Ísafold - 19.07.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.07.1879, Blaðsíða 1
ALÞINGISFRJETT IR. III. VIDAUKABLAD VID ÍSAFOLD VI. 1879. Reykjavik, laitfjardaginn 19. júli. Lagaskóli. Frumvarp um stofnun lagaskóla í Reykjavík, með 2 föstum kennurum, með 4000 og 2400 kr. launum. Flutningsmaður Bened. Sveinsson. Arnlj. Ólafsson kvaðst að vísu hafa verið flutnings- maður þessa máls á þingi áður, enda væri hann nú alls eigi á móti hugmyndinni um stofnun lagaskóla, en sjer virtist nú málið of snemma upp borið, af því að allan undirbúning undir kennsluna vantaði, svo sem kennslubækur, fullkomið lagasafn, o. s. frv., — !,/iti „Lagasafni fyrir ísland“ væri gengið úr lögum, en í það vantaði aptur ýmsar gildandi lagagreinir i norsku og dönsku lögbókinni og í lagasöfnum Norðmanna frá eldri tímum, svo og lögbók vora og Kristinrjett Árna biskups. En enginn ávinningur, verði kennararnir að kenna eptir dönskum kennslubókum. Betra væri nú í bráð, aS landsstjórnin skipaði yfirdómurunum að setja saman í eina bók öll þau lagaboð og allar þær laga- greinir, er enn gilda hjer, með aðstoðarmanni fyrir hæfilega þóknun, og aS heitið væri verðlaunum, 50— iookr. fyrir örk hverja, þeim, er semdi fræðibók í ein- hverjum bálki landslaga vorra. Síðan mætti gjöra bezta rithöfundinn að kennara við lagaskólann. Flutningsmað'ur (Bened. Sv.) sagði, að málið væri kunnugra en svo á þingi, að þörf væri á að fjölyrða um það. fað væri sannkallað vöggukvæði þingsins. Frumvarpið þetta mætti heita alveg eins og það, sem báðar deildir samþykktu í þinglok 1877, en eigí varð útkljáð þá. Sjer skildist sem Arnlj. tryði bökinni bet- ur fyrir kennslunni en kennaranum, en það væri röng skoðun. Enda ekki að hugsa til að fá góða kennslu- bók í nokkurri vísindagrein fyr en farið er að kenna hana, fyr en búið er að rannsaka það efni á vísinda- legan hátt, sem bókin ræðir um; slík kennslubók væri dvöx/ur, en ekki undirrót kennslunnar og þekkingar. Landshöföingi var samdóma Arnlj. Nú í Khöfn væru 10—15 lögfræðinga-efni, sem mundu líkl. nægja landinu í 20 ár. Betra að verja fje til annars nytsam- legra. þ>ó hugmyndin kynni að vera fögur, þá væri hún aú' svo stöddu ótimabær burður. II. Kr. Friðriksson var samdóma landsh. og Arnlj. Bókarleysið. Ef tómir fyrirlestrar væru, mundi stefn- an í kennslunni verða dönsk; annað hefðu kennararnir eigi lært. Meiri þörf hefði verið á skólanum áður. 10 —15 að læra í Höfn, því kæmi annaðhvort enginn á skólann eða menn þaðan kæmust eigi að neinu embætti. Flutningsmaður (Bened. Sv.): jþó jeg ekki efist um, að deildin sje fær um að meta mótbárur landshöfðingja og H. Kr. Fr. móti frumvarpinu, vegna þess, að þær eru svo gamlar og alþekktar, þáviljeg þó svara þeim nokkrum orðum. Jeg furða mig ekki á því, að lands- höfðingi kom með hina sömu mótbáru og vant hefur verið að koma með, þegar ræða er um nýjar náms- stofnanir hjer á landi yfir höfuð, að nógu margir náms- menn sjeu til í þeirri grein, og námstofnunin sje því óþörf, og jeg furða mig heldur ekki á, þó mótbárur þessar magnist tvöfalt, þegar ræða er um lagaskóla, en jeg held þó, að jafnvel landshöfðinginn sjálfur, þó jeg eigi vilji kasta rýrð á vizku hans og speki til að lesa í óskrifaðri bók, sje ekki fær um að lesa svo í þeirri bók, að hann geti sagt fyrir, hvort nógu margir lögfræðingar munu verða til í embættin svo sem næstu 20 ár. Landshöfðinginn sagði, að kostnaðurinn til stofn- unarinnar væri óþarfur; þá mótbáru get jeg sem sagt vel skilið frá lians sjónarmiði, en hans sjónarmið er annað en sjónarmið landsins og jjóðariunar; þjóðin hefur sýnt áhuga sinn á málinu, og fylgt því svo fram, að í hennar nafni er ekki mögulegt að tala um óþarf- an kostnað. J>etta mál hefir svo að segja, eins og eg áður sagði, verið vöggukvæði alþingis frá því fyrsta ; fyrir alþingi 1845 kom fyrst bænarskrá um lagaskóla frá 24 námsmönnum í Kaupmannahöfn i þeirri mynd, að konungsfulltrúi sagði, að það væri ómögulegt að uppfylla þá bæn; þá var farið fram á, að stofna þjóð- skóla, er skyldi gripa yfir latínuskólann í fullkomnaðri mynd, kennslu í forspjallsvísindum, prestaskóla, lækna- skóla ogaðendingu lagaskóla. Fyrir alþing 1855 kom bænarskrá frá öllum námsmönnum í Kaupmannahöfn, þar á meðal Arnlj. Olafssyni; hún var vel samin, ræki- leg og hjartnæm, svo vel samin, að forseti efri deildar, sjálfur biskup landsins, dáðist að henni. Og sjá! hinn heiðraði þingm. var einn af höfundum þessarar bænar- skrár. þ>á var áhuginn á lagaskóla svo mikill, að bæn- arskrá til konungs um hann var samþykkt með ióat- kvæðum gegn 5. 1857 ítrekaði alþingið bænarskrá til konungs um lagaskóla með ióatkv. gegn 5, 185Q með 20 atkv. gegn 3, 1861 með 21 samhljóða atkv., þá var enginn á móti nauðsyn lagaskóla. Hin 2 síðast töldu árin var flutningsmaður málsins enginn annar en — H. Kr. Friðriksson! (Hlátur). Já, hann gjörði betur til, hann flutti málið í þriðja sinni, og aldrei ákafar en þá. En svo hvíldi hann sig, en var þó málinu einlægt með- mæltur, eins og aðrir þingmenn. Árið 1863 kom mál- ið enn fyrir alþing og var þá samþykkt með 21 atkv. gegn 2, árið 1865 með 19 atkv. gegn 3, árið 1867 með 18 atkv. gegn 4, 1869 með 21 samhlj. atkv., 1871 með 19 samhlj. atkv., 1873 með 20 samhlj. atkv. En—nú kemur löggjafarþingið, og þá bregður undarlega við; málið kemur þó fyrir þingið 1875, en fær ekki fram- gang sökum tímaleysis; það kom aptur fyrir þingið í hitt eð fyrra, og var að vísu samþykkt í aðalatriðun- um, en sökum ágreinings um launa-upphæð kennar- anna í þinglok varð málið ekki endilega til lykta leitt. Alls hafa nú, eptir þessu, verið greidd í sögu þingsins 238 atkvæði með lagaskólanum, en 27 á móti, og jeg játa reyndar því, að í þessum 238 atkv. felast mörg og margítrekuð atkvæði sömu mannanna, þar á meðal H. Kr. Fr., en sama er að segja um hin 27 atkv. á móti. Allt svo: H. Kr. Fr. hefir svo opt gefið atkvæði sitt með málinu, að þingdeildin þarf ekki að meta það mikils, þó hann í dag gefi sitt atkvæði á móti laga- skólanum. Hann talaði um, að undirbúningur undir skólann væri nauðsynlegur, og lagði mikla áherzlu á það, að óvíst væri, hvað væri, eða hvað að lögum væri íslenzk lög og hvað dönsk, og sagði hann, að úr því ætti löggjafarvaldið fyrst að skera. (II. Kr. Friðriks- son: Nei, það sagði jeg ekki!). Jú einmitt! hann vildi setja úrlausn þessarar spurningar sem undangangandi skilyrði fyrir stofnun skólans, en þessu verð jeg að neita. J>að er ekki löggjafarvaldið, sem á að skera úr hver lög eru gildandi eða ekki, heldur miklu fremur heyrirþað undir dómsvaldið grundvallað á vísindalegri rannsókn; þetta vona jeg hann játi. En það er, viti menn, meira blóð í kúnni! (Hlátur). þ>að felst i þess- um orðum hans sú játning, að það sje lagalcysi á ís- landi; það er sannarlega athugavert, þegar hann segir það, að ekki einungis hann, heldur menn yfir höfuð ekki viti hvað sje lög, og hvað sje ekki lög. Efþetta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.