Ísafold - 18.07.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.07.1879, Blaðsíða 2
78 verið borgaðar, heldur og þess, sem að jarðabótin gefur meira af sjer en hið hækkaða afgjald, meðan hann býr á jörðinni. Jeg hefi tekið nokkur dæmi í töl- um; sjeu þau vefengd sem stórkostleg og ef til vill ekki rjett, þá játa jeg, að þetta megi skoða á fleiri vegu; en auk þess, að landið framleiðir minni jarðar- gróða en áður með meiri fólksfjölda, þá er það fast og óhrekjanlegt, að allt að 70,000 hundruð hundraða er í leiguliða- ábúð, og að jarðabótum þar hefir lítið verið sinnt um undanfarinn tíma. það eru jarðeigendurnir, sem öðrum fremur verða að styrkja að því, að jarðirnar framleiði meira; og þeir eiga með engu móti hægra með að koma þessu fram en með því að stofna lánsfjelög, sem smátt og smátt magnast og styðja að því, að jarðirnar aukist í verði og fram- leiði meira, svo að þeir, sem nú eru uppi, lifi betra lífi og fólkið nái fjölgun á sama hátt og í öðrumlöndum. Vjer erum fámenn þjóð og megum ekki standa öðrum á baki í því. Póstbrjefatal og sendinga áriö 1877. Skýrsla þessi um póstbrjefatal og sendinga nær að eins yfir árið 1877, og efninu í hana var safnað um leið og póstreikningurinn fyrir 1877 varend- urskoðaður. Jeg veit til þess með vissu, að landshöfðingi hefir safnað líkum skýrslum meðan hann endurskoðaði póstreikninginn, og að póstmeistarinn hefir gefið skýrslur um sama efni um árin 1875, 1876 og 1877, eptir skipun landshöfðingja. Skýrslu póstmeistarans, og þeirri, sem hjer kemur mönnum fyr- ir sjónir, ber þó ekki saman, og sýnir það, hve örðugt er að komast að rjettri niðurstöðu. Hjer tek jeg að eins fram höfuðatriðin, til þess að halda sem spar- ast á rúmi blaðsins. Árið 1877 fóru í gegnum hendur póstmeistarans, póstafgreiðslumannanna og brjethirðingarmannanna á íslandi brjef.......................... 39323 ennfremur blaðabögglar . . . 5568 og böggulsendingar . . . 4423 Af þessum 39323 brjefum voru með frímerkjum................35819 en frímerkjalaus................ 1574 verðsendingar og peningabijef 1930 Af brjefunum, 39323, fóru til Reykjavíkur...................12921 til Akureyrar....................3428 til ísafjarðar...................2180 til Stykkishólms ................1224 Eptir skýrslu póstmeistarans fóru með póstum árið 1876: almenn brjef og krossbandssendingar . . . . 33521 ábyrgðarbrjef og peningabijef . 629 böggulsendingar .................4682 Til að ljetta samanburðinn milli ár- anna skal jeg geta þess, að almennum brjefum og krossbandssendingum sam- svara í skýrslu minni brjef og blaða- bögglar. Tala þeirra er 1876: 33521, en 1877 : 44893. Það getur verið, að talan fyrir 1877 sje reiknuð of há hjá mjer, sem kemur af því, að jeg hef jafnan talið öll þau bijef með, sem send hafa verið til brjefhirðingarstaðanna, þó sum þeirra muni optast vera talin áður á póstsendingaskránum til póstaf- greiðslustaðarins, en póstmeistarinn mun opt sleppa þeim. En hallinn verður aldrei mikill, því brjefin til bijefhirðing- arstaðanna eru svo fá, að jeg mun í hæsta lagi hafa getað tvítalið 3000 brjef, en hef að líkindum tvítalið 1500 brjef, og svo mörg brjef getur maður álitið að standi á póstsendingaskrám þeim, er jafnan vanta. Nokkur af bijefum þessum komu frá útlöndum, og eru þau talin í aðal- upphæðinni.....................44893 þau voru samtals árið 1877 : brjef og blaðabögglar . . . 6773 peningasendingar................ 147 böggulsendingar.................1213 Afþessumó773 brjefum og blaðaböggl- um voru 580 frímerkjalaus, og af þeim fóru til Reykjavíkur (og ekki lengra) 3814. þessi brjef sem nú eru talineru þó í rauninni eingöngu frá Danmörku, og í þeim eru ekki innifalin brjef þau sem koma frá Englandi, Frakklandi og Vesturheimi, því þeim brjefum fylgja engar póstsendingaskrár, og enn ganga frá brjef þau, sem íslendingar í Höfn skrifa og senda með pósti, en leggja á káetu-borðið eða í brjefakassann, sem er á póstskipinu þegar það fer. Og að brjefþau, sem þannig ganga undan, eru ekki fá, getur sjest af því, að brjefin frá Ameríku munu nú vera orðin hjer um bil eins mörg og brjef þau, er koma frá Norðurálfunni. þ>ó ganga brjefþessi ekki öll frá aðalupphæðinni, því þau af þeim, sem fara lengra en til Reykja- víkur, eru talin í póstsendingaskránum þar, þau af þeim sem fara til Reykja- víkur falla alveg burt og eru ótalin, og aað er enn ein sönnun fyrir því, að tala sú, er jeg hef fengið, muni ekki vera of há. Mig minnir að Schiller hafi ein- hvern tíma sagt, að vilji menn þekkja sjálfan sig, þá skuli þeir líta í brjóst annara, og til þess að þekkja aðra, svo skuli menn skoða sjálfa sig. J’etta er regla, sem er eins gild og góð í hagfræðinni og hún er í daglegu lífi. Til þess að komast að því á hverju stigi vjer stöndum í brjefaskriptum,—og brjefaskriptir er eitt af þeim mörgu atriðum sem koma til skoðunar, þegar menn viljageta sjer til menntunar þjóð- anna — þáþarf að bera oss samanvið aðrar þjóðir. Vjer skrifuðum 0,6 brjef á hvern mann 1877, eða lítið meira en hálft brjef á mann. Árið 1878 fluttu allir póstar heimsins 4020 miljónir brjefa, 11 miljónir á dag, eða i27brjef á sek- úndunni. Island er reyndar ekki talið þar með; til þess að heims-hagfræðin taki nokkurt tillit til þess, þyrfti að gefa út almennustu skýrslur um hagi vora helzt bæði á ensku og frakknesku. Sje fólksfjöldinn á jörðunni talinn 1400 milj., koma 3 brjef á mann um árið. Á Bret- landi og írlandi koma 33x/2 bijef á mann, í Sviss 24, á J>ýzkalandi 161/2, í Hol- landi i5’/2, í Belgíu 13, íDanmörkui2, í Austurríki 11, í Frakklandi 10, í Sví- þjóð 7, í Norvegi 6, á Spáni, Ungverja- landi, Ítalíu og Portúgal liðug 3, í Grikk- landi 2, Rússlandi 1, Serbíu 0,9, íslandi 0,6, Rúmeníu 0,5 og á Tyrklandi 0,2 á hvern mann. Hjer eru ekki taldarhrað- frjettir. Hið eina, sem íslendingar geta huggað sig við, er, að þeir eru Tyrkj- um fremri. Jeg hef gjört tilraun til að reikna út hvað einfalt hrjef kostar skrifarann, sem gengur innan lands. Reikningur- inn er örðugur, og kemst að eins nærri því rjetta, án þess að vera það í ein- stökum tilfellum. Frímerkið kostar 10 aura, pappírinn í brjef og umslag með pennasliti og bleki gjöri jeg að sje 5 aurar, tímann sem fer til að skrifa brjef- ið tel jeg klukkutíma, og gjöri svo að almenningur vinni almennt 10 tíma á dag og hafi 10 aura um tímann (eða krónu á dag, og það er lágt). Tíminn, sem fertilað skrifa það, kostar 10 aura. Að koma því á póstafgreiðslustaðinn gjöri jeg 5 aura, því upp til sveita verður opt að senda mann á hesti til þess; sje brjefinu komið á aðkomu- mann, sem fer þangað hvort sem er, mun honum optast vera gjört eitthvað gott. í þessum útgjöldum læt jeg einn- ig felast að menn verða að sækjabrjef sín á pósthúsin, svo þau verða ekki of há. Póstarnir borga sig ekki ogland- ið leggurþeim úr sínum sjóði um 5000 kr. um árið. Helmingurinn af því kem- ur að líkindum á bijefin (hinn á bögg- ulsendingarnar), og þar koma hjer um bil 7 aurar á hvert brjef. Eptir þessu kostar þá hvert einfalt brjef 37 aura. þ>essi reikningur, þó margar athuga- semdir mætti gjöra við hann, er ekki þýðingarlaus nú, þegar verið er að gjöra út um hvort innleiða skuli spjaldbrjefin. í spjaldbrjef kostar pappírinn ekkert, nema pennaslit og blek, frimerkið kost- ar 5 aurum minna, tíminn sem fer til að skrifa það er helmingi styttri, en allt hitt er eins. Við hvert spjaldbrjef, sem vjer skrifum í framtíðinni, sparar skrifarinn 15 aura. þegar vjer förum að skrifa 10000 spjaldbrjef um árið, spörum vjer 1500 kr. um leið, og það án þess að útgjöld póststjórnarinnar þurfi að hækka fyrir það. Indriði Einarsson. Útlendar frjettir. Khöfn 7. júli. Frá Danmörku er engin nýnæmis- tíðindi. Júbilhátíð háskólans fór vel fram, sem við var að búast, þó hún

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.