Ísafold - 16.07.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.07.1879, Blaðsíða 1
ALÞINGISFRJETTIR. II. VIÐAUKABLAÐ Reykjavlk, miðvikudaginn 16. júlímán. Yínfangatollur. Frumvarp frá Eyfirðingum um að fimmfalda tollinn flutti Einar Ásmundsson fram í n. d. 7. þ. m., og sagð- ist hafa mælt í móti þvi nyrðra, en sjer þætti þó skylt að koma því á framfæri, því að kjósendur sínir kynnu að hafa haft rjettari skoðun: betur sjá augu en auga. Tilgangurinn óneitanlega góður: að afstýra ofdrykkju. Tollurinn hafður svo gífurlega hár, að sama og að banna algjörlega aðflutning áfengra drykkja. Hann 1 vildi hækka hann nokkuð, en eigi svona mikið. Til- gangurinn ætti að vera tvöfaldur: að takmarka nautn áfengra drykkja og auka tekjur landssjóðsins. Af því að landssjóður er nú eigi svo mjög þurfandi tekjuhækk- unar, á að nota hækkun tollsins til þess að afnema eitthvert annað gjald, t. d. lestagjaldið, sem kemur þyngst niður á nauðsynjavöru, svo sem komi, salti, kolum o. s. frv. Bened. Sveinsson kvað hin eldri tolllög eigi nógu glöggt orðuð sumstaðar, og ætti því að nota þetta tækifæri til að bæta þau að því leyti til. þórarinn Böðvarsson lagði á móti frumvarpinu. Hlægilegt væri að hafa toll á vöru 6-falt hærri en verð hennar. Nær að banna hreinlega allan aðflutning vín- fanga. Að afnema lestagjaldið væri að minnka tekjur landssjóðins kaupmönnum í hag, en öðrum eigi; tollur- inn, sem í staðinn kæmi, lendi á landsbúum, en kaup- menn mundu eigi lækka hót sína vöru þótt þeir los- uðust við lestagjaldið. ísjárvert og jafnvel fyrir neðan virðingu þingsins að vera að breyta tollinum nær á hverju þingi. Sómatilfinning manna ætti að útrýma of- drykkjunni; það áynnist eigi með hækkun tolla. Varaforseti (Gr. Th.) kvað frumvarpið geta tekið þeim bótum, að vel færi. það færi fram á gegndar- lausa hækkun á tollinum; en töluvert yrði þó að hækka hann, ef hækkunin ætti að koma í stað lestagjaldsins, sem hefði numið nær 80,000 kr. nú á fjárhagstímabilinu. Kaupmenn mættu gjarnan hafa hag af afnámi lesta- gjaldsins; skylda þingsins væri að líta á þeirra hags- muni jafnframt hinna. Vörur mundu sjálfsagt lækka í verði, væri lestagj. af ljett. Ef Spánverjar t. d. eptir- leiðis sendu tóm skip hingað eptir fiski, mundu þeir efalaust gefa meira fyrir hann ef þeir losuðust við 2 króna gjald af hverri smálest. (Málinu vísað til 2. umræðu með 17 atkv., og síð- an til fjárlaganefndarinnar með 16 atkv.). BrennÍTÍnssala. Frumvarp frá Eyfirðingum um sölu brennivíns og annara vínfanga, þess efnis, að enginn mætti fást við slíka sölu nema með leyfi lands- höfðingja, er skyldi kosta 40 kr. á ári fyrir hvern sölu- stað, 20 kr. í landssjóð og hinar 20 í sveitarsjóð, flutti einnig s. d. þingmaður þeirra Einar Asmundsson, og kvaðst miklu fremur geta mælt með því en hinu. Tilgangurinn væri auðsjáanl. að afstýra prangi með brennivín og staupasölu, smá- baukum og veitingakofum, sem alstaðar kæmi fram þar sem kauptún risi upp, svo að veitingahúsin yrði nálega eins mörg og hin húsin. Með slíkum lögum sem þessum gæti þeir einir haft vínföng til sölu, sem gerðu sjer von um mikla verziun. þórarinn Buðvarsson mælti með frumvarpinu. Að sjá um að útsölumenn vínfanga væri sem fæstir, væri VIÐ ÍSAFOLD VI. 1879. miklu betra ráð til að minnka ofdrykkju heldur en hitt, að hækka tollinn. Leyfið ætti að vera enn dýrara. Pdll Pálsson prestur áskildi sjer breytingaratkv. um, að vínfangasalar ættu að vera skyldaðir til að hafa rúm handa vissri tölu gesta. Einar Asmundsson sagði, að frumvarpið lyti jafnt til kaupmanna sem veitingamanna; en ekki tjæði að skylda kaupmenn til að hafa rúm handa gestum. Tryggvi Gunnarsson sagði, að þessi lög mundu minnka til muna tekjur landssjóðsins, með því að salan væri gjörð svo Qarska erfið, sem raunar væri nokkur hjálp gegn ofdrykkju, en þó eigi einhlít. Aðalhjálpin væri að innræta þjóðinni þá sómatilfinning, að of- drykkjan sje skaðleg og ósæmileg; að hún hefir minnk- að dálítið hin síðustu árin, er eigi að þakka dýrleik vínfanganna, heldur því, að málinu hefir mjög verið hreift í blöðunum og á mannfundum, og fyrir það vaknað óbeit á ofdrykkju. Að dýrleikurinn er eigi nóg, sjest á því, að fátæklingurinn drekkur vanalega mest; því miklu betra ef þingið vildi reyna að styðja að því með einhverju móti, að ofdrykkja útrýmdist. Reyna að fyrirbyggja smávínsölu, herða á lögum um staupasölu í búðum, og láta veitingamenn hafa nóg herbergi og rekkjur handa mönnum til gistingar. þetta mundi hrífa betur en 40 kr. gjald. II. Kr. Friðriks.: það getur eigi samrýmzt, að taka fyrst af kaupmönnum hátt aðflutningsgjald af vín- föngum og banna þeim síðan að selja þau vínföng, sem þeir hafa goldið toll af; þangað til þjóðinni er orð- inn innrættur sá hugsunarháttur, að ofdrykkja sje við- bjóðsleg, dugar tollur eða bann gegn vínföngum næsta lítið. Björn Jónsson taldi aðferð frumvarpsins til að tak- marka víndrykkju sjer í lagi óheppilega að því leyti, að þetta 40 kr. gjald á ári fyrir hvern vínsölustað væri raunar nýr tollur, umfram aðflutningsgjaldið, en sem kæmi ranglátlega niður, því þyngra sem salan væri minni. Miklu betra að binda vínsöluleyfi veitingamanna t. d. því skilyrði, að þeir hefði nógu mörg rúm til næturgistingar, en kaupmönnum ætti að banna alla veitingasölu í smærri skömmtum en t. a. m. 40 pottum I einu, eins og lengi hefði verið lög I Norvegi, og reynzt þar vel. Að því er veitingamenn snerti mundi annars í rauninni vel mega una við það vald, sem sveitarstjórnarvöld nú hafa til að banna veitingar í sínu umdæmi, sje það rjettilega notað. í Gautaborg væri haft það ráð til að minnka ofdrykkju, að bæjar- stjórnin tæki sjálf að sjer alla sölu áfengra drykkja, til- tæki verð þeirra og hagaði útsölunni þannig, að út- sölumönnunum væri hagur að því að sem minnst seld- ist. fetta ráð væri nú jafnvel farið að taka upp á Englandi, og þætti gefast vel. (Málinu vísað til 2. umræðumeð ióatkv., ognefnd sett: Einar Ásmundsson, Benedikt Sveinsson, Tryggvi Gunnarsson). þjúftjaí'ftasala. 1. í'rumvarp um að selja þjóðjörð- ina Miðhóp í Húnavatnssýslu, fyrir 3400 kr. Páll Pálsson (bóndi), flutningsm. þess, lagði með því, að ekkja, sem á jörðinni býr, fengi hana keypta, fyrir hið tilnefnda verð, af því að maður hennar hefði búið á jörðinni í 30 ár, byggt upp öll jarðarhúsin vel og vandlega, og bætt mjög mikið tún og engjar. Verð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.