Ísafold - 18.07.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.07.1879, Blaðsíða 3
79 yrði með öðrum brag — eða minna Evrópublæ — en til var ætlazt, í fyrstu. Hátíðarhöldin sjálf fóru fram í Frúar- kirkju og í hátíðarsal háskólans 4. 0g 5. júni, og flutti rektor háskólans, Mad- vig prófessor, höfuðræðumar á báðum stöðum, og svaraði seinna daginn öllum þeim heiðurskveðjum og hamingjuósk- fyrir hönd háskólans, er honum voru færðar frá háskólum Norðurlanda, frá vísinda, bókmennta og framfarastofn- unum í Danmörku, frá bæjum í Dan- mörku og Norvegi, o. s. frv. Madvig gamli hefir nú fimm um sjötugt, en allt fór honum sem skörulegast af hendi, og öllum hlaut að finnast mikið til um svo atkvæðismikla frammistöðu. Dag- arnir 4—6 júní urðu Hafnarbúum mestu fagnaðardagar, enda var ekki til spar- að. Fyrsta daginn hjeldu stúdentar sjer og gestum sínum kvöldgildi á Klam- penborg, og þar báru erindisrekarnir frá Reykjavík þeim kveðjuna frá stú- dentunum íslenzku. Sama daginn hjeldu prófessórar háskólans veizlu í Casínó (einu afleikhúsum borgarinnar), ogvoru í henni erindrekar háskólanna á Norð- urlöndum og Friðrik krónprins, en Krist- ján konungur var fatlaður þá daga af liðaverkjum og mátti hvergi koma nærrri. Síðan um kvöldið kom krónprinsinn út á Klampenborg og sat þar fyrir svör- um bæði fyrir sig og af hálfu konungs, sem í veizlunni á undan. Daginn á ept- ir hjelt borgarstjórnin prófessórunum og gestum háskólans, auk margra fleiri, stórgildi, og var krónprinsinn líka í því boði. þann dag var afmæli enna dönsku ríkislaga, og var þess sjerlega minnzt um kveldið í skemmtigarðinum Tívóli, !og komu þá þangað allir gildismenn. jþriðji dagurinn (föstudagur) var loka- dagur hátíðarinnar og endaði hún með dýrðlegri dansveizlu í Casínó. þar var krónprinsinn og kona hans, en hafði áður haft háskólakennarana, reglunefnd- ir stúdentanna, hátíðargestina og margt stórmenni í boði hjá sjer (konungsboði) í Kristjánshöll. Sambandsþing þjóðverja ernúlangt komið á veg með umræðurnar um hin nýju toll-lög, og horfist svo til, að þau nái framgöngu svo sköpuð í öllum höf- uðgreinum, sem Bismarck hefir lagt ráð til og fram haldið með miklu kappi og fylgi miðflokksins og apturhalds- manna.— 10. júní hjeldu þau Vilhjálm- ur keisari og Agústa drottning 50 ára brúðkaupsafmæli sitt, og komu til þeirr- ar hátíðar margir höfðingjar þjóðverja (Saxlandskonungur, hertogarnir frá Baden og Meklenborg, auk fl.). Frakkar hafa nú lögtekið, að þing- ið skal flutt frá Versölum til Parísar í byrjun nóvembermánaðar. þó er svo til skilið, að þegar eitthvað verður upp borið, sem varðar breyting á ríkislög- unum, og lögráðið skal í samgöngu þingdeildanna (congres), þá skal þetta þing haldið framvegisí Versölum. Nú situr þingið yfir nýjum skólalögum, sem Jules Ferry, kennslumálaráðherrann, hefir lagt fram til umræðu, og verður hjer kapprætt mál, því nýmælin fara fram á, að takmarka ijettindi „hinna kaþólsku háskóla“ (svipta þá rjetti á nafnbótum) og tilsjárjett klerkdómsins með skólum og almennri uppfræðing. Af einvaldsflokkum þingsins hafa keis- aravinir jafnan haft mestan afla á þing- inu, en nú eru þau sorgartíðindi orðin, að Louis keisarason hefir beðið bana í herför Englendinga gegn Zúlú-Kaffa- konungi í Suður-Afríku. Prinsinn var í fylgiliða- eða foringjaflokki Chelms- fords lávarðar (yfirforingjans), og var ætlazt til, að hann skyldi hafa sig í sem minnstri hættu, en hins vegar orð haft á, að hann hefði þegar sýnt sig flestum framgjarnari. i.júní rjeðsthann til með fám mönnum og reið á burt frá her- búðunum til njósna eina mílu vegar eða þar um bil. þeir áðu nokkra stund hjá litlu þorpi, og urðu einskis varir fyr en þeir ætluðu að stíga á bak hestum sín- um. Umhverfis þorpið var hávaxið gras- lendi, og þar hafði einn flokkur Zúlúa falið sig, en bograzt svo nær, að þeir voru komnir í skotfæri, þegar prinsinn og hans liðar ætluðu að hörfa aptur. Hann var kominn með annan fótinn í ístaðið, þegar svörtu kollarnir sáust upp úr grasinu og skotin riðu. ILestur Napó- leons fældist og tók á rás, svo að hann komst ek.ki á bak, en af sögnum þeirra, sem undan komust, má helzt ráða, að fylgdarmenn hans hafi hleypt undan í fáti og hver þeirra hafi ekki hugsað um annað en sínu fjöri að forða. Prins- inn hafði runnið spölkorn undan áður Zúlúar náðu honum og tveim mönnum öðrum af fylgd hans. Á þeim öllum unnu Zúlúar til bana með ^geirum sín- um og á líki prinsins fundust 17 stung- ur. Eugeníu drottningu móður hans fjell svo þungt um þessa harmafregn, að menn hugðu hana lengi nær dauða en lífi. J>egar seinast frjettist, hafði hún þó raknað við aptur, en Viktoría drottn- ing og annað stórmenni hirðarinnar gerði sjer mesta far um að votta, hve sárt sig tælti til rauna hennar. I testa- mentisskjali, sem fannst eptir prinsinn, er Viktori Napóleoni, eldra syni Jeró- me Napóleons, falið á hendur, að halda uppi ríkisrjettindum Napóleonsættarinn- ar á Frakklandi. Hinn ungi prins er ekki eldri en 16 eða 17 vetra, og get- ur því ekki færzt annað í fang, en það sem föður hans þykir ráð í vera, en margir ætla, að Jeróme prins muni þá þykjast rjettur arfþegi Napóleons fyrsta. Hins vegar er hann bundinn í báða skó, því bæði hefir hann gengið í flokk þjóð- valdsmanna á þinginu, og svo má hann eiga við því búið, að honum og sonum hans muni vart landvært, ef hann eða sonur hans gerist höfuð og oddviti keis- ara sinna. Her Englendinga hafði ekki orðið neitt ágengt til muna á móti Zúlúakon- ungi, þegar seinast frjettist til. Land- ið er afar-erfitt yfirferðar, en Zúlúar eru fyrir hvervetna í smáriðlum og gera þar áhlaup á forverði og flutningalestir Englendinga, sem þeir sjá sjer færi að koma þeim á óvart. |>au tíðindi eru orðin á Egiptalandi, að soldán (í Miklagarði) hefir tekið völdin af Ismailjarli, og sett son hans, Tewfik að nafni, fyrir landsstjórnina. Fjárhagur landsins var í svo miklum óreiða sem verða mátti, en jarlinn hafði hleypt sjer og landinu í óbotnandi skuld- ir. Hann hafði fengið mest fje hjá Frökkum og Englendingum, og þegar allt fór í óskilum með leigugjaldið, neyddu þeir jarlinn til að taka í ráða- neyti sitt tvo menn, sinn frá hvorum, og skyldu þeir sjer í lagi hafa tilsjón með fjárhag og fjárafneyzlu landsins. í vor barst jarl það fyrir, að víkja þess- um mönnum úr sessi, og það varð til- efni til, að Frakkar og Englendingar skoruðu á soldán að svipta hann völd- um. Annars eru sögurnar ekki stórum betri frá Tyrkjum sjálfum og soldáni þeirra; en í Miklagarði togast á um stjórntaumana, með öllum klækiskap, sem að vanda, þeir sem vilja hlýða for- tölum Rússa og við þá aptur vingast (Mahmud pasja), og hinir sem vilja fara að ráðum vesturþjóðanna, og þá sjer í lagi Englendinga. Krónprins Hollendinga (Vilhjálmur af Oraníu) dó 11. júní í París, 39 ára að aldri. Hann var ógiptur og vildi ekki kvongast. Bróðir hans (Alexander) er líka ógiptur (f. 1851) og þaraðauki heilsutæpur og vanburða, og horfist því nú helzt svo til, að Óraníuættin ætli að líða undir lok, ef þeim konungi og drottningunni ungu verður ekki bama auðið. Hann giptist í fyrra dóttur her- togans af Valdeck. Edínaborg, 11. júlí. Ekkert nýtt af Zúlústríðinu síðan Napóleon prins fjell. RáðgjafarPrússastjómar, Hobrecht, Dr. Falk og Dr. Friedenthal hafa sagt af sjer, og segja menn að það sje sök- um þess, að þeim þiki Bismarck sýna sig of blíðan við kaþólska flokkinn, enda standi nú sem harðast á samningum milli hans og Róms. Vætutíðin og rigningarnar haldast hjer enn og líturilla út með uppskeru. ALjþlNGI. þingfundir hafa verið haldnir á hverjum degi til þessa í báðum deild- um, nema synodus-daginn, 4. þ. m., og þeir langir flestir í neðri deild, enda eru nú 27 lagafrumvörp komin inn á þing, umfram þau frá stjórninni, eða 42 að þeim meðtöldum. Forstöðumaður fyrir skrifstofu al- þingis er cand. theol. Magnús Andrjes- son, innanþingsskrifarar í neðri deild þeir síra Stefán Thordersen, cand. theol.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.