Ísafold - 09.07.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.07.1879, Blaðsíða 4
76 Útskálum skyldi úr gildi numið. En frumvarpið var fellt í neðri d. við 2. umr. 5. þ. m. 8. Landsreikningarnir 1876 og 1877. Frumvarpi stjórnarinnar um samþykkt á þeim fylgja 7 fylgiskjöl mikil og margbrotin: tvennar athugagreinir yfir- skoðunarmannanna, sínar fyrir hvort árið, tvenn svör landshöfðingja, síðan tvennar tillögur yfirskoðunarmanna, og loks reikningsyfirlit eptir yfirskoðunar- mennina. (Málið allt 34 arkir prentaðar). Stjórnin telur tekjurnar hafa orðið 610,625 kr. 28 a. alls bæði árin, en það er 63,131 kr. 82 a. meira en á var ætl- að. Tekjuaukinn er mestur fólginn í brennivíns-og tóbakstollinum, sem hefir numið nær 194000, og erþað 34000 meira en áætlað var; lestagjaldið hefir orðið 81000 rúm, áætlað 57700; tekjur af póst- ferðum nær 23000, áætl. 15000; viðlaga- sjóðstekjur 35000, áætl. 22000 ; óvissar tekjur nær 13000, áætlað 2000. Aptur árgjaldið úr ríkissjóði orðið miklu minna entilstóð: 185,500, í stað 193,000 (dreg- ið frá lestagjald beggja póstgufuskip- anna), og tekjur af fasteignum lands- sjóðsins að eins 43000, i stað rúml. 54000. Útgjöldin telst stjórninni hafa orð- ið 462,794 kr. 45 a., en það er hjer um bil 11000 kr. meira en við var búizt í fjárlögunum. pað er hin nýja læknis- skipun, er mest hefir aukið útgjöldin, 22,000 kr.; aptur hafa „ýmisleg útgjöld“ orðið 16,000 kr. minni en fjárlögin gjörðu ráð fyrir. Afganginn eptir bæði árin telur stjórnin hafa orðið nær 148,000 kr. Innstæða viðlagasjóðsins er talin hafa verið í árslok 1877 578,143 kr. 79 a. í nefnd i máli þessu kaus neðri deildin 5. þ. m. samkv. 21. gr. þing- skapa 7/i 76 Snorra Pálss., Björn Jónss. (skrif.) og Arnlj. Olafss. (form.), og vís- aði jafnframt til hennar málinu nr. 2. Nýjar hækur. Nýrra bóka eða bæklinga er því að eins getið hjer í blaðinu, að því sje sent eitt expl. ó- keypis í því skyni. — Nauðsynleg hugvekja. Eptir sjera Jón Bjarna- son. Prentuð í prentsmiðju prentfjelags Nýja Is- lands. Lundi, Keewatin, Canada. 1879 (66 bls. 8vo). — Geschichte der Literatur des skandinavischen Nordens von den altesten Zeiten bis auf die Gegen- wart. Dargestellt von Frederik Winkel Horn, dr. phil. zu Kopenhagen. Leipzig. Verlag von Bernhard Schlicke (Balthasar Elischer) 1879. Erste I-ieferung. (80 bls., i stórum 8vo). — Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island, ved P. E. Kristian Kaalund. II. I. Nordfjærdingen. Med 4 litograferede Kort. Ud- givet af Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat. Khavn. Gyldend. Bogh. 1879. (IV + 192 -j- 2 bls. í stórum 8vo). Auglýsingar. Með því að eigi er ólíklegt, að ein- hveijir, sem ekki eru enn orðnir kaup- endur ísafoldar, kynnu að vilja eignast síðara helming þessa árgangs, sem nú er rúmlega hálfnaður, og sem mun með- al annars flytja jtarlega skýrslu um það sem við ber á alþingi i sumar fljótt og greinilega (skýrslu um málin og úrslit þeirra), líkt og á síðasta þingi — þá hefir upplagið nú verið stækkað svo, að þeim veitist kostur á því. En áskil- ið er, að þeir greiði andvirðið, 1 kr. 50 a., um leið og þeir panta blaðið, til þess að spara kostnað og fyrirhöfn við innheimtu sliks litilræðis, og fáþeir þá að auki ókeypis viðaukablöð þau, 12—20 arkir, mcð alþingisumrœðum, sem frá er sagt í auglýsingunni hjer næst á eptir. Mun þeim þá verða sent hvorttveggja, bæði aðalblaðið og við- aukablaðið, jafnóðum og út kemur, með fyrstu ferðum, þeim að kostnaðarlausu. Á pöntunarseðlinum þarf að tilgreina vel nafn kaupanda og heimili, og næstu póststöðvar. Eptir ráðstöfun alþingis kemur stutt ágrip af alþingis-riVðum þingmanna í sumar hinum mikilvægari út f viðauka- blaði við ísafold, í 12—20 blöðum (örk- um), sem koma út um þingtímann, svo fljótt sem unnt er, og verða látin fylgja ísafold ókeypis. Auk þess mun viðaukablaðið verða til lausasölu í stökum númerum, fyrir 5 aura livert númer (þ. e. hver örk). Óskemmd expl. af 1. tölubl. þessa árgangs ísafoldar (VI1,13. jan- úar) eru keypt á skrifstofu blaðsins, fyr- ir 25 aura. KIRKJUTÍÐINDI FYRIR ÍSLAND, gefin út af pórarni Böðvarssyni og Ilallgrími Sveinssyni. Af tímariti þessu er komið út 1 hepti fyrir 1878, 67/2 örk að stærð, í stóru átta blaða broti, sem innihalda: Inngangsorð útgefendanna ög Álitsskjal brauða- og kirkjumála- nefndarinnar. Verð 85 aurar. Og 1. hepti af árg. 1879, 3 arkir; efni: 1. Ritdómur um barnalærdóm sira Helga Hálfdánarsonar og Leiðarvísi byskups- ins til að spyrja úr honum. 2. Fáein orð um presta- og kirknamálið og um- mælin um það í blöðum vorum. 3. Um ástand hinna hólpnu sálna frá dauðan- um til upprisunnar. 4. Um ríki og kirkju, samband þeirra og aðskilnað. 5. Kirkjuleg bindindishreifing á Eng- landi.—Verð árg., 12 arkir, 1,50 kr. Ritið er sent til útsölu: próföstun- um síra Jóni Jónssyni á Bjarnanesi, síra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði, síra þórði f>órðarsyni í Reykjaholti, síra Stefáni J>orvaldss. í Stafholti, síra Jóni Guttormss. í Hjarðarholti, síra Steingr. Jónssyni á Stað á Reykjanesi, sira Jak. Benidiktss. í Miklabæ, síra Halldóri Jónssyni á Hofi í Vopnaf. og sira Lárusi Halldórssyni á Valþjófsstað ; enn fremur sýslum. Jóni A Johnsen á Eskifirði, alþingism. Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, factor Eggert Laxdal á Akureyri, síra Eggerti p. Brim á Hösk- uldsstöðum, sfra Páli Olafssyni á Stað í Hrútaf., lækni þorv. Jónss. á ísafirði, bókbindara Magnúsi Gíslasyni í Stykkis- hólmi og síra Steindóri Briem í Hruna; ritið fæst enn fremur hjá útgefendun- um og bóksölumönnum f Reykjavík. Útgefendurnir. Forngripasafnið er nú flutt af kirkjuloptinu upp f borg- arasalinn í þinghúsi bæjarins, ogerbú- ið að raða því þar niður. Salurinn er gott herbergi, og stór, en ekki allbjart- ur, og með því hann er troðfullur og veggirnir alþaktir, er þar hjer um bil allt það sama sýnt og var á kirkjulopt- inu; en safnið er nú orðið svo umfangs- mikið, að það þyrfti 2—3 herbergi nokk- uð minni, auk þessa, ef vel væri, og allt ætti að vera flokkað eptir aldri og kym. Óskandi væri að ekki þyrfti opt að flytja þetta safn þannig, nema þá þangað sem það gæti verið framvegis ómakslaust, því margt er þar sem vand- farnara er með en flest annað, og of dýrmætt til að taka nokkurn skaða. Safnið er opið á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 1 til 2. Jón Arnason. Sigurður Vigfúison. Ögmundur langt að austan: Guðmundur minn, hvar hefurðu verið? lestin er komin á stað og jeg er að bfða eptir þjer. Guðmundur: Jeg skauzt inn til hans Einars prentara og keypti hina nýju skemmtisögu eptir J>orlák.O. John- son sem heitir Hún er 6 arkir og kostar einungis 75 aura. Ögmundur: Hana má jeg til að kaupa, fæst hún ekki vfðar? Hún fæst líka hjá bókbindara Krist- jáni Ó. J>orgrimssyni, oghjá verzlunar- manni Sigurði Magnússyni f Liverpools- verzluninni. pú sem hirtir treyjuna í pakkhús- inu við Havsteins-verzlun í Reykjavík, f næstl. aprílmánuði, ert beðinn að skila henni annaðhvort til afhendingarmanns- ins þar, P. Bjerings, eða að Hamri í J>verárhlfð. Eptir undirlagi búnaðarfjelags suð- uramtsins er Kristfn Wíum nú komin hingað til Suðurumdæmisins, og mun á þessu sumri, svo sem í fyrra, gefa þeim, sem þess óska, leiðbeiningu og tilsögn um betri meðferð á mjólk, og öðru því, sem þar að lýtur. Hún fer nú fyrst austur að Hraungerði í Árnessýslu, og verða þeir, sem leiðbeiningar hennar óska, að vitja hennar, og kosta sjálfir flutning hennar til sfn og frá sjer apt- ur, ef svo ber undir, og veita henni kost, húsnæði og þjónustu kauplaust, meðan hún dvelur hjá þeim. Ánnan kostnað þurfa þeir eigi að greiða fyrir tilsögn hennar. Reykjavik 5. júlí 1879. //. Kr. Friðriksson. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. pliil. Með hraðpressu ísafoldar-prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.