Ísafold - 01.08.1879, Page 1

Ísafold - 01.08.1879, Page 1
ALÞINGISFRJETTIR. VIÐAUKABLAD VID ÍSAFOLD VI. 1879. VI. Keykjavík, föstu<laf;inn i. áfjúst. Ilreppslielgi. Lagafrumv. um breyt. á þeim á- kvörðunum. sem gilda um að ávinna hreppshelgi. Frá þórarni Böðvarssyni. ,.Hver maður skal eiga rjett til styrks og forsorgunar af sjóði þess hrepps, sem hann er fæddur í. Ali gipt kona barn á ferð, skal það eiga hrepp, þar sem maður hennar þá eða síðast átti lögheimili. Ali ógipt stúlka barn á ferð, skal það eiga hrepp, þar sem hún þá eða síðast átti lögheimili. Nú þurfa ektahjón styrks eða forsorgunar af hreppssjóði, og skulu þau þá forsorgast af þeim hreppi, sem ekta- maðurinn er fæddur í, en skyldur skal fæðingarhrepp- ur konunnar að taka hana til forsorgunar, ef sambúð- inni er slitið“. Flut.ningsm. (þór. Böðv.) kvað frumv. þetta vera frá fundi í kjördæmi sínu. Sá galli á framfærslulög- unum, að maðurinn ynni sjer eiginl. ekki sveit með því að vera hreppnum þarflegur, heldur einungis með dvöl sinni í hreppnum. Maður ætti að rjettu lagi að lenda þar á sveit, sem hann hefir unnið bezta hluta æfi sinnar ; í þess stað lenti hann nú optast þar, sem hann hefði verið síðustu io árin áður en hann færi á hreppinn, en það væri optast nær hin gagnslausustu ár hans. Af þessu hefir leitt, að fjöldi manna lendir þar á hrepp, sem þeir aldrei hafa unnið neitt gagn. þ>ví er þurrabúðarmönnum opt bönnuð bólfesta í hreppn- um, til þess þeir verði þar eigi innlyksa ; hjú rekin úr vist, og jafnvel búendur flæmdir burt, allt til að forðast sveitarþyngsli. þetta er óhafandi í lögum. Jafn- vel dæmi þess, að hjón eru pússuð saman til þess að koma konunni á framfærsluhrepp mannsins. J>essi grundvöllur undir hreppshelginni, fæðingarstaðurinn, var áður lög hjer lengi, og eigi breytt fyr en á þess- ari öld, af því að opt veitti erfitt að komast fyrir fæð- ingarstaðinn, og af því, að óljettar lausakonur voru opt hraktar úr einum hrepp í annan. Bezta og ein- faldasta reglan, að hafa fæðingarhreppinn fyrir fram- færsluhrepp. Hreppstjórnir mundu þá láta sjer annt um gott uppeldi barna, til sálar og líkama, til þess að þau yrði eigi hreppnum til þyngsla ; þær gæti þá og vitað fyrir fram, hverra sveitarþyngsla væri von. Fá- tækraskatturinn hæstur allra skatta ; því er þetta vel- ferðarmál. Páll Pálsson prestur var ósamdóma flutningsm. um grundvallarreglu hans, en var þó á því, að fátækra- lögin þyrftu umbóta við. Rjettlátlegast, að maður lenti þar á sveit, sem hann hefði mest og bezt unnið um æfina. Hitt ótækt, að láta t. d. mann, sem hefir alizt upp á sveit, og síðan unnið allan sinn manndóms- aldur í annari sveit, fara síðan á apturfararárunum aptur á uppeldishreppinn. Arnlj. Olafsson taldi ísjárvert að taka fyrir ein- ungis eitt atriði úr fátækralöggjöfinni. Reglurnar í frumvarpi þessu ræki sig hvor á aðra. Fyrst stæði þar, að „hver maður“ (þ. e. allir menn) ætti fram að færast á sínum fæðingarhrepp ; en svo kæmi, að barn- ið skuli framfærast af þeim hreppi, sem maður móður- innar „þá eða síðast“ (þ. e. þegar barnið fæðist eða þar næst á undan) „átti lögheimili“. Hjer getur því verið um 3 hreppa að tefla: fæðingarhrepp barnsins, lögheimilishrepp föðurins þegar barnið fæðist, og lög- heimilishrepp hans rjett á undan. Ef gipt kona á lög- heimili í öðrum hreppi enmaður hennar og fæðir barn á lögheimili sínu, hvar á þá það barn framfærsluhrepp ? Sami vafinn verður og á, ef kona fæðir barn á ferða- lagi, eða í dvöl utan síns lögheimilis. J>essi mikli vafi eða enda ruglingur i frumvarpinu kemur af því, að 16 ára aldurstakmarkið i eldri lögunum vantar alveg i það. Jeg vil því mælast til, að flutningsmaður taki frumvarp sitt aptur og komi með annað betra og greinilegra á næsta þingi; þvi að jeg vona að ham- ingjan gefi honum og þjóð vorri að sitja framvegis á þingi þessu. Flutningsm. þverneitaði að taka aptur frumv. sitt, og sízt fyrir ræðu A. O., því að í henni hefði ekki verið eitt einasta orð af viti, heldur tómar mislukkað- ar hártoganir. Jeg veit ekki til að það hafi nokkurn tíma komið fyrir, að kona nokkurs manns hafi átt lög- heimili f öðrum hrepp en maður hennar. Hinar mót- bárurnar munu fáir hafa skilið, hvorki jeg nje aðrir. Gruðm. Olafssyni þótti frumv. viðsjált. Fæðingar- hreppur neyðarúrræði, sem vekja mundi almenna óá- nægju ef gjörður væri að almennum lögum. f>etta væri að innleiða gamalt danskt Stavnsbaand. Annars nauðsynlegt að taka til endurskoðunar fátækrareglugj. 8. jan. 1834. Flutningsm. mótmælti því. Frumv. mundi miklu fremur verða vinsælt, þar sem hann þekkti til, og það væri víðar en G. Ó. Grundvöllurinn fyrir frv. er að koma mönnum til að upp ala börn sín betur, svo þau verði eigi til þyngsla á síðan. Arnlj. Ólafsson kvaðst eigi vilja þrátta við flutn- ingsm. um það, hvað hann skildi og ekki skildi. Hann ítrekaði um ósamkvæmni frumvarpsins: lögheimilis- hreppur föður eða móður væri eigi ætíð sami og fæð- ingarhreppur barnsins, og þó væri í annari grein frum- varpsins fæðingarhreppurinn gerður að framfærslu- hrepp sjerhvers manns, en í hinni lögheimilishreppur föður eða móður. J>ó flutningsm. trúi þvi eigi, að gipt kona geti átt lögheimili í öðrum hrepp en maður henn- ar, þá kom það samt fyrir seinast í vetur og var lagt undir úrskurð norður- og austuramtsins. Konan bjó á öðrum bæ en maður hennar, og bæirnir voru sinn í hvorum hrepp ; amtmaður skar svo úr þessu, að barn- ið ætti fæðingarhrepp sinn, og hann fylgdi því, sem Scheel segir í mannrjetti sínum (Personretten) um þetta tilfelli, því að fátækralöggjöf Danmerkur er alveg eins í þessu atriði. Flutningsm.: J>ó jeg hafi kannske ekki lesið eins mikið í lögum sem ekki við koma mínu embætti og A. Ó, þá verð jeg þó að segja honum, að skilningur hans á lögum er mjög torskilinn öðrum og flókinn. Jeg veit ekki hvort það er af misskilningi eða mein- semi, sem hann hártogar svona frumv. fórður þórðarson var eigi á því, að menntun væri lakari á börnum vegna fátækrareglugjörðarinnar; þar sem hann þekkti til, væri prestum og sveitastjórnum engu síður annt um uppfræðslu sveitarómaga en ann- ara. Grundvallarreglan i frumv. mesta neyðarúrræði, og því vildi hann leggja það til, að því væri vísað á sinn fæðingarhrepp. (Síðan var frumv. hrundið frá 2. umræðu með 15 atkv. gegn 6). Tóhakstollur. Lagafrumvarp frá Ben. Sveinssyni um svo látandi breyting á 1. gr. í tóbakstollslögunum 1876 : „Af hverju pundi tóbaks, hverju nafni sem nefnist, skulu goldnir 10 aurar“. Flutningsm. (B. Sv.) sagðist koma með frumv. þetta

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.