Ísafold - 01.08.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 01.08.1879, Blaðsíða 4
24 — Síðan var málinu vísað til nefndarinnar í málinu um löggilding- Hornafjarðaróss. þegar nefnd- in var fram komin með álit sitt, en þar hafði minni hlutinn, E. Kúld, lagt á móti löggildingunni, en hinir tveir með: St. Eiríksson og Sighvatur, mælti Jón Jónsscm enn fram með löggildingunni. Upp- dráttur, sem Asg, Einarsson hefði komið með, sýndi glöggt, að skipalega á Kólkuós væri betri en á Hofs- ós, Grafarós, Sauðárkrók. Skagaströnd og Blönduós. E. Kuld mundi eigi þekkja höfnina betur en þeir menn, er hefði kannað hana. Dæmið, sem hann kæmi með um skipstrandið 1869, væri einmitt sínu máli til stuðn- ings, þvf að skipið hafði slitnað upp á Grafarós og hleypt inn á Kolbeinsárós til að bjarga sjer, af því að það vissi þar von betri landtöku. þar mætti rígbinda skip með landfestum við Elínarhólma. Mikið varið f hina sögulegu þýðing hafnarinnar. Jón Arason hefði átt höfn þessari að þakka biskupsdóm sinn, sem sjá mætti af viðureign hans við Ögmund biskup, er hann sigldi til vígslu ; þess mætti þeir gæta, er ætti ætt sína að rekja til hans. Olavius hafði fyrir 100 árnm talið Kolbeinsárós og Sauðárkrók beztar hafnir í Skaga- firði innanverðum. Löggildingin gæti orðið að miklu gagni, en aldrei að ógagni. Asgeir Einarsson kvaðst mót vanda neyðast til að leggja á móti þessari hafnarlöggildingu, bæði vegna þess, hvað höfnin væri slæm, einmitt eptir lýsingunni í skýrslunni um hana, þeirri er J. J. hefði haft fram að leggja, og sem væri hin aumasta , er hann hefði nokkurn tíma sjeð við slík tækifæri, vegna þess. að varpinu í Elínarhólma, sem nú næmi 30—40 pund- um, og gæti vel komizt upp í 100 pund með tím- anum, væri mikil hætta búin ef siglingar tækjust á höfnina. Skipinu, sem hleypti frá Hofsós inn á Kolbeinsárós til að bjarga sjer, hefði fleygt þar á land og brotnað, og hefði hann jafnan heyrt slíkt kall- að strand. Bezt væri að láta þessa löggilding bíða, þangað til sæist, hvort kaupmenn notuðu leyfið í verzl- unarlögunum, sem nú væri í smfðum á þinginu, til upp- siglingar á Kolbeinsárós. Jón Jónsson : „Svo bregðast krosstrje sem önnur trje“. því hefði hann sízt búizt við, að Asg. E., sem sótti svo kappsamlega löggilding Blönduóss, færi að leggja á móti Kolbeinsárós, sem væri miklu betri höfn, einmitt eptir uppdrætti Ásgeirs og sem hefði svo mikla sögulega tign. (Asgeir: Hún bætir eigi botninn !). Varphólminn væri hár og varp lítið þeim megin, sem að hafnarlegunni vissi; því mundi þess vegna engin hætta búin, enda ætti og hagur eins manns, Viðvíkur- prestsins, að lúta í lægra haldi fyrir hag almennings. Óvfst, að verzlunarfrumvarpið næði fram að ganga á þessu þingi, enda yrði löggildingin alls eigi þýðingar- laus, þótt svo færi. Sighvaiur Arnason var málinu hlynntur, af því að eptir framkomnum skýrslum væri tryggari höfn í Kol- beinsárósi en við Grafarós, Hofsós eða Sauðárkrók, og af því að mikill hægðarauki væri fyrir Skagfirðinga austan vatna fram í dölum að þurfa eigi lengra í kaup- stað en að Kolbeinsárósi, einkum ef verzlun legðist niður á Hofsós og Grafarós, sem allar líkur væri til, og þá yrði ella að sækja á Sauðárkrók, yfir Hjeraðs- vötn, hina mestu torfæru. J>ótt landfestum vœri tyllt í varphólmana, þyrfti eigi að vera þar neinn umgang- ur þar fyrir, Eiríkur Kúld andæfði þessu, sem og ræðu J. J. Höfnin væri bæði þröng og grunn, og fyrir opnu hafi, sem sjá mætti á því, að skipinu 1869 hefði kastað svo hátt, að skipverjar gengu þurrum fótum á land. Aðal- atriðið væri þó hættan fyrir varpið ; eptir 50. gr. stjórn- arskrárinnar yrði að gefa Viðvíkurprestinum fulla trygg- ing fyrir varphlynnindunum. Euglinn styggðist þf)tt eigi væri nema gengið snöggvast upp í hólmann til að tylla þar landfestunum. — Við 2. umræðu, 24. f. m., mælti Framsögmnaður (Stefán Eiríksson) með löggilding- unni, af því, að hafnirnar á Hofsós og Grafarós mundu líða undir lok innan skamms. að minnsta kosti mundu hafskip hætta að leggja þar inn til fjárkaupa á haust- dag, sem sjerstaklega væri brýn nauðsyn hjeraðsmanna. Eptir skýrslu frá mönnum, sem kannað hefðu höfnina, skýldi varphólminn henni vel fyrir stormum. Enginn kvartaði á Vopnafirði, þótt landfestum væri það fest í varphólma, og á eyjunum við Reykjavíkurhöfn blómg- aðist varp ágætlega, þrátt fyrir fallbyssuskot og hvell- andi bjöllur frá gufukötlunum. Jón Jónsson sagði, að presturinn í Viðvík hefði sagt sjer, að hann vildi eigi mæia í móti málinu, afþví, að það væri svo áríðandi fyrir hjeraðsmenn. J>ótt „hin sögulega tign“ bætti eigi botninn, þá spillti'hún hon- um heldur eigi, enda væri hvorttveggja, að hann þyrfti eigi bóta við, því hann væri ágætur. Jón Pjetursson taldi bezt, að láta kaupmenn reyna höfnina áður en hún væri löggilt, — þeim væri það innan handar, ef verzlunarlögin, sem þingið hefði nú í smíðum og sem leyfir þeim að sigla upp í hverja vík, næðu fram að ganga. Skagfirðingum væri meira en vorkunn, þótt þeir vildu fá kauptún við Kolbeinsárós. Hjeraðsvötnin væri illur þröskuldur á leiðinni vestur á Sauðárkrók, en Hofsós og Grafarós á fallanda fæti. En hins vegar væri vafasamt, hvort höfnin væri notandi, og hætta mundi varpinu búin af henni. Jón Jónsson kvað Skagfirðinga engu bættari fyrir uppsiglingale^'fi kaupmanna, þótt það kæmist í lög, því þeir þyrftu hafnar þessarar einkum við til útflutnings á sauðfje og hrossum, sem og J .andnáma sýndi að hún hefði verið notuð til í fornöld ; þar hefði E'luga verið flutt utan. Eiríkur Kúld vonaði, að neðri deildin mundi veita málinu nábjargirnar, ef það kæmist svo langt. Meiri hluti nefndarinnar bæri fram tvær ás'tæður fyrir lög- gildingunni: ágæti hafnarinnar og þrábeiðni Skagfirð- inga; minni hlutinn lika tvær: að liöfnin væri óbrúk- andi og svo varpspjöllin; þessar ástæður væru eigi ljett- vægari en hinar. Ásgeir Einarsson hefði lýst höfninni: lítill hólmi, sem skipin væri fest í, og sker í kring, sem eigi væri enn orðin áföst við hann til að stækka hann og skýla höfninni; höfnin fyrir opnum sjó; skip- in yrði að liggja flöt við hafróti; klettar í kring, nema ein sandvík, sem ætluð væri handa skipinu að stranda í (!) og lægi svo vel í hlje, að skipverjar gengju þurr- um fótum í land af skipinu(!). Hjer væri lögreglustj., sem gæti varnað því, að ókunnugir menn spillti varpi í Engey með skemmtigöngum út um eyna; um Elínar- hólma væri eigi því að skipta. Varphólminn á Vopna- firði væri leigður kaupmanni þar, svo enginn gæti kvart- að, þótt varpið spilltist. „Hinni sögulegu tign“ vildi hann eigi eyða orðum að ; það væri að skilja á J. J., sem höfnin hefði legið svo lengi ónotuð einmitt aí því, að Jón Arason og Fluga væri dauð. Löggildingin ó- þörf vegna verzlunarlaganna, sem neðri deild væri nú búin að samþykkja. Ben. Kristjánsson kvað nýja höfn tryggva nauð- synlega í Skagafirði, vegna ótryggleika hinna 3 gömlu hafna. Hann vildi losa öll óeðlileg höpt á verzluninni. Sagan um skipið frá Hofsós sannaði ekkert ; það hefði verið búið að missa alla stjórn, gat því eigi einu sinni varpað akkerum í hlje við Elínarhólma tilað festa sig. (Frnmh. í næsta bl.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prcntað með hraðpressu Isafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.