Ísafold - 12.07.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.07.1879, Blaðsíða 3
3 Eiríkur Kuld: Af því póstm. býr í Rvík, má eigi bera laun hans saman við laun presta almennt; og þótt þeim væri illa launað, væri það engin ástæða til að fara eins með aðra emb.menn. Hann vildi launa emb,- mönnum vel, en heimta aptur mikið af þeim. Hann vildi hækka skrifstofufje póstm., úr því hann yrði að hafa aukastörf til þess að geta komizt sómasaml. af. Hann óttaðist eigi að póstafgr.menn færu að beiðast launa- bótar, þótt sjer fyndust laun þeirra sumra raunar allt of lág. Hann ætlaði að gjöra breytingaratkv. við 3. umr.: um að færa hin föstu laun, sem frv. til tæki, nið- ur i 2000 kr. (þ>riðja umræða, 9. þ. m.): Eiríkur Kúld var hættur við breytingaratkvæðið; hann væri nú kominn að raun um, að Jón Jónsson hefði glapið sjónir fyrir sjer um laun póstmeistara í Danm., og villt líka St. Eiríksson á sama mál; að eins 2 póst- meistarar í Danm. hefðu 2000 kr. laun, en allir mikið skrifstofufje. Póstm. í Oðinsey t.d. hefði 18000 kr. laun. J>að kæmi eigi embættislaununum við, þótt hinn núver- andi póstm. væri svo dugl., að hann gæti gegnt öðrum störfum utan hjá. Jón Jónsson andæpti E. Kúld, kvaðst hafa átt við póstembættismenn en ekki póstmeistara eingöngu, og meðaltal póstembættismanna-launa í Danm. væri 2000 kr., eins og hann hefði sagt. Póstmeistara-launin í Oð- insey væri eigi svo gífurleg sem E. K. vildi gjöra þau; þar af væri 9000 kr. skrifstofufje, og maðurinn hefði launaviðbót eptir aldri, enda væri og Oðinsey 10-falt stærri bær en Rvík. Hann vonaði að þingmaðurinn mundi nú, er hapn hugleiddi þetta, breyta sannfæring sinni enn einu sinni. Bened. Kristjánsson sagði að ummæli sín um auka- störf póstmeistarans hefðu að eins stefnt að því að sýna fram á, að embætti hans væri eigi svo annsamt, að honum þyrfti að launa betur en öðrum mönnum í vandasamari embættum. Laun hans ætti að bera sam- an við laun annara íslenzkra embættismanna, en ekki danskra. Sjer vitanlega ættu prestar í sveit eigi kost á að bæta á sig neinum svo arðsömum störfum, að þeir jykju tekjur sínar þar við eigi einungis upp í 5000, heldur á 6. þúsund kr., eins og póstm. í Rvík gerði. Landshöfðingi sagði, að ef borið væri saman em- bættislaun hjer og í Danm., mætti vara sig á því, að þar væri launin látin hækka eptir aldri, en í launalög- unum að eins tilnefnd hin upphaflegu laun; 2000 króna póstmeistaralaun í Danm. gæti þannig komizt upp í 2600 kr. Embættisverk póstmeistarans í Rvík sjálfs væri engu minni en þeirra í Danmörku, þótt dagleg póstafgreiðsla væri minni; þeir hefðu þetta frá 12000 —2000 kr. í skrifstofufje, og gætu því haft næga að- stoð. Póstm. í Rvík hefði á hendi alla póstmálareikn- inga landsins, fyrir 18 póstafgreiðslumenn, sem enga ábyrgð hefðu og enga reikningsfærslu, en hana hefðu þeir í Danm. Alls einn sýslumaður hefði minni laun en póstm. Jón Jónsson sagði að það væri alls eigi ijarstætt að bera störf póstmeistarans saman við störf póstaf- gr.mannanna; á Akureyri t. c^. mundu þau stundum komast hátt upp í þau á póststofunni í Reykjavík. pað væri eigi póststarfanna vegna, að póstm. þyrfti að hafa fastan skrifara allt árið, heldur eflaust meðfram vegna hinna mörgu aukastarfa. Annars mundi honum nægja fastur skrifari svo sem 16 vikur á ári. Stef in Eiríksson sagði, að sýslumönnum og prest- um væri reiknaðar allar aukatekjur uppílaunin; sömu reglu ætti að hafa við póstmeistarann. 1875 hefði átt að búa svo um hnútana, að laun embættismanna yrðu nógu há, en þó hefði verið farið að hringla í þeim á næsta þingi; þá hefði átt að bæta við póstm. 300 kr., í skrifstofufje, nú ætti að stökkva upp um 1000 kr. Eiríkur Kúld sagði, að póstm. gæti með engu móti komizt af með að halda skrifara einar 16 vikur á ári; skrifarinn yrði að vera inn í störfunum, og það gæti hann eigi orðið allt í einu, heldurþyrfti að venj- ast við þau nokkur ár. Póstm. mundi hafa engu minni peningaábyrgð en sýslumenn (stæði skil á 200,000— 300,000 kr.) og hefði orðið að setja allhátt embættisveð, póstm. væri póstm. eigi einungis fyrir Rvík, heldur allt ísland ; því stoðaði eigi að bera laun hans saman við laun póstmeistara í bæjum i Danm. á reki við Rvík. Aukastörfin kynnu að vera tekin af honum þegar minnst varði; hafa það hugfast, að embættið sjálft ætti að vera viðunanlega úr garði gjört. Sighv. Árnason vildi leggja ferðakostnað sýslu- manna á móti því, sem dýrara væri að lifa í Rvík, þar sem póstm. yrði að búa, en þyrfti aldrei út fyrir húsdyr embættisins vegna. Hann hefði litlu minni laun en sýslumenn í 3. og 4. fl., og þættu þó laun þeirra ærið há. (Eptir pað samþykkti deildin frumvarpið óbreytt með 6 atkv. gegn 5J. Lóðargjald í Reykjavík vill stjórnin færa niður í 2 aura úr 3 a. fyrir hverja ferh.alin af flatarrúmi und- ir húsum, að því leyti er snertir torfbyggingar, sem voru til 1. jan. 1878. (Frumv. til breyt. á 1. 19/10 1877, 2. gr. a., um bæjargjöld í Rvík). Jón Jónsson kvað mál þetta mikilsvarðandi, eigi að eins fyrir Rvík, heldur allt landið, einkum kaupstaðina, sem mundu taka sjer snið eptir höfuðstaðnum í þessu efni. Hættulegt, ef gjörræði og hlutdrægni einstakra manna rjeði skattalögum. Megn óánægja hjer í bæn- um með lögin frá 19/10 77, og hefði hún lýst sjer i ó- venju miklum áhuga á bæjarstjórnarkosningum í vetur; hefðu frumkvöðlar og formælendur þessara laga þá beðið lægra hlut, enda hefði það verið fyrsta verk hinnar nýju bæjarstjórnar að reyna að breyta þessum hinum ranglátu lögum, sem legðu jafnan skatt á torf- bæi og á steinhús og timburhús, jafnan skatt á lítilfjör- legasta hesthúskofa og hið dýrðlegasta íbúðarhús. O- samkvæmni við hin nýju skattalög að leggja gjaldið á lóðina, í staðinn fyrir á virðingarverð húsanna; þetta hefði sira Arnljótur tekið fram á þingi 1877. pað væri óskiljanleg skammsýni að ímynda sjer að þetta yrði til þess að torfbæir fækkuðu en timburhús íjölguðu; með því að ofþyngja torfbæjaeigendum með ósann- gjörnum álögum væri þeim gjört ómögulegt að reisa sjer timburhús eða steinhús. Hann vildi að sett væri nefnd í málið. Eiríkur Kúld kvað söguna um bæjarstjórnarkosn- inguna í Rvík i vetur eigi koma þinginu við, og ó- þarfa að halda á lopti fyrir því lofstír (!) hennar, sem þegar væri floginn um land allt. I.agði mót nefnd; vanbrúkun á tíma og fje að setja nefnd í hvert smámál. Jón Jónsson andæpti þessu. Ásgeir Einarsson var mótfallinn nefnd, en rjeð J. J. til að koma heldur með breytingaratkv. Hann skyldi eigi í því, að svo lágt gjald sem lóðargj. væri gæti komið svo þungt niður á torfhúseigendum, sem þing- maðurinn ljeti. Arni Thorsteinsson kvað örðugt að semja svo skattalög, að öllum líkaði. Raqgt að 3-aura lóðargjald næmi sumstaðar meiru en verði lóðarinnar (sem J. J. hefði sagt). pingm. hefði átt að gjöra grein fyrir, hvers vegna nefnd væri svo nauðsynleg og hvað hún ætti að gjöra. Oviðfeldið, að sömu þingmenn færu að ónýta á þessu þingi það sem þeir hefðu. gert á síðasta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.