Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 3
39 Frá þingsins hlið skoðað, vona eg að engum blandist hugur um, að nauðsynlegt sje, að umboðsmaður af stjórnarinnar hálfu sitji á alþingi til þess ,.að semja við þingið“, enda. getur alþingi eigi komið saman nje þvi orðið slitið, nema einhver sje skipaður til þess í umboði kouungs. En það er málin sjálf snertir, er einhver „fulltrúi stjórninnar“ sje til að semja um við þingið, þá ( ■ það nauðsynlegt, til þess að þinginu gef- ist kostur o vandamálum sinum að bera sig saman við umboðsm. nn þenna um vilja stjórnarinnar, hvað þingið megi fara fram á, og hver lagafrumvörp þingið megi frá sjer senda. Eg læt þessa skoðun mínaíljósi, af því að eg er í vafa um, hvort það er hyggilegt og lögulegt, að vjer drögum þenna áætlaða kostnað burt úr frumvarpinu. Mjer fyrir mitt leyti virðist það eigi hyggilegt, því að eg tel það nauðsynlegt að áherzl- an sje lögð á það, að hafa stjórnarfulltrúa til að vera sáttaboðara á milli stjórnarinnar og alþingis. Framsöguma ffur: Eg ætla að svara hinum tveim- ur spurningum A. O. fað er hina fyrri spurninguna snertir, hvernig á því standi, að styrktarsjóðurinn sje tilfærður undir 4. gr. 2. tölul., þá skal eg leyfa mjer að taka það fram, að þótt í frumvarpi nefndarinnnar standi, að sjóður þessi skuli „afnemast sem sjerstakur sjóður“, þá er eigi gjört ráð fyrir því, að gjöra það nú á þessu fjárhagstímabili, því að í greininni stendur enn fremur : „En þangað til það verður, tilfærist tekj- urnar með hjer um bil . . . “. þ>að er á þingsins valdi að breyta þessu, en þessi athugasemd var sett, til þess að þegar þingið og stjórnin væri búin að koma sjer saman um, hver upphæð sjóðsins væri, þá skyldi styrktarsjóðurinn dragastinn í landssjóðinn. Sama var að segja um læknasjóðinn, að þegar hann var dreginn inn í landsSjóðinn, þá var ekkert sjerstakt lagafrumv. samið um það. Nefndinni virtist haganlegra, að þess- ar upphæðir væru færðar út fyrir strikið. Hin spurningin, sem A. O. lagði fyrir mig, er vandasamari. þ>að gleður mig, að þingmaðurinn hefir staðið upp sem aðstoðarmaður landshöfðingjans. Eg hefi opt kunnað illa við, að láta landshöfðingjann vera einan sjer og að enginn hefir orðið til að styrkja hann, þegar hann hefir átt mál sitt að verja. En nú hefir einn þingmaður risið upp honum til stuðnings, og það einn af þeim þingmönnum, er jeg álít með þeim betri. Jeg ætla nú reyndar að geyma ýmislegt að svara þing- manninum til 2. umræðu. En þar sem þingmaðurinn sagði, að ýfirskoðunarmennirnir hefði misskilið 25. og 34. gr. stjórnarskrárinnar, þá vil jeg leyfa mjer að spyrja þingmanninn, hvort hann hefir kynnt sjer grund- vallarlög Dana. 34. gr. stjórnarskrárinnar hefir að sínu leyti sama inni _að halda sem 59. grein í grundvallar- lögum Dana, og er henni alveg samhljóða, er gildir um ráðherrana í Danmörku; ráðherrarnir hafa leyfi til að sitja á ríkisdeginum, „en atkvæðisrjett hafa þeir því að eins, að þeir sjéu jafnframt þingmenn“ (stendur í 59. gr. grundvallarlaganna). Hvernig er ástatt í öðrum löndum? Fá ráðherrarnir þóknun fyrir að sitja á lög- gjafarþingum til þess að verja sig og gjörðir sínar ? þ>að dettur engum í hug að bjóða þeim borgun fyrir það; menn segja sem er, aðþeir hafi beztafþví sjálfir. Ef stjórnin fæli öðrum manni en landshöfðingjanum, sem er búsettur hjer í Reykjavík, á hendur, að semja við þingið, og þessi maður ef til vill væri langt að kominn, eins og átti sjer stundum stað á ráðgefandi þingunum, Svo sem um Pál amtmann Melsteð, — þá væri sjálfsagt að fulltrúinn fengi þóknun. En jeg vil nú leyfa mjer að bera fram eina spurningu fyrir þing- manninn : Ef landshöfðinginn væri einnig þingmaður, auk þess að hann væri fulltrúi stjórnarinnar, — en þess óska jeg og vona, að landshöfðinginn verði sem fyrst þingmaður, — ætti hann þá auk dagpeninga sinna sem þingmanns að fá þessa 2000 kr. þóknun ? Stjórnin hefir eigi gjört ráð fyrir því, og enginn konungsúrsk. er fyrir því, og hvernig þetta er til komið, veit jeg ekki, nema hvað jeg ímynda mjer, að þetta hafi flutzt i einhverju hugsunarleysi frá ráðgefandi þingunum inn á löggjafarþingið. En hjer á það eigi við. |>ingmað- urinn sagði, að orðið getur í 2. málslið 34. greinar stjórnarskrárinnar ætti að skiljast þannig, að stjórnin væri skyld; en ef þessi þýðing er rjett, þá þýðir orð- ið h e i m i 11 í 1. málslið 34. greitiar sama sem s k y 11, enda hygg jeg, að landshöfðingjanum sje skylt að sitja á alþingi, og þótt það sje eigi beinlínis lagaskylda fyrir hann, þá er það þó að minnsta kosti siðferðisleg embættisskylda hans, að sitja á þingi. En jeg ætla eigi að fara lengra út í þessa spurningu við þessa um- ræðu, en vona að mjer bjóðist betra tækifæri til þess við 2. umræðu málsins. Arnljótur Olafsson: Samanburð framsögumanns á ráðgjafanum og landshöfðingja álít jeg miður heppi- legan. í því eina er jafnt á komið með landshöfðingja og ráðgjafanum, að hvorugur þeirra getur setið á þingi nema þeir sjeu kosnir þingmenn eða hafi sjerstaka heimild til þingsetu. En svo er samjöfnuðurihn á enda. Framsögumaður veit að ráðgjafinn í Danmörku er éigi það, sem menn kalla „administrativ" embættismann, heldur hefir hann laun sín sem ráðgjafi konungs. En má jeg nú spyrja hinn háttvirta framsögumann, hvort hann ætlar að landshöfðingi hafi embættislaun sín fyrir það að vera landshöfðingi eður fyrir hitt að vera ráð- gjafi íslands ? Ef nú framsögumaður álitur að lands- höfðingi hafi laun sín fyrir að vera landshöfðingi eða „administractiv“ embættismaður, sem jeg ætla sje, þá er ályktun sú, er hann dró af samanburðinum á em- bættisstöðu hans og ráðgjafans, eigi rjett. Varaýorscti: Mig furðar á því, hvað A. O. getur verið spurull. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar er landshöfðingi einmitt settur hjer í stað ráðgjafans, hann hefir hjer á landi hið sama æðsta vald og ráðherrann erlendis. Að öðru leyti virðist mjer að sem minnst ætti að tala um þetta mál nú þegar, og þó jeg leggi það á hættu, að hinn háttvirti þingmaður máske haldi að jeg geti ekki svarað honum, verður það að hafa það, þvíjeg mun geyma mjer það til annarar umræðu. Halldór Kr. Friðriksson: það var tilætlun nefnd- arinnar að draga styrktarsjóðinn inn f landið, og þó það væri gjört nú þegar, þá mætti eins fyrir það rann- saka hina undanförnu reikninga fyrir það. f andssjóð- urinn tekur við þvf fje, sem nú er til; en fyrir það sleppir þingið alls eigi rjetti sínum til að rannsaka undanfarna reikninga. Jeg skil ekki á hverju A. O. byggir mótbárur sfnar. f .andshöfðinginn mætir hjer á þingi f stað stjórnarherrans og því á hann enga borg- un (Arnlj. Olafsson: því ekki?). Blátt áfram af þvf, að ef stjórnarherrann kæmi sjálfur, fengi hann enga dagpeninga. Mjer finnst ekkert það hafi komið fram, er hnekki nefndarálitinu og get að öðru leyti skfr- skotað til þess, sem framsögumaður hefir tekið fram. — Síðan var málinu skotið til 2. umræðu í einu hljóði. Laxalög. Lagafrumvarp frá Gr. Thomsen um um breyting á lögunum 11. maf 1876 (viðaukal. við Jónsb. 56. kap.). Framsögumaður (Gr. Thomsen): f>að er kunnugt, að nokkru eptir að þessi viðaukalög komu út, kom út f Stjórnartíðindum brjef frá stjórnarherra íslands til landshöfðingja, þar sem hann tilkynnir landshöfðingja, að lögin 11. maí 1876 sjeu ekki eiginlega friðunarlög; í brjefinu stendur: „Að með því að fyrirmæli 2. gr. í lögum 11. maí 1876 nm þvergirðingu yfir á, virðast

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.