Ísafold - 12.07.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.07.1879, Blaðsíða 1
 ALÞINGISFRJETTIR. VIDATJKABLAD VID ISAFOLD VI. 1879. Reykjavík, laugardaginn 12. júlimán. ]?essi voru hin fyrstu orð hins nýja forseta í neðri deild alþingis, Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum, er hann var genginn til forsetasætis á fyrsta þingfundi deildarinnar: ,Jeg er hinni háttvirtu deild þakklátur fyrir þá virðing, er hún hefir vottað mjer með kosningu þess- ari; en enginn mun finna eins glöggt til þess og jeg, hver vandi mjer er á herðar lagður. Jeg stend hjer í sporum þess manns, sem svo lengi að undanförnu stýrði þessu þingi með framúrskarandi dugnaði og sóma, þess manns, sem gjörði svo ómetanlega mikið fyrir þetta þing, sem elskaði það—eins og hann elsk- aði ættjörðu sína — eins innilega eins og góður sonur getur elskað foreldri sitt. J?að er sæti þessa manns, sem jeg nú skal setjast í. Og enginn getur fundið til þess eins vel og jeg, hvað margt og mikið mig vant- ar á að geta fyllt þetta sæti að nokkru leyti. Jpað er því einungis undir því komið, að jeg verði alls þess umburðarlyndis og aðstoðar að njótandi, sem hinir háttvirtu þingmenn geta mjer í tje látið, að mjer tak- ist að leysa þenna vandasama starfa viðunanlega af hendi". — Um sætisfisksgjaldið, lj.2 alin, sem stjórnin vildi leggja á hvern utansóknar-vermann til sóknarkirkjunn- ar þar, sem hann reri fyrst á árinu, ef hann stundaði sjóróðra 6 vikur samfleytt, gegn því að kirkjan væri höfð nógu rúmgóð, — urðu nokkrar umræður, áður frumvarpið væri fellt. Arnljótur Olafsson lagði á móti því. Jpað væri ranglátt, að leggja slíkt gjald að eins á utansóknar- vermenn, en ekki á utansóknar-kaupamenn, smiði eða aðra, er atvinnu stunduðu annarstaðar en í sinni sveit einhvern part ársins. Ef bóndi færi í annan hrepp eða sýslu að leita sjer atvinnu um stund, væri hann eigi látinn gjalda þar til sveitar eða í sýslusjóð, held- ur einungis til sins hrepps og í sinn sýslusjóð. Að hafa nú aðra reglu um gjald til kirkju, væri rangt. Halldór Kr. Friðriksson kallaði frumvarpið mjög ófrjálslegt; til niðurdreps guðrækni að verða að borga fyrir það í hvert skipti að mega fara í kirkju. Hann vildi jafnvel afnema þetta eina sætisfisksgjald, sem nú væri í lögum, nefnilega til kirknanna á Útskálum og Hvalsnesi. Sveitarútsvar væri t. d. í Reykjavík bundið 4 mánaða dvöl í bænum; að leggja nú þetta gjald á menn fyrir fárra vikna dvöl, væri ótækt. þórarmn Böðvarsson var frumvarpinu meðmæltur. Sætisfisksgjaldið til kirknanna á Útskálum og Hvals- nesi hefði orðið þeim að stórmiklu gagni; fyrir það væri Utsk.kirkja einhver hin skrautlegasta á landinu, og hin vel byggð, en í nokkurri skuld, sem ekki gæti borgazt ef gjaldið væri af numið svona upp úr þurru. Lög þessi miðuðu til þess að fá nægil. rúmg. kirkjur, sem nauðsynl. væri þar sem mikil væri aðsókn sjó- manna, og þannig til eflingar opinb. Guðsdýrkun. þorst. Jónsson vildi einnig af nema kirkjufiskinn í Vestmannaeyjum, sem enn væri heimtur, þótt landsh. áliti hann fallinn úr gildi. Guðm. Einarssou taldi gjald þetta mundi verða ó- vinsælt og geta orðið tilefni til ágreinings: vermenn gætu af glettni safnast í svo stórum hópum til kirkju, að hún tæki þá eigi, og þá gætu þeir skorazt undan að gjalda. Arnlj. Olafsson kvað utanþingsnefndinni (í presta- málinu) sjálfsagt hafa gengið gott til þessarar laga- smiðar, en rjettargrundvöllurinn undir frumvarpinu væri rangur, ranglátt að láta önnur lög ganga yfir vermenn en aðra, er eins stæði á fyrir. Eptir úrskurði landsh. yrði maður, sem flytti lögheimili sitt í annan hrepp, eigi útsvarsskyldur þar fyr en eptir 3 mánuði; ættu þá vermenn að verða það á skemmri tíma? Jpað væri grundvallarregla, að sóknarmenn hjeldu sjálfir kirkju sinni uppi; út af því ætti eigi að bregða að nauðsynja- lausu. Nær væri að láta útvegsbændur gjalda til kirkju fyrir inntökumenn sína, úr því þeir væri að hrúga þeim að sjer, enda ynnu þeir útvegsbændum hag jafnframt sjálfum sjer. Hann hafi heyrt, að við eina kirkju hjerna suður með sjónum hafi presturinn einu sinni orðið að vísa sóknarmönnum út úr kirkjunni til að koma útróðr- armönnum að. Síra Pdll Pálsson fann það að frv., að útróðrar- maðurinn ætti að láta allt gjaldið til kirkju þeirrar sóknar, þar sem hann reri fyrsta róðurinn á árinu, þótt hann reri alla hina róðrana annarstaðar. þórarinn Böðvarsson sagði, að sætisfisksgjaldið hefði alls eigi verið óvinsælt á Suðurnesjum. Útvegsbænd- ur mættu gjarnan greiða gjaldið, og það mætti gjarna láta lögin taka yfir fleiri en vermenn. J>etta gjald ætti ekkert skylt við sveitarútsvar. porldkur Gtiðmundss..- Gjaldið er óeðlilegt, ófrjáls- legt, og því óvinsælt; árangurinn lítill. J>að mundi varla verða farið að rífa niður nýsmíðaðar kirkjur til þess að stækka þær vegna vermanna. Jpeir ættu eigi fremur að gjalda fyrir kirkjugöngu en t. d. skólapiltar, sem sóknarmenn í Rvík yrðu jafnan að standa upp fyrir (Varaforseti: „Landssjóðurinn borgar fyrir þá-'). Jú, sakramentið er borgað prestinum, en ekki kirkjunni eða söfnuðinum. Pdll bóndi Pálsson: Ranglátt, að láta norðlenzka sjómenn, sem reru 10 vikur syðra og síðan 6—10 vik- ur við Miðfjörð eða á Skagastr., gjalda fyrir sunnan en ekkert nyrðra. Ovinsælt; kirkjurnar mundu ekki verða stækkaðar. II. Kr. Friðriksson: Sje það satt, að gjaldið sje vinsælt í Útskála- og Hvalnessóknum, er rjettast að láta það standa þar. Mótfallinn því að leggja það á önnur hjeruð; mundi ekki alstaðar jafh-vinsælt. þorst. Jónsson mælti með breytingaratkv. frá sjer um að af nema kirkjufisk á Vestm. eptir kgsbr. M/3 1778, ef sætisfisksgjaldið yrði að lögum. þór. Böðv. kvað frumvarpinu gjört lágt undir höfði, að láta það vera flutningsmannslaust. Allir, ekki sízt þeir síra Arnlj. og H. Kr. Friðr., annar prest- ur og hinn sjálfsagt prestsefni, mundu vilja nokkuð til þess vinna, að kirkjur landsins yrðu nægil. stórar og sómasamlegar. Enginn mundi láta sig muna að gjalda 25 aura fyrir að eiga kost á að fara 6 sinnum eða optar í kirkju. Forseti (Jón Sigurðsson) kvað alveg óvanal., að kgl. frumvörp hefðu flutningsmann meðal þingmanna; hann fyndi enga köllun og því síður neina skyldu til að biðja nokkurn þingmann fyrir þau til flutnings, enda gerðist þess engin þörf, þar sem eflaust bæri að álíta landshöfðingja sjálfsagðan flutningsmann slíkra frum- varpa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.