Ísafold - 05.08.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.08.1879, Blaðsíða 2
26 ættu prestar rjett á að heimta meira af þeim efnaðri en þar væri til tekið, sem væri hið minnsta, er gjald- ið mætti vera frá hinum fátækustu; þessum rjetti væri viðsjárvert að svipta þá. Utanþings-prestamálsnefndin, sem þetta stjórnarfrumvarp er sprottið frá, vildi taka af alla óvissu um gjöld þessi, hvorki láta gjalda of mikið nje of litið, fórþví meðal-veg við hið lögboðna og það sem tíðkazt hefir, og þó heldur lágt. Kirkjum veitti sannarlega eigi af, þótt þær fengi að halda leg- kaupinu, sem alls eigi væri tilfinnanlegt eða óviðfelld- ið: síðasta gjöf hins deyjanda; sakir tekjuleysis væru þær allt of margar hneixlanlegar útlits. Væri skírnar- tollur af numinn, mundu margir prestar missa svo hundruðum króna skipti. Páll Pálsson bóndi vildi láta mál þetta bíða afdrifa aðalmálsins, um skipun presta og kirkna; hinar föstu tekjur ættu að hafa áhrif á, hvað hátt eða lágt auka- tekjurnar væri settar. Mótfallinn fastákveðinni borgun fyrir líkræðu, hvernig sem hún væri. Vildi eigi þyngja á sveitarsjóð með því að gjalda prestum fyrir öreiga og ómaga. Prestar ættu eigi að telja fremur á sig en bændur að uppfræða sveitarbörn kauplaust. Prestar mundu verða kallaðir hrepps-ómagar, ef farið væri að gjalda þeim úr sveitarsjóði. þórður þórðarsson tók í sama strenginn. Að til- taka borgun fyrir líkræður gæti jafnvel orðið prestum sjálfum að baga; sumir kynnu fyrir þá skuld að hætta við að biðja þá um líkræður. Mótfallinn því að gjalda presti úr sveitarsjóði nema kannske fyrir ferming. Guðm. Einarsson hjelt það mundi verða óvinsælt að hækka aukatekjur presta. Mesti munur, hvort bóndinn geldur presti sinum af kærleika eða lagabók- stafurinn knýr hann til þess. Samdóma Sn. P. um, að eigi ætti að gjalda neitt fyrir barnsskírn, nema fyrir ferðir til þess, sem opt eru erfiðar og jafnvel háska- legar. En ósanngjarnt, að láta prestinn einan vinna kauplaust fyrir sveitarómaga. Snorri Pdlsson sagði, að fyrirrennari síra p. P>., síra Arni biskup Helgason í Görðum, og sem honum mundi eigi þykja nein vansæmd í að líkjast, hefði, eptir því sem sannorður maður hefði sagt sjer, verið vanur að taka aldrei neitt fyrir barnsskírn, nema stöku sinnum, ef hann þurfti að ferðast til þess, en þá gaf hann gjald- ið ætíð barninu. Sama væri um síra Pál Tómasson á Hnappstöðum, sem nú væri búinn að vera prestur yfir 50 ár, einlægt á langfátækustu brauðum landsins, og hefði þó blessazt eigi að síður. Ráð til að bæta kirkj- um upp legkaupsmissirinn að nokkru leyti væri að pró- fastar takmörkuðu nokkuð skoðunarferðir sínar; það mundi drjúgum spara fje kirkna. Arnljótur Ola/sson var á því, að eigi riði á, að flýta þessu máli á undan aðalmálinu. En aptur kynni hann eigi við að halda því lengur í lögum, að hafa skírnartollinn meiri fyrir hjónabandsbörn en lausaleiks- börn ; annars væri hann samdóma Sn. P. um ósam- kvæmnina í því að selja annað sakramentið en eigi hitt. Framsögumaður (Pdll frestur Pálsson) varði nefnd- ina: örðugt að meta gæði líkræðna; prestar yrðu eigi sveitarómagar, þótt þeir tæki borgun fyrir aukaverk við sveitarlimi, eins og aðrir, því þeir færi sannarlega eigi varhluta af sveitarútsvarinu ; skoðunarferðir pró- fasta mundu engu ónauðsynlegri, ef söfnuðir fengi ráð- in yfir kirkjum og kirknafje. ísleifur Gíslason kvað valt að treysta því, að aðal- tekjurpresta hækkuðu, þegar aðalmálið kæmist áfram, sem óvíst væri hvort eða hve nær yrði. f»ví væri engu í spillt, þótt þetta litla frumvarp fengi fram að Sanga; það færi alls eigi fram á neina hækkun, held- ur að slá aukatekjunum föstum. Enginn jöfnuður, að láta ferming að eins kosta 2 álnum meira en hjóna- vigslu, eins og nefndin gjörði. þorldkur Guðmundsson kvað undarlegt, að prestar vildu undantekningarlaust láta leggja sjer af sveit. Pdll Pdlsson bóndi sagði, að líkmenn ynnu mun meira til borgunar við jarðsetning sveitarlima heldur en presturinn: þeir mættu opt ferðast langa leið og berja klaka hálfan dag, en presturinn þyrfti sjaldnast nema að ganga fáein fet og tala 3 orð yfir gröfinni; á útkirkjum mundi optast sætt færi að jarðsetja um leið og messað væri. Hjáhnur Pjetursson var með því, að prestum væri goldið af sveit fyrir sveitarlimi sem öðrum; að kalla þá sveitarómaga fyrir það, næði engri átt; þá mætti eins kalla alla sveitarómaga, sem tæki meðlag með sveitarlim. „Hreinir reikningar gjöra góða vini“ ; jeg get ekki skilið, að það spilli góðu samkomulagi milli prests og sóknarfólks, þótt tekjur prestsins sjeu fastá- kveðnar. Hitt óheppilegt, sem stendur í hinni eldri löggjöf, að löggjafinn voni, „að menn breyti eigi eptir bókstafnum sjálfum, heldur borgi prestunum sæmilega eptir efnum“. Varaforseti vildi láta nefndina taka málið aptur og að það biði aðalmálsins; annars kynni það að falla. J>að væri auðsjeð, að þetta væri vandamál, því að nú væri komnir tveir þverbrestir í nefndina: fyrst klofn- aði hún í meiri og minni hluta, síðan hlupu 2 úr meira hlutanum undan merkjum og komu með breytingarat- kvæði. þórarinn Böðvarsson sagði það ósatt, að Árni biskup Helgason hefði ekkert tekið fyrir barnsskírn. Skoðunarferðir prófasta mættu eigi takmarkast mikið; þá hyrfi allt eptirlit. Rjett, að taka nokkuð mikið fyrir hjónavígslu að tiltölu við fermingu; hjónavígsla kæmi sjaldan fyrir hvern mann, en ferming opt. Á- ríðandi, að prestar landsins sjeu sem beztir, því þeir hafa mest saman við alþýðu að sælda; einnig að kirkj- ur sjeu samboðnar þeim helgu athöfnum, sem þar fara fram. —- Við atkvæðagreiðsluna var samþykkt, að lækka fermingarkaupið úr 15 álnum ofan í 12, að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu j á Björn Jónsson, Arnlj. Olafsson, Ben. Sv., Eggert Gunarss., Fr. Stefánss., Guðm. Ein., Guðm. Olafss., Hjálmur, síra Páll, Páll bóndi, J>órður jþ., J>orlákur G., J>orsteinn J.; en nei Gr. Thomsen, ís- leifur G., Einar Ásm., H. Kr. í'riðr., Snorri P., Stefán Stephensen, Tryggvi G., J>órarinn Böðvarsson. Ferm- ingarkaapið fært niður í 10 álnir, líksöngseyrir ofan í 6; að greiða 10 áln. fyrir líkræðu fellt. Samþykkt að láta legkaupið standa eins og áður, og að prestar fengju borgun fyrir aukaverk við sveitarómaga. — J>etta var við 2. umræðu. Við 3, _umræðu komu 6 þingmenn, þeir Bened. Sv., Guðm. 01., Páll bóndi, jþórður, porlákur og jþorsteinn, með breytingaratkvæði um að fella burtu greinina um gjald úr sveitarsj. fyrir aukaverk presta við sveitarlimi; 14 voru á móti og fjell það þannig. Síðan var frumvarpið samþ. með 11 atkv. gegn 10; þessir 10 voru: Bened., Eggert, Friðrik, Guðm. 01., Páll bóndi, Snorri, Tryggvi, pórður, J>or- lákur, jþorsteinn. í þessari 3. umræðu tóku þeir þátt: síra Pdll, þórður, þórarinn, Arnlj'ótur, Benedikt, Halldór, Guðm. Ólafsson, Hjdlmur, Friðrik og þorlákur. — í efri deild lagði Sighvatur Arnason á móti málinu, afþví það væri of snemma upp borið, á undan aðalmálinu; það ætti að leggja aukatekjurnar við hinar föstu tekjur. Stefdn Eiríksson var á sama máli. Frumvarpið væri þó skárra nú frá neðri deildinni, heldur en þegar það birtist í Kirkjutíðindunum, enda hefði eigi verið vanþörf á að laga þau hornahlaup, er hefði verið á því. Hann þekkti heiðvirða presta svo, að þeir mundu varla

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.