Ísafold - 19.07.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.07.1879, Blaðsíða 2
10 er ekki ástæða til að stofna lagaskóla og lagafræði A ísandi, þá veit jeg ekki hvað ástæða er; og það er einmitt þessi sama ástæða, sem vakir og lifir í brjósti allra manna á íslandi. H. Kr. Friðr. hjelt að þörfin á lagaskóla væri minni nú en áður; í staðinn fyrir þetta ntti hann að segja: hafi þörfin verið áður, þá er hún nú vaxin og nauðsynin aukin. þ>essi nauðsyn er skýr og glögg í mínu brjósti, og allra góðra íslendinga. þ»jóð- in þráir lagaskólann, það er víst og vafalaust, en það er á valdi og ábyrgð deildarinnar að ákveða, hve lengi hún skal bíða eptir þessu nauðsynjamáli. Landshöfðingi: Að alþingi lauk ekki við laga- skólalögin 1875 eða 1877, sýnir og sannar, að þörfin á honum er eigi svo mikil. Endaernú sem stendur eigi til nokkur maður, er fær sje um að takast á hendur lagakennsluna. Arnlj. Ólafsson: Jeg er samdóma flutningsmanni í því, að þörf sje á lagaþekking og lagafræði hjer á landi, en ekki að þörf sje á laga-shó/a. Sveinn Sölva- son samdi 2 lögfræðisbækur, og er undarlegt, ef eng- inn annar íslendingur gæti samið lögfræðisbók án þess að vera kennari við skóla, fengi hann það vel borgað. Sje svo, fæ jeg eigi skilið, að nokkur maður sje nú til sá, er hæfur sje að verða kennari við skólann. Ann- riki sýslumanna muni naumast meina þeim slík rit- störf; þetta hafi Sv. Sölvason komizt til þess. Og beztu lögfræðisbækur Dana eru eptir mann, sem ekki var háskólakennari, sem sje Scheel. (Ben. Sv.: Hann var háskólakennari!). Ef mig minnir rjett, var hann dómari þá er hann samdi flestar lögfræðisbækur sínar. Að áhuganum að fá lagaskólann ljetti allt í einu undir eins og þingið varð löggefandi, virðist benda til þess, að ráðgjafarþingið hafi haft lagaskólann sem eina af þeim mörgu svipum á stjórnina til þess að flýta fyrir fjárhagsaðskilnaðinum. Flutningsm. (Ben. Sv.): Landsh. og A. O. komu báðir með þá mótbáru, að af þvi að löggjafarþingið 1875 og 1877 samþykkti eigi lagaskólann, þess vegna sje engin þörf á honum (Arnlj. Ol.: J>að sagði jeg ekki!). Jú, jeg get með áreiðanlegri hugsunarvissu rakið það út úr orðum þingmannsins. Frábið mjer, að mjer sje borið á brýn að hafa tekið þátt í þeirri „svína- pólitik“, sem hinn h. þm. benti til og vildi verja mál sitt með, að jeg hafi haldið fram lagaskólanum á hin- um ráðgefandi þingum af því, að ríkissjóðurinn átti að borga hann. Ráðgj.þingið vildi hafa kostnaðinn úr ríkissjóði einungis af því, að það hafði ekkert annað fje til að borga kostnaðinn við skólann með, sökum þess það hafði eigi fjárveitingarvald, og því var jafn- vel einu sinni stungið upp á að jafna lagaskólakostn- aðinum niður á landið allt, ásamt með og eins og al- þingiskostnaðinum, og þetta, einmitt þetta, samþykkti þingið með miklum atkv. fjölda. f>etta sýnir bezt að því var alvara, og því get jeg í alls þingsins nafni beðið þingmanninn að hafa pólitík þá, er jeg áður nefndi, eingöngu fyrir sjálfan sig. 1 .andsh. og A. 01. heimta, að til sjeu bækur eptir kennaraefnin, til þess að borið verði um, hvort þeir sje færir um að kenna. En má jeg spyrja: er þetta svo í Khöfn? Hefirnokk- ur háskólakennari þar samið kennslubók í lögum, áð- ur en hann varð kennari ? (Arnlj. 01.: Við erum Is- lendingar, en ekki Danir!). Hvaða bók samdi prófess. Goos, áður hann varð háskólakennari ? Hvaða bók samdi Nellemann? Hvaða bók samdi Wedel? Hvaða bók Bornemann sál. ? Hvaða bók I.arsen sál. ? Beztu lagamenn Dana. Hvaða bók Gram sál. ? Já og svo þessi góði Scheel, dýrðlingur þingmannsins, hvaðabók samdi hann, áður hann varð háskólakennari ? Enginn af þessum mönnum, þessum alkunnu háskólakennurum, gefa út á prent eina einustu kennslubók í lögum, fyr en löngu eptir að þeir eru orðnir kennarar, og sumir aldrei. f>að er að eins 1 háskólakennari, sem jeg þekki, hinn nafnkunni Krieger, sem gaf út eina bók áður en hann varð kennari, en einungis sem handrit; en—þetta þýðir sama sem : jeg undanskil mig allri kritík; hann þorði ekki einu sinni að láta A. O., sem þá var ungur námsmaður i Kaupmannahöfn, hann þorði ekki einu sinni, segi jeg, að láta hann kritísera bókina ! Svona eru vísindamenn varkárir með rit sín í Danmörku, þar sem þó er miklu .hægra að eiga við lögin, þar sem aldrei hefir verið dembt inn útlendum lögum með lögum og ólögum, eins og átt hefir sjer stað á íslandi, og þar sem því löggjöfin hefir gengið eptir fastri og eðlilegri rás. J>að er sorglegt að koma með þess konar mótbáru mót svo áríðandi máli sem þessu. þ>ó einhver sýslumaður, sem jeg þó efast um, væri nú fær um að rita slíka lögfræðisbók, sem þing- maðurinn er að stagast á, þá er jeg viss um, að hann gjörir það ekki, hvað mikil laun sem fjárlaganefndin veitir honum til þess. Jeg vil óska og vona, að þing- menn láti ekki viíla fyrir sjer með þess konar mót- bárum, heldur líti á hvað áríðandi þetta mál er, og hvað heitt það lifir í brjósti þjóðarinnar. Varaforseti: Jeg vil leyfa mjer að minna flutnings- manninn á, að þegar lagaskólinn kom fyrir þingið 1875, þá var hann samþykktur með einu skilyrði, sem ein- mitt snerti kostnaðinn, því skilyrði, að yfirdómararnir tæku að sjer kennsluna; nú er útsjeð um það að yfir- dómararnir geti orðið skyldaðir til þessa starfs, eins og flutningsmanni er kunnugt. Landshöfðinginn sagð- ist ekki þekkja neina menn, sem færir væru til að takast á hendur kennslu á lagaskólanum; jeg skal nú ekki leyfa mjer að hafa neina meiningu um það atriði, en úr. því yfirdómararnir ekki eru fúsir til þess að takast kennsluna á hendur, eins og mjer er kunnugt frá í hitt eð fyrra, þegar mjer var sá sómi sýndur að vera settur í nefnd í lagaskólamálinu með flutnings- manni, úr því svo er, þá verð jeg að vera A. O. sam- dóma um, að ekki sje kominn tími til að stofna laga- skóla. J>ar að auki vil jeg minna flutningsmann á það, að það er ekki einungis í hinum nýrri lögum, að vant- ar kennslubók í lögum, heldur þykir nú eptir fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar þörf á, að gefa út áreiðanlega útgáfu á Jónsbók, sem ekki verður um garð gengin fyr en eptir 4 ár; þar að auki stendur til að ný landbúnað- lög verði lögleidd, og væri gott og þarflegt, að þau lög væru komin á, áður en lagaskóli er stofnaður, þar þau snerta mjög mikilvægt atriði í löggjöf landsins. J>ó jeg játi að hugsunin í þessu frumvarpi sje góð, þá finnst mjer þó ekki kominn tími til að lögleiða það, og vil bæta því við, að þó þingið samþykki það, þá er það mjög óvíst, að lagaskólinn komist á á þessu fj árhagstímabili. IL. Kr. Frið'riksson: Flutningsmaður ber mjer á brýn, að jeg hefði tvisvar sinnum verið fiutningsmaður þessa máls, en það sannar ekkert að þörfin á laga- skóla sje uú brýn. Beiðni hins ráðgefandi þings um lagaskóla var grundvölluð á þeirri ósk, að lagaþekk- ing útbreiddist í landinu, en einmitt það, að alþing nú síðast hefir ekki farið fram á að fá lagaskóla, sýnir að þörfin virðist ekki eins brýn og áður. Flutnings- manni hættir annars við að afbaka orð annara. Jeg veit vel að það heyrir ekki undir löggjafarvaldið held- ur undir dómsvaldið, að skera úr því, hvað er lög, og verð jeg að frábiðja mjer slíkar afbakanir á orðum mínum; því að ef jeg ekki vissi þetta, þá væri jeg alveg óhæfur til að vera þingmaður. J>að sem jeg sagði og vildi segja, var, að löggjafarvaldið er nú að starfa sem óðast að lögum, og meðan ekki eru komin lög í aðalmálunum, þá er ekki kominn tími til, að stofna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.