Ísafold - 22.07.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.07.1879, Blaðsíða 2
4 skammtalækningunum af hálfu hins opinbera ; en of- sóknir þær duttu aptur um koll og urðu að engu, og smáskammtalækningarnar hjeldu áfram og útbreiddust sem eldur í sinu eptir sem áður. En nú hefir aptur komið moldviðri af málsóknum gegn smáskammtalækn- unum. En á hverju er slíkt byggt? Jeg býstvið, að mjer verði svarað : „A gildandi lögum-1. þ>á vil jeg spyrja: „Á hvaða lögum?“ Jeg ímynda mjer, að aðal- löggjöfin, er menn munu vitna til, sje tilsk. 5. septbr. 1794, sbr. við ákvörðun í instrúxi fyrir landlækni, dags. 21. desemb. 1824, 32. gr. Má jeg spyrja: Eru þetta gildandi lög gegn smáskammtalækningum á íslandi? Jeg held helzt ekki. Að vísu er það ómótmælanlegt, að þau hafa verið lesin upp á alþingi 1795; en jeg ef- ast um, að það út af fyrir sig sje nóg. Gæti menn að þvi, að tilskipunin er á dönsku, og hefur mjer vitanl. aldrei verið birt á íslenzkri tungu. Gæti menn að þvi, að enda þótt það hafi verið álitið nóg á þeim timum, sem tilskipunin er frá, til þess að gefa henni lagagildi, að hún var lesin upp á dönsku á alþingi, þá leiðir ekki þar af, að þetta sje nóg á þessum tímum. Jeg skal i þessu tilliti taka það fram, að mjer virðist það ærið vafasamt, að lagagildi þessarar tilskipunar geti samrýmzt við tilskipun 15. des. 1831, er ákveður, að öll lög, er gild skulu vera fyrir ísland, skuli vera bæði á íslenzku og dönsku. Og þó menn nú ekki vildu byggja á þessu, þá geta menn þó ekki hlaupið fram hjá grundvallarreglum og anda hinnar nýju stjórn- arskrár, og eptirþeim er ekkert lög nema löggjafans auglýsti vilji á voru máli, íslenzkunni. Jafnhliða öllu þessu get jeg þess, að mjer vitanlega hefur þessi til- skipunfrá 1795 aldrei rótfest sig með praxis eða dóms- venju hjer á landi. þetta er nú það, er jeg vil taka fram viðvíkjandi hinni formlegu hlið málsins. — J>á er nú innihald tilskipunarinnar. Getur nokkur sagt, að löggjafinn hafi ætlazt til, að tilskipun sú, er hjer er um að ræða, skyldi verða gildandi fyrir ísland? í til- skipuninni er Danmörk nefnd, en ekki ísland; og sjúk- dómar þeir, er í henni eru nefndir, eru enn fremur þess eðlis, að þeir eru óvenjulegir á íslandi. Enn er það, að m e n n þeir, er tilskipunin beinist að, eru hinir svo- kölluðu „kloge Mænd og Qvinder“. jpessi orð geta þó ekki heimfærzt upp á presta þáogvísindamenn, sem jeg áður nefndi. En nú er eptir aðalatriðið, og það er það, að homöo- pathían var ekki til, þegar þessi tilskipun var gef- in. Hvemig gat löggjafinn því haft hana fyrir augum ? En menn munu segja : Analogía hennar nær til smá- skammtalækninganna; en við því kveð jeg nei, því stórskammtalæknarnir, sem tilsk. eingöngu hefur fyrir augum, segja einmitt að smáskammtalækningarnar sjeu áhrifalausar, og allt svo ómögulegt að þær setji heilsu manna og líf í hættu, sem er skilyrðið fyrir því, að til- sk. 1795 verði beitt. þ>að er því engin spurning um, að lög þessi geta eigi átt við smáskammtalæknana, að minni hyggju. Má jeg spyrja: Hvað á þá að gjöra viðþetta? Að láta málið ganga sinn gang, er ógjörn- ingur. Allopatharnir hafa engan frið meðan þeir vita af homöopöthunum svona, sem þeir segja, í lagaleysi. Jeg verð því að álíta ráðlegt og æskilegt, að þessum ófriði og ofsóknum sje sett takmörk með lögum. J>að er og kunnugt, að í öðrum löndum hefir homöopathían rutt sjer til rúms þrátt fyrir allar ofsóknir og mót- spymur; vísindin viðurkenna hana, og stjórnirnar einn- ig, og mjer virðist, að það sitji ekki á íslendingum, að reisa sjer þann hurðarás um öxl, að bæla homöopathí- una niður. Eptir minni skoðun ættu lækningar að vera sem fijálsastar, og að eins bundnar nauðsynlegum tak- mörkum af hálfu hins opinbera. J>ess vegna og í þessa stefnu hefi jeg komið fram með frumvarp þetta, sem sjálfsagt er ófullkomið og þarf breytinga við. Jeg leyfi mjer því að stinga upp á, að 5 manna nefnd sje skipuð i mál þetta, og 1. umræðu þess svo frestað. þórarinn Böd'varsson: Jeg þarf ekki miklu að bæta við orð flutningsmanns; hann rakti sögu smá- skammtalækninga hjer á landi, og taldi upp, hverjir hefðu iðkað þær, en hann fór minna út í það gagn, sem þeir og aðrir hafa gjört með lækningum sínum. Jeg veit ekki betur, en það sje eindregið álit almenn- ings, að smáskammtalækningar hafi gjört mikið gagn, og þó almenningur heyri það opt, að hann hafi ekk- ert vit á slíku, þá hefur hann þó vit á því, hve nær hann kennir til, og hve nær hann hættir að kenna til. Jeg er því meðmæltur, að smáskammtalæknar hafi sömu rjettindi og þeir, sem stunda læknisfræði, án þess að vera prófaðir, en jeg efast um hvort rjett er, að gefa lög um það efni; jeg álít það ísjárvert fyrir löggjafar- valdið að leyfa það, sem ekki er bundið þeim skilyrð- um, sem vani er að binda slíkt við. Jeg er ekki laga- maður, en jeg held þó, að ekki þurfi lög um þetta; flutningsmaður sagði sjálfur, að sú eina löggjöf, sem snerti þetta, gilti eigi hjer á landi, og það er víst rjett. J>ó jeg sje ekki sjálfur lagamaður, get jeg þó lesið, hvað aðrir, sem eru lagamenn, segja, og þannig hef jeg lesið brjef ráðherrans til amtmannsins fyrir norðan 29. maí 1855; hafði amtmaður skotið því til ráðherr- ans, hvort banna ætti smáskammtalækningar í norður- amtinu og sagði meðal annars, að þó farið væri að lögsækja smáskammtalækna, mundu þeir þó ekki verða sakfelldir fremur en aðrir skottulæknar, ef þeir ekki hefðu gjört skaða. Á þessa skoðun fjellst ráðherrann, og efast jeg ekki um, að það sje rjettur úrskurður, og ímynda mjer því, að ekki þurfi nýrra laga við ; en ef lög verða sett, þá ætti að setja þá reglu, að hverjum væri bannað að iðka smáskammtalækningar, þegar upp- víst er, að hann hafi gjört hinn minnsta skaða með að- ferð sinni, eða með öðrum orðum, að setja nákvæmari reglu um aðgæzlu á þeim, sem stunda lækningar án leyfis, og ákvarðanir um að hegna þeim, sem gjöra skaða. Að vísu eru hegningarlögin til, en jeg verð þó að álíta, að reglur um þetta væri ekki óþarfar. Guðm. Einarsson: Deildinni mun ekki úr minni liðið, að fellt var hjer um daginn frumvarp um stofnun læknishjeraðs í Dalasýslu; landshöfðinginn taldi það sem aðalástæðu móti frumvarpinu, að enn væru óveitt 4 læknishjeruð, og dreg jeg þá ályktun út af því, að mest sje nauðsynin á læknishjálp í þeim hjeruðum. J>essi þörf á lækni verður því tilfinnanlegri, þegar far- ið er að elta þá og ofsækja, sem veita hjálp og lið- sinni, þar sem ekki verður náð í lækni, og er það ó- heppilegt hapt á frelsi manna. Jeg er nú orðinn 60 ára gamall og veit marga ólærða lækna, sem hafa hjálpað, og hjálp þeirra komið að miklu gagni, en jeg þekki ekki eitt einasta dæmi þess, að þeir hafi gjört skaða. Jeg vil ekki tala um homöopathíuna, því að jeg er ekki fær að dæma um hana; nema mjer hefur hún einu sinni hjálpað, og læknað í mjer tannpínu, eptir að jeg hafði árangurslaust reynt mörg allopathisk meðul við henni, svo að jeg hef aldrei fundið til henn- ar síðan. Jeg fyrir mitt leyti tel það hina mestu fá- sinnu að takmarka þá hjálp, sem einstakir menn af náttúrufari, nauðsyn og góðsemi láta í tje, til að reyna til að líkna sjúkum, já, jeg vil taka dýpra í árinni, og kalla það enda ókristilegt, að lögsækja menn fyrir slík- ar sakir, ogviljeg því fara miklu lengra en frumvarp- ið, og veita fullt lækningafrelsi; jeg er samdóma síra J>. B., að þá fyrst eigi að setja mönnum takmörk, þeg- ar þeir gjöra skaða með lækningakáki, og þá eru líka hegningarlögin til taks; en, eins og jeg áður sagði, jeg þekki ekki eitt einasta dæmi, að skaði hafi hlotizt af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.