Ísafold


Ísafold - 05.08.1879, Qupperneq 1

Ísafold - 05.08.1879, Qupperneq 1
ALÞINGISFRJETT IR. VIÐAUKABLAÐ VIÐ ÍSAFOLD VI. 1879. VII. Reykjavík, þriðjndaginn 5. ágúst. Kauptún við Kolbeinsárós. Niðurlag (frá bls. 24) á ræðu Benedikts Kristjánssovar: f»að væri ósannað enn, að höfnin væri óbrúkandi. Skerin brytu sjó- ina, og væri þess vegna að því leyti til jafn- gagnleg og sjálfur hólminn. I.andssjóður hefði alls enga ábyrgð á þvi, hvernig um varpið færi ; hún yrði að lenda á kaupmönnum þeim, er því spilltu. Hið fyrirhugaða uppsiglingaleyfi bætti hjer eigi hót úr skák, af þvi að það væri bundið við fasta kaupmenn), en þeir keyptu engir kvikfje (Magnús Stephensen: Gránufjelagið !), nei, það kaupir ekki; kaupstjóri þess hefir einungis verið milligöngumaður í þeim samn- ingum. Asgeir Einarsson trúði því eigi, að hafnirnar á Hofsós, Grafarós og einkum Sauðárkrók mundu leggj- ast niður, eptir því sem þeim væri háttað ; hitt gæti hann skilið, að verzlun gæti lagzt niður þar, ef höfnin á Kolbeinsárós reyndist betri. Blönduóss-höfnina hefði J. J. aldrei sjeð og gæti því eigi um dæmt að verri væri en Kolbeinsárós. Sandbotn aldrei góður, þó dýpra væri en 3—4 faðmar. Vildi hann vega hafnir þessar á metin hans Jóns Arasonar, sem hann væri allt af að stagast á, þá væri hann hræddur um þau væri farin að verða ryðjetin. Skerin við Kolbeinsárós væri jafn- an í kafi, þegar hásjávað væri; festarnar upp í hólm- ann yrðu að vera 250 faðmar og úr járni, svo að mar- flærnar ætu þær eigi, eptir því sem J. J. segðist frá, og væri það ærinn kostnaðarauki; lengstu landfestar væri annars 70—80 faðmar. Og svo ætluðust menn til, að stór gufuskip legðu þar inn áður en smærri skip væri búin að reyna hana. Hvað sk)7ldi koma til, að aldrei hefði verið minnzt á þessa höfn, svona inndæla og góða, fyr en J. J. sá hana ? J>á sprakk Líkaböng, þá varð höfnin ómissandi. Ekki hollt að láta skipa- menn og aðra drasla um varp, og ef kaupmönnum væri gjört að skyldu að ábyrgjast það, mundi koma hik á þá. Bezt fyrir J. J. að taka frumvarpið aptur og bíða með það til næsta þings ; Skagfirðingar mundu eflaust kjósa hann aptur þá, ef þeir mældu ræðar hans með sirkli eða kvarða. Eiríkur Kúld sagði, að klettarnir við Kolbeinsár- ós, sem B. Kr. hefði talið höfninni þar til gildis eitt með öðru, væri lítill kostur; þeir væri líka nógir und- ir Svörtuloptum, og mundi hann muna, hvernig farið hefði fyrir póstskipinu þar. Kastmöl í botni væri sjó- mönnum verst við. Ábyrgðin fyrir varpspjöll mundi vafalaust lenda á landssjóði, kaupmenn mundu varla svara neinu góðu um, úr því að staðurinn væri lög- giltur. Auðsjeð, að aðeins tveir hreppar mundu sækja í kaupstað við Kolbeinsárós, hverju megin árinnar sem hann væri heldur settur; það yrði of lítið verzlunar- magn, kaupmaðurinn gæti eigi þrifizt; smá-verzlunar- staðir drægi optast úr velmegun manna í kringum sig, vegna tíðra pelaferða o. s. frv. Til fjárkaupa yrði höfn- in aldrei að liði; hún væri eigi fyrir stór gufuskip. Bezt að fresta málinu þangað til betri og áreiðanlegri skýrslur fengjust um það: um nauðsyn löggildingar- innar, um að prestakallið bíði eigi halla af henni o. s. frv. Ben. Kristj'ánsson kvað E. K. hafa verið að berj- ast við skuggann sinn i allri ræðu sinni: og hann bæri sjer á brýn það sem hann hefði aldrei talað. Að bera fyrir aðsóknarleysi, eins og E. K. hefði gjört, sýndi ókunnugleik; eða vissi hann eigi, að tveir kaupstaðir hefðu þrifizt austan vatna til þessa, og nú væri ein- mitt svo til ætlazt, að þeir flyttist báðir saman á þenn- an eina stað, ef hann reyndist vel ; og þar væri fjöl- mennar sveitir. (Síðan var málinu hrundið frá 3. umræðu með 5r atkv. gegn 5, að viðhöfðu nafnakaili, og sögðu já: Árni Thorsteinsson, Ben. Kristjánsson, Jón Jónsson, Sighvatur Árnason og Stefán Eiríksson, en nei: Bergur Thorberg, E. Kúld, M. Stephensen, Jón Hjalta- lín og Ásgeir Einarsson). Tekjur presta og kirkna. Lagafrumvarp frá stjórninni, um breyting á tilskipun 27. jan. 1847 um tekjur presta og kirkna, þannig, að fyrir barnsskírn skyldi greiða 5 álnir, fyrir ferming 15, fyrir hjónavígslu 15 °g fyrir að jarðsetja 10; fyrir kirkjuleiðslu kvenna ekkert. Legkaup til kirkju fyrir börn yngri en tvæ- vetur 5 áln., fyrir þá, sem eldri eru 10 álnir. Fyrir sveitarlimi og öreiga skal greiða gjöld til prests og kirkju úr sveitarsjóði. Nefndin í málinu í neðri deild, hin sama og í mál- inu um stjórn prestakalla og kirkna, færði fermingar- gjaldið niður í 12 álnir, hjónavígslu í 10, fyrir aðjarð- setja 6, og (bætti við) fyrir líkræðu 10. I.egkaup vildi hún láta standa við sama og áður. Framsögumaður (Páll prestur Pálsson) kvað nefnd- ina hafa verið á því, að ekki væri rjett að hækka auka- tekjur presta nema sem minnst, þar í ráði væri að jafna hinar föstu. Sanngjarnt að prestum væri goldið fyrir aukaverk fyrir öreiga og sveitarlimi sem aðra, einkum þar sem þeir væri nú sviptir þeim undanþág- um, er þeir áður höfðu. porl. Guðmundsson, einn í nefndinni, sem hafði á- samt 3 þingmönnum öðrum, komið fram með þá breyt- ingaruppástungu, að sveitarsjóður skyidi eigi borga presti f y r i r önnur aukaverk en ferming barna, upp- alinna á sveit, -— mælti fram með því; það mundi baka prestum óvinsæld, efþeirfæri að láta borga sjermikið úr sveitarsjóði. Snorri Pátsson, sem hafði komið með breytingar- tillögu um að afnema borgun fyrir barnsskírn, hækka fermingarkaup upp í 20 álnir, og af nema legkaup — kvað sjer þykja mjög óviðkunnanlegt, að selja skírnina, af því að hún væri sakramenti. (Varaforscti: En fermingin þá ?). Fermingin vita allir, að ekki er sakramenti. Enginn kennimaður mun vilja selja kvöld- máltíðarsakramentið; því á þá heldur að selja hitt sakramentið, skírnina ? (Varaforseti: í Reykjavík er altarissakramentið selt skólapiltum !). J>að hefir líka vakið hneixli um allt land. Að þjónusta kostar presta opt miklu meiri fyrirhöfn en að skíra, og er þó eigi borgað. I.egkaupsins gæti kirkjur án verið, ef söfn- uðirnir tæki að sjer fjárhald kirkna og ávöxtuðu por- tion þeirra, sem prestar hefðu nú leigulaust; þá tvö- faldaðist höfuðstóllinn á 20 árum, fimmfaldaðist á 40. Oviðfelldið, að bóndi, sem hefir goldið til kirkju í 50 ár, skuli síðan þurfa að borga fyrir þennan 4 □ álna blett, þar sem hann á að hvíla bein sín í síðasta sinn. Jeg vil ekki telja eptir gjöld til prests og kirkju, en jeg vil eigi hafa þau svo, að þau verði hneixlanleg fyrir tilfinning manna. pórarinn Böð'varsson sagði, að eptir tilsk. frá 1847

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.