Ísafold - 07.08.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.08.1879, Blaðsíða 1
ALÞINGISFRJETTIR. VIII. VIDAUKABLAD VID ISAFOLD VI. 1879. Reykjavík, timmtudnginn 7. ágúst. Loysing á sóknarbandi. Niðurlag (frá bls. 28) á ræðu fórarins Böðvarssonar: Einn hinn merkasti guð- fræðingur hefir þannig sagt: ,. Maðurinn hefir eigi þá fullkomlegleika til að bera, að hann geti fullkom- lega ákvarðað sig sjálfan án hjálpar frá öðrunr'. Sami þingmaður sag'ði, að kirkjan svæfi; hans orð í heiðri, og það skal jeg játa, að það er ofmikið satt í þessu. En þetta frumvarp er eigi eindregið meðal, ef kirkjan svæfi, og það los, það frelsi í kirkjulegum málum, er frumvarpið hefir að færa, er eigi nóg til þess, að vekja kirkjuna af svefhi hennar; það er annað en breyting- in á kirkjustjórninni, er fær vakið hana. E. A. leiddi menn jafnvel í sannleika um sögu kirkjunnar. Eg játa það, að jeg hefi sjeð þá skoðun, er þingmaðurinn kom með, að kirkjan hafi beðið tjónafþví, að komast und- ir yfirráð rómverska ríkisins, — hjá fleirum en þing- manninum; en jeg er annarar meiningar. Auðvitað er, að margt mátti finna keisara þeim til lasts, er tók kirkjuna fyrstur undir vernd sína; en jeg fyrir mitt leyti verð að ætla, að hann hafi gjört mesta velgjörn- með því. Kirkjan útbreiddist eptir það meira en áð- ur út um heiminn, að vísu eigi með frelsi, heldur með ofríki; en ávextirnir urðu þeir sömu með tímanum. Sami þingmaður gjörði ráð fyrir því, að sumir prestar væru svo ljelegir, að vart væri við þá unandi. Enjeg vil aptur á móti helzt ganga út frá því, að hver mað- ur eigi góðan prest; því að það er skylda yfirstjórn- enda kirkju vorrar, að annast um, að hvcrt prestakall fái géðan prest. Jeg er á sama máli og A. O. um það, að menn hjer á landi eigi að fá meiri hlutdeild í kirkjulegum málefnum en nú hafa þeir, og æskilegt kynni að vera, að sóknarmenn fengi rjett til þess að kjósasjer prest; og skal jeg einnig játa, að jeg skyldi vera á hans máli, það er frumvarp þetta snertir, ef jeg eigi óttaðist, að tími væri eigi enn kominn til þess, að lög í þá átt, er frumvarpið fer fram á, næði fram að ganga. Svo frjáls- lyndur er jeg, að jeg tel það mikla neyð, að hafa þann mann fyrir prest, sem maður er mjög óánægður með, sem setja má út á, eða maður hefir dstœðu til að setja út á. En A. Ó. lagði hvorki rjetta áherzlu nje þýð- ing í stjórnarskrána, enda vitnaði hann minnst til 45. greinar, er segir: ,.Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal hið opinbera að því leiti styðja hana og vernda". Er mönnum hjer á landi þá samkvæmt þessu veitt algjört frelsi í kirkju- legum málefnum ? Hans hátign konungurinn seg- ir, að pjóðkirkjan skuli studd og vernduð af hinu op- inbera. (Amljótur Ólafsson: Hvað er þjóðkirkja?). Jpjóðkirkja er sú kirkja, sem liggur undir vernd stjórn- arinnar, og þjóðin á að fylgja, þótt hinum einstaka sje gefin heimild til að vera annarar trúar. Erelsið er eptir stjórnarskránni leyft hið innra, en eigi hið ytra ; frelsi fyrir samvizkuna er leyft, og það lætur eigi held- ur binda sig. J?að er eigi leyft í stjórnarskránni, að Islendingar megi allir verða kaþólskir eða mormónar.— 46. grein stjórnarskrárinnar er alls eigi á móti mínum skilningi. f>ótt það sje aðalreglan, að lúterska kirkj- an eigi að vera þjóðkirkja, þá mega þó einstakir menn dýrka guð á þann hátt, er þeir vilja. A. Ó. tók það til dæmis, að stjórnarskráin leyfði mönnum að hlaupa burt úr þjóðkirkjunni. J>etta er satt, og að þessu leyti losar stjórnarskráin um samvizkufrelsi manna; en það þarf stjórnarskráin eigi að leyfa; því að slíkt frelsi tek- ur hver samvizka sjer sjálf, án þess að henni verði bannað það. Jeg ætla að enda mál mitt á því að lýsa því yfir, að jeg er manna fúsastur á að fara fram á það frelsi, sem miðar til eflingar og upphefðar hinni kristilegu kirkju á meðal vor. (Málinu vísað til 2. umræðu með 14 atkvæðum). — Við 2. umræðu mælti Friðrik Stcfdusson með því. Alfir væri samdóma, þegar um almennt landfrelsi væri að ræða, að vilja hafa það sem fullkomnast; en þegar þingið aptur fer að skipta þessu allsherjarfrelsi út til einstakra manna og stjetta í landinu, þá segja víst margir og það með sönnu, að því sjeu mislagðar hendur. Mjer sýnist þeir, sem mæla á móti þessu frumvarpi eigi vera hæfir til að stofna frjálsa kirkju, því þetta verður þó ekki talið nema litið undirstöðuatriði til þess. J>eir munu óttast, að tekjur presta minnki, ef þetta verður að lögum og menn mega hafa þann prest er þeir vilja, eins og bændur máttu á þjóðveldistímanum segja sig í þing með þeim goða, er þeir helzt viklu. Held þessi lög muni gjöra presta skylduræknari en þeir nú eru marg- ir hverjir. pórartnn Böðvarsson mótmælti þessu. Jpetta yrði einmitt til að ala upp í prestum óskyldurækni, því menn mundu helzt hlaupa til þeirra presta, sem væri vægastir í kröfum. Tjóðurhæla-nafnið hjá E. Á. um prestana gæti eins átt við aðra embættismenn; það gæti jafnvel átt við hið háleitasta, sólina, og hefði hann helzt búizt við, að E. Á. mundi líkja þeim við sól, er söfnuðirnir gengju um innan vissra takmarka. Ætti að leyfa mönnum að hlaupa burt frá prestinum undir eins og þeim þætti við hann, þá ætti að mega hafa sama í frammi við sýslumanninn. l7ramsögumaðiir: J>ótt svo reyndist, að fáir vilji nota rjettindi þau, er frumvarpið býður, og enda að enginn vilji óska eptir öðrum presti en hann hefir, er þá afleiðingin af því engin eða lítilsverð ? Nei, engan veginn. Noti sóknarmenn sjer eigi frelsið, þá er það sönnun þess, að allir vilji sjálfviljugir hvíla umhverfis þessa miðsól eða þenna tjóðurhæl. J>að er örugg sönn- un þess, að þau bönd, er tengja söfnuðina við presta sína, eru ekki þrælabönd, heldur frelsis- og kærleiks- bönd, og sem vottorð þessa hygg jeg að frumvarpið hafi mikla þýðingu. Einar Asmnndssoii: Jeg ætlaði mjer ekki að tala meira í þessu máli, en jeg þegar hefi gjört, en jeg verð svo hrifinn af hinni fögru ræðu J>. B., að jeg get ekki á mjer setið að taka til máls. Jeg álít það svo háleitt og skáldlegt, að líkja prestunum við sólir og sóknar- mönnum við plánetur, eins og hann gjörði, aðjeg verð að lýsa því hátíðlega yfir hjer að lögbergi, að jeg vil fallast á þessa samlíkingu, og álít hana heppilega. Mjer skildist þingmaðurinn ekki vilja róta upp í þess- um sólkerfum, en í öðru máli, sem þessu er skylt, hefir hann þó verið mjer samdóma um að róta upp í þeim, oggjöra þau 170 sólkerfi, sem nú eru hjer á landi, að 140. Jeg ætla að þetta komi af því, að hann vill hafa lagabönd til að halda sólkerfum sínum saman, og er hræddur um þau fari annars á ringulreið. Við flutn- ingsmennirnir viljum þar í mót halda þeim saman með kærleiksböndum, og lofa hverri plánetu að snúast um þá sól, sem hún vill helzt dragast að sjálfkraía.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.