Ísafold - 18.07.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.07.1879, Blaðsíða 1
ÍSAFOLD VI 20. Reykjavík. föstudaginn 18. julimán. 1879. Skrifstofa ísafoldar er i Kvennaskóla- húsinu. Allir kaupendur Isafoldar, eins þeir sem nú gjörast kaupendur að síðara helming þessa árgangs, fá í sumar ó- keypis ágrip af alpingisræðum, í við- aukablaði, sem verður 12—20 arkir. J>að er kallað „ Alþingisfrjettir, við- aukablað við ísafold VI". Um lánsfjelög jarðeiganda, eptir Árna Thorsteinsson.* II. Hin helzta ástæða, er mælir fram með lánsfjelögunum, er hið sorglega ástand, sem allur landbúnaður er í; en hann er hinn fyrsti atvinnuvegur lands vors, ef rjett er álítið, oghinn vissasti. Naut- peningur, kýr og kelfdar kvígur fara nú tæplega fram úr 17000, en í byrj- un aldarinnar voru þær rúm 18000, en í byrjun átjándu aldar 28000. Sauðfje er að vísu nokkuð fleira en áður, en það bætir ekki grasræktina að veruleg- um mun í samanburði við kúabúið. Af því að það hefir verið vanrækt, hafa móarnir í kring um túnið og þúfurnar í því stækkað og magnazt svo víða. Eptir því sem fólkið fjölgar, þarf viðurværi þjóðarinnar að aukast, en það er svo fjarri þessu, að jarðræktin færir nú ekki fram jafnmargt fólk og áður, nje eins vel. J>etta sýnir betur en allt annað ómagaþyngslin til sveitanna, jarð- næðisleysið, margbýlin á jörðum, sem ekki eru betur setnar fyrir það, mann- flutningar til Ameríku o. s. frv. Menn hafa orðið að leita úr sveitunum til sjáfarins, þar sem hægra er að komast áfram, og við það hefir fólkið fjölgað þar meira að tiltölu. Sjáfarafiinn er næsta stopull, og hann er að voru áliti því að eins beztur, að hann hafi veru- lega stoð í sveitabúnaði. J>essu fer svo fjarri, að landbúnað- urinn nú ekki getur lagt meira af sveita- vöru til sjávarmanna, og sjálfar sveitir þessar eru verr farnar í landbúnaði en áður. J>að er hörmulegt að fara um Suðurnes, og sjá, að þar, sem þó svo mikill fólksfjöldi er saman kominn, er lítið eða ekkert gjört til þess að rækta jörðina. Vjer tölum hjer ekki um ein- stöku góða bœndur, sem hafa unnið *) í fyrsta Muta þessarar ritgjörðar, ísafoklVI 18, 3. dálki á 1. bls., hefir misritazt: 41/s<,/o i stað mikið að ágætum jarðabótum, heldur um almenning eða hjeraðið í heilu lagi, Rjett hjá þurrabúðunum eru all-víða góðir útræktarblettir, sem enginn sinn- ir, og þó gengur fjöldi manna atvinnu- laus dögunum saman. Bregðist sjórinn, er opt sú fjölskylda komin á sveitina, sem vel hefði bjargazt, ef kýrgrasið hefði verið ræktað út í tíma. Um aldamótin voru í (xullbringu- og Kjósarsýslu með Reykjavík rúm 4000 manns, nú eru hjer um 73oomanns. f>á voru kýrnar 1100, nú eru þær rúmlega 1000. Sauðfje er ekki fullum 2000 fieira nú en þá. Ef fleira fólk á að geta lifað hjer á landi verður að auka atvinnuvegina, einkum allan jarðargróða. J>etta verð- ur ekki gjört «nema með jarðabótum, en til þeirra þarf aukna vinnu og að fje sje lagt í jarðabætur. Jarðarhundr- uðin eru 86,755; og sje hvert hundrað metið á 100 kr., eru þær nú 8,675,500 kr. virði. Eptirjarðabæturnar vaxaþær í verði, viðurværi þjóðarinnar verður meira, og að því skapi eykst fólkstal- an. Jpá þyrftu ekki um 3000 manns að þjóta til Ameríku, hver t. a. m. með 300 kr. í farareyri, eða nær 900,000 kr., sem hafa flutzt út úr landinu. Ef nokkru af þessu fje hefði verið varið til jarðabóta mundi góður munur hafa sjezt. Tökum til dæmis, að allar jarðir á landinu væri hækkaðar í verði með jarða- bótum um l/s Part» Þa yrðu þær alls 11,567,000 kr. virði, og 93,000 manns væri þá eins hægt að lifa hjer á landi sem 70,000 nú sem stendur. "Jpetta dæmi, er vjer nú höfum tek- ið, er svo stórkostlegt, að ekki er hægt að ná að því takmarki nema með mjög löngum tíma, miklu þreki, áhuga, starf- semi, sparnaði og sjálfsafneitun á ýms- um óþörfum hlutum, sem eru orðnir allt of rótgrónir lifnaðarháttum vorum. En til þess að finna þó þessu enn betri stað, skulum vjer taka annað dæmi, sem er minna, en þó ekki nema einn sam- kynja partur af því stærra. Bóndi kaupir jörð sína fyrir 2000 kr., leggur í hana jarðabætur fyrir tæpar 700 kr., svo að hún verður alls 2700 kr. virði; og hver er svo eigi hagnaðurinn og vinnusparnaðurinn, sem gengur til ann- ara verka, þegar mikið af túninu er orð- ið sljett og engið er bætt ? Jörðin gef- ur þannig miklu meira afsjer, ogfieira fólk getur af henni lifað. Jeg hefi áður sagt, að búnaðar- ástand vort sje mjög óheppilegt. Af þeim 86,000 hundr., sem jarðirnar eru metnar til, eru rúm 62,000 í einstakra manna eign, um 8,400 þjóðeign, um 15000 eign kirkju og andlegrar stjettar, um 1000 eign ýmsra stofnana, og nokkuð er þrætulönd. Af þessum 62000 hndr., sem eru í sjálfseign, eru að eins fáir, sem búa á sjálfs sín eign; vjer vitum eigi hve margir, en ætlum að það sje tæplega 20,000 hndr. eða eftilvill ekki nema 16,000 hndr., sem sje í reglulegri sjálfsábúð. Jpað verða því nærfelt 70,000 hndr., sem aðrir eiga en ábúendurnir sjálfir, eða jarðir, sem eru leigðar til á- búðar af eigendunum, er hirða ekki um að ábúendurnir geri jarðabætur. Jpeir eru ánægðir, ef þeir fá afgjald jarðar- innar eins og um er samið, taka því með þökkum, að ábúandinn geri jarða- bætur, en launa það engu. Af þessu leiðir, að ábúandinn fyrir vinnu sína og ástundun ekki fær annað en arðinn þann skemmri eða lengri tíma, sem hann býr á jörðunni, og þó hefir hann lagt fram vinnu sína, og arð- urinn af henni er hans eigin eign, en hann hefir nú unnið verkið á annars manns landi, og þaðan stafar öll ógæf- an. Ábúandinn gerir þess vegna all- optast engar eða sem minnstar jarða- bætur, af því að hann vill forðast að glata arðinum af vinnu sinni, og vinna öðrum. Að fara því fram, að ábúandinn skuli eiga jarðabótina á annars manns eign, mun vera bæði ógjörlegt og brotasamt, og fara ekki bétur en á írlandi, þar sem reynt hefir verið til að koma því fyrir með lögum, að ábúandinn að nokkru leyti ætti jarðabótina, eða verði eigandi að henni. Oss virðist sú grundvallarregla vera rjett, að jarðareigandinn eigi að endur- gjalda ábúandanum jarðabótina að pví leyti, sem hún eykur jörðina með við- varandi verðhœkkun. Jarðareigandanum má standa á sama, hvort hann lætur aðra vinna jarðabótina, eða að ábúand- inn gerir hana. Af þessu leiðir aptur, að þegar jörðin hækkar í verði fyrir jarðareigandann, verður hann að fá sam- svarandi hækkun í eptirgjaldinu. J>að, sem umfram er af arðinum, lendir hjá ábúandanum. Vjer tökum nú til dæmis jörð, sem kostar.....2000 kr. Abúandinn vinnur aðjarðabót, sem hækkar jörðina í verði um 1000 — alls 3000 — Jarðareigandi á þá, eptir vorri skoðun, að endurgjalda ábúanda 1000 kr. Af- gjald jarðarinnar þar á móti hækkar um helming; en ábúandinn nýtur eigi að eins þeirra 1000 kr., er honum hafa

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.