkleysi, prófastur síra þór- arinn hefir til skamms tíma ekki get- að náð í kalk, allt sökum þeirrar deyfð- ar, sem er yfir hinni af landssjóði styrktu kalkbrennslu. þ>ví næst, þegar kalkið kemur, er það hvorki eins gott, eins og það gæti verið af jafngóðu efni, og mikils til of dýrt, eins og allt sem skort- ur er á. þ>að má fá kalk vægara verði bæði frá Danmörku, Norvegi og Skot- landi, með öllum tilkostnaðí, en 6 kr. tunnan af leskjuðu kalki, sjer í lagi ef það er ekki einu sinni vel leskjað. Lands- sjóður má eptirleiðis vara sig á að styrkja sum fyrirtæki, þó vel líti út í fyrstu; það er eins og það dragi úr þeim, þeg- ar styrkurinn er fenginn. — Steinn. Um gagnfræðaskótann á Möðruvöllum i Hörgárdal. (Niðuri. frá nr. 15). Lögfrœði, i henni skal kenna stutt yfirlit yfir nú gildandi landslög, þau er nauðsynleg eru hverj- um manni að þekkja. Hagfrœði, í henni skulu lærisvein- ar fá stutt yfirlit yfir vinnu og vinnu- laun, um áhrif iðjusemi og sparnaðar, um peninga og þeirra gildi o. s. frv. Uppdráttarlist, þar skal kenna svo mikið að piltar læri að draga upp algenga búshluti, einfalda landsuppdrætti, hús og garða o. s. frv. Só'ng skal kenna svo, að piltar verði lagvísir og geti notað röddina vel og tilgerðarlaust. Gott væri og, ef piltar þeir, sem vildu, gætu fengið tilsögn i þýzku og frakknesku. f>að væri og heppilegt, ef kennarar á frídögum eða á kvöldum rúmhelgra daga við og við hjeldu fyr- irlestra fyrir piltum um ýms fræðandi efni, eins og gert er í Svíþjóð; þar er það og vani, að skólastjóri hefir fund með lærisveinum einstaka sinnum til þess, að þeir geti talað saman um ýms vísindaleg eða verkleg efni, sem læri- sveinar sjálfir kjósa, er þá talað um málið af öllum, sem vilja, og skýrist það svo á ýmsan hátt; við það eflast piltar í því að hugsa vel og tala skýrt og skorinort. Hvað kennslutfmanum við víkur, þá eru tveir vetur að öllum lík- indum nógir til þess, að kenna ágrip af þessum vísindagreinum, það verður varla hægt að kenna meir en 7 mánuði á hverju ári (1. október til 30. apríl), því annars er það til of mikillar tafar fyrir bændasyni, er þurfa að vera við vinnu á sumrin, og gagnfræðakennslan á eigi að vera þeim til fyrirstöðu, er vilja nema búfræði á sumrin. f>að verð- ur naumast nóg að hafa tvo kennara við skólann, því varla er hægt að bú- ast við þvf, að tveir kennarar geti skipt á milli sfn svo ólfkum vfsindagreinum, fyrst og fremst yrði það mjög mikil á- reynsla, að kenna svo margar stundir á dag (einkum fyrir skólastjóra, sem auk þess á að sjá um allt og allt við skólann), og þá er hætt við því, að kennslan bæri eigi þá ávexti, sem hún á að hafa, þvf dauðlúinn kennari á illt með að viðhafa það fjör og þann skarp- leika, sem útheimtist til þess, að gera það, sem hann kennir, svo skýrt og við- feldið, að lærisveinar eigi fái leiða á þvf; í öðru lagi er það opt viðurhluta- mikið, að láta sama kennarann kenna mjög ólíkar greinir, því honum er ó- mögulegt að vera jafn vel að sjer í öll- um, við það verður kennslan eintrján- ingsleg og hefir það í för með sjer, að piltar læra mest utan að, en skilja minna. Heppilegast væri að hafa þrjá kennara eins og utanþings-skólanefndin stakk upp á, tvo fyrir hin eiginlegu gagnvfs- indi, og hinn þriðja til að kenna málin og sögu. Ef kennslan verður á tveim árum, þáverður að skipta lærisveinum f tvo bekki; sjeu nú hafðar 36 kennslu- stundir á viku í hverjum, eins og er í latínuskólanum, þá verður það óþolandi starf fyrir kennara, að kenna 36 stund- ir á viku auk alls annars, leiðrjettingar á skriflegum æfingum, eptirlits á piltum, fyrirlestrum o. s. frv., en það yrði alveg mátulegt fyrir þrjá, 24 stundir fyrir hvern á viku ; það er líka hið vanalega í latínuskólanum, nema hvað skólastjóri þar hefir nokkuð færri, af því hann hefir um svo margt að sjá. Að fá tvo brúk- andi kennaratil slíkrar vinnu fyrir það kaup, sem áætlað er í lögum efri deild- arinnar, er vfst varla hægt, og til þess starfa verða þó að fást menn, sem eitt- hvað vita og geta, því annars deyr stofn- unin í fæðingunni úr andlegum vesaldóm. ' þ>að virðist varla vera heppilegt, að láta skólastjóra hafa Möðruvelli til ábúðar, þvíbæði ætlajeg að búsýslahans mundi draga úr hinni andlegu fræðslu læri- sveinanna, og svo er það lfka eðlilegast, að annar maður standi fyrir búnaðar- kennslunni og hafi jörðina, þvf annars getur hann ekkert verklegt kennt. þeir, sem hafa tekið burtfararpróf úr slfkum skóla, ættu, ef þeir vilja fara embættisveginn, einsog nefndin í neðri deild alþingis stakk upp á, ekki að þurfa að ganga undir fyrri hluta burtfararprófs í latfnuskólanum, en þá þurfa þeir þess lengri tíma, til þess áð læra það, sem þeir eiga að kunna til seinni hlutans, þeir ættu og að hafa forrjettindi til þess að vera kennarar við barnaskóla og al- þýðuskóla þá, er myndast hjer og hvar í hjeruðum, og það er víst, að það væri eigi lftill hagnaður fyrir bónda, sem hefði fengið verklega menntun og væri góð- ur búmaður, að geta fengizt við kennslu f skammdeginu þegar fátt er að gera. Auk þess er það víst og satt, að slíkur skóli, ef honum er vel stýrt og kennsl- an er eins og hún á að vera, getur leitt af sjer gott á marga vegu með því, að vekja þjóðlffið til menntunar og verk- legra framfara, þegar lærisveinar fjölga og kenna aptur frá sjer. þ>að liggur f augum uppi, að það verða eigi fáir örðugleikar yfir að vinna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.