Ísafold - 07.08.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.08.1879, Blaðsíða 2
30 Með þessu frumvarpi er annars ekki meir rótað upp í sólkerfunum, en með öðru frumvarpi, sem kemur frá nefnd, er þingmaðurinn hefir sjálfur setið í. Guðmundur Etnarsson: Mjer duttu í hug tvö spak- mæli; annað er: „andinn lifir æ hinn sami“ hjá oss ís- lendingum, og hitt er: sje lögunum sundur skipt þá er sundur skipt friðnum. Jeg er hræddur um, að ef farið verður að róta upp í þessum lögum, þá verði og sund- ur skipt friðnum milli prests og safnaðar. þ>ví hvað er það sem veldur þvi, að sóknarbarn vill skilja við prest sinn ? Mun það ekki optast nær koma af einhverri ósamkvæmni milli þeirra? Og þegar maður fær rjett til að yfirgefa prest sinn og fara til annars fyrir eitt- hvað er á milli kann að bera, og máske fyrir það, sem presturinn er skyldur til að finna að eða hefir rjett á að heimta, þá er hætt við, að af því leiði þykkja og stíndurlyndi á báðar hliðar. Og nú þegar 16 ára barn hefir leyfi til að segja skilið við sóknarprest sinn, þá er hætt við að það geti leiðzt af ekki sem ástæðu- beztum fortölum annara. Jeg vil ekki takmarka frelsi manna um of, en jeg vil reyna að koma í veg fyrir að óhlutvandir menn fái ráðrúm til að koma til leiðar ó- einingu, þar sem þarf að vera eindrægni andans 1 bandi friðarins. pórarinn Böðvarsson: A. O. sagði að það væri leyft að sækja aðra kirkju, en sína sóknarkirkju. f>að kalla jeg ekki neitt verulegt frelsi, en hitt mundi jeg kalla verulegt frelsi, ef söfnuðurinn gæti kallað hvern þann prest, sem hann vildi, til að prjedika yfir sjer. E. A. tók vel undir líkinguna um sólkerfin; jeg held að sú líking ætti að geta færzt til sanns vegar, þar sem presturinn á að lýsa innan þeirra takmarka, sem hann er yfir settur. Jeg álít það rjett og ekki í neinni mótsögn við frelsið, að hver prestur og jafnvel hver maður hafisem fastast ákveðinn verkahring. þau bönd eru alveg eðlileg, og takmörkun á verkahring er skil- yrði fyrir því, að vel sje unnið. þorlákur Guðmimdsson var frumvarpinu með- mæltur; það gæti þó orðið spor til andlegs frelsis og gæti ómögulega skaðað. það mundi sjaldan koma fyrir, að mikill hluti safnaðar yfirgefi prest sinn, nema hann sje óhæfilegur að þjóna söfnuði, og þá kemur þetta vel við. Framsögumáður sagði, að betra væri að sóknar- maður, sem væri óánægður við prest sinn, ætti kost á að yfirgefa hann, heldur en að halda honum nauð- ugum í söfnuðinum og láta hann kveikja og auka ó- ánægju út frá sjer. Guðm. Einarssón: Er það þá rjett, að hjón skilji undir eins og þeim kemur eigi saman? En samband milli prests og safnaðar er líkt sambandinu milli hjóna. (Arnlj. Ola/sson: Prestur og söfnuður eiga ekki börn saman!). Jú, andleg börn. Sóknarmaðurinn sem tek- ur sjer annan prest fer eigi burt úr söfnuðinum þar fyrir, heldur er kyrr og ertir ef til vill prestinn dag- lega eða presturinn hann. (Frumv. samþ. og skotið til 3. umræðu með 14 atkv.) — Við 3. umræðu sagði Framsögumaður (A. Q.) það hinn mesta kost við lög þessi, ef þau sýndu með því, að þau yrðu lítið not- uð, að allir sóknarmenn sjeu tengdir þeim frelsis- og vináttuböndum við presta sina, að þeir vilji eigi nota lög þessi. þetta vottorð er nauðsynlegt fyrir oss prest- ana; þá falla öll þau orð, sem svo rjettilega hafa ver- ið sögð í umræðum um frumv. þetta, að vjer sjeum að lögum tjóðurhælar sóknarbarna vorra. það eru til þeir prestar hjer á landi, sem ekki ætti að vera prestar. (Heyr!). En hvaða meðal hafa nú söfnuðirnir til að umbæta presta sína, þegar þeir þurfa umbóta við ? Að kvarta og klaga prestinn. Jeg veit eitt dæmi þess, að söfnuður kvartaði tvisvar eða þó þrisvar yfir presti sínum, kvartaði fyrst til prófasts, og prófastur var með söfnuðinum og áminnti prestinn. En þessi áminning endaði svo, að prófasturinn var að bera prestinn burt frá sjer, því honum ofbuðu orð han's og athæfi. Síðan klagaði prófastur til biskups, en fjekk hjer um bil það svar frá honum: „Jeg get ekkert gjört í þessu efni, nema biðja þig að áminna prestinn með kærleika“. Prófastur var þegar búinn að áminna hann, en af stríði og óskammfeilni ljet presturinn ekki af óreglu sinni. Jeg vil ekkert segja um biskupa vora nema gott, hvorki þann, sem nú er, nje þá, er áður hafa verið, og ekki tala urn þá nema með virðingu; en það verð jeg að segja, að biskup getur ekki þvingað prest til að vera öðruvísi en hann er; hann vantar vald til þess, þó vilj- inn sje góður. þegar þetta er svona, og vjer megum heyra i útlendum blöðum af löndum vorum prestum hjer á landi borna mjög illa söguna, og megum með kinnroða játa, að það sje eigi tilhæfulaust, hvað get- um vjer þá annað gjört, en gefa söfnuðunum vald til að hafa aðhald að prestum sínum. Lög þessi geta gefið slíkt aðhald; ef söfnuðurinn er óguðrækinn og ósiðsamur, þá er ekki hægt að bæta, en ef hann er guðrækinn söfnuður, þá segir hann við prest sinn, ef hann er drykkjumaður og óreglumaður: „ef þú gjörir þetta optar, þá göngum vjer frá þjer og förum til ann- ars prests“. J>etta er meira aðhald, en allt prófasts og biskups vald getur haft. Isleiýnr Gíslason kvað frumvarpið óþarft, og hætt við það mundi hafa skaðlegar afleiðingar. Alveg sam- dóma J>. B. J>ótt til væri 1 eða 2 eða fáeinir söfnuð- ir fyrir norðan, þar sem þessi þörf er, þá er það eng- in sönnun fyrir almennri þörf á þessu frelsi. Og slík- ar hneixlunarhellur kirkjunnar og prestastjettarinnar ættu heldur að fara alveg burt úr henni, og það má fá þær burt, ef söfnuðirnir eru nógu stöðugir að kvarta. Gttðm. Einarsson sagði, að þegar losað væri um of um böndin, þá notuðu óhlutvandir menn það til þess að koma fram sínum ætlunum, er spilltu kirkjulega samheldi, og slíka spillingu mundi frumvarpið fremur auka en minnka. Tryggvi Gunnarsson kvaðst mundu greiða atkvæði með frumvarpi þessu af því, að hann þekkti ekki fáa presta, sem væri svo, að það væri næstum synd að ne)rða menn til að taka við prestsþjónustu af þeim. Góðir prestar þurfa eigi að óttast frelsið í þessu efni. Alþýða vor er ekki svo spillt, að hætt sje við að hún muni yfirgefa góðan prest, og fara til þess, er verri er. Samlíkingin um sól og plánetur á vel við, þar sem um góða presta er að ræða, en þeir prestar eru til, sem eru svo dimmir og veita svo lítinn yl, að hjörtu sókn- arbarna þeirra hljóta að kólna út af. (ísléifur Gísla- son: Burt með þá !). Páll Pálsson prestur: Af þvf að jeg er prestur, rnunu menn að líkindum búast við því, að jeg verði móti þessu frumvarpi, og það því fremur sem jeg hef verið frá útlöndum virtur þeim vitnisburði, að „jeg væri öllum kristindómi til niðurdreps". Samt sem áð- ur vil jeg láta þetta frumvarp fá fram að ganga, og segi sem prestur : fari þeir, sem fara vilja. J>ó jeg lcunni að vera álitinn vondur af sumum, þá hef jeg þó svo næma samvizku, að jeg vil ekki verða til þess, að nauðga neinum til þess að meðtaka af mjer fæðu hins andlega lífs, sem býðst í guðsorði og sakramentunum, og enn síður að hafa þau áhrif, að hann geti ekki leitað svölunar sálu sinni, nema hjá þeim, sem hann getur ekki fellt sig við. A. O. talaði um, að sárt væri að sjá i útlendum blöðum illar fregnir um prestastjett hjer á landi; en jeg vil getaþess, að eins og ósannar fregnir í því og öðru geta átt sjer stað innanlands, eins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.