Ísafold - 25.06.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.06.1879, Blaðsíða 4
68 \i við fyrstu stofnun skólans. í fyrsta lagi er víst eigi völ á mörgum kennurum, og í öðru lagi vantar allar kennslubækur*, því eigi er hægt að nota útlendar, sök- um þess, að varla má heimta það aí lærisveinum, að þeir kunni útlend mál, er þeir koma í skólann, svo annaðhvort þarf að vera búið að semja hentugar kennslubækur, eða kennarar fyrst um sinn verða að hafa kennsluna munnlega og bjargast við það, sem til er; það verður mjög örðugt í fyrstu, en getur færzt í lag með timanum. Undirbúning þarf og töluverðan við innkaup af hent- ugum verkfærum, kennslumyndum og bókum, og eigi mun heldur verða svo þægilegt í fyrstu, að veita piltum hús- næði, fæðu og þá þjónustu, sem þeir þurfa. Jeg vona, að alþingismenn á þing- inu, sem fer í hönd, veiti þessu mikils- verða málefni allan þann áhuga og kost- gæfni, sem það á skilið. þ. Díana, strandferðaskipið, lagði af stað hjeðan kl. 12 aðfaranótt hins 15. þ. m., umhverfis landið sólarsinnis, með 109 farþega (106 fullorðna og 3 börn) og nokkurn fluttning. Meðal farþeg- anna voru 25 skólapiltar, og rúml. 20 manns, er fluttust búferlum eða vistferl- um. Af hinum fullorðnu voru 33 í 1. káetu, 46 í 2. káetu, og 27 á þiljum uppi. — 31 ætlaði til Stykkishólms, 26 til ísafjrðar, 14 til Seyðisfjarðar ,og 13 til Akureyrar; á hinar hafnirnar þetta frá i til 5. *) Bókmenntafjel. er nú farið að ráða bót á þessu, með Stafrofi náttúruvísindanna, sem það er farið að gefa út. R i t s t j. Pliönix, aðalpóstskipið, lagði af stað hjeðan eigi fyr en 18. þ. m., snemma morguns, sakir stórviðris á norðan. (Kvöldið áður snjóaði ofan í miðja Esju og Skarðsheiði). Með Phönix tóku sjer far: sírajón Thórarensen frá Stóra-Holti, Leth stórkaupmaður, NielsFinsenskóla- piltur, Steingr. Johnsen skólakennari, skipverjar af 3 strönduðum skipum (1 norsku ög 2 frakkneskum), o. fl. Skeinintiskipið Mastiff, með hertog- ann af Hamilton, lagði af stað hjeðan 15. þ. m., til ísafjarðar og Akureyrar. Mannalát. í fyrri nótt andaðist hjer í bænum frú Laura Zimsen, fædd Svend- sen, kona konsúls Nilj. Zimsens, eptir stutta legu í lungnabólgu. Nýlega er fijett að norðan fráfall Sverris Runólfs- sonar steinhöggvara; hann drukknaði einn á bát fyrir Skagaströnd. Latíniiskólinn. Hinn n. þ. m. voru reyndir til inntöku í skólann í 1. bekk 19 sveinar, er allir þóttu hæfir til inn- töku, en þó var 3 hinum laklegast und- irbúnu synjað hennaríbráð, samkvæmt stiptsyfirvaldabijefi 15. f. m. (Stjórnar- tíð. B 75). Síðara hluta burtfararprófs tóku 9 lærisveinar, 16.—21. þ. m., og reynd- ust þannig : eink- tr. 1. Lárus Eysteinsson, f. 4/3 53, 1. (87) 2. Olaf Finsen, f. 26/2 61, . . 1. (85) 3. Skúli Thoroddsen, f. 6/t 59, 1. (85) 4. Jón Magnússon, f. 10/2 55, . 2. (75) 5. Niels Lambertsen, f. 21/i 59» 2- (74) 6. Sigurður Stefánsson, f. S0/8 54, 2. (67) Eink. Tr. 7. Halldór Egilsson, f. 20/3 58, 2. (63) 8. Bertel J>orleifsson, f. 3/12 57, 2. (60) 9. Helgi Árnason, f. u/8 57» • 3- (33) Fyrra hluta burtfararprófs tóku 16 lærisveinar, 12. þ. m. Utanskóla-próf-fulltrúar við burtfar- arprófin voru þeir Magnús Stephensen yfirdómari og H. E. Helgesen bama- skólaforstöðumaður. Lærisveinatalan i latinuskólanum er nú 99. Hafís. Ensk laxakaupaskúta, er hing- að kom norðan frá Húsavfk 20. þ. m., hitti samfastan hafís fyrir Hornströnd- um 18. þ. m., rúmar 3 vikur sjáfarund- an landi. Prestvígður 15. þ. m. cand. theol. Ólafur Ólafsson, til Brjánslækjar. Veitt brauð. Sauðlauksdalur, við Patreks- fjörð, 10. þ. m., sira Jónasi Bjarnarsyni, aðstoðar- presii þar. Minningarmark á leiði Pjetura Guðjóns- sonar i Reykjavikurkirkjugarði er nýreist af Stú- dentafjelaginu i Reykjavík , með samskotum frá lærisveinum hans. J>að er úr íslenzkum steini, höggnum af Ludvig Alcxíussyni, eptir uppdrætti frá E. Nielsen minnisvarðasmið i Kaupmannahöfn, og greyptar i steininn 2 marmarahellur, önnur, liin neðri, ferskeytt, með þessu letri á, gylltu: „Pétur Guðjónsson, organleikari og söngkennari, f. 29. d. nóv. 1812, d. 25. d. ág. 1877“, en hin efri kringlótt °g höggvin i hana mynd söngdisarinnar, krjúpandi fram og lútandi niður yfir hörpu, er hún heldur ut- an um, þrútin af trega. Að meðtöldum marmara- krossi upp af steininum er minningarmarkið l1/., mannhæð, og mun vera hið fegursta og veglegasta i Rvíkurkirkjugarði. Marmarakrossinn og hellurn- ar eru frá fyr nefndum Nielsen í Khöfn. F. A. L 0 V E’S KARLMANNSFATAVERZLUN heíir til reiðu mjög mikið af ýmiss konar tilbúnum karlmannsfatnaði. Enn fremur byrgðir af vænu og fallegu klæði, búkkskinni, duffeli, o. fl. í klæðabúðinni er fatagjörðarmeistari, sem mælir stærð og vaxtarlag manna, og eru föt sniðin og saumuð eptir því á fám dögum. Ferðamaður! semkemurtil Reykjavikur núna um lest- irnar, mundu eptir, að kaupa hina nýju skemmtisögu eptir f>orlák ó. Johnson, sem heitir MÍNIR VINIR. Hún er 6 arkir á stærð og kostar ekki nema 75 aura. f>ú færð hana hjá herra prentara Einari þórðarsyni og hjá herra Sigurði Magn- ússyni í Liverpools-verzl- uninni. þorlákur Ó. Johnson. Fyrir árstillagið um árið 1879, 2 kr., fá þjóðvinaf jelagsmenn þessar bækur : Almanak ;þj óðvinafj elagsins fyr- j<;r- ir 1880, sem kostar annars . 0,35 Mannkynssöguágrip Páls Melsteðs, síðara hepti, sem annarskostar 1,35 Andvari, V. árg., 1879,----------1,30 samt. 3,00. þeir sem eru í þjóðvinafjelaginu fá því bækur þessar fyrir þriðj uilgi íuiiina vcrð en aðrir, enda greiði þeir gjaldið, árstillagið, fyrir fram eða út í hönd, um leið og þeir fá bækurnar, sem munu verða tilbúnar í miðjum júlí, og verða þá afhentar eða sendar allar í einulagi. þeir sem nú kynnu að vilja ganga í fjelagið, þurfa eigi annað en senda árstillagið, 2 kr., gjaldkera fjelagsins, Jóni ritara, eða hinum forstöðunefndar- mönnunum í Reykjavík; þá fá þeir bækurnar með næstu póstferð, meðan upplagið endist, ef þeir senda 15 aura um fram, fyrir burðareyri; og annars við fyrstu hentugleika. Hjá herra kaupmanni Th. Jónathan- sen í Reykjavík verða keypt alls kon- ar eSS með hæsta verði; þó verða egg- in að vera óunguð og óskemmd að öðru leyti. kr. Arnaregg . . . . . hvert á 2,00 Fálkaegg . . . . . . — - 2,00 Rjúpuegg . . . ... — - 0,05 Mýrisnípuegg . . ... — - 0,04 Hrafnsegg . . . . . . — - 1,00 Rituegg .... ... — - 0,50 Sendlingsegg . . ... — - 0,50 Jaðrakansegg . . . . . — - 0,10 Ymisleg andaregg Lómsegg ekki Álptaregg ekki . . . — - 0,06 Spóaegg . . . . . . — - 0,06 Kjóaegg . . . . . . — - 0,06 Heiðlóaregg . . • • • — - 0,04 Smirilsegg . . . ... — - 0,50 Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmandsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.