Ísafold - 26.07.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.07.1879, Blaðsíða 1
 I S A F 0 L D VI 21. Reykjavík, laugardaginn 26. júlimán. \ 1879. §/tF~ Skrifatofa ísafoldar er i Kveimaskóia- húsinu. Afgreiffsln og íitsending blaðsins hefir á hendi nú sem að undanförnu herra amtskrifari Pdll Jóhannesson (í húsi hlutafjelagsverzlunarinnar). „Aljingisf'rjettir, viðaukablað við ísafold VI", 12—20 arkir, (5 þegar út komnar nú), fá þeir ó k eypi s, sem gjörast kaupendur að síðara helming þessa árgangs ísafoldar, frá nr. 17. ¦— Hálfur árgangur kostar 1 kr. 80 aura. J>að hefir verið áður í þessu blaði minnzt lítið eitt á annmarka þá, er því fylgja, að sami maðurinn er póstmeistari og afgreiðslumaður póstgufuskip- anna. J>essi tvenn störf standa hvort fyr- ir öðru, til all-mikils baga fyrir þá, sem njóta eiga. Til þess að hafa nægileg- an tíma til að afgreiða jafnsnemma bæði póstbrjef og sendingar, sem með póst- gufuskipunum eiga að fara, og vörurn- ar, sem þau fiytja (rita farmseðla, farm- skrá o.s.frv.), verður póstmeistarinn að loka pósthúsinu og afgreiðslustofunni hjer um bil fullum sólarhring áður en skipið leggur af stað í hvert skipti, — 27 klukkustundum áður þær ferðírnar, sem mest er sent með skipunum, þ. e. haust og vor, og 21 kl.stund í hinum ferðunum. J>að er einungis fyrir sjer- staklega náð eða kunningskap við póst- meistarann, ef nokkur er svo lánsamur að geta komið nokkrum hlut eptir þann tíma, nema lausum brjefum. Og vegna annríkisins, þegar hvorttveggja streym- ir að í einu, vörusendingarnar og póst- sendingarnar,. verður afgreiðslan hvergi nærri eins greið og áreiðanleg og ella mundi, sem ekki er við að búast. Jpó er sá annmarkinn enn þá lak- ari, að þó að svo sje kallað, að vörur og fiutningsgóz með póstgufuskipunum sjeu afgreiddar af þessum manni, sem til þess er settur, sem sje póstmeistar- anum, þá getur það raunar engin af- greiðsla heitið. Farmseðlar fyrir vör- um, sem með póstskipunum koma, fást að vísu á pósthúsinu smátt og smátt dagana, sem skipin liggja á höfninni; en þá er búið. Hvar sendinganna er að leita, eða hvort þær eru einu sinni komnar, er hulinn leyndardómur, sem hlutaðeigandi verður sjálfur að reyna til að grafast eptír með ærinni fyrir- höfn og jafnvel kostnaði á stundum; það ber jafnvel við, að leitin er árang- urslaus þangað til löngu eptir að skip- ið er farið aptur. Vörusendingunum er nefnilega fleygt inn í pakkhús kaup- manna hingað og þangað um allan bæ- inn, eða látnar liggja úti á víðavangi, og ekkert skipt sjer af þeim framar. Síðan kemur reikningur frá einhverjum kaupmanni fyrir flutning á sendingunni í land; viðtakandi má borga hann og eiga undir kasti hvort hann heimtir send- ingu sína nokkurn tima eða aldrei. — Sá sem vill koma sendingu hjeðan með póstgufuskipunum, verður fyrst að fara með hana á pósthúsið, til að fá farm- seðil fyrir henni, fara síðan þaðan með hana aptur, ganga út um stræti og gatnamót til þess að útvega sjer menn bát til að koma henni út í skipið, og kosta til þess ef til vill miklu meira en fiutningsgjaldið allt nemur til Khafnar eða hringinn í kring um landið. Með júníferð Díönu hjeðan var upp tekið það nýmæli, að farþegar skyldu koma með það, sem þeir hefðu með sjer í fari sínu, á pósthúsið, til viktar og auðkenningar með tölu, ogfara síð- an burt með það aptur, eins og annað fiutningsgóz. J>etta er til þess gjört, að farþegar hafi eigi með sjer ókeypis meira en hina tilteknu 10 fjórðunga. En — svo er vísdómslega um búið með þessu, að þeim er raunar boðið upp á að fara með fiutninginn heim aptur og bæta við eptir sinni vild í ferðapoka sína og hirzlur! Hefði sinn maðurinn hvern starfann, póstafgreiðsluna og vöruafgreiðsluna með póstskipunum, mætti fyrst ogfremst halda áfram að veita viðtöku sending- um í skipin þangað til 5—6 klukku- stundum áður en þau leggja af stað. "það er sannarlega nægilegur frestur. í annan stað ætti vöruafgreiðandinn að hafa afgreiðslustofu sína niður við sjó, og jafnframt geymsluhús, til þess að veita þar viðtöku vörusendingum, sem koma eða fara, og sjá um ftutníng þeirra úr landi og i, fyrir hæfilega borg- un, sem jafnvel væri vel til vinnandi að væri töluvert hærri en kaupmenn nú taka fyrir bláberan fiutninginn frá skipi eða á, í reiðileysi, þótt hún virð- ist vera fullhá. Jpá fyrst er fengin af- greiðsla í nokkru lagi. Fyr er eigi við sæmandi. Eins og afgreiðslan er nú, fælast menn miklu fremur frá heldur en laðast að til að nota póstgufuskip- in, hvorumtveggja hlutaðeigendum í óhag. En — hjer er agnúi á, munu menn segja. Til þess að komast af með sem minnst laun handa póstmeistaranum, lætur alþingi hann lifa jafnframt á ýms- um snöpum og aukagetum, þar á meðal þóknuninni fyrir afgreiðslu póstgufu- skipanna, sem nemur nú fram undir 2000 kr. Eigi að aðskilja áminnzt tvenn störf, verður að bæta öðru eins við póstmeistarann úr landssjóði. J>að mun svo vera. Jpetta er því svo að skilja, að láti Reykvíkingar sjer lynda lengur þetta mjög bagalega fyr- irkomulag á póstafgreiðslunni, og vöru- afgreiðslunni með póstgufuskipunum, — það eru Reykvikingar, sem mest kenna á þvíj —¦ þá er það til þess að hlífa landssjóðnum. J?að er vel gjört, og þess þarf hann sjálfsagt með; hann hefir i mörg horn að líta. En mikið má það vera, ef þeir eigi trjenast upp á því þegar til lengdar lætur; með því líka þeim mun þykja hæpið að eiga undir, að þeir verði látnir njóta þess í nokkrum hlut. Kaupmaður einn fyrir norðan hefir sent oss mótmæli gegn því sem stend- ur í ísafold VI 6 í vetur um verðlag á tvíbandssokkum; þeir hafði síðustu árin selst miklu minna verði erlendis en hjer hafi verið fyrir þá gefið. J?á þykir honum og eigi rjett hermt, að kaup- menn þar nyðra láti bændur, sem sjeu þeim skuldugir, borga fyrir nýjár með fjenaði framgengnum að vorinu fyrir ó- tiltekið verð, og láti þá síðan fóðra það fyrir ekki neitt frá nýjári til eldaskil- daga. Hann segist hafa borgað fjeð fyrir nýjár eins og hann áleit það gæti frekast verið vert fram gengið að vor- inu til. En hafi nú bóndinn skuldugi haft aðra skoðun um verðið, álitið skepnur sínar meira virði en kaupmaðurinn dæm- ir þær, hver er þá niðurstaðan? Ætli kaupmaðurinn láti eigi sinn dóm standa, hvort sem hinum líkar betur eða ver. Og þótt svo væri, að hjer hefði engum ójöfnuði eða ráðríki verið beitt frá kaup- mannsins hálfu, sem vjer þykjumstvita að eigi hafi verið, — vjer höfum eigi nema góða afspurn af áminnztum kaup- manni, — ætli þetta sje þá holl kaup- skaparaðferð ? J?að er satt: kaupmaður- inn nær ef til vill skuld sinni mestri eða allri í það skiptið; en hvernig? Jú, með því að svipta bóndann bjargræðis- stofni sýnum að meira eða minna hlut, °S gjöra honum þann veg ómögulegt að vera góður skiptavinur epirleiðis. Tagarjett hefir kaupmaður sjálfsagt til þess, eins og lánardrottinn hefir laga- rjett til að taka t. d. frá fiskimanninum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.