Ísafold - 05.08.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.08.1879, Blaðsíða 3
27 vilja þiggja, að sjer væri lagt af sveitinni fyrir auka- verk við hreppsómaga. Bened. Kristj'ánsson vildi og láta fella frumvarpið; eldri aukatekjureglugjörðin væri góð. Eiríkur Kúld var á því, að rjettara væri að skíra kauplaust; en væri skírnin seld, ætti hún eigi að kosta meira fyrir skilgetið barn en óskilgetið. Presturinn ætti eins fyrir sitt ómak við greptrun sveitarlima og aðrir, er að henni þjónuðu, svo sem líkmenn, sem sið- ur væri um allt land að greiða kaup úr sveitarsjóði, og máltíð að auki opt og tíðum. Bened. Kristjánsson: Mjög leitt fyrir prest að ganga að sveitinni með fjárheimtu fyrir aukaverk við þurfa- menn. Bændur mundu nú segja, að alþingi hefði sett prestana á sveitina. Asgeir Einarsson kvað mega kalla málþetta frem- ur rjettarrifu en rjettarbót. þ>ó væri sanngjarnt, að prestar fengju fyrir aukaverk við þurfamenn, sem aðrir menn; því verður er verkamaðurinn launanna. Eiríkur Kúld bað B. Ivr. gæta þess, að með því að hafna frumvarpinu væri hafðar af kirkjunum tölu- verðar tekjur; hann ætti að láta sjer annt um þær. Sjer fyrir sitt leyti lægi í ljettu rúmi, þótt prestar yrðu af þessum tekjuauka, sem frumvarpið færi fram á; en um kirkjurnar stæði sjet alls eigi á sama. Stefdn Eiríksson sagði, að þó að kirkjurnar fengi þetta gjald mundu þær samt eptir sem áður verða lík- ari hesthúsum en guðshúsum sumar hverjar. Síðan var frumvarpið fellt frá 3. umræðu með 6 atkv. gegn 5. þ’essir 5 voru: Bergur Thorberg, Eirík- ur Kúld, M. Stephensen, Árni Thorsteinsson, Ásgei Einarsson. Lcysing' á sóknarbandi. Lagafrumvarp frá Arn- ljóti Olafssyni og Einari Ásmundssyni, um að mega kjósa sjer annan prest en sóknarprest sinn, og láta kjör- prestinn fremja aukaverk, svo og skriptamál og altar- isgöngu í sóknarkirkjunni á öðrum tímum en sóknar- presturinn, með því móti að gjalda sóknarkirkjunni öll lögboðin gjöld og sóknarprestinum öll gjöld er á fast- eign liggja. Kjörpresturinn verður að vera prestur, sem skipaður er yfir einhvern söfnuð. Prestar þeir, sem nú eru í brauðunum, skulu einskis í missa af sín- um tekjum, þótt einhver leysist úr sóknarbandi þá. Flutningsmaður (Arnlj. Ólafsson) kvað frv. þetta hafa komið fram á þingi í hitt eð fyrra og fengið þá góðan byr hjá deildinni. fórarinn Böðvarsson kvað þetta óþörf lög og til engra bóta. Hjá oss á sóknarband sjer stað, því að kirkjan er sameinuð ríkinu; stjórnin á hjá oss að hafa eptirlit með guðsþjónustunni, og sjá um, að prestar ræki hvervetna vel köllun sína og að hver sál hafi það sem hún þarf sjer til uppfræðingar i trú og siðgæði. jþessu væri óþarft að breyta. Ekki nema svo sem 4 menn á heilli öld hafa óskað að losast úr sóknarbandi, og ástæðan sú, að þeir hafa verið reiðir sóknarpresti sínum, fyrir ranga sök eða enga; slíkum mönnum á nú að gefa lausan tauminn. Prestar þurfa að hafa um- burðarlyndi við söfnuð sinn og söfnuðurinn við presta. jþessi lög eru til að auka sundurlyndi. Ekki enn kom- inn tími til að losa sambandið milli kirkju og ríkis og hættulegt að losa um það; annars mundi jeg ef til vill frumv. þessu meðmæltur. Sumir mundu yfirgefa sókn- arprest sinn af þeirri ástæðu, að þeim þætti hann of vandlætingasamur um uppfræðing barna og of um- vöndunarsamur um siðferði, og leita til annars óvand- látara. Sökum strjálbyggðar víða hjer á landi mundi sóknarbandsleysingarleyfið lítið notað. jþað kynni að spilla bróðurþeli milli presta. Verði þetta að lögum, getur margur merkur og góður prestur sjeð ómerkari prest ganga inn í sína kirkju og fremja þá athöfn, sem hann er sannfærður um, að hann hefði getað gjört miklu betur. Vil biðja flutningsmenn að geyma frum- varpið annaðhvort betri tíma, þegar það getur ekki gjört tjón, eða þá verri tíma, þegar engu er hægt að spilla meir. Einar Asmundsson: Jeg þykist viss um, að öll þjóð vor væntir mikilla umræða um presta- og brauða- málið á þessu þingi. Jeg get ekki álitið, að þetta mál sje enn byrjað, þótt 2 smáfrumvörp um húsagjald til kirkna og aukatekjur presta hafi verið rædd, því að þau mál eru svo óveruleg atriði í þessu mikilvæga máli. Umræðan um aðalmálið álít jeg að byrji fyrst í dag, þegar um þetta frumvarp er að ræða, og þingið verður því að minni ætlun að átta sig vel á því, hvaða stefnu það vill fylgja í þessu máli. þ>að eru 2 aðal- stefnur mögulegar í málinu, sem hver verður að byggja á sínar tillögur. Önnur stefnan er sú, að halda kirkj- unni rígbundinni við þjóðíjelagið, þannig, að það semji og setji öll lög fyrir hana og hafi hana ávallt í eptir- dragi. Hin stefnan er sú, að láta kirkjuna vera sem frjálslegasta og sjálfráðasta í sínum eigin málefnum. Jeg lýsi því yfir nú í upphafi málsins, að jeg hlýt að fylgja hinnifrjálsu stefnu, ekki af keppni, heldur af því, að það er hjartans sannfæring mín, að það sje kirkj- unni hollast og bezt að ráða sjálf sínum eigin málum. — þ>að kemur hjer opt fyrir, þegar ræða er um ný- mæli, að menn standa upp og tala um, að tíminn sje ekki enn kominn til þess að innleiða breytingar, rjett eins og þeir hafi í hendi sinni stundaglas, og geti sagt nákvæmlega, hve nær hinn rjetti tími er kominn eða ekki kominn. þ>. B. horfði nú á stundaglasið og tók þau orð upp tvisvar, að tíminn væri ekki enn kominn til að leyfa mönnum að halda sjer til þess prests, sem þeim er bezt að skapi. Jeg verð að játa, að jeg hef ekki neitt stundaglas til þess að meta, hvort tíminn sje kominn eða ekki, en eptir minni ætlun hefur sá tími aldrei komið, að rjett væri að leggja þessi óeðlilegu bönd á meðlimi kirkjunnar. Er ekki kominn tími til að leysa hin röngu og óeðlilegu bönd afkirkjunni eða trúarfjelaginu ? Jú! vissulega er sá tími kominn fyrir eins löngu, eins og langt er síðan þau voru á hana lögð. J>að getur verið, að það sje einhver ástæða til að hugsa, að fjelagsskipunin muni komast á ringul- reið við þetta frelsi, en jeg held það sje þó of mikil hræðsla. það getur ef til vill litið svo út í sumra aug- um, sem fjelagsskipunin komist á ringulreið, þegar ó- eðlileg bönd eru af numin, en það kemur af því, að menn eru orðnir svo vanir að skoða það sem nauðsyn, að allt liggi í böndum. Jeg veit að vísu, að nú sem stendur er friður, en líka þögn og svefn í kirkjunni; hún sefur á sínum kodda og gjörir ekki helmings gagn við það, sem hún ætti að gjöra, gæti gjört og mundi gjöra, ef hún væri frjáls. Jeg játa hreinskilnislega, að jeg hef ekki lært mikið í kirkjusögu, og ekki gengið til þess á fyrirlestra á prestaskólanum, en svo mikið þykist jeg vita, að meðan kirkjan eða kristnin var frjáls og óháð veraldlegu valdi, þá breiddist hún óðum út og kristnaði margar heiðnar þjóðir, já, hálfan heiminn á fám öldum; en þegar hún var bundin við þjóðfjelagið rómverska, þá sofnaði hún út af, og hefur síðan ná- lega staðið í stað; að minnsta kosti er hálfur heimur- inn heiðinn enn þann dag í dag. — Að svo mæltu vil jeg snúa mjer að þ>. B.; mjer þykir það undarlegt, að hann skuli ekki með okkur flutningsmönnum vilja stíga hið fyrsta stig í þá frjálsu stefnu, sem frumvarpið fer fram á. Hann hefur þó verið svo lítillátur, að vera með mjer í að semja annað frumvarp um að losa um það band, er hamlar söfnuðunum frá að ráða nokkru, sem teljandi sje, um sín eigin mál. Mjer finnst það hart, að leyfa ekki manni, sem óánægður er með prest

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.