Ísafold - 12.07.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.07.1879, Blaðsíða 2
2 Landshöfðingi sagði, að gjaldið væri bundið fastri dvöl um vissan ársins tíma, til að stunda atvinnu, en en ekki lagt á ferðamenn, sem kæmi að kirkju, og væri því hvorki óeðlilegtnje ófrjálsl. Frjálslegri hugs- un að vilja eiga heimting á sæti i kirkjunni og vilja nokkuð til vinna heldur en að vilja eiga það undir náð. Hjer má segja, að sínum augum lítur hver á silfrið: sumir virðast vera svo gerðir, að þeim þykja öll gjöld til opinberra þarfa óeðlileg og ófrjálsleg. Engan ver- mann munar um 25 aura gjald á ári, en kirkjuna dreg- ur það mikið, því safnast þegar saman kemur. Amljó/ur Olafsson: Rangt að taka gjald af manni fremur fyrir það, að hann leitar atvinnu sinnar út úr sókn sinni með því að dragu fisk, en ef hann gjörir það með því að slá gras (t. d. kaupamaðurinn). Hver ætti að lána nýbyggðri kirkju fje til að stækka hana vegna útróðrarmanna, væri hún stórskuldug undir ? Bezt að láta samt sætisf. til Utsk. og Hvalsneskirkna standa, úr því vaninn er nú einu sinni á kominn þar og enginn kvartar. Varaforsdi (Gfrímur Thomsen) mælti með frum- varpinu. það mætti gjarnan láta það ná til kaupa- manna líka. Annars væri það engan veginn eins dæmi, að eitthvert gjald lægi á einni stjett manna annari fremur: sveitamenn hefðu ekkert gjald samsvarandi spítalagjaldi sjómanna, sem væri miklu hærra. Utlend- ingar fyndu það eina helzt að hjer á landi, hvað kirkj- ur væri í bágu og auðvirðil. ásigkomulagi; því þyrfti endilega að reyna að bæta tekjur þeirra. Margir prestar hefðu orðið öreigar á því að byggja upp kirkj- ur sínar. Varla hætt við að kirkjur almennt rúmuðu eigi útróðrarmenn; þar sem hann þekkti til, t. d. í Garða- og Bessast. kirkjum, væri jafnan nóg rúm; væri það öðruv. hjá síra Arnlj. eða þar sem hann þekkti til, þá væri það gleðil. að vísu, gleðil. að þar væri ávallt húsfyllir á helgum dögum. (þryti rúm, mætti hafa ráð Útskálaprestsins, þegar vermenn gerðu honum það bragð að hrúgast að kirkjunni til að offylla hana: hann bauð þeim að messa tvisvar sama daginn. Að menn teldu eptir sjer þetta litla gjald, væri vel hugsanlegt; I1 hjer væri næsta algengt að kynoka sjer við öllum op- inberum gjöldum, hve Htilfjörleg sem þau væri, og ætti þingmaðurinn eigi að nota sitt góða pnnd til að efla þann skaðlega anda. II. Kr. Friffriksson: Ófrjálsl. mjög að skylda ver- mann til að gjalda kirkju þótt hann rói eigi nema 1 róður í sókninni og geti ef til vill aldrei komið þar i kirkju. Getur vel verið, að það sje sætisf. að þakka, að Útsk. og Hvalsn.kirkjur eru i svo góðu standi; en margar kirkjur til sveita eru í ágætu standi án hans. í sjóplássum gjaldendur til kirkju miklu fleiri en til sveita; þar þarfþví sízt nýrra gjalda. Aðsókn sjómanna að verinu stopul; á að stækka lcirkju vegna óvenju- mikillar aðsóknar eitt ár ? Dæmið um Útskálaprestinn fagurt, en sýnir einmitt, að gjaldið er eigi svo nauð- synl., vilji prestur vel gjöra og sýna skyldurækni. Gjaldið mundi lenda á sóknarbændum sjálfum, útvegs- bændunum ; því að sá siður væri á kominn, að þeir keyptu til sín háseta með því að greiða fyrir þá alla þeirra atvinnuskatta. Margir útróðrarmenn mundu nota sjer 6 vikna skilyrðið, og fara burt eptir 5 vikur og 6 daga; þá missti kirkjan gjaldið. þórarinn Böffvarsson andæpti síra Arnljóti. Ver- menn að norðan eyddu opt peningum til margs miður nytsamlegs og síður sæmilegs en þótt þeir gyldu fáeina aura til kirkju. 'þyrfti að stækka kirkju, þá kostaði eigi meira að auka alin við lengd nýrrar kirkju en gamallar. H. Kr. Friðrikssyni svaraði hann, að öll gjöld mætti kalla ófrjálsleg, því fremur sem þau væri þyngri. Sjávarkirkjur hefðu miklu minni tekjur en sveitakirkjur. Gjaldið mætti gjarnan lenda á útvegs- bændunum. Arnljótur Olafsson svaraði, að sjer líkaði næsta vel að tekjur kirkna væri auknar, þeim til prýðis og söfnuðinum til gagns og gleði, en hann vildi spyrna í móti þeim ójöfnuði, að leggja gjald á vermenn, en eigi aðra, sem líkt stendur á fyrir. Varaforseti (Gr. Th.) svaraði H. Kr. Friðrikssyni, að sjómönnum væri eigi innanhandar að fara burt úr sókninni innan 6 vikna og skjótast þannig undan gjald- inu ; þeir væri ráðnir fyrir alla vertíðina. Vildi hann láta sætisfisksgjaldið til Útsk. og Hvalsn. kirkna standa, þá ætti hann einnig að greiða atkvæði með því, að kirkjutíundin í Reykjavík væri látin halda sjer óhögg- uð ; annars væri hann eigi sjálfum sjer samkvæmur. (H. Kr. Friðr.: „Nei! það er allt annað mál!“). Sje þetta gjald ófrjálslegt, eru þá máske tekju- ábúðar- og húsaskattarnir frjálslegir skattar ? Óvarlegt er að koma með slík orðatiltæki (að sá og sá skattur sje ófrjáls- legur), ef til vill í hugsunarleysi; alþýða hendir þau á lopti og kallar svo loks öll gjöld til almennra þarfa ófrjálsleg. — (J>á óskuðu 8 þingmenn umræðunum hætt, og var frumvarpið síðan fellt með 16 atkv. gegn 2). Um laun póstmeistarans (stjórnarfrv. um breyt. á launalögum 1S/19 1875, 12. og 14. gr.), sem stjórninvill færa upp í 2400 kr., úr 1700 kr., og skrifstofufje hans upp í 1000 kr., úr 600 kr., — var rætt í efri d. 5.—9. þ. m. Eirikiír Kúld efaðist um að þessarar launahækk- unar þyrfti við, nema því að eins að önnur launuð störf, er póstmeistarinn gegndi jafnframt, yrðu frá skil- in embættinu. En skrifstofuíjeð væri allt of lítið. Bcned. Kristjánsson: Með launahækkunina við embættismenn 1875 ætlaðist þingið þá til að þeir ljetu sjer lynda fyrst um sinn, enda hefir landsmönnum þótt nóg um hana, og þingið síðan neitað öllum launabóta- bænum. Prestar kostuðu meiru til undirbúnings undir sína stöðu en póstmeistarinn, og hefðu þó flestirmiklu minni laun, sýslumenn enn meiru og hefðu miklu vanda- samari og margbrotnari störf, en póstm., er þó hefði eins mikil laun samtals, auk ýmislegs, er væri embætti hans óviðkomandi, en sem hann gæti stundað af þrí em- bættið væri svo hægt, og mundu tekjur hans um árið nema fullum 5000 kr. alls. því væri óþarft að hækka laun hans að svo stöddu. Stefán Eiríksson lagði og á móti framvarpinu; laun póstm. væri meiri en nóg, þegar öll kurl kæmi til grafar; þingið ætti eigi að sinna launabótar-bóna- kvabbi embættismanna, ofan í launabótina 1875, nema brýna nauðsyn bæri til. Sighv. Árnason var á sama máli. Laun embættis- manna ættu að fara eptir vinnu þeirra, eins og t.d. sá fengi að eins hálf daglaun, sem eigi ynni nema hálfan daginn. Póstmeistarar í Danm., miklu efnaðra landi, hefðu litlu hærri laun, en þó miklu meiri og marg- brotnari störf. Jón Jónsson: Stundi embættismenn vel embætti sitt, eiga þeir ekki að gjalda þess, þótt þeir hafi fleira fyrir stafni; það er þeim öllu fremur til sóma. Laun póstm. hjer ætti að miða við erfiðleika embættisins og undirbúningskostnaðinn og fyrirhöfnina undir það. Af 120 póstmönnum í Danmörku hefði 60 minni laun en póstm. hjer, en yrðu þó að afgreiða pósta á hverjum degi, en hann að eins 8 sinnum á ári. það væri ept- irtektavert, að stjórnin ætlaði 18 póstafgreiðslumönnum á landinu minna í kaup öllum saman en póstmeistar- anum einum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.